Tíminn - 12.12.1992, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Laugardagur 12. desember 1992
DAG, 12. desember,
eru 45 ár liðin frá því
að breski togarinn
Dhoon frá Fleetwood
fórst við Látrabjarg.
Björgun áhafnarinnar er 12
menn voru dregnir nær tvö
hundruð metra upp hamra-
vegginn í heljarmyrkri og
augalausri þoku við verstu
veðurskilyrði, hefur þótt
eitt frækilegasta björgunar-
afrek við ísland fyrr og síð-
ar. Þessi dáð hefur tekið á
sig rómantískan Ijóma og
þátt í því átti kvikmynd sú
sem Óskar Gíslason gerði
um þennan atburð síðar.
Nokkra þeirra manna, er
tóku þátt í björguninni, má
enn finna og er einn þeirra
Halldór Halldórsson frá
Kirkjuhvummi á Rauðas-
andi. Halldór býr nú í Hafn-
arfirði ásamt konu sinni
Sesselju Halldórsdóttur og
þangað heimsóttum við
hann í tilefni af þessum
tímamótum og báðum
hann að rifja upp með okk-
ur minningar sínar frá
þessum löngu liðnu des-
emberdögum. Fyrst spyrj-
um við þó um deili á hon-
um sjálfum.
„Ég er fæddur að Móbergi á Rauðas-
andi þann 4. júní 1918, næst yngstur
níu systkina. Frá Móbergi fluttu for-
eldrar mínir, Halldór Bjamason og
Magnfríður ívarsdóttir, með bama-
hópinn að Gröf 1922, en þegar faðir
minn lést tveimur ámm síðar var
mér komið fyrir hjá móðursystkinum
mínum í Kirkjuhvammi. Þessi þrír
bæir sem ég nefni eru skammt hver
frá öðrum þarna á Sandinum, enda
gat sveitin engan veginn talist vera
afskekkt, þótt sumum finnist að svo
muni hafa verið. Dvöl mín í Kirkju-
hvammi varð löng, því þaðan fór ég
loks orðinn nær þrítugur. Árið 1953
fluttumst við Sesselja Halldórsdóttir
kona mín til Reykjavíkur þar sem ég
starfaði í Áburðarverksmiðjunni til
67 ára aldurs — og þama hefur þú þá
allra stærstu drættina í lífshlaupi
mínu!
Við Sesselja héldum brúðkaup okkar
10. desember 1939. Nú var farið að
fækka á heimilinum á Sandinum og
þegar slysið við Látrabjarg varð vor-
um við Sesselja og dóttir okkar á átt-
unda ári flutt að Stakkadal á Rauðas-
andi.
Látrabjarg
Helsta bjargræðið í þessari sveit
hafði öldum saman verið landbúnað-
urinn, þótt í smáum stfl væri, sjórinn
— og Látrabjarg. Út á bjargið er um
hálfrar fjórðu stundar gangur frá
Stakkadal í góðu veðri. Þangað höfðu
margar kynslóðir sigmanna af Rauð-
asandi lagt leið sína, en þegar ég fór
að muna til mín var bjargsigið svo til
úr sögunni. Þegar tveir ungir menn
fómst við sig árið 1926, var steinhætt
að síga og ekki sigið aftur næstu 18
árin. Vorið 1944 sé frændi minn, Haf-
liði Halldórsson, 90 faðma sig niður á
barð, sem skagar út úr bjarginu, og
var haft eftir honum að hann hefði
hvergi getað stigið niður fæti nema
brjóta egg. Þama mun hann hafa tek-
ið 5000 egg. Félagar í björgunarsveit-
inni okkar, „Bræðrabandinu", munu
svo hafa farið dálítið í bjargið eftir
þetta til að afla félaginu tekna, en það
var í smáum stfl. „Bræðrabandið" var
stofnað um svipað leyti og Slysa-
vamafélagið, 1929 eða 1930, og hafði
bækistöð sína á Látmm. Þar hafði
Þórður Jónsson tekið menn í æfingar
af og til, kennt meðferð línubyssu og
mmmmmmmmm
Halldór Halldórsson meö heiöursskjalið, sem björgunarmenn fengu frá útgerö togarans I Fleetwood: „Frost hefði gert þetta verk gjörsamlega óvinnandi og vald-
iö gffurlegri haettu.“ Tlmamynd Árni Bjama
ÁBRÚN
HYLDÝPISINS
fleiri tækja.
Fjórir aðilar eiga Látrabjarg og em
þeir Látrar, Breiðuvík, Saurbæjar-
kirkja og Keflavík. En bjargið var nýtt
sem hreppseign og sögðu mér gamlir
menn að frá öllum bæjum hefðu
menn farið „í bjarg“, „á bjarg" og
„undir bjarg“, eins og það hét. Ellefu
eða tólf ára gamlir vom strákamir
látnir fara að síga og hef ég fyrir satt
að ef þeir vom hræddir hafi þeim ver-
ið hrint fram af brúninni — og slegið
á finguma á þeim næðu þeir í snös að
halda sér í! Svona var nú harkan, en
eftir fáeinar ferðir fóm þeir að venjast
og urðu sumir afbragðs bjargmenn.
Þetta heyrði ég gamla menn heima
segja.
Hættulegur misskiln-
ingur
Það var um klukkan átta að morgni
12. desember að Slysavamafélagið
hringdi í landssímastöðina í Saurbæ
og fór þess á leit við Rauðsendinga að
þeir færu inn að Stálfjalli til þess að
bjarga áhöfn af enskum togara sem
þar væri strandaður. Var þegar tekið
að safna björgunarmönnum saman.
Þeir vom bændumir á Lambavatni,
Ólafur Sveinsson (faðir Magnúsar
Torfa, fyrrum ráðherra) og Guðbjart-
ur Egilsson, Jóhannes Halldórsson
bróðir minn, Halldór Júlíusson og
unglingur frá Melnesi, Ari ívarsson.
En hér höfðu orðið alvarleg mistök.
Svo óheppilega vildi nefnilega til að á
manna var að halda að Stálfjalli um
svonefndar Geirlaugarskriður, en þær
reyndust ófærar. Urðum við að fara
upp á fjall, sem við kölluðum, að nýju
og upp alla Skorarbrún og þaðan nið-
ur á Völlu. Loks þaðan varð komist
inn í Stálvík þar sem togarinn átti að
vera. En þar var ekkert að sjá og
menn áttuðu sig á að hér höfðu orðið
einhver mistök. Komið var kolamyrk-
ur og hef ég ekki vitað jafn mikið
svartamyrkur og var þama þessa
daga. En þegar við vomm á leið niður
Sjöundárdalinn og niður að Sjöundá
blasti bjargið við. Þá kom í Ijós
hvemig málum var háttað, því úti
undir bjarginu blasti við neyðarbál
sem togaramenn höfðu kynt.
Myrkrið á Látraheiði
Dýrmætur dagur hafði farið til ónýt-
is, en nú var ekki um annað að ræða
en fara heim þama um nóttina. En
morguninn eftir fréttist að menn á
Hvallátrum, eða Látmm eins og jafn-
an var sagt, hefðu orðið varir við
hversu komið var og væm famir að
undirbúa björgun. Þá hafði verið kall-
að eftir meiri mannskap.
Við lögðum þrír af stað að Látmm
um morguninn og vom þeir með mér
Þórir Stefánsson á Hvalskeri og Jó-
hannes Halldórsson bróðir minn,
sem nú dvelur á Sólvangi. Dagur var
skammur og þegar við vomm komnir
að Naustabrekku, en hún er vestasti
bær á Rauðasandi, var komið slíkt
/ desember árið 1947 var Halldór
Halldórsson í hópi þeirra, sem
héldu út á Látrabjarg að vinna þar
eitt víðfrægasta björgunarafrek í
sögu landsins.
máli breskra togaramanna hét Látra-
bjarg „Stálberg“ og það höfðu þeir
nefnt í neyðarkalli sínu. Varla hefði
það samt orsakað alvarlegan mis-
skilning, ef ekki hefði viljað svo til að
mitt á milli Skorarhlíðar og Siglunes-
hlíðar er að finna fjallið Stálfjall og
töldu allir að við það væri átt, sem
vonlegt var. Því var nú haldið í austur
inn allar Sjöundárhlíðar, í stað þess
að fara vestur á Látrabjarg.
Hryssingsveður var á og sauðaustan
stormur út Breiðubugtina, bleytu-
slydda en frostlaust og hlýtt. Ætlun