Tíminn - 12.12.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur
12. desember 1992
215. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Ung stúlka gengst undir kvalafulla lengingar-
aðgerð á fæti. Katrín Ósk Garðarsdóttir:
Ráðherrafundur EFTA vonast eftir að EES-samningurinn geti tekið gildi á fyrri hluta næsta árs:
Eru breytingar
3- verðlauna '
krossgáta
Tímans
Þriðja verðtaunakrossgátan fyr-
Ir jól er f Tlmanum I dag.
Dregið verður úr réttum lausn-
um og hinn heppnl hlýtur 10
þúsund krðna vöruúttekt i sér-
vöruverslunum Kaupstaðari
Mjódd, annarri hæð.
Blaösíöa 16
bara tæknilegar?
dagar til ióla
Utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna, annarra en Sviss, ítrekuðu
þann ásetning sinn á ráðherrafundi EPTA í Genf að samningurinn
taki gildi eins skjótt og unnt er á fyrri hluta ársins 1993. Ákveðið
var að þegar í stað yrði hafin athugun á því hvaða breytingar þyrfti
að gera á samningnum en sérfræðingar EFTA telja að breytingarn-
ar séu aðeins tæknilegs eðlis. Vonast er eftir að bókun þar að lút-
andi verði tilbúin snemma í janúar 1993.
Ákvörðun svissnesku þjóðarinn-
ar að vera ekki aðili að Evrópsku
efnahagssvæði var aðalmál ráð-
herrafundarins í Genf. Þær
ákvarðanir sem teknar voru á
Talinn
af
31 árs gamall maður frá Filipseyj-
um er talinn af en hann féll útbyrð-
is af þýska leiguskipinu Nincop um
þrjár sjómílur norðvestur af Vest-
mannaeyjum í gærmorgun.
Maðurinn, sem var ekki í flotgalla,
féll útbyrðis eftir að ágjöf kom bak-
borðsmegin á skipið í gærmorgun.
Skip á þessum slóðum hófu leit og
einnig kom þyrla Landhelgisgæsl-
unnar á vettvang. Um hádegisbilið í
gær var leitinni hætt og maðurinn
talinn af. -HÞ
fundinum varðandi þetta mál voru
í sjálfu sér ekki veigamiklar.
Ákveðið var að fela embættis-
mönnum að vinna drög að bókun
sem tæki á ákvörðun Svisslend-
inga að vera ekki með í EES. Ekk-
ert liggur fyrir um hvenær EES-
samningurinn tekur gildi að öðru
leyti en því að ráðherrarnir lýstu
yfir vilja til að það mætti verða
sem fyrst.
Nokkur óvissa hefur verið um
málsmeðferðina. EES-samningur-
inn gerir ráð fyrir að ef eitthvert
ríki kýs að standa utan EES þá
verði gerð sérstök bókun við
samninginn en hann verði ekki
endurskoðaður í heild. Kröfur
hafa verið um það hér á landi og á
norska þinginu um að samningur-
inn verði endurskoðaður og lagð-
ur þannig fyrir þjóðþingin.
í fréttatilkynningu frá utanríkis-
ráðuneytinu segir að lagasérfræð-
ingar EFTA-ríkjanna hafi þegar
skipst á skoðunum og gert fyrstu
athugun á því hvaða breytingu á
EES-samningnum það hefur í för
með sér, að Sviss verður ekki aðili
að honum. Niðurstaða þeirra er að
einungis þurfi að gera fáeinar
tæknilegar breytingar á EES-
samningnum með viðbótarbókun
sem þjóðþing samningsaðila stað-
festi sérstaklega. Ekki kemur fram
í yfirlýsingu frá fundinum hver
tekur að sér að greiða kostnað
Sviss við EES en Sviss ætlaði með-
al annars að greiða þriðjung af
hlut EFTA í Þróunarsjóð EES.
Ekki náðist í utanríkisráðherra í
gær en hann er á leið til landsins.
En ríkir óvissa um afgreiðslu
EES- samningsins á Alþingi? Ut-
anríkisráðherra leggur mikla
áherslu á að samningurinn verði
afgreiddur fyrir áramót en stjórn-
arandstaðan telur það óþarft og
krefst þess að samningurinn verði
ekki ræddur fyrr en búið er að taka
tillit til þess í textum við samning-
inn að Sviss verður ekki með.
-EÓ
Katrin Osk ásamt fjölskyldu sinni. Lengst til vinstri er
móöir hennar, Elín Sveinsdóttir, þá systir hennar,
Tinna, Katrín Ósk og Garöar Björgvinsson.
Timamynd, Árni BJarna.
TIL I ALLT TIL AÐ FA
JAFNLANGA FÆTUR
Fyrir nokkrum árum var greint frá ungum pilti sem leitaði lækn-
ishjálpar til Rússlands til að lengja fætur og hendur. Á dögunum
fréttist að í það minnsta einn íslenskur læknir stundar sams
konar aðgerðir sem hann kynnti sér þar í landi.
Hún heitir Katrín Ósk og er 14 ára og nógu gömul að mati
Gunnars Þórs Gunnarssonar iæknis til að gangast undir kvala-
fulla aðgerð. Ástæðan er sú að annar fótur hennar er 5 sm styttrí
en hinn.
Að sögn Garðars Björgvinssonar,
föður Katrínar, felst aðgerðin í því
að fótur hennar er brotinn fyrir
neðan hné. Þar er svo nefnd vaxt-
arlína beinsins sem þýðir að vöxt-
ur er örastur þar. Göt eru boruð í
gegnum beinið sitt hvorum megin
við vaxtarlínuna og þar í gegn eru
settir teinar. Við teinana utan á
fætinum er komið fyrir þvingu
sem notuð er til að færa beinend-
ana sundur um leið og beinvefur
myndast á milli þeirra.
Búist er við að þegar þessu er lok-
ið eftir fjóra mánuði muni fótur-
inn hafa lengst um 4-5 sm. Þá má
Katrín eiga von á því að þurfa að
gangast undir einhverjar útlitsað-
gerðir á fætinum.
Katrín er ekki óvön að liggja á
sjúkrahúsi því að hún hefur þurft
að fara í nokkrar aðgerðir sem
miðuðu að því að undirbúa fótinn
undir lengingaraðgerðina. Beðið
var með þá aðgerð þangað til Katr-
ín var við það að hætta að vaxa.
Það er meðal annars til að sjá
hversu Iangur hinn fóturinn verð-
ur.
Garðar segir að Katrín hafí staðið
sig eins og hetja því að aðgerðin sé
mjög sársaukafull. Hann á von á
því að hún geti legið heima þegar
mestur sársaukinn er horfmn og
þá muni foreldrar hennar sjá um
að hlú að henni og færa þvingurn-
ar á fætinum í sundur. Það segir
Garðar að þurfi að gera daglega og
bætir við að þessu fylgi miklar
kvalir.
Hann segir þessa aðgerð vera
upprunna í Rússlandi en fyrir
nokkrum árum fór ungur piítur
þangað í svipaða aðgerð. Garðar
segir að þar í landi hafi beinin ver-
ið skrúfuð í sundur um 1 mm. á
dag en hér á landi sé þetta gert á
tveimur og hálfum degi til að
draga úr þrautum sjúklingsins.
Ánægð með að þetta
skuli vera hægt
Katrín var full eftirvæntingar í gær
því þá var hún útskrifuð af sjúkra-
húsinu og fór heim. jafnframt var
þetta fyrsti dagurinn sem átti að
byrja að skrúfa beinin í sundur.
Katrínu líður misvel og henni leið
ekkert sérstaklega vel í gær. „Stund-
um er ég alveg hress og finnst að ég
gæti farið fram úr,“ segir hún. Hún
var kvíðin fyrir aðgerðina og er fegin
að henni sé lokið. Að vísu þurfti hún
að fara tvisvar í sömu aðgerðina þar
sem ekki tókst nógu vel að höggva
beinið í sundur í fyrra skiptið. Hún
segist því hafa óttast að ekki tækist
nógu vel til í seinna skiptið en er nú
fegin að sá ótti reyndist ástæðulaus.
Það kemur til með að reyna á þolin-
mæði hennar næstu mánuði meðan
beinið er að lengjast. „Ég reyni nú að
ráöa við það,“ segir hún. „Ég er rosa-
lega ánægð með að þetta skuli vera
hægt. Það munar svo miklu á fæt-
inum. Ég er til í allt til að fá jafn-
langa fætur," segir hún. Hún er
bjartsýn á árangurinn og segir að
læknirinn hennar hafi sagt að þetta
myndi ganga. „Ég trúi því,“ bætir
hún við. „Eg get núna beygt hnéð,
rétt það út og hreyft hæl en svo vona
ég að ég megi fara að stíga í fótinn,"
segir Katrín. Hún getur ekki stund-
að skólann þennan tíma sem það
tekur að jafna sig en býst við að fá
einkakennslu heima.
Jólin eru ofarlega í huga Katrínar
og hún segist hafa fundið nálægð
þeirra þegar hún kom heim. Það er
ekki laust við að hugprýði og þol-
gæði Katrínar veki aðdáun þeirra
sem umgangast hana og vonandi
nýtist henni það vegamesti næstu
mánuði. -HÞ