Tíminn - 12.12.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.12.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 12. desember 1992 Útboð Póstur og sími óskar eftir tilboðum í landpóst- þjónustu frá póst- og símstöðinni Vopnafirði, um Vopnafjarðarhrepp. Dreifing mun fara fram þrisvar í viku frá póst- og símstöðinni Vopnafirði. Afhending útboðsgagna fer fram hjá stöðvar- stjóra, póst- og símstöðinni Vopnafirði, frá og með mánudeginum 14. desember 1992, gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en 13. janúar 1993 kl. 14.00. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 14.00 á póst- og símstöðinni Vopnafirði, að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. PÓSTUR OG SÍMI Póstmálasvið -150 Reykjavík IHAFNARFJÖRÐUR H AFN ARBORG ______ SÝNING Skipulag og framkvæmdir í miðbæ Sýning á skipulagi, íyrirhuguðum byggingum og hönnun umhverfis í miðbæ Hafnaríjarðar verður opnuð laugardag- inn 12. desember kl. 14.00. Sýningin verður opin á venjulegum sýningartíma ffam að jólum, og milli kl. 16.00 og 18.00 virka daga verða fulltrúar skipulagsyfirvalda á sýningunni til að svara íyrirspumum. Almennur kynningarfundur um skipulagið verður í Hafnar- borg miðvikudaginn 16. desember kl. 20.30. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Borgarspítalans, óskar eft- ir tilboöum í eftirfarandi: 1) Röntgenbúnaö fyrir 3 rannsóknastofur. Rannsóknastofumar eru aöallega ætlaöar fyrír röntgenþjónustu viö slysadeild. 2) Framköllunarbúnaö a) Dagsbirtukerfi b) Stafrænt myndgerðarkerfi með úrvinnslustöð og framköllun. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík. Tilboöin verða opnuö á sama staö þriöjudaginn 26. janúar 1993: Röntgenbúnaöur kl. 11,00 f.h. Framköllunarbúnaður kl. 14,00 e.h. INfaAUPASTOFNUN RÉYKJAVÍKURBORGAR ' * x °° Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 c c Framhaldsskólakerfið í kreppu og úrtakti við lífið í landinu? Hjálmar Árnason, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja: Framhaldsskól- inn verður að vera í takti við atvinnulífið „Framhaldsskólakerfið á í tilvistarkreppu, þar sem ekki hefur tekist að virkja það. Þar ríkir því enn andi gamla latínuskólans, sem bjó nemendur undir háskólanám til embættisprófs í örfáum greinum. Þar er nú unninn giæpur gagnvart íslenskum ungmennum, sem samtímis er tilræði við efnahagslífið,“ segir Hjálmar Árnason, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðumesja. Stór orð, en hvað býr að baki? Hjálmar og starfsmenn hans við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru um þessar mundir, í sam- starfi við samtök og forystufólk í atvinnulífmu á Suðurnesjum, að móta hugmyndir um stór- eflda starfsmenntun við skól- ann, sem gagnast muni at- vinnulífinu og ungu fólki á svæðinu. Hugmyndirnar byggj- ast að verulegu leyti á þeim anda sem fæddi af sér fjöl- brautaskólana, þ.e. að efla veg og virðingu starfsmenntunar til jafns við bóknám. Fái hug- myndirnar blessun yfirvalda og verði að veruleika, verður starf framhaldsskólans með nokkuð ólíkum hætti en nú er og námið ekki gírað inn á eitt höfuðmark- mið — stúdentspróf. Brjóstvitið eitt dugar skammt Hjálmar segir að þjóðin hafi til þessa byggt allt sitt á fiskveið- um og fiskvinnslu. Atvinnulíf hafi eðli málsins samkvæmt verið tiltölulega einhæft og ekki verið gerðar sérstakar kröfur um menntun starfsfólks. Verk- kunnátta í einstökum greinum hafi, eins og Albert Einarsson skólameistari á Neskaupstað hefur bent á, flust frá einni kyn- slóð til annarrar með því að krakkar hafa unnið með foreldr- um sínum og kynslóð þeirra. Nú séu atvinnugreinarnar, svo sem eins og fiskvinnslan, stöð- ugt að verða tæknivæddari og slík kennsla dugi ekki lengur. Það sama sé að gerast hér eins og annars staðar í hinum vest- ræna heimi, að þjónustustörf alls konar eru að verða sífellt stærri hluti atvinnulífsins. ís- lenska menntakerfið hafi hins vegar ekki náð á nokkurn hátt að fylgjast með og fylgja þróun- inni eftir. Við spyrjum hvort ein ástæða þess geti verið sú að þjóðin trúi á brjóstvitið og vilji ekkert læra: „Það kann að vera hluti skýr- ingarinnar, en í þessu máli ber atvinnulífið sjálft einnig þunga ábyrgð með því að hafa ekki lát- ið starfsmenntamál til sín taka og jafnvel unnið gegn fram- gangi þeirra með ýmissi hags- munavörslu, svo sem með því að gera ungu fólki, í krafti ein- okunarhugsunar, erfitt fyrir að komast í fjölmargar starfsgrein- ar með alls konar síum og fyrir- vörum í þeim tilgangi að fá ekki of marga inn á markaðinn. Að hinu leytinu er það svo sjálft hið miðstýrða, „sovét- kennda“ menntakerfi, sem mið- stýrt er af menntamálaráðu- neytinu. Þaðan hefur ekkert frumkvæði komið í þá veru að bregðast við breyttum þjóðfé- lagsaðstæðum. Með þessum orðum er ég ekki að áfellast fólkið sem í ráðuneytinu starfar, heldur kerfið sem það starfar undir. Kerfið virkar bara ekki.“ Kerfísbreyting sem mistókst Fjölbrautaskólakerfið var hugsað með það fyrir augum að efla veg verkmenntunar og - þekkingar. Hefur það mistekist? „Um það má nota orðatiltæki sem mikið hefur heyrst undan- farið af öðru tilefni, að þar hafi menn pissað í skóinn sinn: Fjöl- brautakerfið sjálft er ágætt og býður upp á fjölmargt. Hins vegar hefúr engin breyting orð- ið önnur en kerfisbreyting að nafninu til. Inntak framhalds- skólans hefur ekkert breyst. Hann er enn sami gamli latínu- skólinn. Að nafninu til hefur fram- haldsskólinn verið opnaður öll- um og að nafninu til á hver og einn að geta numið þar eftir því sem áhugi hans og hæfileikar gefa tilefni til. Skólinn átti að verða opinn framhaldsskóli, sem breiðir út faðminn móti öllum að grunnskólanámi loknu. Það sem gerist hins vegar er að mjög margir fá hreinlega kjaftshögg, eins og sést á tölum um námsframvindu nemenda, að um 35-40% þeirra, sem hefja nám í íslenskum framhaldsskól- um, gefast upp. Af hverju? Jú, vegna þess að inntakið í fram- haldsskólunum hefur ekkert breyst síðan Sveinbjörn gamli Egilsson stökk á stöng með bækur Hómers á bakinu. Þetta er í raun aðeins gamli mennta- skólinn, en bara undir fölsku flaggi. Það eru einkum tveir að- ilar sem hafa brugðist fjöl- brautaskólahugsuninni: At- vinnulífið, með því að láta undir höfuð leggjast að þrýsta á skóla- kerfið að taka upp kerfisbundna starfsmenntun, og sjálft Kerfið með stórum staf, — hið mið- stýrða skólakerfi sem mennta- málaráðuneytið stýrir. Þrátt fyr- ir að skólamenn og fleiri hafi lengi verið að ræða og álykta ár- um saman á fundum og ráð- stefnum um að efla beri tengsl skóla og atvinnulífs og fjölga beri starfsmenntabrautum, hef- ur ekkert gerst. Hvers vegna er verksvit og verkkunnátta sett skör lægra en t.d. latínunám og -kunnátta? Ég hef oft tekið dæmi af skelli- nöðrustráknum, sem verður flökurt þegar hann heyrir minnst á hefðbundnu akadem- ísku greinarnar sem framhalds- skólinn réttir að honum fyrst í upphafi námsins og gefur hon- um þar með á kjaftinn. Hins vegar er þetta drengur sem kann og getur rifið sundur skellinöðruna sína og komið henni saman aftur þannig að hún verði sem ný. Skólakerfið segir við hann: „Þú kannt ekk- ert, getur ekkert og veist ekk- ert.“ Auðvitað er þetta glæpur gagnvart þessum einstaklingi, en ekki aðeins það. Það er líka þjóðhagslegur glæpur, að van- virða kunnáttu og færni þessa drengs, sem er heilmikil, og hundsa hana. Samvinna skóla og atvinnulífs Fjölbrautaskóli Suðumesja hefur sótt um styrk með At- vinnuþróunarfélagi Suðurnesja til þess að fara að gera eitthvað í þessum málum. Jú, einhverjir hafa brosað út í annað að þessu uppátæki, en okkur er alvara og höfum haldið tugi funda með ýmsum fulltrúum atvinnulífsins á Suðurnesjum með það að markmiði að skilgreina stuttar og starfstengdar námsbrautir sem endurspegla atvinnulífið á Suðurnesjum eins og það legg- ur sig. Ætlunin er síðan að halda ráðstefnu um málið í mars á næsta ári þar sem kynnt verður nýtt skipurit fyrir fram- haldsskóla sem hefði fyrir löngu átt að vera komið í framkvæmd. Við skólamenn höfum ekki í þessu starfi né ætlum að segja atvinnulífinu hvað á að kenna. Við höfum farið á milli ein- stakra sviða atvinnulífsins, höf- um tekið eitt og eitt fyrir í einu og látum fulltrúa þess sjálfa skilgreina í hverju kennslan á að vera fólgin. Ekki tossanám heldur fullgilt starfsnám Hér er ekki verið að tala um einhverjar brautir fyrir tossa, heldur alvöru námsbrautir sem verða jafngildar hinum hefð- bundnu. Við setjum þetta upp þannig að nemendurnir sækja nám sitt að hluta í skólanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.