Tíminn - 12.12.1992, Page 7

Tíminn - 12.12.1992, Page 7
Laugardagur 12. desember 1992 Tíminn 7 Þar verða ekki einvörðungu kenndar hinar akademísku grein- ar, heldur atriði eins og samskipti og tjáning, sem allir verða að hafa vald á, einhverja eina verklega grein og síðan listaáfanga, því að ekki dugar annað en að fólk fái innsýn í atriði sem ekki tengjast beint tiltekinni starfsgrein. Þá hugsum við okkur að kenna áfanga sem nefnist fyrirtæki. Til þess að kenna hann ætlum við að fá fólk sem er í atvinnulífinu til þess að koma inn í skólann og tala við nemendur um gildi hluta eins og að koma þægilega fram við viðskiptavini, um líkamsbeit- ingu, kjaramál, hreinlætismál, ör- yggismál og þess háttar. Við ætl- um ekki að sjá um þessa kennslu, heldur láta fólkið af akrinum um hana. Síðan er ætlunin að nemendur geri skriflegan samning, náms- samning við fyrirtækin og fá til þess sérstaka vinnubók. I samn- ingnum verður skilgreint í hverju starfsþjálfunin á vinnustað verður fólgin, hvað nemandinn á að gera og hversu löng hún verður. Setj- um sem svo að þjálfunin verði á afgreiðslubraut. Þá verður vænt- anlega tiltekið að nemandinn eigi að raða í hillur, vinna við af- greiðslukassa, gera upp kassa o.s.frv. En einmitt nú er atvinnu- lífið að skilgreina þessa hluti fyrir okkur fyrir einstök starfssvið og brautir. Þjálfað starfsfólk Hugmyndin er að nemendumir fái starfsþjálfun á vinnustaðnum, en þiggi ekki laun á meðan. Laun þeirra eru fólgin í þeirri tilsögn sem þau fá hjá vinnuveitanda, og á móti kemur að þau borga fyrir sig með því að rétta hjálparhönd í fyrirtækinu. Fyrir atvinnurekendur þýðir þetta að þegar þá næst vantar starfsfólk og auglýsa eftir því eru vaxandi líkur á því, eftir því sem tímar líða, að meðal umsækjenda verði t.d. einn með prófskírteini á tilteknu auglýstu starfssviði sem leggur fram ljósrit af skólavinnu- bók sinni með umsókninni. Þar er sundurliðað hversu margra klukkustunda þjálfun hann hefur fengið til einstakra verkþátta, en að auki tilgreint mat á framkomu, stundvísi og slíkum þáttum. Þannig veit atvinnurekandinn ná- kvæmlega hvað þessi tiltekni um- sækjandi kann til starfa og að ekki er þörf á að eyða tíma í að þjálfa hann upp. Þetta er hugmyndin í grófum dráttum og ég sé fyrir mér 40-50 brautir, en hugmyndir eru þegar mótaðar um ríflega 20 þeirra. Þá eigum við, svo dæmi sé nefnt, að skoða alla og ekki fáa starfsþætti Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Það er ekki skortur á undirtekt- um hjá atvinnulífinu við þessum hugmyndum. Þannig kom nýlega til mín ung kona, sem er að vinna að þessum málum, með mótaðar hugmyndir um námsbrautirnar hjólbarðaverkstæði, smurstöð, bensínafgreiðsla, sjoppuaf- greiðsla. Svo ég nefni fleiri dæmi þá má nefna námsbrautina há- setabraut, fjölda afgreiðslubrauta en þar gæti fólk tekið ákveðin sér- svið. Einnig má nefna námsbraut í skipaafgreiðslubraut, sem er mjög sérhæfð og kallar á t.d. lyft- arapróf. Þá er hægt að nefna ræst- ingabraut í samstarfi við aðila sem þurfa þeirrar mikilvægu þjónustu við. Á þennan hátt ætlum við að fara í gegnum öll svið atvinnulífs á Suðurnesjum og hingað til hefur þetta gengið mjög vel og undir- tektirnar hafa verið frábærar og má lýsa með einu orði: loksins. Loksins er skólakerfíð að gera eitthvað." Starfsnám — undir- staða hagvaxtar Einhverjar erlendar fyrirmyndir? „Já, við höfum verið að skoða hvernig aðrir hafa brugðist við breytingum í atvinnulífi og efna- hagsmálum. Skotar eru t.d. um það bil 10 árum á undan okkur í þessu starfi. Þegar skipaiðnaður þeirra hrundi, t.d. í Glasgow, þá settust þeir niður og veltu fyrir sér hvemig þeir ættu að reisa efnahags- og atvinnulíf sitt við. Niðurstaðan varð sú að styrkja stuttar starfstengdar námsbrautir í samráði við atvinnulífið og ár- angurinn var sá að það hefur tek- ið algjörum stakkaskiptum. Skot- ar segjast hafa byggt efnahagsend- urreisn sína á þessu. Þetta sé grunnurinn. Ég hef séð í nýlegri bandarískri skýrslu að bandaríska þingið skip- aði nefnd til að athuga hvað þyrfti helst til að endurreisa efnahagslíf- ið. Nefndin fór út um heiminn til að skoða þau lönd þar sem vel hefur tekist til, eins og í Japan, Sviss og Danmörku. Niðurstaðan var þessi: Efla starfsmenntun. Það er lykilatriði og sú varð tillaga þessarar bandarísku þingnefndar. Lítum á Dani: Þeir eiga engar auðlindir. Þeir eiga hins vegar hugvit sem þeir virkja í gegnum menntakerfið og það sama hljót- um við að verða að gera. Þjóðfé- lagið hefur verið smátt og smátt, og er enn að breytast úr því að vera veiðimannaþjóðfélag í það að verða tækni- og þjónustusamfélag og við því verður að bregðast." Hvernig verður þetta starfsnám tengt til annarra átta innan skóla- kerfísins? Varla er verið að búa til „blindgötur"? „\ðð hugsum þetta þannig að nemendurnir fái skilgreind rétt- indi og þess vegna hefur verið haft samráð við bæði atvinnurek- endur og launþegahreyfinguna. Auðvitað hlýtur því sá, sem t.d. er útskrifaður af smurstöðvarbraut, að njóta þess í betri launum um- fram þann sem ekki hefur lokið slíku námi, enda á hann að kunna meira. Framhaldsskólapróf — stúdentspróf Niðurstöðurnar eftir ráðstefn- una, sem íyrirhuguð er í mars nk. og ég minntist á áðan, verða síðan lagðar fyrir menntamálaráðuneyt- ið og það hefur vitanlega Iokaorð- ið. Eg trúi hins vegar ekki að það fari að leggjast gegn samtökum atvinnulífsins. Ég sé þetta fyrir mér á þann hátt að allt þetta nám — allar þessar námsbrautir — verði metið inn í hið almenna skólakerfi og er sjálf- ur mjög fylgjandi því að hér verði tekinn upp nýr prófáfangi, — framhaldsskólapróf. Framhalds- skólaprófið verði 70 eininga próf þar sem nemendum verði nokkuð í sjálfsvald sett í hvaða greinum þeir Ijúka einingum sínum. Þannig myndi sá, sem hyggst verða prestur, velja sér náms- áfanga að þessum 70 einingum út frá því markmiði sínu. Hins vegar ætti enginn að fá að fara inn á stúdentsbrautir nema að útskrifast fyrst með framhalds- skólapróf. Það þýðir þá það að nemendur verða tveimur árum eldri en þegar þeir komu fyrst inn í framhaldsskólann og vonandi þroskaðri. Ef síðan nemar vilja enn halda áfram eftir framhalds- skólaprófið, þá verður hver og einn að fá persónulega ráðgjöf og hafa jafnframt möguleika á að endurmeta fyrri ákvörðun. „Ég ætla mér að verða verkfræðing- ur,“ segir einhver. Þá yrði náms- ferill hans undangengin tvö ár skoðaður og ef í Ijós kæmi að ein- kunnir eða undirbúningur er ekki nógu góður, þá yrði viðkomandi bent á það. Séu hins vegar for- sendur góðar, þá verður neman- um bent á að velja sér greinar í samræmi við framtíðarfyrirætlan- ir hans. Með þessu móti yrði hægt að setja ákveðnar síur inn á stúd- entsbrautirnar samkvæmt kröfum háskólanna. Þar með yrðu þær, eins og þær voru áður, undirbún- ingur að háskólanámi. En fram- haldsskólaprófið gæfi hins vegar öllum nemendum færi á að út- skrifast úr skólanum með fullri reisn með fullviðurkenndu prófi." Ertu hér ekki bara að tala um gamla gagnfræðaprófið? ,4ú, í rauninni. Stúdentsprófið hefur í dag í rauninni sambæri- legt hlutverk og gamla gagn- fræðaprófið. En það er hins vegar þjóðhagslega allt of dýrt fyrir okk- ur að vera með svona gríðarlegan fjölda inni á stúdentsbrautunum. Sumir eiga ekkert erindi þangað og það er einnig allt of dýrt að halda öllum þessum fjölda mis- virkum inni í skólakerfinu fram til tvítugs. Á þessu verður að taka, enda er hið óheyrilega snobb fyrir stúdentsprófinu komið út í alger- ar öfgar og kominn tími til að meta verkmenntun að verðleik- um. Þegar við kynnum fyrirætlanir okkar á fyrrnefndri ráðstefnu í mars, þá mun framhald málsins velta á menntamálaráðuneytinu og í því sambandi skal þess minnst að í hvítbók ríkisstjórnar- innar, „Velferð á varanlegum grunni“, þá er það eina sem sagt er um framhaldsskólana efnislega það, að efla beri starfsmenntun. Því er ástæða til að ætla að pólit- ískur vilji sé fyrir hendi. Mér finnst sem augu fólks séu að opnast fyrir mikilvægi starfsnáms og tel mig hafa fundið það þar sem ég hef kynnt þessar hug- myndir á vinnustöðum og víðar. Þá hefur samráð verið haft við fræðslufulltrúa VSÍ og þar er skilningur fyrir hendi. Á nýafstöðnu ASÍ-þingi var einn- ig ályktað um skólamál. Gallinn er þó sá að ASÍ hefur tekið þá stefnu að hundsa skólakerfið og byggja upp sitt eigið skólakerfi, sem svo sem er góðra gjalda vert. Hins vegar stefnir þar í ákveðinn tvíverknað: Það yrði miklu hent- ugra að mínu mati, að skólarnir og verkalýðsfélögin, sérstaklega úti um landið, tækju upp sam- starf. Okkar skóli hefur t.d. átt mjög gott samstarf við Iðnsveinafélag Suðurnesja, Meistarasamband byggingamanna á Suðurnesjum, Verslunarmannafélagið og samtök kaupsýslumanna um eftirmennt- un. Sú reynsla sýnir að allir aðilar verða miklu sterkari ef þeir vinna saman." —Stefán Ásgrímsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.