Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.01.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 9. janúar 1993 Bílar bjórframleiðenda skreyttir myndum af sterkum bjór og sýnist sitt hverjum: Eru bjórauglýsingar á bif- reiðum ólöglegar eða ekki? „Þetta er hrein áfengisauglýsing. Þaö er ólöglegt aö fyrirtækisbflar aki um meö bjórauglýsingar," segir Ingimar Sigurðsson fyrrverandi fulltrúi í heil- brigðisráðuneytinu, sem vann að reglugerð í kjölfar laga um bann við áfeng- isauglýsingum á íslandi. „Við megum þetta samkvæmt landslögum," segir hins vegar Eirík- ur Hannesson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Ölgerðar Egils Skalla- grímssonar. „Það er nánast eins og reglur séu settar til þess eins að brjóta þær.“ segir Jón Guðbergsson hjá áfengis- varnarráði. Tíminn hefur heimildir fyrir því að Alþýðusamband Suðurlands skorar á allt launafólk að standa saman og brjóta að- gerðir ríkisstjórnar á bak aftur: Meiri verð bóiga og at- vinnuleysi Stjórn Alþýðusambands Suður- lands mótmælir harðlega þeim stór- auknu álögum á launafólk sem fel- ast í aðgerðum ríkisstjórnarinnar og skorar á allt launafólk að standa saman og brjóta aðgerðirnar á bak aftur. Bent er á að þær leiða til auk- innar verðbólgu og atvinnuleysis, rýra hag atvinnufyrirtækja jafn- framt því sem þær vega svo harka- lega að lífskjörum almennings og þá sérstaklega þeirra sem lökust hafa kjörin að ekki verður við unað. Stjórnin krefst þess að ríkisstjórn- in breyti efnahagsstefnu sinni sem felur í sér almenna kjaraskerðingu og taki ennfremur til baka þær álög- ur sem þegar eru komnar til fram- kvæmda og hætti við nýjar. Að mati sambandsins væri nær fyrir stjórn- völd að skattleggja hátekjufólk og taka ennfremur á skattsvikum. -grh lögreglu hafi borist kæra vegna þess að áfengur bjór væri auglýstur á flutningabflum ölgerðarinnar en á þá eru málaðar nákvæmar myndir af flöskum með áfengum bjór. Brjóta þessar myndir í bága við lög um bann við áfengisauglýsingum? í reglugerö, útgefinni af heilbrigð- isráðuneytinu með lögum um bann við áfengisauglýsingum, er kveðið á um nokkrar undantekningar: Þar segir m.a. að heimilt sé að „auð- kenna með firmanafni og eða firma- merki á flutningatækjum áfengis- framleiðenda, vöruumboðum, bréfs- efnum eða öðru sem beinlínis teng- ist starfssemi hans.“ Auglýsingar Ölgerðarinnar segir Ingimar ótvírætt brot á þessum reglum. „Þarna er ekki verið að aug- lýsa firmamerkið með einum eða neinum hætti. Þarna er verið að auglýsa ákveðnar tegundir af bjór. Hefði bara verið merkið Egill hefði það verið löglegt," bætir hann við. Ingimar segir að þessi undanþága hafi verið sett vegna þess m.a. að annars hefði fyrirtæki eins og ÖI- gerðin ekki getað notað vörumerki sitt. „Það treystum við okkur ekki til að gera og tölum okkur ekki hafa heimild til,“ segir Ingimar. Málið hafi verið rætt mjög ítarlega út frá þessari forsendu og stuðst hafi verið við norskar reglur. „Hins vegar er það ekkert launungarmál að í nýju frumvarpi til laga um áfengis- og vímuefnavarnir er gert ráð fyrir því að þetta verði ekki heimilað," bætir Ingimar við. Elín Hallvarðsdóttir, fulltrúi lögreglustjóra, segir að und- antekningin gildi, sé viðkomandi aðili sjálfur framleiðandi bjórsins. Þannig sé innflytjendum áfengra drykkja ekki heimilt að auglýsa með þessum hætti. Elín segir að almennt gildi sú regla að hvers konar auglýsing á áfengi sé bönnuð að undanskildu firmamerki og firmanafni. Hún bendir t.d. á auglýsingaskilti um bjór og segir að einungis sé heimilt að auglýsa léttöl. Elín tekur undir það að túlka megi auðkennda flutningabfla sem aug- lýsingar. Eiríkur Hannesson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, segir að keppi- nautar hennar hér á landi hafi aug- lýst á bflum athugasemdalaust frá því bjór var leyfður og því hafi öl- gerðin tekið það til eftirbreytni. „Það hefur enginn gert neina at- hugasemd við þetta og við höfum haft þetta svona í þrjú ár. Þetta er miðinn, nákvæmlega eins og á flösk- unum,“ segir Eiríkur. Hann segir að bfll sá sem notaður er við flutning- ana sinni eingöngu veitingahúsum. Honum finnst skondið að ekki megi auðkenna öskubakka með framleiðslumerkinu. Bann við áfengisaug- lýsingum er þverbrotið Jón Guðbergsson hjá Áfengisvarn- arráði segir að Alþingi hafi sam- 11 Það fer ekki millí mála hjá vegfarendum hvaö þessi bjór er sterkur sem auglýstur er á flutningabíl Ölgeröarinnar. Löglegt eöa ólög- legt? Um það eru menn ekki sammála. Tímamynd: Ámi Bjama þykkt reglur sem bönnuðu áfengis- auglýsingar. Því hafi síðan aðeins verið breytt og sett inn ákvæði um að það mætti auglýsa léttöl ef það væri með jafn stórum stöfum og allt annað í auglýsingunni og jafnframt væri ölið framleitt innanlands. Engu að síður hefði þetta víða verið þverbrotið og nefnir sem dæmi Útsölur á fullu Útsöhtr eru nú í algleymingi og hann var fljótur að ná sér í jyk- sugu á hálfvirði í Miklagarði þessí en þar hófst stórútsala í gær. Að sögn Björns Ingimars- sonar verslunarstjóra mega við- skiptavínir eiga von á svipuðum uppákomum næstu daga þar sem þeim gefst óvænt kostur á rafmagnstækjum á stórlækkuðu verði. Tímamynd: Ámi Bjama. stóra dós um 3 metra að hæð, sem höfð er í auglýsingaskyni, við íþróttaleikvang Valsmanna við Hlíð- arenda. „Það sér það enginn sem fer þar hjá að það standi á dósinni orðið léttöl," segir Jón. Hann segir að þrátt fyrir ábendingar ráðsins geri lögreglan ekki neitt og dósin sé þarna enn. „Það er grátlegt að það skuli vera íþróttafélag sem standi fyrir slíku því vafalaust stendur dós- in þama ekki ókeypis," bætir Jón við. Hann segir að einnig séu áberandi í mörgum tímaritum auglýsingar frá bjórinnflytjanda sem framleiðir ekki svokallað léttöl. „Við fáum nánast á hverjum degi ábendingar frá fólki alls staðar að af landinu sem er að furða sig á þessu,“ segir Jón. Hann hefur frétt að von sé á tillögu frá heilbrigðisráðherra þar sem tök- in á þessu verði hert eins og hann kemst að orði. „Hvort sem það dug- ar eða ekki. Það virðist hver sem er geta komist upp með það að geta auglýst bjór í hvaða tímariti sem er,“ segir Jón. -HÞ AG RO 27.-31.1. 1993 Hópferð á þessa vinsælu sýningu, sem haldin verður í Herning á Jótlandi. Fararstjóri verður Agnar Guðnason. Dvalið í Kaupmannahöfn á heimleið. Verð frá 43.890 Innifalið er flug, gisting með morgunverði, akstur til Jótlands og á sýninguna og íslensk fararstjórn. íslenskur og danskur flugvallarskattur, 1.920 kr., ekki innifalinn. m.v.stgr. Samviniiulerðir-Landsýii Austurstraeti 12, sími 91-691010 Söludeild: Hótel Sögu við Hagatorg, sími 91-622277 Akurevri: Skinanötu 14. sími 96-27200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.