Tíminn - 09.01.1993, Síða 10
10 Tíminn
Laugardagur 9 janúar 1993
í leik með skýja-
bömum
Iðunn hefur gefið út nýja bamabók
eftir Guðrúnu Helgadóttur rithöf-
und. En fyrr á þessu ári hlaut hún
Norrænu bamabókaverðlaunin fyrir
bók stna Undan illgresinu.
Nýja bókin er fyrir yngstu bömin og
heitir Velkominn heim, Hannibal
Hansson. Það er Brian Pilkington
sem hefur gert myndskreytingar við
söguna.
Hér segir frá Hannibal litla Hans-
syni, sem er á leiðinni heim til fs-
lands í flugvél eftir dvöl í útlöndum.
Þá lendir hann í félagsskap skýja-
bamanna kátu, sem svífa um himin-
inn, gusa rigningu niður á jörðina og
grípa málblómin sem svífa upp til
þeirra. Og skýjabömin hafa ýmislegt
skrýtið að segja honum um manna-
bömin.
Bókin er prentuð í Prentbæ hf.
Vinsæl barnabók
endurútgefin
Iðunn hefur endurútgefið hina sívin-
sælu bamabók Helgi skoðar heim-
inn, en hún hefur verið ófáanleg um
árabil. Sagan er eftir Njörð P. Njarð-
vík með sígildum myndum lista-
mannsins Halldórs Péturssonar.
Hér er sögð sagan af fyrsta ferðalagi
Helga litla út í hinn stóra heim. Það
varð ýmislegt á vegi hans og vin-
anna, hryssunnar Flugu og hundsins
Káts, þegar þau lögðu land undir fót.
Þau lentu í ótal ævintýrum og hittu
marga á leið sinni, fugla og fiska —
og jafnvel tröll.
Helgi skoðar heiminn er rammís-
lensk saga, sem öll böm kunna að
meta.
Bókin er prentuð í Prentbæ.
Hagnýtur fróðleik-
ur um hesta
Stóra hestabókin er komin út hjá Ið-
unni. Höfundur hennar er Elwyn
Hartley Edwards, en Óskar Ingimars-
son annaðist íslensku þýðinguna.
í Stóru hestabókinni er að finna
hafsjó af hagnýtum fróðleik um hesta
og hestakyn, rúmlega áttatíu af
þekktustu hestakynjum heims er þar
lýst, bæði 1 máli og myndum. Hvert
kyn fær heila opnu til umráða þar
sem birt er ljósmynd af hestinum,
ásamt greinargóðum skýringum.
Einnig em sérmyndir af höfði og öðr-
um líkamshlutum, auk teikninga og
ljósmynda sem sýna þau not sem
menn hafa haft af viðkomandi hesta-
kyni, bæði áður fyrr og nú. Einnig
em veittar hagnýtar upplýsingar um
meðferð hesta og umönnun, hvemig
á að fóðra þá og hirða og tryggja að
þeim líði vel á stallinum.
Reisubók Jóns
Út er komin hjá Máli og menningu
Reisubók Jóns Ólafssonar Indiafara.
Völundur Óskarsson annaðist útgáf-
una.
Reisubókin er einstæð frásögn af
ungum 17. aldar manni, sem þráir
ævintýri og heldur á áður óþekktar
BUNAÐARBANKINN
Traustur banki
/
Það er Búnaðarbanka Islands mikið fagnaðarefni að kynna nýjan reikning - Stjörnubók.
Reikningurinn er kærkomin nýjung, því hann sameinar tvö aðalmarkmið sparifjáreigandans
- að fá góða vexti og njóta hámarksöryggis.
STJÖRMI&ÓH BDnaðarbanhans
* Raunávöxtun 7.12% á ári miðað við óbreytta raunvexti.
** Ef nauðsyn ber til getur reikningseigandi sótt um heimild til
úttektar á bundinni fjárhæð gegn innlausnargjaldi, sem er nú 2.5%.
Þar sem öryggi og hámarksávöxtun fara saman
4*
•f
Verðtrygging.
7% raunvextir! *
Vextir bókfærðir tvisvar á ári.
4, Vextir lausir til útborgunar eftir að þeir
hafa verið bókfærðir.
Hver innborgun bundin í 30 mánuði.**
Eftir það er hún alltaf laus til útborgunar.
Spariáskrift - allar innborganir lausar á sama tíma.
Lántökuréttur til húsnæðiskaupa.
STJÖRNUBÓH
BÚNAÐARBANKANS
slóðir, m.a. sem fallbyssuskytta á Ind-
íafari Danakonungs. Hann snýr aftur
öryrki, en með dýrlega veislu I far-
teskinu, sem hann greinir löndiun
slnum frá af ótrúlegri frásagnargleði
og íþrótt.
„Því má halda fram að rit Jóns
marki tímamót I menningarsögu ís-
lendinga. Ekki er nóg með að hann
sigli á ókunnar og áður óþekktar
slóðir, heldur segir hann frá þessum
upplifunum sínum á bók og leggur
um leið grunn að nýrri bókmennta-
grein eða greinum, sjálfsævisögunni
og ferðabókmenntum. Hann, al-
múgamaðurinn, tekur fram fyrir
hendumar á prestimum og gerist
upp á sitt eindæmi fréttaritari á er-
lendri grundu, á söguslóðum við-
burðanna sjálfra... Hér var borin fram
ný reynsla. Heimurinn skrapp saman
en víkkaði að sama skapi um leið,"
segir Völundur Óskarsson I inngangi
sínum.
Völundur hefur I þessari nýju út-
gáfu Reisubókarinnar fært texta Jóns
til nútímastafsetningar, setur frásögn
hans I sögulegt samhengi og eykur
hana verulega að skýringum miðað
við eldri útgáfur íslenskar. f bókinni
eru allmargar myndir og yfirlitskort.
Bókin er 416 bls., prentuð IG. Ben.
prentstofu hf. Hún kostar 6500 kr.
f S
| JANÚARAFSLÁTTUR
! SÆHSKT!
| þak- |
I og veggstal |
lallir fylgihlutirj
Skipholti 19 3. hæð I
$ími:91-26911 Fax:91-26904'
fe
s)
I
milliliðalaust þú sparar 30% |
Upplýsingar og tilbod g
MARKADSÞJÓHUSTAHl