Tíminn - 09.01.1993, Qupperneq 24

Tíminn - 09.01.1993, Qupperneq 24
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 6863 Askriftarsími Tímans er 686300 NYTTOG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SÍMI73655 Bílasala Kópavogs Smiöjuvegi 1, 200 Kópavogi Vantar nýlega bíla. Mjög mikil eftirspurn. VERIÐ VELKOMIN Tímirui LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1993 Tvær ungar konur vilja koma nýstárlegum skóla á fót í Reiðhöllinni eða á öðrum hentugum stað: Hestar verða notaðir við þjálfun fatlaðra Anna Sigurveig Magnúsdóttir og Ásta Bjarney Pétursdóttir. Tímamynd Ami Bjama Nú bíður álitsgerðar hjá félags- málastjóra í Reykjavík erindi tveggja ungra kvenna, þeirra Ástu Bjarneyjar Pétursdóttur og Önnu Sigurveigar Magnús- dóttur, um fjárstuðning til þess að koma á fót endurhæfingu og þjálfun fyrir fatlaða á hestum. Við ræddum við Önnu Sigur- veigu og báðum hana að segja okkur frá tilhögun slíkrar þjálf- unar og gildi hennar. „Við erum nú að reyna að fá inni í Reiðhöllinni og víðar með þessa starfsemi," segir Anna, „en því mið- ur er óvíst um hvort Reiðhöllin verði opnuð í vetur. Verkefnið á sér aðdraganda í því að þetta hefur verið reynt á sumrum í mörg ár að Reykjalundi og þá aðallega í formi útreiða. Hreyfmgar hestanna bæta jafnvægisskyn En þessa þjálfunarleið er hægt að nýta á mikið margbreyttari hátt og er gert erlendis. Henni er skipt í þrennt: Einn hlutinn er útreiðar og annar reiðþjálfun, sem felst í hóp- tímum í reiðhöli. Loks er það sem nefnt er „hippotherapy" (sbr. gríska orðið „hippo" = hestur). Þar er yfir- leitt um einkatíma að ræða og hest- urinn notaður sem sjúkraþjálfunar- tæki og sjá sjúkra- eða þroskaþjálfar um kennsluna. Mest er um að börn njóti þessarar kennslu, svo sem spastisk börn. Aðferðin hefur þann kost að hún slakar á spenntum vöðvum og hitinn frá hestinum og takturinn gerir þeim mjög gott. Hreyfingar hestanna eru sérlega vel fallnar til þess að bæta skert jafn- vægisskyn og enn eru þær hreyfing- ar, sem mjaðmir reiðmannsins verða fyrir, svo áþekkar hreyfingum á göngu, að þjálfunargildi hesta- mennskunnar í því efni er ótvírætt. Þetta eru þær þrívíðu hreyfmgar, sem ganga fólks byggist á í daglega lífinu. Og ekki má gleyma andlegu hliðinni, því hestamennskan eykur sjálfstraustið og veitir ómælda ánægju. Hvað mig varðar, þá hef ég unnið á Reykjalundi á sumrum í tólf ár og kynnst þessu starfi þar, og á sl. hausti fór ég á námskeið út til Eng- lands að kynnast reiðþjálfun fyrir fatlaða innanhúss. Ásta Bjarney er þroskaþjálfi, sem lengi hefur haft áhuga á þessu, og ritaði hún áfanga- ritgerð sína um „hippotherapy". Sameiginleg löngun okkar til að koma skóla í greininni á fót hér á landi leiddi til þess að við höfum sótt um stuðning til borgaryfirvalda nú. Gangi allt að óskum, munum við fá hesta til kennslunnar að láni í byrj- un. Tilraunirnar að Reykjalundi hafa mælst mjög vel fyrir meðal vistmanna, og til hliðar höfum við byrjað á að bjóða reiðþjálfun fyrir fatlaða af höfuðborgarsvæðinu. Undirtektir reyndust ágætar. Fjöld- inn hefur aukist ár frá ári, sem sann- ar að raunverulegur grundvöllur er fyrir því að víkka þetta starf út með skipulegri kennslu, sem við vonum aö geta starfrækt frá jólum til hausts." Verkalýðsfélagið Baldur á ísafirði segir upp kjarasamningi og hvet- ur verkafólk til baráttu: Stjórnvöld- um hótað verkfalli Félagsfundur { verkalýðsfélag- inu Baldrí á ísafirði hvetur verkafólk til baráttu fyrir launa- hækkunum til að mæta minnk- andi kaupmætti. í ályktun fund- arins segir að ef stjómvöld breyta ekki um stefhu og fmna skattagleði sinni annan farveg, á verkafólk ekki um annað að velja en að grípa tii vcrkfallsað- gerða. „Ef tíl verkfalla kemur, er það vegna þess að stjómvöid hafa kaliað slíkf yfir þjóðina með óbilgimi sinni,“ segir í ályktun fundarins. Jafnframt sam- þykkti fundurinn að segja upp gildandi kjarasamningi með eins mánaðar iyrírvara, þannig að samningar féiagsins verða lausir þann 7. febrúar n.k. í samþykkt félagsfundaríns kemur fram að með efnahags- ráðstöfunum sínum hafi rílds- stjórnin rofið þjóðarsáttina, sem gilt hefur frá árinu 1990. „Veritalýðshreyfingin getur ekki sætt sig við vöruverðshækkanhy stórauknar skattaálÖgur, vaxta- okur og skerðingu á félagsiegri þjónustu, sem verkafólk hefur orðið að þola að undanfömu.“ Pétur Sigurðsson, formaður verkalýðsfélagsins Baldurs og formaður Alþýðusambands Vestfjarða, scm líka ervaraþing- maður Sighvats Björgvinssonar hetlbrígðisráðherra, segir að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um það hvort félagið muni verða í samfioti með öðrum í komandi kjaraviðræðum. „Við semjum heima í héraði þegar okkur hentar.“ -grh ...ERLENDAR FRÉTTIR... SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Beóiö úrslitastundar Bandarikjamenn og bandamenn þeirra biðu í gær I ofvæni eftir þvi hvort yfirvöld I Bagdad gengju að úr- slitakostum þeirra um að fjarlægja gagnflaugar frá flugbannsvæðinu i suðurhluta Iraks fyrir tilsettan tima kl. 22.30 í gærkvöld aö ísl. tíma. I BAGDAD var sagt að Irakar ætluðu ekki að flytja flaugarnar á brott. Tareq Aziz, aöstoðarforsætisráðherra, sagði á neyöarfundi rikisstjórnarinnar aö Iraski loftherinn myndi gjalda I sömu mynt ef ráðist yrði á hann aö sögn írösku fréttastofunnar. I MANAMA bjó bandariska hertiðið viö Persaflóa sig undir að framfylgja úrslitakostunum. LÚANDA Haröir bardagar í Cuito Bardagar milli stjórnarhersins og upp- reisnarmanna UNITA geisuðu áfram í gær I héraðshöfuöstaönum Cuito i miöhluta Angólu og lágu margir látnir og særðir afskiptalaust á götunum aö sögn ríkisútvarpsins. I LISSABON sagði angólski innanríkisráðherrann, Andre Pitra Petrof, aö ríkisstjórnin hefði misst samband við herlið sitt i Cuito og gæti þaö hafa fallið I hendur UNITA. GENF Veltur allt á Milosevic? Stjómarerindrekar og samningamenn sögðu I gær að hinn þjóðernissinnaöi forseti Serbiu, Slobodan Milosevic, gæti haldið I sinum höndum lausninni á því hvort vel tekst til með samn- ingaviöræður stríöandi fylkinga i Bos- niu i mikilvægri annarri umferð við- ræöna viösemjenda nú um helgina. Hópur eftiriitsmanna frá EB skýröi frá þvi aö hermenn Bosníu-Serba heföu nauögað um 20.000 múslimskum konum I herferð sinni til að skjóta óbreyttum borgurum skelk I bringu og reka þá frá heimkynnum sínum. SUMBURGH, Skotlandi Reyna að bjarga laxeldi Hjaltlandseyingar buöu óveöri birginn i alla fyrrinótt og reyndu aö reisa steinvegg til að hindra að oliubrákin frá brotna olíuskipinu næöi til laxeld- isstöðva en enn einu sinni kom slæmt veöur I veg fyrir að hægt væri aö gripa til meiriháttar björgunarað- geröa. MARJ AZ-ZOHOUR, Líbanon Snjóbylur frestar feró Rauöakrossmanna Snjóbylur neyddi tvo embættismenn Rauöa krossins til aö fresta i a.m.k. sólarhring heimsókn I bráöabirgða- búöirnar i suöurhluta Líbanons þar sem Palestinumennirnir 415 sem reknir voru frá Israel hafast viö. I TEL AVIV sagöi Shimon Peres, utanríkis- ráðherra, að Israelsmenn væru ósveigjanlegir varðandi brottrekstur Palestínumannanna en vildu ekki lenda I árekstri viö Sameinuðu þjóð- irnar. LONDON írska pundiö í baráttu Irska pundið baröist í gær við að styrkja stöðu sina i gjaldeyrispotti EB en framtíö þess var óviss þrátt fyrir tilraunir rikisstjómarinnar til aö vernda þaö meö himinháum vöxt- um. ALSlR 19dæmdir til dauða Alsírskur herdómstóll dæmdi 19 karl- menn til dauða, flesta úr hernum, fyrir aö m'ynda vopnaöan hóp og gera samsæri gegn hagsmunum ríkisins, að þvi er rikisútvarpið sagði i gær. JÓHANNESARBORG Mandela heimtar kosningar Nelson Mandela, leiðtogi afríska þjóðarráðsins, sagði i gær að halda yröi almennar kosningar á þessu ári til að koma á lýöræði án kynþáttamis- munar I Suður-Afríku og binda enda á stjórn hvltra. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.