Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.01.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 23. janúar 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö i lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sj ónhverfingar Þótt ekki sé liðinn nema mánuður síðan fjárlög fyrir yfirstandandi ár voru afgreidd og þrjár vikur af fjárlaga- árinu, er ljóst að fjárlagahallinn hefur hækkað um milljarð miðað við horfur og er nú áætlaður á áttunda milljarð króna. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra reynir að fela þessa niðurstöðu með því að þrástagast á því í fjölmiðl- um, að fjárlagahallinn á síðasta ári hafi reynst minni en hann var árið þar á undan og telur það mikil tfmamót í efnahagssögunni. Samt varð hallinn meiri en gert var ráð fyrir. Ef hallarekstur ríkissjóðs eykst með svipuðum hraða það sem eftir er ársins og frá því að fjárlög voru af- greidd til þessa, er tiltölulega auðvelt reikningsdæmi að sjá hvert stefnir. Það er einkar athyglisvert, en ekki að sama skapi upp- örvandi, að hallinn eykst óðfluga þrátt fyrir gífurlegar skattahækkanir, sem lagðar eru á almenning, og hækk- anir á gjöldum margs konar, sem það opinbera tekur til sín. Þá eru ótaldar þær miklu upphæðir, sem skornar eru af hinum ýmsu þáttum samneyslunnar og kostnaður- inn færður yfir á þá sem mest þurfa á aðstoð samfélags- ins að halda. Þá er allri eðlilegri byggðastefnu afneitað og dregið úr framlögum til að jafna kjör fólksins í land- inu. Útgjöld eru færð frá ríkinu yfir á sveitarfélög, jafn- framt sem tekjustofnar þeirra eru skertir. Atvinnuleysið stefnir í áður óþekktar stærðir og er auðsjáanlegt að útgjöld ríkisins vegna atvinnuleysis- bóta verða miklu meiri en fjárlög gera ráð fyrir, eða sú bráðabirgðaendurskoðun, sem nú er kunngerð, gerir ráð íyrir. Samt er nánast ekkert gert til að bæta at- vinnuástandið nema að færa til skattbyrði frá fyrirtækj- um yfir á einstaklinga, sem standa frammi fyrir sí- minnkandi tekjumöguleikum. Það liggur í augum uppi að skatttekjur ríkisins hljóta að rýrna að sama skapi sem atvinnuleysið eykst og tekj- ur þeirra, sem halda störfum sínum, minnka, þar sem yfirvinna og aukagreiðslur margs konar eru að leggjast af. Þrátt fyrir svona framtíðarhorfur bólar hvergi á ný- sköpun eða neins konar framkvæmdasemi til að byggja upp nýja atvinnuvegi eða hressa upp á þá sem fyrir eru. Hið eina, sem stjórnvöld láta sér detta í hug, er að finna upp nýjar og nýjar efnahagslegar sjónhverfingar, sem engan blekkja nema í hæsta lagi ráðherrana sjálfa. Fjármálaráðherra kallar skattahækkanir skattalækk- anir og aukinn ríkissjóðshalla í ár kallar hann minnk- andi horfur á halla í fyrra. Þegar velferðin er skorin niður við trog, segir heilbrigðisráðherra að það sé gert til að verja kjör aldraðra og þjáðra. Og forsætisráðherr- ann skrökvar því upphátt að sjálfum sér, að þjóðin muni fyrr en varir skilja hvað henni er gott gert með svokölluðum efnahagsaðgerðum og muni flykkjast undir merki hans í fyllingu tímans. Að blekkja aðra er ljótur vani að blekkja sjálfan sig er hvers manns... Hvað, Davíð?! Atli Magnússon T árast í gegn- um brosið Á miðvikudaginn gerðu þeir Bandaríkjamenn sér dagamun, enda tilefni nóg þar sem nýr for- seti þeirra var að tylla sér á valda- stól sinn. Hinum hátíðlega at- burði var sjónvarpað hvað af tók og mun varla ofmælt að allur hinn rafvæddi heimur hafi á táknrænan hátt tyllt sér einnig — það er að segja á sjónvarps- stólinn sinn. Rak menn hér síst nauður til, því serémónía þessi er skrautleg og fjörleg hjá þeim vestra — og þó einkum hugnæm. Bandaríkjamenn eru nefnilega snillingar í þeirri list sem nefna mætti að „tárast í gegn um bros- ið“ — karlar og konur brynna músum í ákafa þegar eitthvað gleðilegt ber að höndum. Sömu- leiðis stendur ekki á þeim að „brosa í gegn um tárin,“ þegar einhverja huggulega sorg ber að höndum, eins og þegar menn horfðu viknandi (en gleiðbros- andi) á eftir gamla forsetanum lötra heim til Texas. Söngvar og þulur Við athöfnina var fagur söngur og ljóðalestur og kolsvört skáld- kona flutti drápu sem þótti að vísu í lengra lagi, en það kom af því að hún þurfti að koma fyrir í ljóðinu einhverju um alla minni- hlutahópa í Ameríkunni svo úr varð ein réttnefnd „Gilsbakka- þula“, sem von var. En minni- hlutarnir eru nú einu sinni mesta uppáhaldsfólkið nú til dags og hefði skáldkonan vel mátt lofa stjórnarflokkunum á íslandi að fljóta með í drápunni. Svo sór Clinton eiðinn og tók að halda ræðu, þar sem hann sagðist ætla að láta vorið byrja á miðjum vetri og bera þjóðina — hóstandi og kjöltrandi vesalinga að ætla mátti — út í blíðuna í fanginu. Sérstak- lega munu þeir sem skáldkonan gerði að yrkisefni eiga von á að geta notið hinna komandi góð- viðra sem ekki er síðar að vænta en á Góu. En þótt vilji forsetans sé sjálfsagt einlægur er hætt við að honum fatist að ná utan um slíkan skara að sinni og þetta verði eins og þegar Bakkabræður ætluðu að bera sólskinið inn í bæ sinn. Gunnar og Rollant Mikill maður á velli er nýi for- setinn og satt að segja hið mesta tröll, en drengilegur og fríður álitum er hann fyrir það. Oft hef- ur mér dottið í hug að Gunnar á Hlíðarenda hafi litið út eins og Clinton, enda er Clinton þrek- maður mikill sem best kom á daginn í kosningabaráttunni. Sömuleiðis þá er hann lét sig ekki muna um að heimsækja fimmtán böll fyrir eiðtöku sína en tuttugu eða fleiri að henni lokinni. Hann reynist vera sax- ófónleikari ofan við meðallag að hæfileikum og á hverju ballanna þeytti hann saxófóninn af snilli og verðum við að kannast við að það mundi Gunnar ekki hafa leikið eftir. Mun verða að seilast til enn magnaðari hetjusagna ef samjöfnuð á að fá og taka dæmi af tröllinu Rollant er svo mjög þeytti lúðurinn Ólifant við Rúnsí- val að heyrist um sjö lönd. Dæmi Hallgerðar Svipurinn með þeim Clinton og Gunnari á Hlíðarenda kemst hins vegar í horf á ný þegar litið er til kvenna þeirra. Hallgerður hefur af lýsingum að dæma verið fullt eins gjörvileg kona og nýja for- setafrúin og gædd sama fram- taks- og sjálfstæðisanda og hún. Hefði Gunnar verið kænni í sinni pólitík og Hallgerði veist sömu tækifærin í lífinu og frúnni hefði hún aldrei lent í því að þurfa að stela í Kirkjubæ, en líklega gerst kven-uppi og sagt upp lög á Lög- bergi. Fleira er líkt með „skyldum." Báðir munu þeir Gunnar og Clin- ton hafa verið hundamenn í eðli sínu. Sámur Gunnars varð sem kunnugt er vopndauður og hundur Clintons hlaut einnig einhvern sviplegan dauðdaga, sem nú er úr mér stolið hver var, en mig minnir að hafi verið bíl- slys. Clinton hefur að sögn Dag- blaðsins komið sér upp ketti, Sokka að nafni, og er ekki fráleitt að Gunnar hefði tekið hinn sama kost hefði honum enst aldur. Stímt mót óhæfunni En hugnæm var embættistaka Bandaríkjaforseta, þótt hitt liggi í loftinu að engum mun hollt að framkalla hjá Bandaríkjamönn- um „tár“ sem þeim er um megn að „brosa í gegnum". Þá hefja orrustuvélar þeirra sig óðara á loft eins og mýflugnasveimur og dunur berast frá akkerum flug- vélamóðurskipa á stærð við marga fótboltavelli sem taka að stíma mót einhverri óhæfunni á fjarlægri strönd. Því var það að daginn eftir hina hugnæmu athöfn hlaut saxófón- leikarinn að skipta um á nótn- astatífinu og grípa sinn Ólifant sem hefur jú annan og snöggtum rámari róm en sá fyrrnefndi: Orr- ustuþotur brunuðu inn yfír írak að hnykkja á því heiti nýja forset- ans að hann skyldi ekki verða deigari í viðskiptum við féndur sína en fyrirrennarinn. Það var sem kunnugt er einn sneggsti bletturinn á Clinton að hann hafði engar orrustur átt, eins og sumir fyrri forsetar sem voru frægir stríðskappar, svo ekki sé minnst á að honum varð það á að marséra gegn Víetnamstríðinu í London á árunum. Fyrir það mun honum nú gefast færi á að bæta og mun hann til þess meira en fús, þótt það hljóti að kosta að minni tími gefist í böll og músík- iðkanir... En ekki fékk Gunnar á Hlíðar- enda svosem fremur að sitja í náðum inni á bæli „í sæmd sinni," þótt Clinton sé meiri vor- kunn þar sem sá fyrrnefndi hafði engan saxófóninn að una sér við og tefja fyrir sér. Margháttaðar annir kalla mikilmenni heimsins til verka á öllum tímum: Vopn syngja fýrir vígum í einu horni og minnihlutar kveina á líkn í öðru.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.