Tíminn - 23.01.1993, Side 19
Laugardagur 23. janúar 1993
Tíminn 19
VIKAPILTURINN
ÁSTSJÚKI
Deborah byggði upp sitt
eigið hönnunarfyrirtæki
með gáfum, dugnaði og
hæfileikum. Hún kom
*
mánudagsmorgni, 5. nóvember 1990,
sátu starfsmenn Barksdale fyrirtækis-
ins, semsérhæfði sig í innanhúss-ark-
ítektúr, í San Diego í Kalifomíu og störðu
ýmist ofan í kaffibollana eða horfðu með
óþolinmæði til dyranna. Vinnuveitandi
þeirra, Deborah Barksdale, var ekki mætt til
vinnu þrátt fyrir að klukkan væri orðin rúm-
lega átta. Sá, sem fyrstur mætti til vinnu,
vissi að eitthvað var að, þegar í ljós kom að
engin blóm vom á skrifborðum starfsmann-
anna. í öðm lagi var ekki búið að hella upp á
kaffið. Og einnig var hefð fyrir því að á mánu-
dagsmorgnum biði þeirra ostakaka eða ann-
að góðgæti frá bakaríi í grenndinni. Deborah
var vön að gleðja starfsfólk sitt með þvílíkum
hætti.
Bókhaldarinn spurði ritarann hvort hún
hefði hringt heim til Deborah. Hún hafði
prófað það, en enginn svarað. Ljóst var að
eitthvað var öðmvísi en það átti að vera.
Deborah Barksdale átti sitt eigið fyrirtæki
og það var hluti af henni sjálfri. Starfsmenn-
irnir vom eins og fjölskylda hennar og hún
hefði aldrei mætt of seint, nema hún væri al-
varlega veik eða eitthvað enn verra hefði
komið fyrir. Hún var 38 ára, fráskilin og stór-
falleg, og hafði úr engu að moða er hún hóf
reksturinn, en nú var fyrirtækið vel þekkt og
malaði gull.
Einhver spurði hvort rétt væri að hringja á
lögregluna. Lagerstjórinn svaraði: „Hvers
vegna í ósköpunum? Við vitum að hún ætti
að vera hér, en löggan myndi telja okkur gal-
in. Það er ekkert stórmál að einhver mæti
ekki í vinnuna á mánudagsmorgni. Það er
ekki óalgengt. Þeir myndu hlæja að okkur.“
Ritarinn andæfði: „Við segjum þeim bara
hvemig Deborah er. Akkúrat manneskja.
Eitthvað hlýtur að vera að.“
Eftir snarpar umræður var ákveðið að ritar-
inn hefði samband við lögregluna. Hún sam-
þykkti að mæla sér mót við lagerstjórann fyr-
ir utan heimili Deborah.
Klukkustund síðar renndi Art Dubois lög-
reglumaður upp að einbýlishúsi Deborah.
Enginn var með lykil, en lagerstjórinn krafð-
ist þess að þeir reyndu að komast inn í húsið.
Þeim tókst með lagni að komast inn um bíl-
skúrsdyrnar þar sem annar togaði hurðina
upp, en hinn skreið undir. Innangengt var f
húsið frá bflskúrnum. Þeir athuguðu báðar
hæðir hússins, en fundu ekkert athugavert.
Aðeins örlítil óreiða var sjáanleg, líkt og De-
borah hefði yfirgefið húsið í einhverjum flýti.
Öll föt hennar vom þó á sínum stað, þannig
að ekki virtist líklegt að hún hefði farið í
langt ferðalag.
f stofunni var glæsilegur flygill og hand-
skrifaðar nótur, sem bentu til þess að De-
borah væri að semja tónverk.
Auðsjáanlega var þetta heimili mjög fágaðr-
ar konu. Ekkert benti til þess að einhverju
hefði verið stolið úr húsinu.
Mennirnir tveir yfirgáfu húsið án þess að
verða nokkurs vísari. Dubois tók formlega
skýrslu um að konu væri saknað. Sfðan
héldu þeir hvor til síns vinnustaðar.
Á þriðjudagsmorgni var allt við það sama.
Eftir að ritarinn hafði ítrekað reynt að ná
sambandi við Deborah í gegnum síma, var
ákveðið að hafa aftur samband við lögregl-
una. Sagan endurtók sig, nema hvað nú fóm
tveir starfsmenn af vinnustaðnum og mæltu
sér mót við tvo starfsmenn lögreglunnar sem
höfðu ekki verið daginn áður. Þeir komust
inn á sama hátt og fyrr. Um leið og inn í bfl-
skúrinn kom, kallaði annar undirmanna De-
borah: „Stopp, þessi rauði verkfærakassi
þarna á gólfinu er alltaf í skottinu á bflnum
hennar.“
Ailir störðu á skottið á BMW-inum eins og
lamaðir. Mönnum fannst eins og verkfæra-
kassinn væri að senda þeim áleitin skilaboð.
Annar lögregluþjónanna fór inn í húsið og
fann þar lykla að bflnum. Lyklinum var
stungið í skrána og hlífinni var lyft. Við þeim
blasti hræðileg sjón. Deborah Barksdale lá
örend á bakinu í bflnum. Fætur hennar
höfðu verið bundnir til þess að líkið kæmist
fyrir. Hún var einungis klædd grárri peysu.
Andlitið bar vott um barsmíðar. Hún var víða
marin og áverkar vom á vinstra auga, enni
og höku. Annar starfsmanna hennar sneri sér
frá bflnum með hryllingi og æpti: „Ég vissi
það, ég vissi það!“
Morðdeild lögreglunnar var kölluð til og
formleg rannsókn hófst. Lík Deborah var
grandskoðað og myndað. Haft var samband
við nágrannana og rannsóknarmenn byrjuðu
að fínkemba bæði húsið og bflskúrinn, í von
um að finna hár eða eitthvað sem síðar
myndi hjálpa til við að upplýsa glæpinn. Ná-
kvæm skoðun á líkinu leiddi í ljós að De-
borah hafði verið kyrkt, sennilega með ber-
um höndum. Eitt olli mönnum spurn. Það
vom marblettir á baki fómarlambsins, sem
breiddust frá rófubeini og upp í háls.
Nágrannarnir höfðu allir gott eitt að segja
um Deborah. Yfirleitt var hún einsömul,
sjálfri sér næg og drífandi, sjálfstæður per-
sónuleiki, sem lagði mikið upp úr líkams-
rækt. Þeir töldu að starfið hefði átt hug
hennar og hjarta og hún hefði aðeins litið á
heimilið sem nauðsynlegan næturstað. Aldr-
ei hafði hún nokkmm manni troðið um tær.
Frásögn nágrannanna rímaði algjörlega við
þá sögu, sem starfsmenn hennar sögðu um
líf hennar.
Callaway, yfirmaður í morðdeildinni, stjórn-
aði rannsókninni. Hann ákvað í kjölfar þess-
ara upplýsinga að einbeita sér að starfsmönn-
um fyrirtækis hennar, þar sem þeir væm
væntanlega best heima í hennar málum og
gætu helst gefið þær upplýsingar sem leyst
gætu málið. Eftir tiltölulega gagnslitlar við-
ræður við nágrannana, kom það í ljós, Calla-
way til mikillar uppörvunar, að ráðinn hafði
verið næturvörður sem keyrði um hverfið á
næturnar og leit eftir að allt væri í lagi. E.t.v.
gæti hann gefið einhverjar upplýsingar?
Engin merki fundust um innbrot. Því álykt-
aði Callaway að sá, sem réð Deborah bana,
hefði haft aukalykil að húsinu.
Yfirheyrslur hófust yfir starfsmönnum
hennar. Þeir höfðu allir svipaða sögu að
segja. Deborah hafði verið vingjarnleg og
réttlát. Hún hafði gott skopskyn og lagði
áherslu á að halda líkamanum vel þjálfuðum.
Hún var hávaxin og glæsileg, smekkvís og
mjög fær í viðskiptum. Helstu viðskiptaaðil-
ar hennar vom úr betri stéttum þjóðfélags-
ins.
Eins og metnaðarfullum stjórnendum bar,
varð hún að veita þeim áminningu sem ekki
stóðu sig f starfi. En mönnum kom saman
um það að ætíð hefði sá átt það skilið sem
hún veitti áminningu. Þá var ekki til þess vit-
að að hún hefði átt neina óvini í röðum sam-
keppnisaðilanna.
Starfsmennirnir vom spurðir um hvort hún
hefði nýlega neyðst til að segja starfsmanni
upp. Þegar spurningin var borin upp, kom
nafn sama mannsins upp í öllum tilvikum og
án umhugsunar starfsfólks hennar: „Troy
Washington, en hann var ekki beinlínis rek-
inn.“
Honum var lýst sem „öðmvfsi". Hann hafði
unnið fyrir Deborah í eitt og hálft ár, hafði
verið n.k. léttadrengur, henni til aðstoðar, en
aldrei fastráðinn. Nýlega hafði hún ákveðið
að láta hann ekki vinna fleiri störf fyrir sig.
Vitað var að hann heillaðist mjög af hinni
glæsilegu konu. Hann hafði gert sér vænt-
ingar um ást hennar, sérstaklega eftir að hún
hafði boðið honum að leika tennis einn dag-
inn, en hún leit hann engan veginn sömu
augum. Hann var aðeins einn af starfsliðinu í
hennar augum. Einn starfsmaðurinn minnt-
ist þess að síðasta föstudaginn sem Deborah
sást á lífi, hafði hann reynt að ná sambandi
við hana í gegnum faxtæki, en Deborah hafði
bara sagt: „Ó, aumingja TYoy,“ frekar af með-
aumkun en gremju.
Nafn hans var það eina sem lögreglan hafði
upp úr margra klukkustunda yfirheyrslum.
Viðskiptamenn vom sagðir henni vinveittir,
auk allra annarra sem höfðu umgengist
hana. Þá var ekki vitað um neina vonsvikna
biðla, þar sem enginn vissi til að hún hefði
átt kærasta.
Klukkan nálgaðist fimm. Callaway bárust
þær upplýsingar að hvergi hefðu fundist nein
fram við starfsmenn
eins og fjölskyldu sína
og ávann sér virðingu
og aðdáun þeirra. Hún
átti enga óvini, svo vitað
var. Hvernig stóð þá á
því að einhver myrti
hana á viðurstyggilegan
máta?
Deborah Barksdale, fögur kona á framabraut.
Troy Washington sagöist hafa heillast af fórnar-
lambinu og hafa oft fariö heim til Deborah án
þess hún vissi af, einungis til aö horfa á per-
sónulega muni hennar.
fingraför. Tilgáta hans var að Deborah hefði
verið komið á óvart, liggjandi í rúmi sínu.
Þar hefði hún verið kyrkt, síðan dröslað yfir í
bflskúrinn og troðið ofan í skottið á einkabfl
hennar. Callaway þótti einnig mjög líklegt að
um kynferðisglæp væri að ræða.
Aðstoðarmönnum hans tókst að hafa upp á
næturverðinum. Svo heppilega vildi til að
hann hafði tekið eftir bifreið, sem lagt var
fyrir utan heimili Deborah á föstudagsnótt-
ina. Án þess að hafa ástæðu til að aðhafast
nokkuð, hafði hann tekið niður númerið á
bflnum. Þegar var búið að fletta eiganda bfls-
ins upp í skrám lögreglunnar. Aðstoðarmað-
ur hans spurði:
„Segir nafnið Troy Washington þér eitt-
hvað?"
Callaway sagði ekki orð. Hann lokaði aug-
unum og fann hárin rísa. E.t.v. myndi ráðn-
ing glæpsins vera skammt undan. Glæps,
sem ekkert benti til að yrði hægt að upplýsa
fyrir örstuttri stundu.
Tveir leynilögreglumenn, Allen og Rodrigu-
ez, voru sendir til heimilis TYoys. Enginn
virtist vera heima og frekar en að reyna inn-
göngu ákváðu þeir að bíða um stund og sjá
hvað gerðist. Innan við hálftfmi leið áður en
Troy Washington kom akandi á bflnum sem
eftirlýstur var. Spæjararnir stigu báðir út úr
bfl sínum, sýndu hinum grunaða einkennis-
spjöld sín og spurðu hvort þeir mættu koma
inn á heimili hans og spyrja hann nokkurra
spurninga varðandi Deborah Barksdale.
„Nú, er hún dáin?“ spurði Washington.
Hvorugur mannanna leit á hinn, en spurn-
ingin fór ekki fram hjá þeim.
Yfirheyrslan hófst. Eftir því sem spurningar
lögreglumannanna urðu nærgöngulli, varð
Washington tregari til að svara. Þeir ásökuðu
hann aldrei um neitt. Spurningarnar voru
frekar þess eðlis hvernig sambandi þeirra De-
borah hefði verið háttað, hvort Washington
vissi hvar Deborah hefði búið, o.s.frv. Þeir
minntust ekki á að sést hefði til ferða hans
fyrir utan heimili hennar hina örlagaríku
nótt.
Washington sagðist vita hvar Deborah hefði
átt heima. Hann sagðist aðeins hafa komið til
hennar einu sinni, þegar hún hafði sent hann
með nýkeypt húsgögn heim til hennar.
Þar sem ljóst var að Washington sagði ekki
sannleikann, ákvað Rodriguez að segja hon-
um rétt sinn að svara ekki frekari spurning-
um og hafa samband við lögfræðing. Troy
Washington nýtti sér ekki þann rétt.
Hann var spurður hvort hann hefði reynt að
ná sambandi við Deborah síðasta daginn sem
hún lifði. Ekki kvað hann svo vera. Rodrigu-
ez sagði að hann hefði tvö vitni á skrifstof-
unni, sem staðfestu að Troy hefði reynt að ná
sambandi við hana í gegnum faxtæki. Þeir
gengu á hann, gerðu hann margsaga og loks
brást hann við með því að leysa frá skjóð-
unni.
Hann sagði að þetta hefði allt byrjað þegar
hann fór með húsgögn heim til hennar.
Hann hafði hrifist af henni og heimilinu, og
fannst stórkostlegt að virða fyrir sér muni
hennar. Hún var stór, falleg og með sterka
fótleggi. Hann kvaðst þess fullviss að hún
hefði getað orðið fyrirsæta. í þetta eina skipti
sem hún hafði sent hann heim til sín, varð
hann gagntekinn svo mikilli þráhyggju að
kynnast henni nánar, að hann brá sér á lykla-
verkstæði og lét gera aukalykil að húsinu
hennar. Hann lagði eftirleiðis stund á að fara
inn á heimili hennar, þegar hann vissi að hún
var ekki heima. Hann naut þess að skoða föt-
in hennar, kíkja í ísskápinn og sjá hvað hún
borðaði og jafnvel hafði hann gengið svo
langt að smyrja hjarir á herbergishurðinni
sem ískraði lítillega í.
Hann var spurður hvort hann hefði skipu-
lagt síðustu heimsóknina. Hann gat ekki
svarað því.
„Nóttina sem það gerðist, heyrði ég raddir
sem sögðu mér að nú væri stundin upp
runnin. Ég klæddist svörtu frá toppi til táar,
alveg eins og innbrotsþjófur, setti upp
hanska og fór heim til Deborah. Ég setti á
mig grímu og gekk inn í svefnherbergið
hennar. Þegar ég steig upp í rúmið, öskraði
hún, svo ég sló hana. Ég ákvað að nauðga
henni og gerði það. Hún öskraði aftur og þá
ákvað ég að taka hana kverkataki sem myndi
„halda henni sofandi“.“
Washington kvaðst hafa reynt að blása í
hana lífi, þegar hún vaknaði ekki aftur eftir
að hann hafði lokið sér af. Það tókst ekki,
þannig að hann ákvað að fela líkið einhvers
staðar. í þeim tilgangi dröslaði hann líkama
hennar niður stigann í átt að bflskúrnum.
Það útskýrði marblettina á bakinu. Hann
kom henni ekki fyrir í skottinu fyrr en hann
hafði tekið verkfæratöskuna út. Hann settist
að því loknu undir stýri, en uppgötvaði þá sér
til skelfingar að BMW-bifreiðin var beinskipt
í gólfi. Hann hafði aðeins keyrt sjálfskipta
bfla, svo hann yfirgaf bflskúrinn við svo búið.
Daginn eftir sagði Washington að hann
hefði komið aftur til að sannfærast um að
Deborah væri dáin. Hann tók peninga úr
veskinu hennar, lyklana og bflskúrsdyraopn-
arann, til að láta líta svo út sem um rán hefði
verið að ræða. Bæði Allen og Rodriguez sátu
og luku við að skrifa niður framburðinn. Þá
spurði Washington, í einlægni og jafnvel
með snefil af sjálfsvorkunn í röddinni:
,Ætlið þið að handtaka mig?“
Farið var með hann niður á stöð, þar sem
Callaway tók við honum. Hann þakkaði
leynilögreglumönnunum dagsverkið.
Ótilneyddur gaf Washington blóðsýni, auk
þess sem tekin voru sýnishorn af hári og
fingraför hans.
Fimmtudaginn 13. febrúar 1992 var TYoy
Washington fundinn sekur um 1. gráðu
morð og nauðgun. Geðrannsókn leiddi í ljós
að hann var sakhæfur. Með tilliti til hins sví-
virðilega glæps var allur réttur dæmdur af
honum á hugsanlegri náðun. Hann hlaut
lífstíðarfangelsi.