Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 6. mars 1993 Tímiim MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö i lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sameinið kraftana Björgunarafrek á íslandi eru sveipuð miklum hetjuljóma, mörg þeirra með réttu. Náttúra landsins er mislynd og varhugaverð og atvinnuvegimir oft háskalegir, en þó hvergi nærri eins stórhættulegir og frístundaiðjan. Enda eru fjölmiðlar fullir upp með afrekafréttir vaskra björgun- armanna, sem bjarga lífi og limum fjölda ferðalanga um hverja helgi, jafnt í skammdegishretum sem á sólbjörtum sumardögum. Björgunarsveitir em á hverju byggðu bóli og víða marg- ar sem ávallt eru reiðubúnar að veita hrakningsfólki lið, jafnt á sjó og landi sem á jöklum uppi, og eiga margir þeim líf að launa. Hinu er ekki að neita að stundum virðist umfang björg- unaraðgerða í Iitlu samræmi við þau verkefni sem upp koma. En um slíkt verður ekki dæmt fyrirfram og því lík- ast til rétt að kalla ávallt út hámarksíjölda mannafla og tækja, þegar hjálparbeiðni berst Hitt er verra, þegar svo ber til að margar sveitir frá mörg- um björgunarfélögum eru að sinna sömu verkefnum samtímis og skipulag fer úr skorðum. Dæmi eru um mis- skilning, sem stafarýmistaf ofskipulagi eða vanmati. Fjar- skipti brenglast og einn veit ekki hvað annar er að gera. Síðar ganga klögumálin á víxl og hver kennir öðrum um handvömmina. Björgunarsveitir eru óþarflega margar og það er nánast óþolandi að ríkja skuli samkeppni milli þeirra í stað þess að sameina kraftana og nýta þar með mannafla og tæki á mun skilvirkari hátt, þegar mest á reynir. Frétt í Tímanum í gær sýnir á hvaða stigi skipulag björg- unarmála er, þegar margir slást um hituna. Hjálparsveit skáta og Flugbjörgunarsveitin hafa gert samning við slökkviliðið í Reykjavík um að þjálfa brunaverði til sér- stakra bjögunarstarfa. Björgunarsveit Slysavamafélagsins er óánægð með að ekki skuli leitað til sín og hnotabítast björgunarmenn um hver á að fá að þjálfa slökkviliðið. Lögreglan er líka þjálfuð til björgunarstarfa, þótt það komi þessari deilu ekki við. Og Landhelgisgæslan er með vel þjálfað lið, sem fæst við björgun mannslífa bæði á sjó og landi og hefur unnið mörg afreksverkin, þótt þau hafi síður verið tíunduð en margra björgunarsveita annarra. Varla þarf að minna á að björgunarsveitir eru sífellt í fjár- þröng, enda er kostnaðarsamt að búa þær tækjum og halda þeim við, sem og að þjálfa allan þann fjölda sjálf- boðaliða sem ávallt er reiðubúinn að taka þátt í björgun- araðgerðum þegar mest liggur við. Björgunarsveitimar njóta mikils velvilja almennings og stjómvalda, sem gera starfsemi þeirra mögulega með fjár- framlögum. Sveitimar hafa því nokkmm skyldum að gegna og mega ekki láta togstreitu sín á milli draga úr starfshæfninni. Mál er til komið að starfshættir björgunarsveitanna verði endurskoðaðir. Það er lítil vitglóra í því að margar sveitir, hver með sinn útbúnað, séu að bardúsa sín í hverju hom- inu og vilji helst ekki vita hver af annarri. Hér þarf að sam- eina kraftana, því allar stefna sveitimar að sama marki: að bjarga mannslífum og gera leitar- og björgunarstarfið eins öflugt og kostur er á. Björgunarstarf er ekkert sport og síst af öllu keppnis- íþrótt. Það snýst um líf og dauða, en ekki fjölmiðlaathygli eða samkeppni. Atli Magnússon skrifar: Á ÖLD FÓLSKUNNAR Þessa dagana er margt rætt um fólsku og illvirki af margháttuðu tagi og verður að segjast að ærin gef- ast tilefnin. Austan frá Bosníu heyr- ist af þeim tilþrifum á þessu sviði að það liggur við að „eyrun detti af manni“, eins og stundum var komist að orði þegar einhver blöskran var annars vegar. Allt „almennilegt fólk“ — sem með nokkrum rétti þykist geta kallað sig svo — hlýðir á fregn- ir af ódæmunum uppá hvern dag og það er er stunið upp spumingum eins og: „Hvað meina manneskjurn- ar ...?“ eða þá: „Hvaða tilgangi þjón- ar nú svona ...?“ Ekki er að kynja að fátt verður um svörin — aðeins stunur og höfuðhristingar og annað látbragð þeirra sem ekki botna neitt í neinu og fá að auki ekki við neinu gert. Hvernig mætti það líka vera? Sumir reyna að leita sögulegra or- saka, svo sem í bræðravígunum í landinu á tíma síðari heimsstyrjald- arinnar, og margvísari menn seilast kannske enn lengra aftur í tímann eftir stiklum að fóta sig á. Samt blundaði sú tilfinning með mönnum um það leyti er Júgóslavar skyldu loks vígjast inn í bræðralag lýðræð- isþjóða svonefndra, að hinar gömlu erjur mundu gleymdar; langt væri um liðið — og þó einkum (þóttust menn vita) væri siðaðri öld í garð gengin. En svona reynist það þá með vöxt og viðgang siðferðisþroska mann- skepnunnar: Unga fólkið í Serbíu, Króatíu og Bosníu nútímans hefði sómt sér með ágætum í hinum subbulegu málaherjum Þrjátíu ára stríðsins eða í flokki þeirra riddara skelfinganna, sem Coya uppmálaði á myndunum af „Ógnum styrjalda" er Frakkar herjuðu í föðurlandi hans fýrir tveimur öldum. Jafnljót eða enn frábærari dæmi grimmdar og ruglaðs siðgæðis eru semsé að ger- ast upp aftur meðan verið að hripa þessar línur hér. Guðleg forsjá? Nú hefði líklega mátt hafa punkt og setja upp stúrinn svip yfir því hve mannkynið er vonlaust í ófullkom- leika sínum. En jafngömul þjáning- um mannsins er þörfin fyrir að leita skýringa á þeim. Margir hafa í ald- anna rás komið sér saman um að á ferðinni sé blátt áfram guðleg for- sjón og í henni skulu menn ekki reyna ekki að botna, sem alkunna er. Þetta viðhorf hefur reynst mörgum notadrjúgt, enda ágætt svo langt sem það nær. Ekki hafa þeir allir haft stórt upp úr krafsinu, sem leitað hafa jarðbundnari skýringa á vegum rökvísinnar — eða að minnsta kosti ekki margt sem einhverju gæti breytt. En hvað sem „guðlegri forsjá" og hvers kyns „metafýsikk" líður, þá munu margir taka undir að það er líkt og liggi einhver óheill í ioftinu nú á öndverðu árinu 1993. Þetta er óhugur, sem um sinn hefur valdið depurð og illa duldum ótta meðal al- múga landanna — en vont er að sjá '■¥:■ hvar á sér hinar eiginlegu rætur. Það er til dæmis eins og einhver þráður skyldleika liggi milli harðýðginnar og fólskunnar í Júgóslavíulöndum og þess atburðar sem fengið hefur „almennilegt fólk“ í Bretlandi til að standa á öndinni síðustu dagana. Þar er átt við drápið á baminu Bulger, en ekki er ofsagt að ungur aldur morð- ingjanna hafi slegið út furðuna yfir verknaðinum að öðru leyti. Bams- morðið í Liverpool hefur með réttu ekki skoðast sem neitt einangrað at- vik, heldur er á það litið sem neista er flogið hefur ískyggilega nærri for- hlaði risavaxinnar bombu. Bretar hafa skynjað hinn óheillavænlega glampa frá atvikinu — og fleiri þjóð- ir skynja hann einnig. í innviðum þjóðfélaganna hefur að vísu löngum leynst mörg feyskin og ormsmogin spýta. En nú er tekinn að læðast að mönnum grunur um að ekki megi tæpara standa að húshjallurinn hangi uppi fýrir feyru. Hvað veldur? Er guðleg forsjón að verki? Tæpast. Sífellt víðar hefur hagstjórnin snúist á þann veg að fámenn efnastétt skil- ur sig sjálfkrafa frá blóðgrimmri bar- áttu hálfsiðaðs fátækralýðs, sem gýt- ur úr sér örverpum er engan mun læra á réttu og röngu. Volæðisstand- ið í Norðvestur-Engiandi á sér fleiri hliðstæður í nýju efnahagssam- steypunni en mönnum er ljúft að játa. Vélsagarfólkið Nú í vikunni berast oss löndum svo fregnir af merkilegu hugarástandi féeinna unglinga (sem vart eru af fermingaraldri) og umsvifum þeirra í sumarhúsahverfi í grennd við höf- uðborgina. Þótt engum væri sálgað, er aðferð þeirra samt allrar athygli verð og réttlætanlegt að skoða hana í samhengi við ofanritað. Af stakri yf- irvegun og nákvæmni unnu þau hervirki sín og þau reyndust og búa yfir verkkunnáttu og hugmyndaflugi til að hagnýta sér svo magnað tæki sem handvélsög við fullkomnun þeirra. Slíkt getur ekki annað en skapað hugrenningatengsl við kvik- myndir með nöfn eins „Vélsagar- morðin", sem framleiddar eru í ser- íum handa fólki sem munar í hryll- ingslosta. Löngum hafa vitanlega tíðkast meykerlingarlegar heimsósómaþul- ur þar sem æðrast er yfir brekum og ringli unglinga, sem þvert á allar ill- spár mannast með aldrinum og verða nýtir þegnar. En illt hugboð segir mörgum að víða meðal upp- vaxandi kynslóðar kunni nú að vera komið í verra efni en svo — að sæði harðgerðs illgresis sé að skjóta rót- um í þjóðfélagi okkar, sem ekki verði upprætt í fyrirsjáanlegri framtíð. Víða ytra hefur hinn efnahagslegi kreppingur einmitt verið sú kjam- góða mykjudreif sem aukið hefur á sprettu þess. Hann skapar meðal annars útilokunartihneigingu, sem ekki gerist minnst þar sem lítil- magnar bítast á af grimmd — svo sem snauðir unglingar. Hvert sem litið er, sést að þetta ástand er langt frá að skána og það er ekki vonum fyrr að það sækir okkur landa nú heim. Engin skynsemi mælti heldur með að við kynnum öllu lengur að verða þjóð hinnar óvenjulegu und- antekningar frá því almenna. Þegar má skynja aukin merki fálæt- is og kulda manna hér í garð náunga sfns — teikn ótta og tilhneigingar- innar að loka sig af frá þessu „ónota- lega“, sem sífellt víðar blasir við. Þama er að sönnu ekki öll skýringin komin á atferli unglinganna, sem við „botnum ekki í“. En partur af skýr- ingunni er það — einslags fmm- stæður leiðarvísir um sáningu til vissrar manntegundar. Eða eins og þeir gömlu og vísu orðuðu það: „Smekkurinn sá er kemst í ker / kei- minn lengi eftir ber.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.