Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. mars 1993 Tíminn 17 Hrakfallabálkurinn Out on a Limb ★★ Framleiðandi: Michael Hertzberg. Handrít: Daniel Goldin og Joshua Goldln. Leikstjórí: Francis Veber. Aðalhlutverk: Matthew Broderíck, Jef- frey Jones, Heidl Kling og John C. Re- illy. Laugarásbió. Öllum leyfð. Hrakfallabálkurinn er önnur mynd franska leikstjórans Francis Vebers í Bandaríkjunum. Hann starfaði áður í Frakklandi, fyrst sem handritshöf- undur og síðar leikstjóri, og voru myndir hans mjög vinsælar þar. Tvær bandarískar útgáfur af mynd- um hans voru framleiddar í Banda- ríkjunum, íyrst The Toy með Ri- chard Pryor í aðalhlutverki og síðan Three Fugitives með Nick Nolte og Martin Short, en þeirri endurgerð leikstýrði Veber sjálfur. Sú síðar- nefnda var ágætis gamanmynd, þótt hún væri ekki í sama gæðaflokki og franska útgáfan, Les Fugitifs. Þetta er ekki eina dæmið um að góð frönsk mynd sé endurgerð í Banda- ríkjunum og henni breytt til að hæfa áhorfendum þar í landi en það vill stundum brenna við að banda- rísku útgáfurnar séu hraðsoðnari og einnig er endinum oft gjör- breytt. Það er athyglisvert að mörg- um frönskum leikstjórum tekst illa að fóta sig í Hollywood og Francis Veber virðist einn úr þeim hópi því þótt Hrakfallabálkurinn sé ágætis afþreying þá verður hún seint talin með betri myndum Vebers. í myndinni leikur Matthew Bro- derick ungan mann á uppleið í <jár- málaheiminum, Bill Campbell, sem ætlar að keyra til krummaskuðsins Buzzack, þar sem móðir hans og lít- il systir búa ásamt seinni eigin- manni móðurinnar sem er bæjar- stjóri þar. Skömmu áður hafði litla systir hans tilkynnt honum að tví- burabróðir stjúpföður síns hefði komið og krafist peningaupphæða vegna þess að hann hefði setið inni fyrir glæp sem bæjarstjórinn framdi. Campbell hlustar að sjálf- sögðu ekki á hana í fyrstu, enda er hann sjálfur í nógum vandræðum, því á leiðinni er bflnum hans stolið af stúlku á flótta undan lögreglunni og til að bæta gráu ofan á svart tek- ur hún veskið hans líka, en í því er miði með nauðsynlegum upplýs- ingum um 140 milljón dollara hlutabréfaviðskipti. Hún skilur hann eftir nakinn við vegarkant en honum er bjargað af stórfurðuleg- um bræðrum sem heita báðir Jim. Stúlkan sem stal bflnum verður hins vegar vitni að lokauppgjöri tví- burabræðranna og Campbell vill ólmur finna hana til að nálgast mið- ann góða. Það eru allnokkrir fyndnir brand- arar á ferðinni hér en sagan er í sjálfu sér ekkert sérstök og kemur aldrei verulega á óvart. Persónurnar í þessum farsa eru flestar einfaldar og staðlaðar en margir ágætir brandarar eru til að vega á móti þessu lýti. Það er ekki að sjá að Ve- ber komi með nokkrar nýjungar og allir sjá endinn fyrir, sem er klass- ískur bandarískur endir, einfaldur, barnalegur og væminn. Bræðurnir Jim og Jim eru að mörgu leyti bjargvættir myndarinnar, sem hefði sjálfsagt gleymst fljótt án þeirra. Það eru uppátæki, eða réttara sagt uppátektarleysi, þeirra sem gera þessa mynd minnisstæða. Matthew Broderick er einn af fáum leikurum, sem hófu feril sinn í ung- lingamyndum, sem tekist hefur að skapa sér nafn í betri kvikmyndum. Hann er í sæmilegu formi hér en hefur þó oft leikið betur. Jeffrey Jo- nes er hins vegar ávallt réttur mað- ur á réttum stað í svona försum og hann leikur tvíburabræðurna á skemmtilegan hátt. Hrakfallabálkurinn er enn eitt dæmið um hve erfitt virðist fyrir franska leikstjóra að gera góðar myndir í Bandaríkjunum. Meira að segja Jean Renoir, einum dáðasta leikstjóra Frakka fyrr og síðar, tókst ekki að aðlaga sig þar. Myndin er fyndin á köflum en margt í henni hefur sést oft áður og framvindan kemur fáum á óvart. Örn Markússon. TVEIR RUGLAÐIR The Nutty Nut 1/2 Framleiðendur: Brad Wyman og David Rotman. Handrít: Alan Smithee Jr., Alan Smlthee sr. og R.O.C. Sandstorm. Leikstjórí: Adam Rifkin. Aöalhlutverk: Stephen Keamey, Amy Yasbeck og Traci Lords. Háskólabió. Öllum leyfð. Það er í raun stórfurðulegt að þessi mynd skuli hafa ratað f kvikmynda- hús en ekki bara endað lífdaga sína á einhverjum rykföllnum hillum á myndbandaleigum. Tveir ruglaðir er svo dæmalaust heimskuleg mynd að flestir áhorfendur, sem ekki eru undir sjö ára aldri, fara alvarlega að hugsa um að gerast kvikmyndagerð- armenn því verkin þeirra geti varla orðið jafn vitlaus og þetta. Tveir ruglaðir á að vera gamanmynd og vissulega koma einstaka sinnum fyrir ágætir brandarar og þá helst í upphafi hennar. Það er eins og handritshöfundamir hafi fengið nokkrar góðar hugmyndir að brönd- urum, sett þær fram strax í upphafi, orðið uppiskroppa með efni og því ákveðið að bulla sig einhvem veginn út úr þessu. Söguþráðinn er erfitt að rekja en í grófum dráttum segir af tvíbura- bræðrunum Philbert og Nathan Nut sem em aðskildir í æsku. Philbert elst upp hjá móður sinni og brýst til frama sem gjörspilltur stjórnmála- maður. Nathan elst hins vegar upp á munaðarleysingjahæli og er seinna vistaður á geðsjúkrahúsi, en hann er með margklofinn persónuleika. Nat- han fær þá flugu í kollinn að hann muni læknast ef hann hitti bróður sinn á ný og tekst honum að strjúka af geðdeildinni. Bræðumir em nauðalíkir og ómeðvitað leggur Nat- han frama Philberts í rúst með því að birtast á heimili hans og skipta um persónuleika á fimm mínútna fresti. Það er ekki mikill vandi að sjá fyrir- fram endinn á myndinni í aðalatrið- um enda ekki mikill fmmleiki á ferðinni, nema þá helst að tækni- brellur em mikið notaðar í sumum bröndumnum. Dæmi um ófmm- leikann er að ég held að þetta sé fimmta myndin sem ég hef séð sem gerir grín að Amold Schwarzeneg- ger og Tortímandanum 2. Hluti af myndinni er langt og fáránlegt at- riði þar sem persónumar kasta rjómakökum hver í aðra. í nær 10 mínútur sést lítið annað en fljúg- andi rjómakökur og hvít andlit. Þetta er án efa eitt allra heimskuleg- asta og ófyndnasta atriði sem ég hef séð og tel ég mig þó hafa séð ansi mörg slík atriði um ævina. Það er víst best að segja sem minnst um leikarana en fæstir þeirra virðast á réttri hillu í lífinu ef miðað er við frammistöðu þeirra hér. Af fólkinu sem lagði hönd á plóg við gerð þessarar myndar virðist einungis tæknibrellufólkið hafa innt starf sitt sómasamlega af hendi. Nafn myndarinnar á íslensku, Tveir ruglaðir, ætti að setja fyrir aftan nafn feðganna sem ásamt þriðja að- ila em skrifaðir fyrir þessu svokall- aða handriti myndarinnar. Ég vona innilega að þeir hætti afskiptum af kvikmyndaiðnaðinum ef áhorfendur eiga á hættu að sjá fleiri svona stykki f framtíðinni. Öra Markússon íslenski dansflokkurinn: Eva Evdokimova setur upp Coppelíu Eva Evdokimova, ein frægasta ballerína samtímans, er komin til landsins til að setja upp Coppelíu með íslenska dans- flokknum. Frumsýningin er áætluð f Borgarleikhúsinu 7. apríl næstkomandi. Auk þess að stjóma uppsetningu mun Eva Evdokimova væntanlega einnig dansa aðalhlutverkið í 2-3 sýningum. Ferill Evu Evdokimovu hófst með kon- unglega danska ballettinum 1966, en sfðan var hún aðaldansari með Óperu- ballettinum í Berlín í mörg ár og var sæmd titlinum „Prima Ballerina Ass- oluta“. Evdokimova var í 15 ár einn helsti mótdansari Rudolfs Nureyev og dönsuðu þau saman vfða um heim. Eva er bandarísk að uppruna og fékk nýlega viðurkenningu Hvíta hússins fyrir störf sín. Það er íslenska dansflokknum mikill heiður að fá að vinna með Evu Evdo- kimovu við uppsetningu Coppelíu, en flokkurinn fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Þá munu einnig taka þátt í uppfærslunni nemendur úr Listdans- skóla fslands, en nú eru 40 ár liðin frá því hann tók til starfa í Þjóðleikhúsinu. Cop- pelfa var fyrsti ballettinn í fullri lengd, sem settur var upp hér á landi árið 1978, og eins og nú tóku nemendur einnig þátt í uppfærslunni. SkrHbær hf. opnar þjónustudeild Til að tryggja meiri og betri þjónustu við SHARP-notendur mun Skrifbær hf. bjóða upp á ábyrgðarviðgerðir auk við- halds- og viðgerðarþjónustu fyrir SHARP-skrifstofutæki, með opnun þjón- ustudeildar Skrifbæjar hf. 1. mars s.l. Jafnframt er boðið upp á sömu þjónustu fyrir hljómtæki, sjónvörp, myndbands- tæki og annan búnað frá Sharp, Pioneer og Luxor sem seldur er í verslunum Hljómbæjar hf. og Skrifbæjar hf„ Hverf- isgötu 103. Þjónustudeild Skrifbæjar hf. er að Hverfisgötu 103, Reykjavík. Símanúmer þjónustudeildar er 91-627251 og 91- 627253. Feróafélag íslands Helgarferð 5.-7. mars. Snæfellsnes— Snæfellsjökull. Brottför föstudag kl. 20. Frábær gistiaðstaða að bænum Görðum f Staðarsveit Jökullinn heillar. Einnig göngu- og skoðunarferðir um ströndina. Hægt að hafa með gönguskíði. Vetrarfagnaður að Flúðum 20.-21. mara. Frábær skemmtun sem enginn lætur framhjá sér fara. Gist í Skjólborg. Göngu- og skoðunarferðir að deginum, en vetrarfagnaðurinn verður um kvöldið í félagsheimilinu. Rútuferð. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni. Aðalfundur Ferðafálagsins verður mið- vikudagskvöldið 10. mars í Ferðafélags- húsinu (risi) og hefst hann stundvíslega kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Félags- menn sýni ársskírteini 1992 við inn- ganginn. TÍMÁNS Aðal styrktaraðilar Handknattleikssambands íslands Aðal styrktaraðilar Handknattleikssambands íslands á H.M. í Svíþjóð 9.-21. mars 1993 L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna FLUGLEIÐIR W SJÓVÁÍ ÁLMENNAR POSTUR OG SÍMI LEIKHOPURtNH- hUsvörðurinn eftir Harold Pinter í íslcnsku Óperunni. leikstjóri: Andrós Sigurvinsson. Sunnud. 7. mars kl. 20:00 Miðv.d. 10. mars kl. 20:00 Sunnud. 14. mars kl. 20:00 Miðasalan cr opin frá kl. 15 - 19 alla daga. Miðasala og pantanir í símum I H75 og 650190.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.