Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 6. mars 1993 Litla stúlkan Eydís Anna Sigurbjörnsdóttir varð að missa annað augað í baráttu gegn krabba- meini. Naumlega tókst að bjarga hinu auganu og lækna barnið: HORFT FRAM Á VEGINN TIL SJÁLFS LÍFSINS Hún var þriggja mánaða þegar hún greindist með mjög sjald- gæft krabbmeinsæxli í augum. Annað augað var ónýtt en hinu tókst að bjarga með erfiðri geislameðferð. Eydís Anna er fjög- urra ára í dag og er talin úr allri hættu. „Það var sem Heimur- inn hryndi,“ segir móðir hennar Sigrún A. Jónsdóttir. Hún féllst á viðtal ef það mætti verða til þess að veita aðstandendum krabbameinsjúkra barna von og vopn í baráttu sem aidrei er töpuð fyrirfram. í nærri hverjum mánuði greinist eitt barn með krabbamein. Heimurinn hrundi Sigrún segir að ekkert hafi kom- ið í Ijós við fæðingu Eydísar sem bent gæti til sjúkdómsins sem seinna kom í ljós. Það er greini- lega erfitt fyrir Sigrúnu að rifja upp daginn þegar hana fór að gruna að eitthvað mikið væri að. „Ég var með Eydísi inni í eldhúsi og þá féll birtan beint á andlit hennar og ég sá beint inn í aug- að,“ segir Sigrún. Hún bætir við að það hafi ekki verið hægt að greina þetta nema við sérstök birtuskilyrði. í framhaldi þessa fékk Sigrún strax tíma fyrir Eydísi hjá augn- lækni þrátt fyrir langan biðlista. Daginn eftir var Eydís litla greind með augnæxli sem er mjög sjald- gæfur sjúkdómur sem vart verður hér á Iandi með tíu til fimmtán ára millibili. Algengasta einkenni þessa æxlis er hvítur blettur eða gulhvítt endurkast úr ljósopi aug- ans. Talið er að eitt barn 300.000 fái þennan sjúkdóm og getur æxli fundist í öðru auga eða báðum. Læknirinn sagði að hún þyrfti að fara út í meðferð sem yrði dýr og langvarandi. „Það er ekki hægt að lýsa við- brögðum okkar í orðum en heim- urinn bókstaflega hrundi," segir Sigrún. Hún bætir við að þegar hún hugsi til baka séu þessar fyrstu vikur í þoku og óttinn ráð- andi. „Maður verður svo hræddur að það er eiginlega ekki hægt að lýsa því,“ segir Sigrún. Erfið bið Sigrún og Sigurbjörn Sigurðs- son maður hennar höfðu örfáa daga til að koma þremur börnum sínum fyrir áður en haldið var til London, þar sem meðferðin átti að fara fram, því nú var um líf eða dauða að tefla. Þegar út var komið var hægra auga Eydísar fjarlægt þar sem það var ónýtt af völdum æxlisins. í framhaldi af því hófst ströng geislameðferð á hinu aug- anu þar sem greindust þrjú æxli. í fjórar vikur þurfti Eydís litla dag- lega að gangast undir geislunina og í hvert skipti varð að svæfa hana þar sem miklu máli skiptir að geislinn hitti nákvæmlega á meinvarpið. „Þetta var spurning VELKOMIN TIL U.S.A. Sértilboð frá bandarísk- um stjórnvöldum Bandarísk stjómvöld gefa þér kost á að sækja um og öðlast varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi samkvæmt áætlun AA-1. Dregiö verður úr umsóknum og þú getur þannig hreppt tæki- færi til að setjast að i Bandaríkjunum og stunda þar vinnu. (oröiö handhafi „græna kortsins"). Umsóknarfrestur um dval- arieyfi rennur út 31. mars nk. og þvi nauösynlegt að bregð- ast viö strax, svo umsókn þín nái fram í tíma. Allir þeir, sem eru fæddir á Islandi, Bretlandi eða (riandi og/eða eiga foreldri eöa foreldra af sömu þjóðernum, hafa rétt til aö sækja um þetta leyfi. Sendiö 45 Bandaríkjadala greiðslu fyrir hvem umsækjanda til okkar ásamt nafni umsækjanda, fæðingardegi, fæðingar- stað, nafni hugsanlegs maka og nöfnum og dvalarstað ógiftra barna undir 21 árs aldri. Heimilisfangið er: VISA USA, P.O. Box no. 822211 Dallas, Texas, 75382, USA. Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavikur verður haldinn mánudaginn 8. mars kl. 20:30 á Hótel Holiday Inn. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. AUGLÝSING FRÁ HEIL- BRIGÐIS- OG TRYGGINGA- MÁLARÁÐUNEYTINU Löggildingarnám- skeið fyrir fótaað- gerðarfræðinga Dagana 22. mars til 30. mars n.k. gengst heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið fyrir löggildingar- námskeiði fyrir fótaaðgerðarfræð- inga samkvæmt reglugerð nr. 184/1991. Löggildingarnámskeið- ið verður haldið í Ármúlaskóla og innritun ferfram dagana 8. til 11. mars n.k. Námskeiðsgjald er kr. 12.000,-. Námskeiðinu lýkur með prófi. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœrþurfa að vera vélritaðar. Eydís Anna Sigurbjörnsdóttir með mömmu sinni, Sigrúnu A. Jónsdóttur. um líf eða dauða,“ segir Sigrún. Þá tók við sex vikna biðtími heima á íslandi og aftur var hald- ið út til London til eftirlits. Þá kviknaði von um að árangur myndi nást þar sem við skoðun leit allt vel út. Ferðunum til London var samt hvergi nærri lokið því alls urðu þær sjö að tölu og alltaf lengdist tíminn á milli ferða þar sem árangur lofaði góðu. „í hvert skipti sem við fór- um fengum við góðar fréttir en þessi tími stóð yfir í tvö löng ár,“ segir Sigrún. Nú sér Eydís litla með vinstra auga en ekki er fullkomlega Ijóst hversu vel. Þó segir móðir hennar að sérfræðingur hafi verið ánægð- ur með sjónina eftir skoðun nú nýlega. Sigrún segir að þau hafi fengið ómetanlegan stuðning bæði heima og erlendis. Þar getur hún sérstaklega séra Jóns I. Baldvins- sonar, sendiráðsprests í London. „Hann var alveg frábær og tók alltaf á móti okkur og útvegaði okkur íbúð á meðan við dvöldum ytra,“segir Sigrún. Sorg og reiði Það er talað um að líðan fólks sem verður fyrir áföllum sé stig- bundin og það kannast Sigrún við. „Fyrstu viðbrögðin voru sorg og síðan reiði. Ég upplifði heil- mikla reiði; af hverju hún sem er svo lítil? Ég man að mér fannst allt svo óréttlátt," segir Sigrún „Ég þorði ekki að vona neitt en varð að búa mig undir það vesta. Eftir fyrsta reiðarslagið fór maður að rétta svolítið við því þá gerði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.