Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 1
Námskeið ætluð at- vinnulausum: Undanfarið hefur Menningar- og fræðslusamband alþýðu haldið 38 námskeið fyrir atvinnulausa sem hátt í 500 manns hafa sótt. í frétt frá sambandinu segir að námskeiðin hafi verið með ýmsu sniði. Eitt þeirra nefnist kjamanám- skeið og er því ætlað að efla sjálfs- traust þeirra sem em í atvinnuleit og kynna þeim réttindi sín og skyld- ur. Auk þess er fjallað um fjármál heimilanna, sem sagt hagnýtt námsefni vegna samdráttar í tekj- um. Auk þess segir að sambandið hafi gengist fyrir tölvunámskeiðum, tungumálanámskeiðum og bók- haldsnámskeiðum. Þá hafi verið haldin hagnýt námskeið í innkaup- um og matargerð auk hagnýtra sauma. Fram kemur að námskeiðin hafa verið haldin með styrk frá Starfs- menntasjóði félagsmálaráðuneytis- ins og eru einnig kostuð af Atvinnu- leysistryggingasjóði. Þátttakendur sem hafa setið að minnsta kosti 80% af námskeiðs- tímanum fá afhent skjal til vitnis- burðar. -HÞ BSRB og kennarar ætla ekki að boða verkfall 22. mars: 56% félagsmanna BSRB sögðu nei við verkfalli Ögmundur Jónasson, formaöur BSRB. BSRB mun ekki boða verkfall 22. mars næstkomandi. Tæplega 56% félagsmanna voru andsnúin verk- fallsboðun í allsherjaratkvæða- greiðslu sem BSRB efndi til. Verk- fallsboðun var samþykkt í sjö fé- lögum en felld í stærstu félögun- um. Kennarasamband íslands felldi einnig verkfallsboðun. Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, segir niðurstöðuna von- brigði. Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Borgamess, Starfsmannafélag Neskaupstaðar, Fóstrufélag íslands, Landssamband slökkviliðsmanna, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi og Félag opinberra starfsmanna á Austur- landi samþykktu verkfallsboðun. Önnur félög felldu verkfallsboðun. Yfir 70% félagsmanna í Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar sögðu nei við verkfallsboðun. Starfsmannafélag ríkisstofnana, sem í em 4.512 félagsmenn, felldi einnig verkfallsboðun með 59% at- kvæða. Eftir að niðurstaða atkvæða- greiðslunnar lá fyrir samþykkti for- mannafundur BSRB að þar sem ekki hefði myndast nægilega víð- tæk samstaða innan BSRB um boð- un verkfalls þá yrði ekkert af verk- falli þeirra félaga sem samþykktu verkfallsboðun. „Þessi niðurstaða er okkur að sjálfsögðu vonbrigði. Við höfum ekki fengið sterkari samningsstöðu eins og við óskuðum eftir. Við munum eftir sem áður reyna að ná eins miklum árangri í viðræðum við okkar viðsemjanda eins og við getum miðað við aðstæður. Þær em hins vegar ekki eins góðar og við höfðum vonast eftir,“ sagði Ög- mundur. Ögmundur sagði að það hefði komið vel fram á þeim fundum sem forystumenn BSRB áttu með félagsmönnum meðan á atkvæða- greiðslunni stóð að menn væru mjög sammála þeim kröfum sem BSRB hefði sett fram í kjaravið- ræðum við ríkið. „Það er fullkomin samstaða um okkar málflutning og þau baráttumarkmið sem við höf- um. Þegar kemur hins vegar að því að taka ákvörðun um verkfall þá er það önnur spurning, spurning sem meirihluti fólks svarar neitandi," sagði Ögmundur. -EÓ Sjá nánar um niðurstöðu Kennarasambands íslands á baksíðu. Þorbergur stýrir liðinu í Svíþjóð íslenska landsliðið í handknatt- leik heldur til Svíþjóðar á sunnu- dag þar sem liðið tekur þátt í HM í Svíþjóð. HM-handbók fylgir Tímanum í dag. Þar í eru viðtöl, myndir og kynning á leikmönn- um íslands. Blaðsíður 9-16 Meðferðardeild fyrir fimm afbrotaunglinga verður opnuð í vor. Kostnaður er 30 milljónir á ári: UNGLINGAFANGELSI VERÐUR 0PNAÐ1. MAÍ Ríkisstjómin samþykkti í gær til- lögu Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra um að stofnsetja lokaða meðferðardeild fyrir afbrota- unglinga. Stefnt er að því að deildin taki til starfa 1. maí næstkomandi og þar verði hægt að vista fimm ungmenni. Verið er að leita að hentugu hús- næði undir meðferðardeildina. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði tekið á leigu, a.m.k. til að byrja með. Enn hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort stofnunin verður staðsett á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess. Jóhanna sagðist vona að innan skamms tíma fyndist hentugt hús- næði og í framhaldi af því yrði starfsfólk ráðið til starfa. Gert er ráð fyrir að starfsmenn verði 12-15. Áætlað er að rekstur meðferðar- deildarinnar kosti um 30 milljónir á ári. Gert er ráð fyrir að reksturinn kosti 20 milljónir á þessu ári, þ.e. frá 1. maí. Jóhanna sagði að um væri að ræða tíu manna hóp unglinga sem engin leið virtist vera að hjálpa með þeim leiðum sem nú væri völ á. Fimm af þessum tíu eru yngri en 16 ára en hinir eru 14-16 ára. Stefnt er að því að fimm þessir yngri verði vistaðir á nýju meðferðardeildinni, hugsan- lega gegn vilja sínum. Jóhanna sagði að erfiðara væri að beita sömu úrræðum gagnvart eldri börnunum, m.a. vegna þess að þau væru sjálfráða. Hún sagði að reynt yrði að flýta meðferð mála þeirra í réttarkerfinu og fá þá úrskurðaða í síbrotagæslu meðan beðið væri nið- urstöðu þess. Jóhanna sagði það sína skoðun að þessir fimm ungling- ar, sem orðnir eru 16 ára, þyrftu sömu meðferð og þeir yngri. Þeir gætu hins vegar neitað meðferð þar sem þeir væru orðnir sjálfráða. Jó- hanna sagði að til greina kæmi að hækka sjálfræðisaldur í 18 ár. Það væri til skoðunar í dómsmálaráðu- neytinu. Gert er ráð fyrir að meðferðardeild- in verði undir stjórn Unglingaheim- ilis ríkisins. Það rekur í dag nokkur heimili og göngudeildir. Ljóst er að þessi heimili henta ekki þeim af- brotaunglingum sem hér um ræðir. Þeir hafa hafnað þeirri hjálp sem þar býðst. „Ég er að vona að þessi deild leysi vanda þessara unglinga. Fólk sem starfað hefur að barnaverndarmál- um hefur talið að það vantaði slíka deild. Það er búið að prófa öll önnur úrræði sem barnaverndaryfirvöld hafa yfir að ráða, ýmist skammtíma vistun eða meðferð á Tindum og öðrum meðferðardeildum. Það hef- ur ekki dugað og menn hafa því tal- ið að þetta væri leiðin. Þetta er svip- uð leið og farin hefur verið í sam- bærilegum tilfellum á Norðurlönd- um svo dæmi sé tekið. Þar hefur þessi leið reynst vel,“ sagði Jóhanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.