Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. mars 1993 Tíminn 5 fSSWí Saggggg®? 'SEpH’-r-r: Zg&Sá: ■ •*. RÁÐLEYSI Jón Kristjánsson skrifar Atvinnuleysið á íslandi fer hraðvaxandi. í desember spáði Þjóðhagsstofnun því að at- vinnuleysi mundi á árinu 1993 verða 4% og öll skekkjumörk í þessum spádómi væru upp á við. Aðeins mánuði seinna, f janúar síðastliðnum, birtist annar spádómur sömu stofnunar um 5% atvinnuleysi. Litlu seinna birtist könnun á því hver eftirspurn væri eftir vinnuafli og niðurstöðurnar voru þær að enn hygðust atvinnurekendur fækka fólki. Opinberar tölur segja ekki alla söguna um atvinnuleysið í landinu, því fjöldi fólks nýt- ur ekki atvinnuleysisbóta af ýmsum ástæð- um. Þær fullyrðingar hafa heyrst að hér gætu yfir 9000 manns verið án atvinnu, þegar allt er talið. Hvert prósent í atvinnu- leysi þýðir 600 milljón króna útgjöld úr at- vinnuleysistryggingasjóði, og nú þegar er ljóst að útgjöld hans fara langt fram úr því sem fjárlög ársins 1993 gerðu ráð fyrir. Ábyrgð stjómvalda Þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við völdum í maí árið 1991, var megináhersla lögð á það að tími opinberra afskipta af at- vinnulífi landsmanna væri liðinn. Nú skyldu teknir upp betri hættir, sjóðir af- lagðir og fortíðarvandinn kortlagður. Allt kapp var lagt á það að mála ástand þjóðmála sem dekkstum litum. Það var meðal annars vegna þess að stjórnarflokkarnir gáfu ríku- leg loforð fyrir kosningar, m.a. um skatta- lækkanir, sem varð að komast frá. Einfald- asta leiðin var sú að leggja kapp á að útmála sem verstan viðskilnað fyrri ríkisstjórnar og segja þjóðinni að búa sig undir það versta. Það er alveg Ijóst að þessi aðferð dró kjark úr þjóðinni, ekki síst þeim sem einhvern at- vinnurekstur höfðu með höndum. Allt kapp var lagt á það að draga saman. Sjávarútvegurinn í árslok 1991 kvað sjávarútvegsráðherra upp úr með það að aðgerða væri þörf fyrir sjávarútveginn til þess að tryggja honum rekstrargrundvöll. Nefndar voru leiðir til þess að lækka rekstrarkostnað, lækkun orkuverðs og fleira. Forsætisráðherra svar- aði að bragði að þetta væri ekki aðkallandi. Það þyrfti að skoða málið vel og vandlega. Ekkert skeði annað en það, að þegar fjárlög ársins 1992 voru afgreidd voru lagðar stór- felldar álögur á sjávarútveginn í hækkun ýmiss konar gjalda. Ekki gekk þó eftir að selja aflaheimildir Hagræðingarsjóðs, sem var leið til þess að láta atvinnugreinina fjár- magna haf- rannsóknir. Önnur gjöld standa. Þrátt fyrir fullyrðingar um sjóðasukk fyrrverandi rík- isstjórnar fannst einn sjóður með milljarða inni- stæðum, en það var Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegs- ins, sem var greitt í á tíma fyrri ríkisstjórn- ar í samræmi við nýja löggjöf um sjóðinn. Ríkisstjómin ákvað að greiða út þessa inni- stæðu og er sú aðgerð áreiðanlega drýgst fyrir fiskvinnsluna á síðasta ári. Þetta verð- ur hins vegar ekki endurtekið og ekkert er nú upp á að hlaupa í sjóðnum til þess að mæta áföllum. Ráðleysi Því miður hafa aðgerðir ríkisstjómarinnar í atvinnumálum einkennst af einstöku ráð- leysi. Þar veldur miklu að lengi var haldið dauðahaldi í kredduna um afskiptaleysi stjórnvalda af málefnum atvinnulífsins og trú á að allt mundi ganga upp af sjálfu sér. í september síðastliðnum var þó stjórnarlið- um orðið það órótt að prinsippið var brotið. Tilkynntar voru aðgerðir til atvinnuaukn- ingar, sem fólust í því að taka lán til vega- gerðar upp á 1800 milljónir króna sem yrði endurgreitt á næstu árum af vegafé. Jafn- framt var áformað að veita 200 milljónum króna til viðhalds og nýbygginga opinberra bygginga, og 100 milljónum til markaðs- átaks m.a. vegna EES- samninga. Þessar ákvarðanir stóðu fram í nóvember, en þá fæddist eftir nokkur harmkvæli yfir- lýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í at- vinnumálum. Meginefni hennar var að minnka skattbyrði fyrirtækja, fella niður aðstöðugjald og lækka tekjuskatt. Þá voru áform um að veita 500 milljón- um króna til við- halds opinberra bygginga og skera niður ríkis- útgjöld um 1240 milljónir króna til þess að standa straum af þessum útgjöldum. Þá var gengið leiðrétt, sem gerði þó ekki meira en að mæta afleiðingum falls gjald- miðla okkar helstu viðskiptaþjóða. Þar voru einnig ákvæði um svokallaðan þróunarsjóð í sjávarútvegi, sem enginn virðist enn vita um hvernig á að starfa. Það er skemmst frá því að segja að ekki stóð steinn yfír steini af þessum aðgerðum þegar yfir lauk. Þó var haldið við þau áform að fella niður aðstöðugjaldið, en engin samstaða náðist um niðurskurðinn í stjórnarliðinu og ekkert varð úr áformum um að verja 500 milljónum króna til við- halds opinberra bygginga. Ríkisstjórnin skar einnig niður yfirlýsingar sínar frá því í september um framlög til vegamála um 250 milljónir króna. Eini ráðherrann, sem var fús að taka á sig að skera niður, var heil- brigðisráðherra, en sem betur fór gengu ekki öll hans áform um það efni eftir. Fólki finnst áreiðanlega nóg um það sem náði fram að ganga. Innbyrðis sundurlyndi og vantrú Allar aðgerðir ríkisstjómarinnar í atvinnu- málum og samþykktir stjómarliða á Alþingi í þeim efhurn einkennast af illa undirbúnum ákvörðunum, sem standast ekki af þeim or- sökum eða vegna innbyrðis sundurþykkis þeirra. Atvinnuleysið heídur áfram að vaxa með hverjum mánuðinum, þó að góð loðnu- vertíð bæti nokkuð ástandið tímabundið í þeim byggðarlögum sem njóta þeirrar vinnslu. Bankastofnanir tregðast við að lækka vexti, meðal annars vegna vantrúar á efnahagsaðgerðunum. Það sem er þó verst er að sú staðreynd blasir við að ýmsar aðgerðir, sem snúa að launamönnum í landinu, spilla fyrir horfum á farsælli lausn í kjaramálum. Barátta verkalýðshreyfingarinnar snýr eink- um að því að knýja ríkisstjómina til aðgerða í atvinnumálum og berjast fyrir því að ýmsar íþyngjandi aðgerðir stjómvalda verði dregn- ar til baka, eða bættar með hækkun launa. Þetta er hin versta staða. Hvað hefðu framsóknar- menn geri? Það er eðlilegt að við stjómarandstæðingar séum spurðir að því hvað við hefðum gert í þeirri stöðu sem nú er. Við framsóknarmenn hefðum leitað leiða til launajöfnunar í land- inu. Það er hægt gegnum skattakerfið og með fleiri aðferðum. Við hefðum þrýst af meiri alvöm á lækkun vaxta. Við hefðum fyrr veitt fjármunum til atvinnuaukningar í stað þess að horfa upp á útgjöld atvinnuleysis- tryggingarsjóðs vaxa svo milljörðum skiptir. Við hefðum ekki lagt nýja skatta á viðkvæma sprota atvinnulífsins, svo sem ferðaþjónustu. \6ð hefðum ekki hætt á það að missa bóka- og blaðaútgáfú úr landi vegna skattlagning- ar. Við hefðum áreiðanlega leitast við að byggja upp bjartsýni í þjóðfélaginu í stað þess bölmóðs, sem nú hefúr dunið yfir lands- menn í tvö ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.