Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 16
& 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 NÝTT OG Sgfér FERSKT DAGLEGA P reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SÍMI73655 'OS'. Yj HOGG- Í DEYFAR Verslió hjá fagmönnum w varahlutir HaoursDöloa s7oT-o/-m 3 Tímmn LAUGARDAGUR 6. MARS 1993 Kennarar í Kennarasambandi (slands ekki tilbúnir að fylgja kröfum sínum eftir með aðgerðum. Naumur meiri- hluti hafnaði verkfallsboðun; Vara- formaður KÍ: Styrkir ekki samningsstöðuna „Ég viöurkenni þaö alveg aö þessi úrslit styrkja ekki samn- ingsstöðuna. Forusta Kennara- sambands íslands metur þaÖ þannig aö hún heföi staöiö betur viÖ samningaboröiö ef verfefalls- boöunin heföi veriö samþyfckt," segir Eiríkur Jónsson, varafor- maöur Kennarasambands ís- lands. Naumur meirihluti félagsmanna Kennarasambands íslands hafn- aöi veríríaiisboðun þann 22. mars n.k. f aimennri atkvæðagreiðslu. Af þeim sökum fara grunnskóia- kennarar og framhaldsskólafeenn- arar í KÍ efefci í verfefall. Á kjör- skrá voru 3.540 manns en at- kvasöi greiddu 3.320 eða 93.28% sem er metþátttaka. Andvígir verkfallsboöun voru 1.635 eöa 49.51% en meðmæltir voru 1.493 eöa 45.22%. Auöir og ógildir atkvæöaseölar voru 174 KÍ aö mæla með samþyfekt verk- eöa 5,27%. fallsboðunar. „Þetta er afstaða sem er tekin í „Viö geröum okkur grein fyrir lýöræöislegri kosningu. Þótt því aö þetta gæti fariö á hvom stjómin hafi mælt meö samþykkt veginn sem væri. Hfnsvegar var verkfallsboðunar eru kennarar þessu rangsnúiö af vissum fjöl- efcki tilbúnir að svo stöddu aö miöhim þar sem því var haidið fylgja kröfum sínum eftir með fram að verkfall væri markmiðið. aögeröum. Marfemiöiö er eftir Marírmiðiö var aö nssta hálfa sem áður aö ná samningum og mánuöinn heföum viö ákveöna næsti samningafundur er n.fe. pressu gagnvart viösemjendum þriöjudag klukkan 15.“ ofefear ef verkfallsboðunin heföi Efríkur segir aö það hafi ekki verið samþykkt.“ veriö rangt stööumat hjá stjóm -grh Mynd: Eiríkur Jónsson, vara- formaður K(. Gunnlaugur Stefánsson alþingismaður segir eðlilegt að sveitarfélögin á landsbyggðinni séu hikandi að sameinast meðan engin sameining eigi sér stað á Suðurnesjum þar sem aðstæður til sameiningar séu ákjósanlegar: Sameining sveitar- félaga á að byrja á Suðurnesjum „Ef það væri alvara að baki hug- myndum manna um sameiningu sveitarfélaga þá væri nærtækast að sveitarfélögin á Suöumesjum sam- einuðust fyrst allra þar sem að- stæöur þar tii sameiningar eru allar hinar ákjósanlegustu," sagöi Gunn- laugur Stefánsson alþingismaöur um hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga. Gunnlaugur sagðist telja að sam- eining sveitarfélaga ætti rétt á sér í mörgum tilfellum. Slíkri samein- ingu fylgdu ýmsir kostir, ekki síst ef sveitarfélögum yrðu falin aukin verkefni. Hann sagði hins vegar að víða væri erfitt að koma slíkri sam- einingu við. Gunnlaugur nefndi sem dæmi sveitarfélögin á Austurlandi. Þau hefðu í nokkur ár fjallað um sameiningu eða nánari samvinnu. Samgöngur væru hins vegar víða slæmar og gerðu slíka sameiningu erfiða. Fjallvegir, skriður og snjóþungir vegir kæmu til með að skilja sundur sameinuð sveitarfélög. Gunnlaugur sagði að staðan væri önnur og betri á Suðurnesjum. Þar væru malbikaðir vegir í allar áttir sem mokaðir væru mörgum sinnum á dag ef snjóaði á þá. „Meðan verið er að leggja að sveit- arfélögum á landsbyggðinni að sam- einast þá hefur maður skilning þá Gunnlaugur Stefánsson alþing- ismaður því að þau hiki við þegar ekkert ger- ist þar sem aðstæður eru svo ákjós- anlegar," sagði Gunnlaugur. „Ég undrast það, ef þetta er hagkvæmt, rétt og skynsamlegt, að sveitarfélög- in á Suðurnesjum skuli ekki vera búin að sameinast fyrir löngu. Ég veit ekki hvað það er sem hamlar.“ Gunnlaugur sagði það að sjálf- sögðu vera íbúa á Suðurnesjum að taka ákvörðun um hvort þeir vildu sameinast. Það kynni vel að vera að þeir sæju sér ekki hag í því, a.m.k. hefðu sveitarfélögin ekki sameinast enn. Gunnlaugur sagðist telja að það gæti hugsanlega greitt fyrir sameiningu sveitarfélaga vítt og breitt um landið ef sveitarfélögin á Suðurnesjum og á höfuðborgar- svæðinu sameinuðust. Gunnlaugur sagðist vilja leggja áherslu á að fólkið í sveitarfélögun- um réði því hvort af sameiningu yrði eður ei. Ekki ætti að þvinga fram sameiningu með stjórnvaldsaðgerð- um. Hann sagðist vera ánægður með starf sveitarfélaganefndarinnar. Starfið hefði auðveldað sveitarfélög- unum að taka ákvörðun um samein- ingu eða ekki sameiningu. í einstök- um tilfellum þar sem sameining hefði verið á dagskrá lengi lægju all- ar upplýsingar á borðinu og ekkert því til fyrirstöðu að ákvörðun yrði tekin. Gunnlaugur nefndi samein- ingu Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvík- ur sem dæmi. Á fulltrúaráðsfundi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga fyrir skömmu kom fram mikil andstaða við lög- þvingaða sameiningu sveitarfélaga. Skiptar skoðanir voru um málið á fundinum og var að endingu sam- þykkt að skipaðar yrðu nefndir í hverjum landshluta til að fjalla um málið. -EÓ ...ERLENDAR FRÉTTIR... MOSKVA Barátta þings og forseta harónar Baráttan um völdin I Rússlandi harönaöi I gær þegar Ruslan Khasbulatov þingforseti hafnaöi valddeilingaráætlun Bórisar Jelt- slns forseta sem óviösættanlegri og sakaöi forsetann um áreitni. LÚANDA S.þ. vilja vopnahlé strax Sameinuöu þjóðirnar hvetja til þess aö þegar veröi gert vopnahlé I borgarastríði I Angóla, sem blossaö hefur upp aftur, meö- an S.þ. komast aö niðurstöðu um hvert framhaldiö veröi eftir aö friöarviöræöurnar uröu aö engu. SKOPJH, Makedóníu 70 farast í flugslysi Álitiö er aö meira en 70 manns hafi látiö lif- iö þegar farþegaflugvél af Fokkergerö meö næstum þvf 100 manns um borö brotlenti eftir flugtak I höfuöborg Makedónlu, að sögn sjónarvotta. TUZLA, Bosnfu Samþykkja Bosníu-mús- limar í dag? Hinn franski yfirmaður liös S.þ. ( Bosnlu lagði I gær af staö yfir vlgllnur Serba, I lest brynvarinna farartækja, I sendiför til að meta bágar aðstæöur umsetnu múslima- byggðarinnar I Cerska. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR — Eftir margra mánaöa samningaviðræður gera alþjóö- legir sáttasemjarar sér vonir um aö mús- limsk rfkisstjórn Bosnlu muni samþykkja hiö fyrsta umdeilda skiptingu landsíns I héruð sem er aðalatriðið í allsherjarfriðarpakka. WASHINGTON Leiótogafundur í Vancouver? Þess var beöið I gær að Clinton forseti til- kynnti aö leiötogafundur hans og Bórisar Jeltslns Rússlandsforseta 4. april nk. yröi haldinn I kanadlsku borginni Vancouver. JÓHANNESARBORG Fjölflokka samningaviö- ræóur á ný I gær hófust á ný fjölflokkasamningaviö- ræöur I Suöur- Afrlku. Hinn voldugi Inkatha frelsisflokkur Zulu-manna sagöist hafna valddeilingarfyrirkomulaginu sem stjórn hvltra og Afríska þjóöarráöiö hefur I huga. LÚSAKA Neyöarástand í Zambíu Lögreglan I Zambíu handtók I gær a.m.k. 10 embættismenn stjórnarandstöðunnar nokkrum klukkustundum eftir aö Frederick Chiluba forseti lýsti yfir neyöarástandi vegna meints samsæris stjórnarandstöö- unnar um valdarán. ISLAMABAD Frióur Afgana f sjón- máli? Leiötogar stríöandi fylkinga I Afganistan sögöu I gær aö friöarsamningur um aö binda enda á borgarastrlðið (landinu væri I sjónmáli þó að enn væri ágreiningur um hver fengi hið valdamikla embætti hermála- ráöherra. I KABÚL, höfuöborg Afganistans, gusu upp bardagar milli hersins og and- stööuflokks sem sækist eftir völdum. NEW YORK Múslimskur heittrúar- maóur kæróur Rannsókn á sprengingunni I The World Tra- de Centre beindist í gær aö múslimskum heittrúarmönnum I Bandarfkjunum eftir aö ungur róttæklingur var kæröur fyrir árásina. RÓM Stjórnarandstaöan ásakar forsætisráðherr- ann Italska stjórnarandstaöan sakaöi i gær rík- isstjórnina undir forsæti Giuliano Amato um aö ætla aö veita spilltum stjórnmálamönn- um sakaruppgjöf I allsherjarhreingerningu ( versta hneyksli sem skekiö hefur Itölsku þjóöina eftir stríð. DUBLIN Má breyta kröfunni um vald yfir N.- írlandi? Irski utanrlkisráöherrann Dick Sþring sagöi I gær aö sljórnarskrárkrafa stjórnenda I Dublin um yfirráö yfir Noröur- Irlandi væri ekki steypt I brons eða óhagganleg. LONDON Hækkanir á gjaldmiðlum og kauphöllum Gjaldmiölar Evrópurlkja og hlutabréf hækk- uöu I veröi I gær eftir aö þýski seðlabankinn lækkaöi óvænt vexti. Síöar dró úr ágóðan- um þegar viöskiptin komust I stööugra form. DENNI DÆMALAUSI „Það er svoleiðis, að fyrst lifir maður lengi og þroskast til að ná háum aldri, og þá er kominn timi til að kippa manni burt. “ ■EBBB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.