Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 6. mars 1993 Tíminn 19 Haley: aldrei um nótt niöri í lest. fluttur með þrælaskipi, að sögn Ha- leys. Grunsemdir kringum sagnaþul Allt þetta fór þó heldur lágt meðan Haley lifði, en hann lést í febrúar s.l. ár. Síðan hefur gagnrýnin gegn Roots harðnað og á fjölmiðlum er nú svo að heyra að Iítið ef nokkuð sé eftir af orðstír Roots sem „non- fiction". Meðal þess, sem enn frekar hefur grafið undan fyrra áliti á Roots, er til- nefnt ýmislegt ritað efni eftir Haley, sem var í fórum hans og aðrir en hann höfðu ekki aðgang að fyrr en að honum látnum. Lykilatriði í greinar- gerð Haleys fyrir rannsóknum að baki Roots var að hann hefði fyrirhitt í Gambíu vorið 1967 griot nokkum, sagnaþul er lagt hefði á minnið frá- sagnir margar kynslóðir aftur í tím- ann, samkvæmt hefð. Frá sagnaþul þessum kvaðst Haley hafa haft sög- una af Kúnta Kinte og brottnámi hans. „En á segulbandinu (með sam- tali Haleys og sagnaþulsins, að sögn þess fyrmefnda) heyrist að frásögn- inni á því hefur verið hagrætt eða hún fölsuð og ljóst er að atburðir, sem áttu að hafa gerst þennan úr- slitadag (er Haley og sagnaþulurinn áttu að hafa ræðst við), gerðust ekki,“ stendur um þetta í grein eftir Philip Nobile í breska blaðinu Sunday Tim- es. Aldrei hafðist Haley heldur við næt- urlangt niðri í lest, að sögn Franks Ewers, sem var fyrsti stýrimaður á African Star er Haley tók sér far með því skipi vestur um haf. „Ég var með lyklana að Iestinni og Haley fór aidrei þangað niður að næturlagi," segir Ewers. Hæpin heildarmynd Burtséð frá þessu verður varla sagt að Roots gefi rétta heildarhugmynd um þrælaverslunina milli Afríku ann- arsvegar og Evrópu og Ameríku hins- vegar. Á Roots er helst svo að skilja að hvítir menn hafi komið til Afríku sem hverjir aðrir víkingar og rænt fólki til þrældóms. En á strandlengjunni frá Senegal til Kamerún, þaðan sem kom þorri þrælanna sem Norður-Amer- íkumenn og Evrópumenn aðrir en Portúgalar fluttu vestur um haf, var í þessu sambandi fyrst og fremst um að ræða verslun, þar sem Afríkumenn voru seljendur. Til þeirra viðskipta voru Afríkumenn (aðrir en þeir sem seldir voru vestur um haf) engu síður fúsir en kaupendumir frá Evrópu og Norður-Ameríku. Þá er Kúnta Kinte sagður hafe verið múslími og helst svo að skilja á Roots að margir eða flestir blökkumanna þeirra, sem til Ameríku voru seldir, hafi verið þeirrar trúar. Á bak við þetta er að líkindum tilhneiging sem eitthvað ber á hjá bandarískum blökkumönnum, á þá leið að líta á afríska heiðni smáum augum og reyna í staðinn að Iáta sem svo að íslam sé afrísk trúarbrögð. Sumir þræianna, sem seldir voru til Ameríku frá Afríku, höfðu verið flutt- ir langt innan úr landi og ekki er ólík- legt að eitthvað af múslímum hafi verið meðal þeirra. En þorri þessara þræla var úr strandhéruðum Vestur- Afríku eða ekki mjög langt innan úr landi og ætla má að flestir þeirra hafi verið heiðnir. Síðan þá hefur íslam eitthvað breiðst út suður á bóginn á þeim slóðum, en á okkar dögum er samt þorri manna í strandhéruðum Vestur-Afríku kristinn ef ekki heið- inn, nema hvorttveggja sé. Miðað við frásögn áðumefhds Nobile af þessu máli er helst svo að sjá, að að- alástæðan til þess að Haley slapp nokkum veginn heilskinna frá öllu saman, meðan hann lifði, hafi verið sú að meðal landa hans yfirleitt hafi verið þegjandi samkomulag um að halda yfir honum hlífiskildi. í því sambandi kom ýmislegt til. Pulitzer- ráðið, sem nýtur mikillar virðingar og er varla án áhrifa, hefur trúlegt horft með skelfingu á þann möguleika að bók sem það hafði verðlaunað sem sanna ffásögn yrði afhjúpuð sem fals. Sjálfur er Haíey sagður hafa verið hrífendi maður í framkomu og vin- sæll eftir því. Hafi það átt sinn þátt í því að menn veigruðu sér við að ganga hart að honum, enda þótt komið hefði fram að hann hafi oft- sinnis ferið frjálslega með sannleik- ann áður en hann skrifeði Roots. No- bile skrifar að við liggi að kalla megi Haley Kim Philby bókmenntanna. „Líkt og njósnameistarinn gat hann logið sannfærandi til um hvað sem var.“ „Öfug kynþátta- hyggja“ Aðrar ástæður vógu hér þó að líkind- um þyngra. Roots hafði orðið banda- rískum blökkumönnum til mikillar uppörvunar og þeir voru eftir því stoltir af bókinni og höfundi hennar. Þeim var eftir því óljúft að hún félli svo gersamlega í áliti sem nú virðist vera komið á daginn. John Henrik Clarke, sem hvað mest er virtur blakkra sagnfræðinga bandarískra og þeir Haley og Malcolm X leituðu til báðir, grunaði Haley þannig um græsku viðvíkjandi Roots, en þagði yfir því. Hvítir Bandaríkjamenn, eink- um þeir sem gjaman eru skilgreindir sem „white liberal establishment", haldnir sektarkennd út af þrælahald- inu og meðferð bandaríska samfé- lagsins á blökkumönnum eftir það, virðast af þeim sökum ekki hafa treyst sér til gera að engu hetjusögn þá sem ættarsaga Haleys var orðin í augum blökkumanna og raunar fleiri. Ótti við að blökkumenn almennt myndu bregðast við reiðir út af slíkri atlögu að Haley kann að hafa valdið ein- hverju hér um. Einn þeirra 17, er sitja í Pulitzerráði, lætur hafa eftir sér að þeir félagar hafi verið haldnir „þeirri blekkingu" að með því að hylma yfir með Haley auðsýndu þeir blökku- mönnum löndum sínum fölskvalausa vináttu og bættu þannig fyrir „sögu- leg mistök ... Auðvitað var það við- snúin kynþáttahyggja. En viðkvæm mál eins og þessi eru óviðráðanleg." Að öllu samanlögðu verður því vart neitað að mál þetta segi þó nokkra sögu um hvíta og svarta Bandaríkja- menn og samskipti þeirra. Bush forseti ræöir viö blökkumenn í Los Angeles eftir óeiröirnar þar s.l. vor: viökvæm mál. óskast f eftirtaldar bifreiðar og tæki, sem veröa til sýnis þriöju- daginn 9. mars 1993 kl. 13-16 í porti bak viö skrifstofu vora aö Borgartúni 7, Reykjavík, og víöar. 1 stk. Toyota Land Cruiser STW 4x4 diesel Árg. 1983 1 stk. Chevrolet Suburban 4x4 bensin 1985 1 stk. Suzuki Samurai 4x4 bensin 1988 1 stk. Nissan Patrol pick up m/húsi 4x4 diesel 1985 1 stk. Mitsubishi L-300 Minibus 4x4 bensin 1989 1 stk. Mitsubishi L-200 pick up 4x4 diesel 1990 1 stk. Lada Sport 4x4 bensín 1988 1 stk. Subaru Legacy 4x4 bensín 1990 4 stk. Subaru 1800 station 4x4 bensin 1986-88 4 stk. Toyota Tercel station 4x4 bensín 1987-88 2 stk. Subaru Justy 4x4 bensín 1986 1 stk. Volvo 245 GL station bensín 1986 2 stk. Volvo 240 bensin 1988-89 2 stk. Toyota Corolla bensín 1986-87 7 stk. Nissan Micra bensín 1988-89 2 stk. Suzuki Swift bensin 1989 1 stk. Mazda 323 station bensín 1988 1 stk. Peugeot 504 station bensín 1982 1 stk. Mazda E-1600 Double cab bensín 1987 1 stk. Chevrolet Sport van 11 farþ. diesel 1989 1 stk. Ford Econoline sendiferöabifreið bensin 1982 1 stk. Volvo F-10 vörubifreiö diesel 1980 1 stk. tengivagn Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, birgðastöð, Grafarvogi: 1 stk. festivagn með vatnstanki, 19000 Itr (áltankur). Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Höfn Homafirði: 1 stk. festivagn með vatnstanki, 19000 Itr. Tilboðin veröa opnuð á skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 aö viðstöddum bjóöendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboöum sem ekki teljast viöunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVlK Orðsending til félagsmanna Mjólkurfélags Reykjavíkur Aöalfundir félagsdeilda M.R. fyrir árið 1992 verða haldnir sem hér segir: SUÐURLANDSDEILD Þriöjudaginn 9. mars kl. 14.00 í Veitingahúsinu Inghóli, Selfossi. MOSFELLS-, KJALARNESS- OG KJÓSARDEILDIR Fimmtudaginn 11. mars kl. 14.00 í Félagsheimilinu Fólk- vangi, Kjalarnesi. INNRI-AKRANESS-, SKILMANNA-, HVALFJARÐAR- STRANDAR-, LEIRÁR- OG MELASVEITARDEILDIR Föstudaginn 12. mars kl. 14.00 í Félagsheimilinu Fanna- hlíð. REYKJAVÍKUR-, BESSASTAÐA-, GERÐA-, HAFNAR- FJARÐAR-, MIÐNES-, GERÐA- OG VATNSLEYSU- STRANDARDEILDIR Laugardaginn 13. mars kl. 14.00 í skrifstofu félagsins, Korngörðum 5. AÐALFUNDUR FÉLAGSRÁÐS verður haldinn laugardaginn 3. apríl í skrifstofu félagsins, Korngörðum 5, og hefst kl. 12.00 á hádegi. Stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur. Til sölu Landsberger heyhleðsluvagn 28 rúmm, árg. 1987. Triolet heydreifikerfi 15 metra, árg. 1988. Wild súgþurrkun ‘85 einfasa rafmótor með startbúnaöi. Element. Keöjudreifari árg. ‘82. Upplýsingar i sima 98-66049 eftir kl. 20.00. Rangæingar Arshátíð Rangæingafélagsins veröur haldin f^ÍKOGES-saln- um í Sigtúni 3, laugardaginn 13. mars n.k. J *' Hátiöin hefst meö borðhaldi kl. 19.30. Fjölbreytt skemmtiatriöi. 4- Miöasala í Sigtúni 3, miðvikudaginn 10. mar»4il. 17.00-19.00 og hjá stjórn félagsins. ? Rangæingafélagið í Reykjavík. ------------------------------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.