Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 10
18Tíminn Laugardagur 6. mars 1993 Minnimáttarkenndar gætir enn mjög í „þjóöarsál“ bandarískra blökkumanna, enda þótt ófáir úr þeirra rööum séu nú í efstu þrepum mannviröingastigans, eins og t.d. Colin Poweil, yfirhershöföingi Bandaríkjahers. Dagur Þorleifsson skrifar John Amos I hlutverki Kinte. Roots sögð vera skáldskapur einn: „Kim Philby bókmenntanna" Margir kannast við bókina Roots (Rætur), eftir bandarískan rit- höfund, Alex Haley, og líklega enn betur við sjónvarpsþætti sem eftir bókinni voru gerðir. Segir þar frá manni, Kúnta Kinte að nafni, ættuðum frá svæði því sem nú er Afríkuríkið Gambía, og afkomendum hans í Bandaríkjunum. Hélt Haley, sem var meðal mest metnu rithöfunda Bandaríkjanna á þessari öld, því fram að hann væri sjálfur einn afkomenda söguhetju sinnar. (Næst- frægasta bók hans er sjálfsævisaga Malcolms X, sem kom út 1965.) Roots er í skáldsöguformi, en Haley hélt því fram aö bókin væri í raun og veru frásögn af atburðum, sem gerst hefðu. Kvaðst hann hafa skrifað bók- ina að undangengnum margra ára rannsóknum í Bandaríkjunum og Afríku. Hefði sér með rannsóknun- um tekist að komast að raun um, að þrælakaupmenn frá Norður-Ameríku hefðu rænt Kúnta Kinte í átthögum hans, flutt hann á þrælaskipi vestur um haf og selt hann piantekrueig- anda í Virginíu. Þar hefði Kúnta Kinte verið nefndur Toby. Dóttir hans að nafni Kizzy væri formóðir Haleys sjálfs. Þann hluta ættarsögu þessarar, sem gerst hefði í Ameríku, kvaðst Haley hafa bæði úr rituðum heimildum og frásögnum skyldfólks síns. Trójuborg ættfræð- innar Um meintar niðurstöður rannsókna Haleys, sem fram komu í Roots, hef- ur verið sagt að með þeim hafi ætt- fræðin unnið afrek hliðstætt því er fomleifafræðin vann með uppgötvun Trójuborgar. Frá því að Uncle Tom’s Cabin (Kofi Tómasar frænda) eftir Harriet Beec- her Stowe kom út 1852 hefur líklega engin bók um blökkumenn sem þræla vakið svo mikla athygli sem þessi, né heldur meiri samúð hvítra manna með blökkumönnum. (Abra- ham Lincoln sagöi eitt sinn við Sto- we að hún hefði komið bandaríska borgarastríðinu af stað, og mun þá hafa átt við að bók hennar hefði vak- ið með Norðurríkjamönnum slíkan hugsjónaeldmóð að þeir hefðu orðið reiðubúnir eða óðfúsir að fara í stríð við landa sína sunnanlands til að ffelsa svörtu þrælana.) Raunar var flestra mál að hvað gæði snerti væri ólíku saman að jafna, þar sem væru bækur þessara tveggja rit- höfunda. Kofi Tómasar frænda er skáldsaga og að mati bókmennta- manna nú á tímum fjarri því að vera af merkilegra taginu sem slík. Harri- et Beecher Stowe var millistéttarhús- móðir frá Nýja Englandi og þekkti af eigin reynd lítt til blökkumanna og þrælahalds. Roots var hinsvegar talin vera gott bókmenntaverk og sönn frásögn. Haley var þegar löngu áður en þessi sú frægasta af bókum hans kom út kominn í mikið álit sem rithöfundur. Sjálfur var hann og blökkumaður og mátti því ætla að hann hefði sæmi- legan skilning á efni því er fjallað er um í Roots. 130 milljónir áhorfenda Roots náði óhemju vinsældum og sama er að segja um sjónvarpsþætt- ina sem eftir bókinni voru gerðir. Fyrstu 18 mánuðina eftir að bókin kom út 1976 seldust af henni 1,5 milljónir eintaka. í Bandaríkjunum horfðu um 130 millj. manna á sjón- varpsþættina, sem var met. Bæði bók og sjónvarpsþættir náðu og miklum vinsældum utan Bandaríkjanna, a.m.k. í Vestur-Evrópu. Margra mál er að fátt sé sálarlífi þjóða eða þjóðarbrota verra en að vera án sögu. Bandarískum blökku- mönnum hefur fundist að þannig væri því farið með þá og það hefúr átt drjúgan hlut að minnimáttarkennd er mjög gætir hjá þeim. Með Roots töldu þeir að þó nokkuð hefði verið úr því bætt og hylltu höfundinn í samræmi við það. Hann hafði með Roots vakið athygli á blökkumönn- um og ekki einungis þrælkuninni á þeim, heldur og menningu þeirra í Afríku og aukið þar með virðingu þeirra. Hvítir Bandaríkjamenn og Vestur- Evrópumenn, haldnir sam- viskubiti út af þrælkuninni á blökku- mönnum á þeim forsendum að þetta hafi allt verið hvítum mönnum að kenna, samfögnuðu blökkumönnum og hylltu Haiey og Roots ekki síður en þeir. Ættfræði var um þær mund- ir að komast í tísku í Bandaríkjunum og út frá því þótti mörgum að Haley hefði unnið merkt og þarft verk með því að sýna fram á að svartir Banda- ríkjamenn gætu rakið ættir sínar til Afríku eins og hvítir landar þeirra til Evrópu, þótt miklu erfiðara væri fyr- ir blökkumenn, vegna skorts á rituö- um heimildum. Roots varð Haley úti um Pulitzer- verðlaun, auð fjár og virðingu meðal háskólamanna af ýmsu tagi, ættfræð- inga, sagnfræðinga o.s.frv. Hann varð nánast sagnahetja í augum margra, hvftra sem svartra. Sú hetjuímynd spratt sumpart af því að hann kvaðst hafa lagt á sig allnokkrar mannraun- ir við undirbúning bókarinnar. Þann- ig hefði hann dvalið tíu nætur, í stuttbuxum einum fata, í lestinni á vöruflutningaskipinu African Star á leið frá Afríku til Flórída, til að geta gert sér grein fyrir hvemig fólkinu í þrælalestunum hefði liðið á leiðinni yfir Atlantshafið. Toby var ekki Kinte En nú er um þetta komið heldur bet- ur annað hljóð í strokkinn. Haft er nú fyrir satt að sumt í bókinni, sem er 587 síður, hafi Haley tekið lítt breytt upp úr bók annars rithöfund- ar. Og meginfrásögnina í Roots, meinta sögu ættar Haleys meira en tvær aidir aftur í tímann, hafi hann einfaldlega skáldað upp. Gmnsemdir um að hér væri ekki allt með felldu komu raunar fram þegar eftir að bókin kom út. Þannig þótti ýmsum fljótlega sýnt að Haley hafði tekið allmikið efni í bók sína upp úr skáldsögu um þrælahald, er komið hafði út 1967, eftir rithöfund að nafni Harold Courlander. Úr því urðu málaferli er lauk með einskonar dómssátt og allháum skaðabótum sem Haley varð að greiða Courlander. Ýmsir fræði- og blaðamenn ympr- uðu þá þegar eða skömmu síðar á því að fullmikið væri sagt með því að auglýsa Roots sem „non-fiction“ (eins og útgefandi Hale!,r Double- day, gerði). Þannig komust tveir þekktir ættfræðingar bandarískir, Gary og Elizabeth Shown Mills, að þeirri niðurstöðu eftir að hafa kann- að heimildir í skjalasöfnum í Virgin- íu, Norður-Karólínu og Maryland, sem Haley kvaðst hafa stuðst við, að „182 síður og 39 kaflar, sem fjalla um forfeður og formæður Haleys í Virg- iníu, hefðu ekki við neinar stað- reyndir að styðjast." Ættfræðingar þessir segjast í skjalasöfnunum hafa komist að raun um að þrællinn Toby geti ekki verið forfaðir Haleys, eins og segir í Roots, þar eð í skjölum komi fram að hann hafi verið látinn átta árum áður en Kizzy, dóttir hans og formóðir Haleys samkvæmt Ro- ots, var í þennan heim borin. (Haley sagði Kizzy fædda 1790.) Enn alvar- legra fyrir orðstír Haleys er að ætt- fræðingarnir Mills telja á grundvelli rannsókna sinna útilokað að Toby hafi verið sami maður og Kúnta Kinte, þar eð af skjölum sé ljóst að sá fyrmefndi hafi verið í Norður-Amer- íku þegar árið 1762, eða fimm ámm áður en Kúnta Kinte var þangað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.