Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 6. mars 1993 Algengustu rannsóknir endurteknar í tíma og ótíma segir landlæknir: Vantreysta læknar hverjir öðrum? „Forrannsóknir á sjúklingum fyrir innlögn hafa aukist verulega hér á landi, en betur má gera. Galii er að sjúkrahúslæknar virðast lítið treysta á niðurtöður forrannsókna annarra lækna og stofnana. Al- gengustu rannsóknir eru nú endurteknar í tíma og ótíma. Þetta hátterni vekur nokkra furðu því að yfirleitt eru þessar rannsóknir gerðar á viðurkenndum rannsóknarstofum.“ Þessar athyglisverðu upplýsingar koma fram í grein um hagkvæmni sjúkrahótela sem landíæknir, Ólafur Ólafsson, skrifar í Læknablaðið. Sólarhringsdvöl á góðu sjúkrahóteli telur hann aðeins kosta um 1/3 af dvöl á sér- greinasjúkrahúsi. Bæði piltar og stúlkur kepptu í sveitakeppni grunnskóla á Suður- landi í skák. Hér eigast við sveitir frá skólunum á Eyrarbakka og Ljósafossi. Sveitakeppni grunnskóla á Suðurlandi í skák: 100 ungmenni frá 11 skólum tókust á Að læknar endurtaki algengustu rannsóknir í tíma og ótíma vekur spurningar um hvort þar leynist kannski að hluta skýringin á þeirri 923% hækkun sem varð á raun- kostnaði TVyggingastofnunar vegna efna-, blóð og sýklarannsókna á sér- stökum rannsóknarstofum á árun- um 1986- 1991, þegar reiknað er á sama verðlagi bæði árin. Sömu fimm ár varð einnig 45% raun- hækkun á kostnaði við rannsóknar- stofur sérfræðinga. Samkvæmt upp- lýsingum í annarri grein í sama „Við gefumst ekkert upp og stjórn Herjólfs þarf ekkert að haida það að þeir þreyti okkur þó að við verðum í verkfalli fram á vor eða fram á næsta haust. Við munum halda það út. Það er ekki nokkur vafi á því. Við sam- þykkjum það aldrei að kyngja þessu lengur eins og þetta hefur verið." Stýrimenn á Herjólfi hafa verið í verkfalli í einn mánuð, en það hófst þann 3. febrúar sl. Engin lausn er í sjónmáli og þegar síðast fréttist Ferðamálaráð Færeyja gengst fyrir Færeyjakynningu í Norræna hús- inu í samvinnu við Flugleiðir og Smyril- Line sem hefst í dag og stendur til 12. mars. Samtímis standa yfir færeyskir dagar í húsinu sem hefjast í dag kl. 17. Súnfríð Joensen, markaðsfulltrúi ferðamálaráðs Færeyja, verður með sýningarbás í Norræna húsinu með- an kynningin stendur yfir og kynnir Læknablaði námu þessir tveir kostnaðarliðir kringum 650 millj- ónum króna árið 1991. Grein landlæknis var undir fyrir- sögninni: „Sjúkrahús — ódýr kost- ur“. Hann segir miklar breytingar í gangi á spítalarekstri víða erlendis. Dýr sérgreinasjúkrahús séu í vax- andi mæli rekin eingöngu sem bráðasjúkrahús, sjúklingar séu að- eins lagðir inn eftir forrannsóknir og vistist þar nær eingöngu meðan aðgerð, gjörgæsla eða önnur með- ferð standi yfir. Strax þegar sjúkling- hafði ekki verið boðað til nýs sátta- fundar. Deilan kom til umræðu á fundi bæjarstjómar Vestmannaeyja í fyrrakvöld en þar voru engar ákvarð- anir teknar. Á fúndinum var frestað að taka afstöðu til tveggja tillagna sem Ragnar Óskarsson bæjarfulltrúi lagði fram. Önnur þeirra var um að fá stýrimenn til að fresta verkfallinu og hin um að skipuð yrði sáttanefnd í Eyjum til að vinna að lausn máls- ins. þar færeyska menningu, náttúru og færeyskan mat. Ferðamálaráð Færeyja vill með þessari kynningu efla tengsl íslend- inga og Færeyinga og koma því í kring að það verði auðvelt, áhuga- vert og ódýrt fyrir íslendinga að heimsækja Færeyjar, hvort sem er í sumarfrí, á ráðstefnur eða í við- skiptaerindum. —sá ur hafi fótaferð og sé sæmilega sjálf- bjarga sé hann fluttur yfir á sjúkra- hótel sem rekið sé í nágrenni spítal- ans, jafnvel á spítalalóð. Landlæknir segir ennfremur hægt að hugsa sér að „sjúkrahótel" verði rekin sem deild í sjúkrahúsum en þá sé nauðsynlegt að aðskilja rekstur- inn kirfilega frá sérdeildum. Á sjúkrahótelum segir Ólafur þörf á góðri hjúkrunar- og félagsaðstöðu ásamt annarri aðstoð. En endurhæf- ing og eftirlit fer fram á sjúkrahús- inu. Jafnframt er rík áhersla á það lögð að allar forrannsóknir hafi farið fram undir eftirliti þess læknis er leggur sjúklinginn inn, áður en hann er lagður inn á sérgreina- sjúkrahúsið. Til að slíkt gæti orðið til hagsbóta hér á landi, fyrir ríkissjóð jafnt og sjúklingana, yrðu læknar væntan- lega að láta af fyrmefndum siðum að endurtaka algengustu rannsóknir hverjir annarra í tíma og ótíma. Á þessum mánuði hefur ekkert ver- ið rætt við verkfallsmenn nema með öðrum; búið er að segja upp undir- mönnum á Herjólfi og deilan Iíklega í enn meiri hnút fyrir vikið en þegar verkfallið skall á. Deilan er þegar farin að hafa veruleg áhrif á bæjarlíf- ið í Eyjum og í vikunni fóru m.a. um 40 manns með togara frá Eyjum til lands og að mati framkvæmdastjóra Stýrimannafélagsins var þar um verkfallsbrot að ræða en því hefur verið harðlega mótmælt. „Ef við værum að tala um laun yfir 200 þúsund krónur á mánuði fyrir okkar vinnu þá held ég að við mund- um steinhalda kjafti. En launin mín í janúar sl. voru 147 þúsund krónur Hin árlega sveitakeppni í skák á vegum Skákfélags Selfoss og ná- grennis fyrir grunnskóla í Ames- sýslu var haldin þann 27. febrúar á Hótel Selfossi. Keppendur komu frá 11 skólum á svæðinu og eru þá flestir skólar í sýslunni upptaldir; þó vantaði keppnislið frá nokkrum stöðum og brúttó og þá á auðvitað eftir að draga frá skattinn. Við erum fyrst og fremst að fara fram á eðlilegan launamun," segir Jónas Ragnarsson. Hann segir að þær launatölur sem Árni Johnsen alþingismaður upp- lýsti á Alþingi ekki alls fyrir löngu hafi verið stimplaðar sem trúnaðar- mál af hálfu stjórnar Herjólfs. „En það hefur ekki verið meira trúnaðarmál en þetta. Og ef menn kalla þetta heiðarleg vinnubrögð þá veit ég ekki hvað. En þessu er alltaf snúið þannig að þetta séu launin okkar, sem er ekki rétt. Það sem þarna er verið að tala um er stöðu- gildið í 30 daga og hvað það gæti gefið í launum." -grh vonandi sjá þeir sér fært að vera með næsta ár. Alls voru 17 sveitir mættar til leiks, 9 úr 1.-7. bekk og 8 úr 8,- 10. bekk. í hverri sveit voru 4 aðal- menn og 1-4 varamenn. Heildarfjöldi þátttakenda var því um 100 manns. Mótssjóri var Ingimundur Sigur- mundsson og honum til aðstoðar voru Magnús Gunnarsson, Úlfhéð- inn Sigurmundsson og félagar úr SSON. Helstu styrktaraðilar mótsins voru að venju Mjólkurbú Flóamanna og Landsbankinn Selfossi og eru þeim færðar bestu þakkir. Úrslit: Yngri flokkur........1.-7. bekkur Röð Skóli vinningar 1. Reykholtsskóli............21.0 2. Bamaskólinn Eyrarbakka....20.5 3. Villingaholtsskóli........19.0 4. Sólvallaskóli.............18.5 5. Grunnskólinn Stokkseyri...18.0 6. Sandvíkurskóli............14.0 7. Grunnskólinn Þorlákshöfn....l3.0 8. Barnaskólinn Þingborg ....11.0 9. Flúðaskóli.................9.0 Eldri flokkur........8.-10. bekkur. Röð Skóli vinningar 1. Flúðaskóli................21.0 2. Grunnskólinn Þorlákshöfn ...17.5 3. Sólvallaskóli.............17.0 4. Barnaskólinn Eyrarbakka...17.0 5. Héraðsskólinn Laugarvatni ..16.5 6. Reykholtsskóli.............H.o 7. Grunnskólinn Stokkseyri...10.5 8. Ljósafossskóli.............1.5 Veitt voru sérstök verðlaun fyrir bestan árangur á hverju borði fyrir sig en það voru veglegar skákbækur frá Skákprent, sem gefnar vom af SSON. Bestum árangri á hverju borði fyrir sig náðu þessir: Yngri flokkun 1. borð: Gunnar Helgason Sólvalla- skóla ásamt Sævari Sigurmundssyni Eyrarbakka. 2. borð: Guðni Páll Sæland Reyk- holtsskóla. 3. borð: Ólafur Már Ólafsson Stokks- eyri. 4. borð: Friðrik Einarsson Stokks- eyri. Eldri flokkun 1. borð: Erling Tómasson Eyrar- bakka. 2. borð: Ingvar Þrándarson Flúða- skóla 3. borð: Kristján Hafsteinsson Sól- vallaskóla 4. borð: Kjartan Kárason Laugar- vatni. Sýslumaður Reykjavíkur auglýsir uppboð á húseign Guðmundar Jaka: Með húsið í lúkunum í tuttugu ár JÞað hefur alltaf verið á uppboði í ins Dagsbrúnar. 20 ár þetta hehdtis hús, en maður f DV í fyrradag auglýsir sýslu- var bara svo seinn fyrir. Ég hef maðurinn í Reykjavík uppboð á aOtaf verið með þetta hehdtis hús Fremmristekk 2 mánudaginn 8. í lúkunum í 20 ár og hef fyrir mars nJc. klukkan 14 á skrifstofu löngu ætlað að selja það, en það er embættisins að Skógarhlíð 6. bara ekkert verð á þessu. En ég Þinglýstur eigandi er Guðmundur held nú að þessu verðl reddað,“ J. Guðmundsson en gerðarbeið- segir Guðmundur J. Guðmunds- andi er Landsbanki íslands. -grh son, formaður Verkamannafélags- - HEl Stýrimenn á Herjólfi hafa verið í verkfalli í rúman mánuð. Formaður Stýrimannafélags ís- lands: Mundum steinhalda kjafti ef við fengjum þau laun sem Ámi Johnsen las upp á Alþingi: Stjórnin skýlir sér, bakvið pilsfald VSÍ Það er ekki hægt að segja að stjórn Heijólfs hafí rætt við okkur né reynt að leysa málið. í sjálfu sér er það allt í lagi að stjórnin hafí vís- að málinu til VSÍ. En stjórnin er eins og krakkar sem skýla sér á bak við pilsfald mömmu sinnar og segja: „Mamma sér um þetta. Ég kem ekkert nálægt þessu,“ segir Jónas Ragnarsson, stýrimaður á Heijólfí og formaður Stýrimannafélags ísIands.Það er ekki hægt að segja að stjóm Hetjólfs hafí rætt við okkur né reynt að Ieysa málið. í sjálfu sér er það allt í Iagi að stjórain hafí vísað málinu til VSÍ. En stjórain er eins og krakkar sem skýla sér á bak við pilsfald mömmu sinnar og segja: „Mamma sér um þetta. Ég kem ekkert nálægt þessu,“ segir Jónas Ragnarsson, stýrimaður á Heijólfi og formaður Stýrimannafélags íslands. Færeyskir dagar í Norræna húsinu: Viltu feröast til Færeyja?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.