Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. mars 1993 Tíminn 7 maður sér grein fyrir því að um ekkert var að ræða. Það er ekkert sem heitir. Þetta er eitthvað sem ekki er hægt að flýja frá en maður verður að takast á við. Maður tek- ur einfaldlega á öllu sínu og ýtir öllu öðru frá sér,“ segir Sigrún. „Það er ekki hægt að ganga um endalaust og vera öskureiður út í lífið og tilveruna; maður verður einfaldlega að rétta úr kútnum og takast á við hlutina. Það bara kemur en tekur sinn tíma,“ bætir hún við. Þá segir hún að álagið á fjöl- skylduna í heild hafi verið mikið. Bróðir Eydísar átti erfitt þar sem allt snerist um þetta veika barn og foreldrarnir dvöldu langdvölum erlendis. „Það hriktir í öllu,“ seg- ir Sigrún og segir að svona ástand reyni ekki síður á sambúð fólks. „Maður bregst svo misjafnlega við og má ekki við neinu áreiti," segir hún. Vildi fá skýringar á öllu saman Það verður líklega enginn samur sem gegnið hefur í gegnum lífs- reynslu sem þessa. „Öll gildi breytast og allt er tekið til endur- skoðunar. Maður áttar sig á því hvað það er sem raunverulega skiptir máli. Það er kannski ekki stærri íbúð og nýr bfll. Þegar höggvið er svona nærri manni sér maður að það sem skiptir máli eru börnin, heilsan og tengslin við þá sem standa nærri hjart- anu,“ segir Sigrún. „Náttúrulega getur maður ekki afskrifað brauðstritið en áhersl- urnar breytast. Mín leið var sú að ég vildi fá skýringar á þessu öllu saman. Af hverju lendi ég í þessu og til hvers er ég hér?“ segir Sig- rún. Svörunum kýs hún að halda út af fyrir sig. Hefði verið gott að tala við einhvern Á Sigrún einhver ráð handa fólki sem er í svipuðum sporum og hún var þá? „Ég vildi óska að samtök foreldra og aðstandenda krabba- meinssjúkra barna hefðu verið til. Þá hefði verið hægt að leita þang- að og tala við þá sem hefðu lent í einhverju svipuðu. Það hefði breytt heilmiklu því maður var svo aleinn og vissi ekki um neinn," segir Sigrún. „Tíminn var náttúrulega naum- ur því við fórum svo fljótt út en það hefði samt breytt taísverðu að geta talað við einhvern með svip- aða reynslu," bætir hún við. „Við vorum alveg ótrúlega hepp- in ef hægt er að orða það svo. Þetta hefur allt gengið svo vel og hún heldur sjóninni. Það eru ekki allir svona heppnir eins og við vit- um og þetta fer alla vega. Ég þekki ekki svo vel til barna sem þjást af hvítblæði en veit að þau fara í óskaplega erfiða meðferð," segir Sigrún. Ottinn er samt alltaf til staðar. Það er fylgst reglulega með Eydísi og Sigrún segir að þá finni hún alltaf fyrir hræðslu þó að það sé talið mjög ólíklegt að sjúkdómur- inn taki sig upp að nýju. „Okkur er sagt að eftir þennan tíma eigi að vera nánast ómögu- legt að það gerist," bætir hún við. Hún segist vera reiðubúin að að- stoða fólk sem standi í svipuðum sporum og hún var í. Þrátt fyrir að sjúkdómur Eydísar sé mjög sjaldgæfur eiga að sögn Sigrúnar eftir að fæðast börn með sams konar krabbamein. Reikningarnir láta ekki bíða eftir sér Að sögn Sigrúnar er ekki hugsað um peninga þegar svona stendur á en Óneitanlega raskaði þetta samt öllum fjárhag fjölskyldunn- ar. Hjónin gátu að sjálfsögðu ekki unnið á meðan og reikningarnir létu ekki á sér standa. Jafnframt þurftu þau að greiða far fyrir ann- að hjónanna þar sem Trygginga- stofnun greiðir aðeins fargjald fyrir einn aðstandanda og dagpen- inga. Sigrún segir að það hefði verið nær ógerlegt fyrir sig að vera ein þar sem barnið hafi þurft umönnunar við allan sólarhring- inn. Með þessu segist hún samt ekki vanþakka aðstoð heilbrigðisyfir- valda hér á landi því hún gerir sér grein fyrir því að meðferðin úti kostaði mikið fé. „Við erum samt heppin að vera í þessu heilbrigðis- kerfi, þó að það sé ekki fullkomið, því við þurftum ekki að greiða fyr- ir meðferðina úr eigin vasa,“ segir Sigrún. Þar er hún með í huga þá sem voru frá ríkjum þar sem sam- hjálp er lítil og voru búnir að kosta aleigunni til að börn þeirra ættu einhverja von um bata. Þess má geta að tíðni sjúkdómsins er mjög há hjá svertingjum á vissum svæðum í Afríku. „Þetta var mjög erfitt því reikn- ingarnir komu náttúruiega þó við værum fjarverandi. Ég ýtti því samt bara frá því ég gat ekki af- greitt áhyggjur af fjármálum í ofanálag," segir Sigrún. Hún segir að ættingjar og vinir hafi stutt vel við bakið á þeim og óviðkomandi fólk hafi veitt þeim ómetanlegan stuðning. „Það bara dugði ekki til þar sem þetta var svo dýrt,“ segir Sigrún og bætir við að enn fylgi þeim skuldahal- inn sem þá varð til. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að við hefðum misst ofan af okkur hefð- um við ekki notið stuðnings þessa fólks. Það hefði samt verið ómet- anlegt ef styrktarsjóður fyrir fjöl- skyldur krabbameinssjúkra barna hefði verið til,“ bætir hún við. Að eignast tvisvar sama barnið Það er ekki hægt að greina á Ey- dísi að þar fari stúlka sem hefur átt við veikindi að stríða. Hún hleypur um og leikur sér eins og hvert annað barn og sjón á öðru auga virðist ekkert há henni. Til marks um það sýnir hún perlu- myndir sem hún hefur raðað sam- an og er ekki annað að sjá en litir og form séu á sínum stað. Móðir hennar telur það vera lán í óláni að hún skyldi vera svona ung þeg- ar hún veiktist þar sem þá gangi henni betur að lifa með sjón á öðru auga. Þá finnst henni gott til þess að hugsa að Eydís skuli ekki muna neitt eftir þessari erfiðu lífsreynslu. „Þetta er eins og að hafa eignast tvisvar sama barnið," segir Sigrún að lokum. -HÞ PAPPÍR Innkaupastofnun Reykjavikurborgar, f.h. stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar, óskar eftir tilboðum i hvítan pappir 80 gr I stærðinni A4. Æskilegt er að pakkning sé 500 blöð í pakka. Áætluð heildarkaup eru 18.000 pakkar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboöin verða opnuð á sama stað þriöjudaginn 23. mars 1993, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 „Ég óttaöist þaö svo mikiö hvernig hún liti út eftir augnaögeröina. “ Hér sést Sigrún meö dóttur sína skömmu eftir aögeröina. Þaö þurfti að hanna sérstakt plastmót til aö höfuð Eydísar héldist alveg kyrrt meöan á geislun stóð. Ung börn eins og hana þarf aö svæfa til aö þau liggi alveg kyrr. Þetta þurfti aö gera alls 20 sinn- um. Aðalfundur Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn föstudaginn 12. mars 1993 í Átthagasal Hótel Sögu, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 16. grein samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 4, 6. hæð, frá og með 5. mars til hádegis á fundardag, en eftir það á fundarstað. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Námsvist í Rússlandi skólaárið 1993-94 Rússnesk stjómvöld munu væntanlega veita einum Islendingi skóla- vist og styrk til háskólanáms I Rússlandi námsárið 1993-94. Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavik, fyrir 26. mars n.k. á sérstökum eyöublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskirteina ásamt með- mælum. Menntamálaráðuneytiö, 4. mars 1993. Útboð Vegskáii um Hvanngjá innri Vegagerö rikisins óskar eftir tilboöum i gerð 65 m langs vegskála um Hvanngjá innri á Djúpvegi. Helstu magntölur. Mót 2.800 m2, steypu- styrktarstál 100 tonn og steinsteypa 1.000 m3. Verki skal lokið 15. september 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins á Isafirði og i Borgartúni 5, Reykja- vík (aðalgjaldkera), frá og með 9. þ.m. Skila skal tilboöum á sömu stöðum fýrir kl. 14:00 þann 22. mars 1993. Vegamálastjóri Utboð Vegvísun 1993, framleiðsla umferðarskilta Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum í framleiðslu umferðarskilta, þ.e. skiltaflata, leiðarmerkja og þéttbýlismerkja með til- heyrandi buröarrömmum og festingum á rörauppistööur. Magn alls 600 stk. Verki skal að fullu lokið 18. ágúst 1993. Útboðsgögn veröa afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjald- kera), frá og með 8. þ.m. Skila skal tilboöum á sama staö fyrir kl. 14:00 þann 22. mars 1993. Vegamálastjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.