Tíminn - 24.04.1993, Side 5
Laugardagur 24. apríl 1993
Tíminn 5
Átökin um fjölmiðlana
valdaklíkan
Jón Kristjánsson skrifar
Hvers vegna hefur svokallað „Hrafnsmál"
orðið svo fyrirferðarmikið í þjóðmálaum-
ræðunni? Er ekki mál að linni?
Þessar spurningar vakna nú þegar þetta
mál hefur verið til umræðu um þriggja
vikna skeið og skyggt á ýmis önnur mál í
þjóðfélaginu. Er hér bara um ómerkilegt
tilvik að ræða þar sem menntamálaráð-
herra „setur mann, sem hann álítur hæf-
an, til eins árs í stöðu sem losnar", svo
notuð séu hans eigin orð.
Málið er ekki svo einfalt. Það sem er ein-
stakt við það er að þess finnast ekki dæmi
á síðari árum að maður, sem hefur verið
leystur frá störfum vegna samstarfserfið-
leika í einni af lykilstofnunum í þjóðfélag-
inu, sé af ráðherra nokkrum dögum
seinna skipaður framkvæmdastjóri sömu
stofnunar.
Átök um völd —
ögrandi aðgerð
Sjónvarpið er áhrifamesti fjölmiðill lands-
ins. Framkvæmdastjórastaða þar, skipuð
manni sem hefur hug á því að láta til sín
taka og hafa mikil áhrif, er ávísun á völd
og það mikil.
Eg veit ekki hvort útvarpsstjóri hefur
gert sér grein fyrir, þegar hann vék dag-
skrárstjóra sjónvarps frá störfum, hve
hann hjó nærri innsta valdakjarna Sjálf-
stæðisflokksins, sem skipaður er harð-
snúnu og samhentu liði með forsætisráð-
herra landsins sem miðpunkt. Ég var aldr-
ei í neinum vafa um gagnaðgerðir. Ég
ímyndaði mér að sókn flokksins yrði hert
að Efstaleitinu, knúðar yrðu fram skipu-
lagsbreytingar á nokkrum tíma á útvarpi
og sjónvarpi, sem gæfu færi á því að koma
inn réttum mönnum. Mér kom hins vegar
ekki í hug að sóknin yrði svo hörð, snögg
og ögrandi sem raun bar vitni, og svo hef-
ur áreiðanlega verið um marga fleiri, þar á
meðal fjölmarga sjálfstæðismenn, sem að-
gerðin kom í opna skjöldu. Fólk var hissa,
margir voru reiðir og enn fleiri áhyggju-
fullir. Ekki átti það síst við um hina fjöl-
mörgu velunnara útvarps og sjónvarps.
Umræður á Alþingi
Öldur risu hátt í kjölfarið með harðri
umræðu á Alþingi sem útgangspunkti.
Þorsteinn Pálsson var þar til andsvara í
stað Ólafs G. Einarssonar, sem var erlend-
is, og hélt Þorsteinn hyggindalega á mál-
inu og talaði ekki af sér. Davíð Oddsson
tók þá stefnu að segja sem minnst, og
segja ekki aukatekið orð í utandagskrár-
umræðunni. Enginn sem fylgst hefur með
vinnuaðferðum stjórnmálamanna og
þeim persónum sem skipa ráðherrastóla
núna, er í minnsta vafa um að Davíð Odds-
son er miðpunkturinn í þessu máli.
Starfsaðferð-
irnar eru hans,
en ekki Ólafs G.
Einarssonar,
sem við, sem
unnið höfum
með honum
sem óbreyttum
þingmanni,
þekkjum að því
að vera sann-
gjaman mann sem vill semja um hlutina í
stað þess að fara í stríð.
Ólafur hefur hins vegar hlotið þau örlög
að lenda í embætti menntamálaráðherra
með hina langþróuðu kröfu Sjálfstæðis-
flokksins á bakinu að koma sjálfstæðis-
mönnum í lykilstöður.
Þetta á rætur í áratuga átökum Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðubandalagsins og
áður Sósíalistaflokks íslands um mennta-
og menningarmál. Þegar Sjálfstæðisflokk-
urinn á menntamálaráðherra, liggur mik-
ið á að bæta stöðuna í þessum efnum eins
og hægt er.
Þáttur Hrafns
Þegar umræðumar í þjóðfélaginu vom
komnar af stað fóm að birtast ýmsar frétt-
ir um fyrirgreiðslu sem Hrafn Gunnlaugs-
son hafði notið hjá ráðuneyti og sjóðum
erlendis og hér heima og óvenjulegum
pólitískum þrýstingi, sem beitt hafði verið
honum til stuðnings.
Hrafn Gunnlaugsson er ekkert einn um
það að hafa sótt á um kaup á myndum sín-
um og um styrki. Hins vegar virðist hon-
um alls staðar verða ágengt Það em for-
svarsmenn viðkomandi stofriana sem eiga
að gæta óhlutdrægni þegar opinbem fé er
úthlutað. Það er mikið gmndvallaratriði í
þessu máli öllu.
Stjómarsamstarfið
Þetta mál allt saman mun hafa komið
mjög flatt upp á samstarfsflokkinn í ríkis-
stjórn eins og aðra. Ýmsir þeir, sem hand-
gengnastir em fjölmiðlum eins og Össur
Skarphéðinsson, formaður þingflokks Al-
þýðuflokksins, tjáðu sig um málið opin-
berlega og gagnrýndu málsmeðferðina.
Ástæða er til þess að ætla að mikil
óánægja hafi verið innan Alþýðuflokksins
og ótti um að
málið myndi
skaða ríkis-
stjórnina. Frétt-
ir bámst um að
titringur væri
milli stjómar-
flokkanna og
forsætisráðherra
væri allt annað
en ánægður
með samstarfsflokkinn og nafngiftina
„einkavinavæðing".
Það er alveg ljóst að þegar tillagan um
rannsóknamefnd kom fyrir Alþingi var
stjórnarliðið búið að ná nokkurnveginn
saman um málsvömina. Dagskipunin var
sú að persónugera málið og byggja vörn-
ina á því að það væri verið að ofsækja
Hrafn Gunnlaugsson og ákveðnar persón-
ur í þinginu — Svavar Gestsson, Páll Pét-
ursson og Ólafur Ragnar Grímsson —
vildu setja sjálfa sig í stól rannsóknardóm-
ara í pólitískum tilgangi. Með þessari að-
ferð átti að draga athyglina frá þætti
stjómvalda í málinu. Jón Baldvin tók
þessa vöm upp af miklum krafti í umræð-
unni, og var greinilegt að hann vildi bæta
fyrir þá flokksmenn sína sem vom tvístíg-
andi og höfðu gefið óvarkárar yfirlýsingar
um málið. Tillagan var felld, en þeir krat-
ar sem vom búnir að tala af sér í málinu
reyndu að bjarga andlitinu með því að
leggja til að fjárlaganefrid rannsakaði mál-
ið.
Málið persónugert
Morguninn eftir kom fjárlaganefnd síðan
saman og lögð var fram tillaga um að rík-
isendurskoðun skoðaði íjárhagsleg sam-
skipti framkvæmdastjóra sjónvarps við
stofnanir og sjóði ríkisins. Það kom í ljós
að ekkert samkomulag var í stjómarflokk-
unum um þessa málsmeðferð og var upp-
nám fram eftir degi. Að lokum náðist sam-
komulag um tillögu í málinu þar sem
nafn Hrafns Gunnlaugssonar var tekið inn
í tillöguna og sett inn í forsendur rann-
sóknarinnar að þær væm svæsnar árásir
Alþingis á manninn. Þetta var tillaga Sjálf-
stæðisflokksins og með þessu var málið
persónugert og beint inn á þá línu að
þingið væri að ofsækja Hrafh. Þetta var í
samræmi við yfirlýsingar Davíðs Oddsson-
ar á fundi með sjálfstæðismönnum síðast-
liðið þriðjudagskvöld og í viðtali á Rás 2 á
miðvikudagsmorgun. Það er greinilegt að
það á að hefja gagnsókn á þessum forsend-
um og að auki að fréttamenn útvarps og
dagskrárgerðarmenn Rásar 2 stæðu einn-
ig í þessum ofsóknum.
Valdaklíka
Stjórnkerfið og valdaklíkan í Sjálfstæðis-
flokknum er miðpunkturinn í þessu máli.
Hrafn Gunnlaugsson hefur í sjálfu sér
ekkert til saka unnið nema það að fá
áheym hjá kerfinu með hjálp vina sinna.
Þáttur stjórnvalda verður að vera þunga-
miðja þeirra athugana sem ríkisendur-
skoðun gerir á þessu máli. Grundvöllur-
inn á að vera sá að jafnræðis sé gætt, þeg-
ar farið er með fjármuni hins opinbera.
Hins vegar hefur þetta mál leitt í ljós á
áþreifanlegan hátt áhrif harðsnúinnar
klíku í Sjálfstæðisflokknum, sem á mið-
stöð í Heklu h/f, fyrirtæki Ingimundar
Sigfússonar, sem er formaður fiáröflunar-
nefndar flokksins og þungavigtarmaður í
flokksstarfinu. Tákmark þessa hóps er að
treysta áhrif vinveittra manna á fiölmiðl-
un í landinu. Ingimundur er formaður ís-
lenska útvarpsfélagsins og nú liggur fyrir
að treysta böndin um ríkisútvarpið og
sjónvarpið með því að stofha hlutafélag
um þessar stofhanir við hentugt tækifæri.
Með því væri leiðin mdd fyrir rétta menn,
til viðbótar við þá sem þegar em komnir
inn fyrir þröskuldinn.
Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða og
sýnir í hnotskum hver þörf er á blaði sem
stendur algjörlega fyrir utan slík áhrif.
Með breytingum á Tímanum opnast
möguleikar til þess að efla slíkan fiölmið-
il. Það er andsvar við þeirri sókn, sem nú
stendur yfir hjá hægri öflunum til þess að
einoka skoðanamyndun í Iandinu.