Tíminn - 24.04.1993, Page 8

Tíminn - 24.04.1993, Page 8
1 8 Tíminn Laugardagur 24. apríl 1993 ÖRLÖG ÍTALSKA STJÓRNMÁLAKERFISINS: Þekktur ítalskur rithöfundur líkir yfirstandandi herferð gegn spillingu þarlendis við frönsku byltinguna sem hófst 1789. Orðið bylting heyrist raunar alloft notað um það, sem er að gerast á Ítalíu þessar vikurnar. En til eru þeir, sem telja að ekki þurfi að fara rúmar tvær aldir aftur í Evrópusöguna til að finna eitthvað hliðstætt. Ítalíu síðustu fimm áratuganna, segja þeir, svipaði ekki alllítið til sovésku leppríkjanna í Austur-Evrópu. ítalska lýðveldið, sem stofnað var þegar fasismi og konungdómur höfðu verið afnumin, mótaðist í kalda stríðinu, hliðstætt A-Evrópuríkjum á sama tíma. „Ítalía er spegilmynd austurevrópsks kommúnistaríkis," skrifar Martin Jacques í Sunday Times. Andreotti: grunaöur um mafíusambönd sem veriö hafi hornsteinn valda kristilegra demókrata. / / / / ítalskur stöðugleiki ítalski kommúnistaflokkurinn var á kaldastríðstímanum sá öfl- ugasti af slíkum á Vesturlöndum og jafnan voru verulegar líkur á að hann kæmist til valda með kosningum. Af því leiddi að meg- inviðfangsefnið í stjórnmálum landsins, af hálfu svo að segja allra nema kommúnista, varð að koma í veg fyrir að kommúnistar kæmust til valda með lýðræðis- legum aðferðum. Þetta gaf stærsta stjórnmálaflokki lands- ins, kristilegum demókrötum, slíka lykilaðstöðu í stjórnmálum að til fádæma má telja á Vestur- löndum. Flokkur þessi varð í raun einskonar ríkisflokkur, hliðstætt kommúnistaflokkum sovétblakkarinnar. Vegna sam- komulagsins um að halda hinum stóra flokknum, kommúnistum, utan ríkisstjórna, var tryggt að kristilegir demókratar réðu mestu í þeim. Vegna umrædds samkomulags um að halda kommúnistum „úti“ og smæðar annarra flokka en stóru flokk- anna tveggja kom eins og af sjálfu sér að smáflokkar þessir urðu kristilegum demókrötum leiðitamir um flest. Þetta fyrirkomulag tryggði stöð- ugleika í stjórnmálum landsins, sem fór fram hjá ýmsum af því að ríkisstjórnir voru alltaf að koma og fara; þær eru orðnar yfir 50 þarlendis frá lokum heimsstyrj- aldarinnar sfðari. En það voru ekki stjórnirnar sem stjórnuðu, heldur ríkis- og kerfisflokkurinn mikli, kristilegir demókratar, með strjáling af minni flokkum í tengslum við sig. Þetta óform- lega flokkabandalag var alltaf í stjórn og stjórnarskipti fólust fremur í því að menn skiptu um ráðherrastóla heldur en að um væri að ræða stjórnarskipti í raun. ítalskir stjórnmálamenn bjuggu því við meira öryggi, hvað störfum og frama viðvék, en starfsbræður þeirra á öðrum Vesturlöndum, sem á ýmsu gekk fyrir eftir því hvernig fór í kosn- ingum. Horfin tilvistar- réttlæting Þar sem kalda stríðið og sam- fylkingin gegn kommúnistum var tilvistarréttlæting pólitíska kerfisins hjá ítölum, var ekki nema eðlilegt að það kerfi riðlað- ist er téðu stríði Iauk og sovét- kommúnisminn hrundi af skjót- leik, sem ekki kom síður flatt upp á ítali en aðra. Þar við bættist að ítalski kommúnistaflokkurinn var orðinn allmjög sósíal- demókratískur og farinn að skreppa verulega saman (nú er hann talinn hafa í mesta lagi um fimmtung kjósenda á bak við sig). Jafnframt því sem kalda- stríðssamstaðan riðlaðist komst í hámæli gffurleg spilling sem ver- ið hafði henni samfara og var fyr- Sósíaiistaleiötoginn Craxi sýnd- ur umkringdur kaþólskum vítis- eöa hreinsunareldslogum. Flokkur hans er gjaidþrota, jafnt siörænt sem fjárhagsiega. ir löngu orðin undirstaða þeirrar samstöðu ásamt með kalda stríð- inu. Almannarómur hafði raunar lengi hermt að svona væri það, en fram að þessu hafði það farið fremur lágt, efalítið mikið til af völdum margnefndrar samstöðu. En nú var hún ekki lengur til að halda lokinu á pottinum. Líkt og þekkt er frá Brasilíu og fleiri rómanskamerískum löndum var hér um að ræða náið bandalag stjórnmálamanna annarsvegar og iðnrekenda, kaupsýslu- og fjármálamanna hinsvegar. Þeir fyrrnefndu voru hinum síðar- nefndu innanhandar með fyrir- greiðslur gegn ríkulegum laun- um fyrir bæði sjálfa sig persónu- lega og flokka sína. Opinbera geiranum var haldið stórum og svo er að heyra að aðaltilgangur- inn með honum hafi verið orðinn að halda uppi félögum og stuðn- ingsfólki kristilegra demókrata og annarra kerfisflokka. Frétta- maður einn kallar opinbera geir- ann lén þessara flokka. Því sem næst allt starfsfólk í opinbera geiranum, „meira að segja ritar- arnir“, fá störf sín af pólitískum ástæðum, þ.e.a.s. vegna fylgis við einhvern flokkinn, er haft eftir Marco Vitali, ítölskum prófessor í viðskiptafræðum. í þessu sam- bandi er fyrir löngu farið að tala um ítalska nómenklatúru. Andreotti og mafíurnar Fyrsti þáttur herferðarinnar gegn spillingunni beindist gegn þessu samtryggingarkerfi stjórn- málamanna og peningamanna. í þeirri herferð urðu sósíalistar, sá þriðji öflugasti af gömlu flokkun- um, jafnvel enn verr úti en kristi- legir demókratar. Öðrum þætti herferðarinnar er hinsvegar einkum beint að meintum sam- böndum stjórnmálamanna og skipulagðra glæpasamtaka á Sik- iley og Suður-Ítalíu. í þeim þætti hafa kristilegir demókratar orðið fyrir mestum áföllum. Hafa sviðsljósin í því sambandi eink- um beinst að Giulio Andreotti, mesta áhrifamanni flokksins og þar með í ítölskum stjórnmálum eftir seinni heimsstyrjöld. Vegna þess hve lengi hann hefur verið valdhafi er honum líkt við menn eins og Mao og Tito. Nú eru í há- mæli grunsemdir um að Andre- otti — kaldastríðskerfið persónu- gert, eins og sumir kalla hann — hafi í áratugi verndað mafíurnar sunnanlands fyrir lögum og rétti gegn því að mafíurnar tryggðu að Suður-ítalir kysu kristilega demókrata. Einnig þessu hefur almannarómur lengi haldið fram, en einnig það hefur farið heldur lágt í umræðunni þangað til nú. Fylgi kommúnista var mest á Norður- og Mið-Ítalíu, kristilegir demókratar hinsvegar langfylgis- mestir allra flokka sunnanlands. Sá stöðugleíki í ítölskum stjórn- málum, sem flestir stjórnmála- flokkar þar, sem og Vesturlönd yfirleitt, vildu að héldist, var því undir því kominn að kristilegir demókratar töpuðu ekki fylgi sunnanlands. Og fyrir sunnan Róm, segja ítalir gjarnan, eru það mafíurnar sem ráða en ekki stjórnmálamenn í Róm. A kaldastríðstímanum var raun- ar sagt sem svo að þrír aðilar skiptu á milli sín völdunum á Ítalíu: stóriðnaður norðurlands- ins, kaþólska kirkjan og mafíurn- ar. Bylting dómaranna En í svipinn a.m.k. er engu lík- ara en að öldin sé að verða önnur þarlendis. Sumir kalla herferðina gegn spillingunni „byltingu dóm- aranna". Engar starfsstéttir þar- lendis eru nú svo fyrirlitnar sem stjórnmálamenn og athafnamenn í atvinnurekstri og fjármálum, en af framgöngu lögmanna og dóm- ara gegn spillingunni er helst svo er að sjá að þeir hafi ekki gerst aðilar að kerfi hennar í jafnríkum mæli og stjórnmála- og peninga- menn. Dómararnir, segja ein- hverjir fréttaskýrendur með Austur-Evrópu enn í huga til samanburðar, gegna hliðstæðu hlutverki í ítölsku „byltingunni" og Samstaða og kaþólska kirkjan gegndu í þeirri pólsku og

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.