Tíminn - 24.04.1993, Side 10

Tíminn - 24.04.1993, Side 10
lOTÍminn Laugardagur 24. apríl 1993 Hafsteinn Hafliðason, garðyrkjufræðingur og neytendafulltrúi í Blómavali: Hagnýt ráð varðandi heimilisgarðinn „Nú er komið fram í lok apríl og tfmabært að fara að sinna garð- inum og taka hann í gegn eftlr veturínn. Til þess að liðsinna okkur viö vorverkln fengum við Hafstein Hafliðason garöyrkju- fræöing í liö með okkur, en hann fer hér í gegnum það helsta sem við þurfum að gera í garðinum á næstu vikum. Við getum byrjað að skera kanta og lagfært greinar á runnum og trjám, að undanskildu því að nú klippum við ekki birki og hlyn,“ segir Hafsteinn. „Þessum trjáteg- undum blæðir og ef sárin eru stór getur þeim hreinlega blætt út. Það er betra að klippa þau að vetrin- um, eða seinni partinn í júní þegar þau eru orðin laufguð seinnipart júní, eða í byrjun ágúst. Aðrar trjá- tegundir má klippa núna. Það má fara að huga að grasflöt- inni. Krafsa upp úr henni sinuna og mosann. Ef mosi er mikill er at- hugandi hvort ekki borgar sig að nota mosaeyði og gæta þess þá að fara eftir þeim leiðbeiningum, sem gefnar eru á umbúðunum. Noti maður mosaeyði verður maður að bfða í nokkra daga á meðan mos- inn er að hjaðna niður. Þá rakar maður flötina aftur og ber á hana graskom. Sé flötin mjög svelt og við viljum fá meiri grasvöxt í hana, má nota trjákom í fyrstu gjöf og gefa þá svona 1 1/2-2 kg á hverja 100 fermetra. Það er eðiilegt magn í fyrstu áburðargjöf í apríl-maí. Mánuði síðar má gefa álíka stóran skammt, þriðja skammtinn þegar kemur fram í júní og síðasta skammt, jafhstóran, upp úr miðj- um júlí.“ Gott að pjakka sand niður í flötina — Er hægt að þétta grasrótina með áburðargjöf? „í sjálfu sér bjargar maður því ekki með áburði. Það tekur tíma að rækta upp grasflöt. Breskar flatir eru hvað fínastar og þekkt- astar f heiminum, en þeir segja að til þess að búa til góða grasflöt þurfi 100 ár og ógrynnin öll af sandi. Umferðareyjamar héma í borginni em líklega bestu grasflat- imar. Þær eru stinnar og þar sést ekki mosi, en þær hækka líka um nokkra sentímetra á ári, vegna sandsins og ryksins, sem á þær berst. Það er mjög gott að nota sand til þess að byggja upp grasflatimar og þá er einfaldast að fara niður í Björgun og ná í sjávarsand. Best er að blanda saman einni skóflu af skeljasandi á móti þremur skófl- um af dökkum sandi á hvem fer- metra. Til þess að vinna þetta dá- lítið niður í lóðina getum við pjakkað í jarðveginn eins og við væmm að baka flatkökur og reynt síðan að sópa niður í götin þannig að við fáum burð í sandinn svo að hann blandist saman við jarðveg- inn, en liggi ekki eins og skán ofa- ná. Þannig getum við farið að nokkmm sinnum þar til stíf og góð flöt hefur myndast." Ölteiti einu sinni á sumri Hafsteinn mælir ekki með völt- un, þar sem hún klessi jarðveginn saman og hindri súrefnisaðgang að rótinni. Umgangur um garðflöt er hins vegar æskileg og mælt með því að halda eitt gott ölteiti í garðinum á hverju sumri og bjóða þá frekar fleirum én færri. Það er nauðsynlegt að bera vel á flötina. Nota graskom og sömu- leiðis er gott að nota lífrænan áburð af einhverju tagi. Hænsna- skíturinn er góður, virkar strax. Þömngaáburður er mjög æskileg- ur næringarforði. Hann morknar smámsaman og grasið nýtur góðs af. Best er að leyfa grasinu að vaxa upp í 7-10 sentímetra hæð áður en það er slegið og slá þá niður í u.þ.b. 5 sentímetra. Gjaman slá- um við að kveldi eða seinni part dagsins og rökum á eftir. Það er áríðandi að raka vel, því að hér er rakt og kalt loftslag og grasið sem fellur til jarðar sest í rótina og verður að þófa sem lokar fyrir loft og næringu til rótanna. Með því að taka burtu þennan þófa hressist grasið. Síðan er hægt að sáldra sandi á milli slátta allt sumarið. Það er til dæmis hægt að gera um leið og áburðinum er dreift, en þó ekki í neitt miklu magni. Bíðið aðeins með blómabeðin Hafsteinn segir ekki ástæðu til þess að fara að huga að blómabeð- um fyrr en kemur fram í maí og nokkum veginn ömggt að vor- hretum sé lokið. „Ef við emm að rífa ofanaf núna og hreinsa og snurfusa og fáum síðan hret, þá getur það orðið til þess að frost eyðileggi það sem byrjað er að vaxa,“ segir hann. „Það er ekkert sérlega nauðsyn- legt að snurfusa svo mikið að mað- ur taki í burtu hverja einustu örðu og lauf. í fjölærum beðum er ágætt að stinga svolítið upp á milli plantnanna og gefa þeim ögn af áburði, hænsnaskít, blákom, eða jafnvel þömngamjöl. Blákomið má aldrei verða meira en sem nemur einni matskeið á hvem fer- metra. Við látum þessar flölæm plöntur gjaman bara vaxa upp úr sínu eigin msli frá því f fyrra. Megnið af því er horfið og orðið að mold eftir veturinn. Það er óþarfi að vera of pjattaður og hreinsa í burtu hverja einustu örðu. Ruslið frá því í fyrra styrkir f raun og vem jarðveginn og hlífir plöntunum, en snyrtimennskunnar vegna hreinsar maður það sem maður sér. Hægt að blanda sam- an matjurtum og skrautjurtum Mér finnst betra að hafa plöntur frekar þétt í beðum, ég vil sjá plöntur í stóði fremur en hnaus- um og ekki að sjái mikið f bera mold á milli. Sé mikið um eyður og skellur í beðunum getum við bætt úr því með því að taka hluta af flölæru plöntunum upp, skipta þeim og dreifa í eyðumar. Sömu- leiðis er ágætis tími núna til þess að skipta plöntum í görðum, séu þær orðnar of þéttar. Eins er hægt að planta sumarblómum á milli flölærra plantna og jafnvel mat- jurtum. Það er ekkert óskemmti- Iegt að ganga um garðinn og geta gulrótum. Gott er að breiða yfir akrýldúk til þess að flýta fyrir spír- un og koma í veg fyrir tjón af völd- um næturfrosta og hreta, sem geta ennþá komið. Við þurfum að sjálf- sögðu að fara að hugsa fyrir því núna að láta kartöflumat spíra. Best er að láta þær spíra við 12-18 gráðu hita á björtum stað, þar sem þær ná því að spíran verði græn. Það er betra að spírumar séu grænar og þykkar, heldur en fölar og langar. Ef maður á skjólgóðan kartöflu- garð innanbæjar, getur maður far- ið að setja niður kartöflur upp úr mánaðamótum, en það er örugg- ara að draga það fram í miðjan maí og gjaman nota glæran akrýldúk yfir beðin. Sömuleiðis má sá rauð- rófum núna beint í garðinn, næp- um og rófúm sáir maður ekki frrr en í byrjun maí.“ -AG. tínt radísur undan vatnsberaplönt- unum, eða þá að vera með græn- kál, hvítkál og rauðkál hér og þar innan um blómin, svo dæmi séu nefnd. Það er heldur enginn sem segir að matjurtagarðurinn eigi að vera einhver ferkantaður reitur á bak við hús. Við getum mætavel notað allan garðinn sem matjurtagarð og fléttað matjurtir inn á milli skrúðgróðursins. Ef maður er sniðugur, er hægt að ná fram ýms- um litaafbrigðum, blanda saman rauðkáli og toppkáli, hvítkáli og blómkáli, með rauðrófum, spínati og þar fram eftir götunum." Matjurtagarðurinn „Þeir sem ætla að sá matjurtum verða að byrja að undirbúa það Hafsteinn neytendafulltrúi í Blómavali mæiir m.a. með líf- rænum áburöi. Tlmamynd Árni Bjarna núna,“ segir Hafsteinn. „Það er rétt að fara að stinga upp beðin og setja áburð í þau. Ég mæli ein- dregið með því að nota lífrænan áburð af einhverju tagi, bæði upp á nútfmann og framtíðina. Af þeim búfláráburði sem til fellur er auð- veldast að ná í hænsnaskít, sem fæst þurrkaður í pokum. Einnig er hægt að fá hrossatað úr hesthús- um og þeir, sem eru svo heppnir að eiga mykju, eru náttúrlega með gull í höndunum. Allt sem fellur til úr jurtaríkinu er hæft sem áburður, en þarf helst að vera búið að fara í gegnum safnhaug áður. Á þessum tfma má sá rófum og

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.