Tíminn - 24.04.1993, Page 19
Laugardagur 24. apríl 1993
Tíminn 19
Aðalbjörg
Benediktsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns
mlns, föður okkar og tengdaföður,
Fædd 1. mars 1904
Dáin 15. apríl 1993
Aðalbjörg Sigurlaug, eins og hún
hét fullu nafni, var fædd 1. mars
1904 á Þorvaldsstöðum í Selárdal í
Vopnafjarðarhreppi. Foreldrar
hennar voru Sólveig Stefánsdóttir
og Benedikt Stefánsson, hjón á Þor-
valdsstöðum. Sólveig og Benedikt
eignuðust 14 böm, þar af komust 11
upp, og var Aðalbjörg 9. í röðinni af
þeim sem upp komust.
Abba, eins og hún var jafhan köll-
uð, ólst upp á Þorvaldsstöðum til 21
árs aldurs, en þá réðst hún sem
vinnukona til foreldra minna, hjón-
anna Önnu Magnúsdóttur og Bjöms
Jóhannssonar kennara. Björn og
Anna höfðu þá fyrir nokkrum árum
flutt úr Jökuldalsheiðinni til Vopna-
fjarðar. Þau hjónin sáu um rekstur
sjúkraskýlis á Garði, auk þess sem
Bjöm var kennari, fyrst farkennari í
sveitinni, en skólastjóri frá 1924.
Um það leyti sem Abba kom á heim-
ili foreldra minna höfðu þau eignast
6 syni. Þá vom einnig á heimilinu
föðurforeldrar mínir, þá orðin öldr-
uð, ennfremur blindur maður, Ein-
ar Th. Bjamason. Heimilið var því
mannmargt og í ýmsu að snúast, því
auk heimilisstarfa vom oft sjúkling-
ar á sjúkraskýlinu, m.a. færeyskir
sjómenn. Auk þess höfðu foreídrar
mínir smá búskap.
Við bræður munum ekki eftir því
hvenær Abba kom til okkar, en það
mun hafa verið árið 1925. Hún bara
var þarna, og hafði alltaf verið, svo
lengi sem við mundum. Það má
nærri geta að ekki var alltaf rólegt í
kringum Öbbu. Strákamir urðu
brátt 8, og eitthvað slæddist með af
leikfélögum. Ekki er ömggt, að við
höfúm alltaf viðurkennt umgengn-
isreglur varðandi nýskúrað gólf og
þess háttar. Hún mun hafa lesið eitt-
hvað yfir okkur, á sinn hátt, en aldr-
ei man ég eftir því að hún hafi verið
vond við okkur. Fjaran var leikvöllur
okkar. Við komum því oft blautir
heim. Einu sinni átti að bæta úr
þessu, og vom þá keypt gúmmístíg-
vél á allt liðið. Við fómm að sjálf-
sögðu strax niður í fjöru, að prófa
nýju stígvélin, og ekki er að orð-
lengja það, að við komum allir sjó-
blautir og stígvélafullir heim. Já,
svona var lífið.
Vorið 1928 flutti fjölskyldan í
Bamaskólahúsið. Þar var rýmra
húsnæði. Þó foreldrar mínir hættu
rekstri sjúkraskýlisins, þá var mikið
að gera. Gestagangur var mikill, og
seinni árin önnuðust foreldrar mín-
ir móttöku gesta.
Eins og áður er getið fluttum við í
Skólann 1928. Þar var Abba næstu
26 árin. Hún var því jafnan kennd
við Skólann, og kölluð Abba í Skól-
anum, og við vomm kallaðir Skóla-
strákamir. Þó húsnæðið væri rúm-
gott, þá var þetta erfitt húsnæði,
þrjár hæðir, þvottahús og geymsla í
kjallaranum, skólinn á miðhæðinni,
og íbúðin á efstu hæðinni. Abba
hafði gott herbergi fyrir sig. Það var
hennar helgidómur. Við strákamir
fengum ekki að koma þangað.
Reyndar var okkur ekki bannað að
koma þangað inn, en þetta vom
bara óskráð Iög.
Abba átti ekki margar tómstundir.
Hún greip stundum í orgelið. Hún
hafði ekki lært að spila, en spilaði
danslög „eftir eyranu", eins og það
var kallað. Hún hafði næmt eyra fyr-
ir tónlist, og hafði gaman af að
dansa. Einnig hafði hún gaman af að
grípa í spil. Fullorðna fólkið spilaði
BLÓMIÐ
— góð blómaverslun —
Blóm - Skreytingar - Gjafavara
Kransar - Krossar - Kistuskreytingar
Úrval af servíettum
OPIÐ FRÁ KL. 10-21
GRENSÁSVEGI16- SÍMI 811330
töluvert. Pabba fannst gott að grípa í
spil, þegar hann hafði lokið við að
leiðrétta stíla.
Þó Abba hafi ekki notið langrar
skólagöngu, þá talaði hún gott mál.
Hún var oft orðheppin, og lengi
munum við ýmis orðatiltæki hennar
og tilsvör, og ekki eingöngu tilsvör-
in, heldur líka svipinn sem þeim
fylgdi. Abba var alla tíð heilsuhraust,
og segja má að henni hafi ekki orðið
misdægurt.
Foreldrar mínir áttu heima í Skól-
anum til ársins 1954, en þá fluttu
þau í Holt, nýbyggt hús, sem byggt
var í Skólatúninu.
Móðir okkar andaðist 1967 og faðir
okkar 1968. Nokkm eftir að foreldr-
ar mínir féllu frá fór Abba að vinna í
Frystihúsinu, og vann hún við að
hakka fiskúrgang í refafóður. Hún
var þá komin af léttasta skeiði, orðin
65 ára. Þarna vann hún í 14 ár, eða
þangað til hún var 79 ára. Það var til
þess tekið af húsbændum hennar í
frystihúsinu, að hún var aldrei frá
einn einasta dag öll þessi ár.
Þjónusta var aðalsmerki Öbbu.
Þjónustulundin var henni í blóð
borin. Abba fékk viðurkenningu frá
Búnaðarfélagi íslands, fyrir 25 ára
þjónustu hjá sömu fjölskyldu. Þetta
var silfurskeið, með áletmn. Abba
var vel að þessari viðurkenningu
komin, en hún flíkaði ekki þessum
grip, og aldrei sýndi hún mér þessa
skeið. Hinsvegar sýndi hún með
stolti gestum myndir af „strákunum
sínum", konum þeirra, bömum og
bamabörnum.
Abba var ein af þeim fyrstu sem
fluttu í leiguíbúðir aldraðra, Sunda-
búð 1. Hún fékk þama bjarta og
skemmtilega íbúð, og þama dvaldi
hún í tæp 15 ár. Það var gaman að
heimsækja hana. Hún hellti á könn-
una, og oft átti hún eitthvert góð-
gæti. Umgengni hennar var sérstök.
Þetta var hennar helgidómur. Þama
vom ýmsir smáhlutir, ásamt mynd-
unum, sem áður er um getið.
Sem betur fer sýndum við „strák-
amir hennar" og fjölskyldur okkar
Öbbu ræktarsemi, en á engan er
hallað, þó getið sé frábærrar ræktar-
semi Önnu Bimu Sigurðardóttur,
bróðurdóttur minnar. Hún var í
miklu uppáhaldi hjá Öbbu, og mátti
gamla konan varla af henni sjá. Við
bræðumir og fjölskyldur okkar
þökkum Önnu Bimu innilega alla
ræktarsemi í garð Öbbu. Svo vel
vildi til að Anna var hjá Öbbu á and-
iátsstundinni. Abba hefði varla getað
hugsað sér að hafa það öðmvísi.
Nú er Abba horfin. Hún valdi sér
þjónustuhlutverkið, og skilaði því
hlutverki með sóma. Fyrir hönd
„strákanna hennar" og Qölskyldna
þeirra þakka ég Öbbu að leiðarlok-
um. Far þú í friði. Blessuð sé þín
minning.
Jóhann Björnsson
Lögreglustöðin á Akureyri
Frágangur innanhúss
Innkaupastofnun rlkisins, f.h. dóms- og kirkjumálaráöuneytisins, óskar
hér meö eftir tilboöum (innanhússfrágang I lögreglustöðinni á Akureyri.
Annars vegar er um að ræöa rif og fullnaðarfrágang um 60 fm. skrif-
stofuhúsnæðis. Hins vegar eru ýmsar lagfæringar I húsinu, aöallega
vegna eldvarna. Framkvæmdum skal vera að fullu lokiö 1. september
1993. Útboðsgögn veröa seld hjá Innkaupastofnun rikisins, Borgartúni
7, 105 Reykjavlk, frá og meö þriðjudeginum 26. aprll 1993 á kr. 6225,-
m/vsk. tilboö veröa opnuö á sama staö 12. mal 1993 kl. 11.30 I viöurvist
viöstaddra bjóöenda.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK
Bygging íbúðarhúss að
Árlandi 9, Reykjavík
Innkaupastofnun rlkisins, f.h. félagsmálaráöuneytisins, óskar eftir tilboö-
um I byggingu Ibúöarhúss aö Áriandi 9, Reykjavlk.
Brúttóflatarmál hússins er 323 m!.
Brúttórúmmál hússins er 1130 m5.
Húsið er á einni hæö og byggt úr steinsteypu. Verkiö tekur til allrar
vinnu viö gröft, lagnir, uppsteypu, smlöi og frágang hússins aö utan sem
innan ásamt frágangi lóöar. Verkiö skal hefjast I mal og skal vera aö
fullu lokiö eigi slðar en 15. febrúar 1994. Þó er heimilt að Ijúka lóðarfrá-
gangi slöar, þó eigi slðar en 1. júll 1994. Útboösgögn veröa seld hjá
Innkaupastofnun rlkisins, Borgartúni 7,105 Reykjavlk, frá og með
mánudeginum 26. aprfl 1993 á kr. 12.450,- m/vsk. Tilboö veröa opnuö á
sama staö 10. mal 1993 kl. 11.00 I viöurvist viöstaddra bjóöenda.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK
Helga Svanbergs Jónssonar
bóoda
Lambhaga, Rangárvöllum
Sjöfri Guömundsdóttlr,
Helga Dagrún Helgadótbr
Jón Þór Helgason Ásdís Stelnunn Tómasdótör
Guömundur Ómar Helgason
Gunnar Ásbeig Hclgason
Hafdís Þórunn Helgadóttír
Björgvin Reynir Hetgason
J
Sumardvalarheimilið Kjarn-
holtum, Biskupstungum
31. maí-28. ágúst.
Ævintýraleg sumardvöl fyrir 6-12 ára böm. Reiðnámskeið,
íþrótta- og leikjanámskeið, ferðalög, sund, sveitastörf,
kvöldvökur.
Nýjungarl Nú er hægt að skrá sig inn á heimilið alla daga,
eins lengi og hverjum hentar (lágmarkstími 6 dagar).
Stórlækkað verð! Aðeins kr. 2.000,- á dag (um 25% verð-
lækkun). 20% afsláttur í ágúst eða kr. 1.600,- á dag.
Visa-Euro raðgreiðslur.
Upplýsingar og innritun í síma 91- 641929.
Til félaga í starfsmannafé-
lagi fýrirtækja Sambandsins
og lífeyrisþega sem hafa
verið í félaginu
Úthlutun oriofshúsa, sem félagið á að Bifröst i Norðurárdal eða
hefur samið um leigu á annars staðar á landinu, fer fram i byrj-
un maimánaðar.
Umsóknareyðublöð eru á vinnustöðunum og hjá Jóhanni
Steinssyni, Goða hf., Kirkjusandi við Laugamesveg, sími 91-
686366 og hjá Guðrúnu Þorvaldsdóttur í Samvinnulífeyrissjóðn-
um, Laugalæk 2a, Reykjavík.
Oriofshúsanefnd SFS
Kœru vinir
Innilegar þakkir til allra þeirra
er samglöddust mér á 80 ára af-
mœli mínu 17. apríl síðastliðinn.
Sérstakar þakkir til alls þess
góða fólks er aðstoðaði mig við
veisluhaldið.
Björn Þórðarson
Blönduhlíð
Dalasýslu
Góður Lappi!
Til sölu Volvo Lapplander
1982. Bíllinn er í góðu ásig-
komulagi, skoðaður 1993.
Hann er með díselvél, kröft-
ugu spili, léttstýri, nýupptekn-
um hemlum að aftan, kúlu og krók, auka eldsneytistönk-
um, kösturum og stór toppgrind getur fylgt. Tilbúinn í átök.
Verð kr. 290 þúsund staðgreitt. Upplýsingar í síma 91-
814062 eftir kl. 18.00.
Tvær vatnslitamyndir
Gunnlaugs Scheving af Múlakoti eru til sölu. Stærð um
50x50 sm.
Upplýsingar í síma 685347.