Tíminn - 14.08.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Laugardagurh14, ágúst 1993
Tímlnn
MÁLSVARI FRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjón: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar Birgir Guömundsson
Stefán Asgrlmsson
Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Slmi: 686300.
Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Viðræður við
Norðmenn í stað
þess að stöðva skipin
Erfíð staða virðist vera að koma upp í samskipt-
um Norðmanna og íslendinga vegna fyrirhugaðra
veiða íslenskra togara í „Smugunni" svokölluðu á
alþjóðlegu hafsvæði í Barentshafí og landana tog-
ara skráðra í Mið-Ameríku á Norðausturlandi.
Stefna íslenskra stjórnvalda hefur verið sú að
stjóma eigi öllum veiðum innan lögsögu og utan.
í ljósi þess má segja að veiðar íslenskra togara og
landanir afla af þessu svæði að undanförnu stang-
ist á við þá stefnu. Málið er hins vegar ekki svo
einfalt, þegar grannt er athugað. Um þessa stefnu
er ekki samkomulag á alþjóðavettvangi, og fjöldi
þjóða hefur ekki staðfest hafréttarsáttmálann.
Veiðum utan lögsögu ríkja er ekki stjórnað, hver
sem stefna íslendinga er í því efni.
íslensk stjómvöld hafa heimild til þess að stöðva
veiðar íslenskra skipa utan lögsögu, til þess að
framfylgja þeim alþjóðalögum og reglum sem í
gildi em. í þessu sambandi ber á það að líta að
aðrar þjóðir veiða á alþjóðlegum hafsvæðum án
þess að slíkt sé stöðvað af viðkomandi stjórnvöld-
um.
Það verður að telja vafasama ráðstöfun af sjávar-
útvegsráðuneytinu að ætla að draga þetta mál á
langinn og setja reglugerð eftir að skip eru komin
til veiða á þessu hafsvæði. Ef ætlunin var að
banna þessar veiðar átti að gera það strax svo að
menn vissu að hverju þeir gengju.
íslendingar og Norðmenn hafa átt mikil sam-
skipti á sviði sjávarútvegs í gegnum tíðina. Ekki
hefíir þar verið allt sem skyldi í seinni tíð. Allir
sem hafa fylgst með sjávarútvegsmálum vita um
ríkisstyrki Norðmanna við sinn sjávarútveg og
undirboð þeirra, og þetta hefur reyndar verið
nokkuð fast umræðuefni íslenskra stjómmála-
manna þegar sjávarútvegsmál hefur borið á góma
á norrænum vettvangi. Norðmenn eru að veiðum
á alþjóðlegu hafsvæði utan Iögsögu íslands, án af-
skipta íslendinga.
Þorskstofninn í Barentshafí er sterkur um þess-
ar mundir, en við íslendingar búum við mikinn
niðurskurð aflaheimilda. Það er því ekki að undra
þótt reynt sé að verða sér úti um fisk til vinnslu og
útgerðarmenn líti til allra möguleika til veiða.
Við þessar aðstæður er rétt að taka upp viðræður
við Norðmenn um samskipti þjóðanna í sjávarút-
vegsmálum í heild. Það er til lítils að við íslend-
ingar bönnum einhliða okkar skipum að nýta
möguleika til veiðanna, án þess að nokkrar að-
gerðir fylgi, eða nokkrar umræður um það sem
miður fer í samskiptum Norðmanna og íslend-
inga á sjávarútvegssviðinu.
Á dögunum hafði maður af Norðaust-
urlandi samband við undirritaðan
vegna þess að hann hugðist fá inni hér
f blaðinu með grein sem hann hafði
sett saman um málefni sem honum
var hugstaett Slík greinaskrif almenn-
ings eru og hafa verið nokkuð
skemmtilegt sérkenni á íslenskum
blöðum og vitnisburður um að lifandi
umræða fer fram I þjóðfélaginu. Er-
indi þessa manns var því í rauninni af-
ar hversdagslegt mál á ritstjóm blaðs-
ins enda aðeins eitt af mörgum svip-
uðum erindum sem berast blaðinu
daglega. Það sem hins vegar gerir það
að verkum að einmitt þetta mál skar
sig frá öðrum svipuðum var að
skömmu eftir að maðurinn hafði
stjómmálamenn og foringjar, einkum
úr núverandi stjómarandstöðuflokk-
um, séu búnir að festa sér hlutabréf í
Mótvægi hf., ekki til að ráða þar ferð-
inni og gefa pólitískar fyrirskipanir
um stefinumörkun og ritstjómar-
stefinu, heldur til að sýna, þó ekki væri
nema táknrænan stuðning, við þá til-
raun að Iosa Tímann úr sjálfheld-
unnni.
Staðreyndin er nefnilegga sú að pól-
itískt, félagslegt, efnahagslegt og að
sumu leyti siðferðilegt Iandslag á ís-
landi skiptist í tvær megin fylkingar.
Annars vegar er það fylking sem kenna
má við hægristefnu í stjómmálum,
trausta efhahagsafkomu, félagsslegt
öryggi og alsnægtir á öllum sviðum.
Hins vegar er stór fylking sem kenna
komið greininni til blaðsins hafði
Birgir Guðmundsson skrifar
Til mótvægis
hann samband og bað um að birtingu
hennar yrði frestað þar til búið væri að
birta hana f Morgunblaðinu. Þannig
væri nefnilega málum háttað, sagöi
þessi maður, að Morgunblaðið birti
ekki greinar sem líka ættu að birtast
annars staðar nema tryggt væri að
greinin birtist fyrst I Morgunblaðinu.
Greinarhöfundurinn útskýrði ósk sfna
um frestun með því að vissulcga vildi
hann að sem flestir sæju greinina sem
hann hafði eytt mikilli vinnu f að
skrifa, og því hefði hann vonast til að
bæði sá hópur sem les Tfmannn og sá
hópur sem les Morgunblaðið fengju
að sjá hana. En úr því Morgunblaðið
setti þessi skilyrði vildi hann hlfta
þeim, enda Morgublaðið eitthvað út-
breiddara en Tíminn. Niðurstaðan
varð sú að grein mannnsins birtist
alldrei I Tímanum, enda óviðunandi
fyrir Tímann að dansa með birtingar-
tíma aðsends efnis eftir því hvenær
Morgunblaðinu þóknast að birta þetta
sama efni. Sjálfsagt hefur þessi grein
síðan birst í Morgunblaðinu innan um
óendanlegan fjölda stórra og smárra
annarra greina, þótt undirritaður hafi
ekki tekið eftir því.
Dæmisaga af
blaðamarkaði
Þvf er þetta rifjað upp hér að sagan
um þennan greinarhöfund er að
mörgu leyti dæmigerð fýrir þá stöðu
sem ríkir á blaðamarkaðnum nú.
Ákveðnir fjölmiðlarisar þrífast og
dafna á kostnað smærri aðila, ein-
göngu vegna þess að þeir eru svo stór-
ir fyrir. í sjálfu sér er það sjónarmið
Morgunblaðsins að birta ekki greinar,
sem birtast samtfmis eða hafa þegar
birst annars staðar, skiljanleg og jafn-
vel
eðlileg vinnuregla í Ijósi yfirburða
blaðsins f útbreiðslu. En þetta hefur
líka í för með sér að aðrir fjölmiðlar
eða önnur blöð fá færri greinar til
birtingnar og umræðan verður ekki
eins lífleg og annars hefði orðið. En
þessi mikla útbreiðsla gerir það ekki
bara eftirsóknarverðara að birta grein-
ar í Morgunblaðinu en hinum morg-
unblöðunum, heldur vilja auglýsend-
ur lfka frekar birta auglýsingar sfnar
þar en annars staðar. Þótt sterk rök
megi færa fyrir því að allt of mikið sé
gert úr yfirburðum Morgunblaðsins
sem skoðanaskipta- og auglýsinga-
miðils er ástæðulaust að fjölyrða um
það hér og nú. Hins vegar er það stað-
reynd, að á meðan stærðin og út-
breiðslan heldur áfram að laða til sfn
auglýsendnur (og greinarhöfúnda), þá
viðhelst yfirburðastaða Morgunblaðs-
ins að þessu leyti, en hagur minni
blaðanna versnar að sama skapi.
Upp úr hjólfarínu
Við slíkri þróun er í sjálfu sér lítið að
segja og við sem vinnum á minni
blöðunum, ásamt öðrum sem áhuga
hafa, verðum einfaldlega að finna ein-
hverjar leiðir til að rjúfa þá sjálfheldu
sem dagblaðaútgáfan hefur komist í.
Sú sjálfhelda lýsir sér í því að stóru
blöðin ein hafa tekjur og getu til að
bjóða þá fjölbreytni og það úrval sem
þarf til að stækka lesendahópinn og
þar með fá auglýsendur sem koma
með stóran hluta af þeim tekjum sem
þarf til að halda úti fjölbreytninni. Á
sama tíma skortir minni blöðin
mannskap og fé til að vfkka út les-
endahópinn sem hefúr í för með sér
minni auglýsingatekjur, sem aftur við-
heldur „fátækt" þeirra.
Það er þessi vítahringur, sem orðið
hefúr til þess að dagblöðum hefur nú
þegar fækkað, Þjóðviljinn er horfinn
af sjónarsviðinu og Alþýðublaðið kem-
ur aðeins út fjórum sinnum f viku og
er ekki nema svipur hjá sjón miðað við
það sem áður var. Tíminn hefúr enn
sem komið er náð að standa í fætuma,
þótt það hafi kostað gríðarlega hag-
ræðingu í rekstri og aukið álag á þá
fáu starfsmenn sem á blaðinu starfa.
Hins vegar var fyrir allnokkru síðan
tekin sú ákvörðun af aðstandendum
blaðsins að gera tilraun til að losa
blaðið úr þeirri sjálfheldu sem það sit-
ur I á blaðamarkaðnum, auka fjöl-
breytni og úrval efnis og þjónustu,
þannig að blaðið höfðaði til stærri
hóps manna. Fjárhagslegan grunn
slíks átaks er nú verið að byggja upp
með hlutafjársöfnun hins nýja hluta-
félags „Mótvægis hf.“ og munu endan-
legar viðtökur tæplega verða ljósar
fyrr en á fyrsta aðalfundi félagins sem
haldinn verður næstkomandi mið-
vikudag. Undirtektir lofa þó góðu og
margir virðast þeirrar skoðunar að til-
vist endumýjaðs og nýs Tíma sé mikil-
vægur þáttur í framtíðarskipulagi
hinnar íslensku fjölmiðlaflóru. En
þótt menn geti verið sammála og stað-
ið saman um þetta atriði, þá er Ijóst að
áherslur eru ólíkar og hugmyndir
manna fjölbreyttar um það hvemig
best verði spilað úr þeim möguleikum
íí:
g*
-
í:::
sem fyrir hendi eru. Það verður því
forvitnilegt að sjá hvað verður ofan á,
þegar kemur að því að spóla sig upp úr
núverandi hjólfari.
Vandi fylgir vegsemd
hverri
Engum ætti hins vegar að þurfa að
dyljast að átak af því tagi sem hér er á
ferðinni er afskaplega viðkvæmt og
það er ótrúlega víða hægt að misstíga
sig. Stjómmálatengsl blaðsins em td.
meðal þess sem verður undir smásjá
væntanlegra lesenda og ólíklegt er að
skilyrðislaus og óskoraður stuðningur
við einhvem einn stjómmálaflokk
muni til þess fallinn að víkka lesenda-
hópinn. Það þýðir ekki að blaðið þurfi
að vera ópólitískt, enda hugtakið
„ópólitískur" merkingarleysa í þessu
samhengi. Þvert á móti er trúlegt að
nýr Tími verði rammpólitískur þótt
hann verði ekki flokkspólitískur. Það
gefur tilefni til bjartsýni að þetta sjón-
armið — sem raunar hefur áður
heyrst en þá í tengslum við samein-
ingu blaðaprentsmiðjanna—nái fram
að ganga nú, að frést hefur að ýmsir
má við frjálslynda miðjustefnu og fé-
lagshyggju I stjómmálum og skilning
á lífsbaráttu launafólks og lands-
byggðar. Markalínur milli þessara höf-
uð fylkinga hafa lengst af ekki verið
mjög skýrar, en á sfðustu misserum
hafa þær þó verið að skerpast til
muna. Þessi skerping hefur orðið
samhliða því að sjálfheldan f fslensk-
um fjölmiðlaheimi hefur verið að fest-
ast f sessi.
Þögnin ógurlega
í dag er svo komið að þorri fjölmiðl-
anna, og allir þeir áhrifamestu, draga
að meira eða minna leyti taum þess
hluta samfélagsins sem betur má sín
og besta afkomu hefúr. Ennþá er þó
fyrir hendi mótvægi, en að margra
dómi ekki nægjanlega sterkt í vetur
og sumar hafa menn horft á ýmis stór-
mál koma upp í þjóðfélaginu, þar sem
voldugustu fjölmiðlamir hafa beitt
fyrir sig æpandi þögn rétt eins og
þessir hlutir hafi aldrei gerst Forsæt-
isráherra hefur td. margoft veist að
Ríkisútvarpinu fyrir að segja frá hlut-
um. Ríkissjónvarið virðist endanlega
komið í gfslingu hjá sömu eða sams
konar öflum og ráða mestu um fram-
gang mála hjá íslenska útvarpsfélag-
inu. Augljóst er að þögnin sem hrísl-
ast um voldugustu fjölmiðlana í
ákveðnum málaflokkum mun ágerast
og verða óbærileg ef þeir fá ekki að-
hald. Þeir mega því ekki komast í end-
anlega einokunaraðstöðu og ráða öllu
upplýsingaflæði f þjóðfélaginu. Mót-
vægið við þessa risa er vissulega veikt
í dag, enda er nú þegar reynt að þegja
mál f hel, þótt þögnin verði ansi há-
vær þegar á hana er bent. Þess vegna
þurfa menn að velta því fýrir sér hvað
muni gerast ef ekkert mótvægi væri
fýrir hendi.
Spyrja má hvort maðurinn af Norð-
austurlandi, sem vildi birta grein bæði
í Tímanum og Morgunblaðinu, hefði
ekki þurft að uppfýlla enn fleiri skil-
yrði en raunin var á ef Morgunblaðið
hefði verið eini miðillinn sem honum
stóð til boða. Hver hefði átt að dæma
um hvort greinin væri birtingarhæf
eða ekki, annar en Morgunblaðið? Og
hver dæmir um lengd hennar eða
ákveðið oröalag og jafnvel innihald?
Greinarhöfundurinn gæti ekkert að
gert ef Morgunblaðið teldi greinina
gott innlegg í þögnina. Hann ætti ekki
f annað hús að venda.
Nú myndi enginn höfunndur sætta
sig við meðferð af þessu tagi og eflaust
yrði hún ekki einu sinni reynd, en
slíkt gæti auðveldlega orðið að venju.
Það er því brýnt, heilsu lýðræðislegr-
ar umræðu vegna, að halda uppi öfl-
ugu og fjölbreyttu mótvægi í fjöl-
miðlaflórunrii. Eins og stendur er
Tíminn von sem vert er að halda f
hvað þetta snertir. Sú von á hins vegar
enn nokkuð í land með að verða að
veruleika, en ef hún nær sér á strik er
eins víst að það verði ekki einvörð-
ungu lýðræðisleg umfjöllun í þjóðfé-
laginu sem græðir á Mótvægi hf. held-
ur líka þeir sem lögðu fé í fýrirtækið
því viðskiptalegur grundvöllur ætti
þrátt fýrir allt að vera traustur fýrir
þessum rekstri, ef skynsamlega er að
málum staðið.
-BG