Tíminn - 14.08.1993, Qupperneq 8

Tíminn - 14.08.1993, Qupperneq 8
8 Tfminn Laugardagur 14. ágúst 1993 Maffumenn fyrir rétti f Palermo (1986) — eru m.a. þeir aö missa kjarkinn? Tvennt hefur öðru fremur komið Ítalíu í fréttimar síðustu vikur. Annað er sjálfsvíg tveggja af helstu mönn- um þarlendis í atvinnu- rekstri, hitt sprengjutil- ræði sem valdið hafa talsverðu mann- og eignatjóni. Hvorttveggja hefur beint athyglinni enn frekar en orðið var að herferð þeirri gegn spillingu þar- lendis sem látið er svo heita í fjölmiðlum að staðið hafí yfir í hálft annað ár. Sú herferð, sem gengur undir nafninu Aðgerð Hreinar hendur, beinist gegn stjómmálamönnum, atvinnurekendum, fjármálamönn- um og embættismönnum og hafa yfir 2700 þeirra þegar orðið fyrir barðinu á henni. Að herferðinni standa dómarar landsins, hetjur þessvegna f augum almennings. Starfsstéttir þær sem herferðin beinist að njóta þeim mun minni virðingar. Þess munu vart dæmi að efsta lag vestræns lýðræðisþjóðfé- lags hafi áður glatað virðingu sinni svo gersamlega í augum eigin þjóðar. Sjálfsvíg Aðgerð Hreinar hendur beinist einnig gegn mafíunum sunnan- lands, sem þar hafa í áratugi haft meiri völd en stjómin í Róm og margir telja að hafi notið verndar háttsettra manna í stjómmálum, einkum í Kristilega demókrata- flokknum, einskonar ríkisflokki Ítalíu allan kaldastríðstímann. Einn þeirra, sem lenti í netinu hjá Hreinum höndum, var Gabriele Cagliari, sem handtekinn var er hann var að koma út úr La Scala í Mflanó snemma í mars. Hann var þá stjómarformaður Ente Nazion- ale Itrocarburi (ENI), tröllaukins ríkisfyrirtækis í orkumálum og sem slíkur einn voldugustu manna í atvinnurekstri og fjármálum þar- lendis. Hreinar hendur töldu sig hafa komist á snoðir um að Cagli- ari hefði laumað milljörðum af lír- um frá því fyrirtæki í vasa stjórn- málamanna og -flokka, væntan- lega þá gegn greiðasemi af þeirra hálfu á móti. Eftir að Cagliari hafði verið 134 daga í gæsluvarðhaldi komu fanga- verðir að honum látnum á salemi í fangelsinu. Sellófanpoki var bund- inn um höfúð honum og hafði hann kafnað. Ekki virðist ráð fyrir öðm gert en að hann hafi stytt sér aldur sjálfur. Þegar helstu fjármálamenn og at- vinnurekendur Ítalíu söfnuðust niðurdregnir og ráðvilltir saman við kirkjuna San Babila í Mflanó til að fylgja manni þessum, sem til skamms tíma hafði verið einna fremstur í þeirra hópi, til grafar, barst þeim önnur álíka harma- fregn. Raul Gardini, fyrrum stjórn- arformaður Femizzi-samsteyp- unnar, annars stærsta einkafyrir- tækis landsins, hafði fundist látinn í rúmi sínu að morgni. Sagt er að hann hafi skotið sig. Þennan sama dag hafði staðið til að handtaka hann. Astæða: Fyrrverandi stjóm- arformaður efriaiðnaðarhringsins Montedison, sem er í tengslum við Ferruzzi, hafði sagt rannsóknar- dómumm að Gardini hefði komið í kring stórfelldum ólöglegum fjár- veitingum til stjómmálaflokka úr sjóðum fyrirtækjanna. Áður höfðu a.m.k. átta menn, sem Hreinar hendur höfðu undir gmn, svipt sig lífi. Tilræði við „móður allra kirkna“ Nokkmm dögum síðar spmngu tvær sprengjur í Róm og ein í Mfl- anó, allar þrjár svo að segja sam- tímis. f Mflanó fórust fimm menn og yfir 30 særðust og limlestust í tilræðum þessum þremur. Það sem mesta athygli vakti þó af þessu tilefni var að sprengjum þessum virtist hafa verið fremur ætlað að eyða menningarverðmætum en mannslífum. Allar eyðilögðu þær eða skemmdu sögufrægar bygg- ingar. Önnur af sprengjunum í Róm eyðilagði fomar freskur í Lat- erankirkju, sem taldar voru mikil listaverk. Laterankirkja hefúr verið kölluð „móðir allra kirkna" vegna þess að sagt er að þar sem hún stendur hafi áður verið ein af elstu kirkjum Rómar. Hin sprengjan í Róm stórskemmdi kirkju nálægt sjálfu Forum, aðaltorgi Rómar hinnar fomu. Sú kirkja er talin hafa verið byggð á 7. öld. Samkvæmt fréttum er enn ekki vitað hverjir eru hryðjuverkamenn þeir, sem að sprengingum þessum stóðu, en flestra mál er að tilgang- urinn með þeim sé að stöðva her- ferðina gegn spillingunni. Meint sjálfsvíg tveggja fyrrnefndra stórat- vinnurekenda höfðu vakið gagn- rýni nokkra í garð Hreinna handa, á þá leið að rannsóknardómaramir gengju stundum fram af fullmikilli hörku og sérstaklega að þeir héldu mönnum fulllengi f gæsluvarð- haldi. Fram hefur komið að þegar Cagliari lést höfðu liðið svo 45 dag- ar að hann hafði ekki verið tekinn til yfirheyrslu. Hryðjuverkamennimir, er sagt, eða þeir sem fólu þeim að fram- kvæma sprengingarnar, munu hafa hugsað sér að hamra járnið meðan það var heitt. Þá í bráðina vom allmargir farnir að efast um, að allt væri í nógu miklum sóma með aðferðir Hreinna handa, og með því að bæta með sprenging- unum ótta ofan á þann efa, hafi átt að koma því til leiðar að dregið yrði úr herferðinni gegn spillingunni. Einna helst em mafíurnar gmnað- ar, en fleiri koma til greina. Varla án fordæma Hætt er við að hryðjuverk með þesskonar tilgang frrir augum séu ekki án fordæma í Ítalíusögu þess- arar aldar. Almælt er þannig, og ekki án raka, að sprengjutilræðin f Mflanó 1969 og á aðaljámbrautar- stöðinni í Bologna 1980 hafi verið framin í svipuðum tilgangi og ætl- að er að sé á bakvið sprengjutil- ræðin þrjú nýverið. Þá þegar var spillingin sem gagnsýrði ítalskt þjóðlíf á kaldastríðstímanum á al- mannavitorði og kröfur vom uppi um að eitthvað yrði gert í málun- um. Sprengingamar 1969 og 1980, sem sviptu margt manna lífi og limum, vom að margra mati ætl- aðar til að valda almennum ótta og öryggisleysi, sem kæmi í veg fyrir að reynt yrði fyrir alvöm að fara of- an í spillingarmálin og leiddi jafn- vel til þess að almenningur færi að kalla á hereinræði á þeim forsend- um, að því væri helst trúandi til að halda uppi lögum og reglu. Margra mál er að hægriöfgahópar, sumir meira eða minna á vegum háttsettra manna, og leyniþjónust- Gardini — látinn f rúmi aö morgni. an séu ekki saklaus að nefndum hryðjuverkum 1969 og 1980, sem og fleirum. Spillingarorð hefur legið á ítölum með meira móti allt frá tíð Róma- veldis og með hliðsjón af því vilja sumir vart trúa eigin skilningarvit- um, þegar þeir sjá hve dómarar landsins ganga hart fram gegn spillingunni. Það sem virðist vera að gerast er hvorki meira né minna en að þorri helstu manna í stjóm- málum, atvinnurekstri og fiármál- um landsins áratugi aftur í tímann sé að glata völdum og virðingu. Hætt er við að gamla valda- og áhrifastéttin sé gagntekin örvænt- ingu og ekki ólíklegt að óhlutvand- ari aðilar innan hennar grípi þá til „róttækra" varnaraðgerða, sem ætla má að sumum þeirra hafi ekki verið með öllu framandi áður.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.