Tíminn - 14.08.1993, Page 16

Tíminn - 14.08.1993, Page 16
16Tíminn Laugardagur 14. ágúst 1993 Landsþing LFK 6. Landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldið 8.-10. okt. nk. ð HaDormsstað og hefst að kvöldi þess 8. Framkvæmdastjóm LFK Aðalfundur Skúlagarðs hf. Aðalfundur I Nutafélaginu Skúlagarði hf.. fyrír starfsárið 1992, verður haldinn I húsnæði félagsins viö Lækjartorg, Hafríarstræti 20, 3. hæð, mánudaginn 30. ág- úst 1993 M. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfúndarstörf samkvæmt samþykktum félagsins III. katla, grein 3.4. 2. Onnur mðl. Stjómto Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1993 Dregiö var I Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 9. ðgúst 1993. Vinningsnúm- er eru sem hér segin 1. vinningur nr. 2662 2. vinningur — 28222 3. vinningur — 32521 4. vinningur — 4604 5. vinningur—15511 6. vinningur — 4209 7. vinningur — 6912 8. vinningur —19425 9. vinningur — 21816 10. vinningur — 32868 11. vinningur—13957 12. vinningur—13631 13. vinningur — 35632 14. vinningur — 29225 15. vinningur —12778 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings sjal vitja innan árs frð útdrætti. Frekarí upp- týsingar eru veittar I slma 91-624480. rm ■ « » » hfwnsoKnamoKKunnn MÓTVÆCI HF. HLUTHAFAFUNDUR verður haldinn hjá Mótvægi hf. (Útgáfufélag um Tímann) á Hótel Borg, miðvikudaginn 18. ágúst nk. og hefst kl. 16.00. Fundarefni: 1. Heimild til stjórnar um aukningu á hlutafé. 2. Kosning stjórnar. 3. Önnur mál Reykjavík, 5. ágúst 1993. Stjómin Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borg- arverkfræöings, óskar eftir tilboðum í lóöarfögun á gæsluvelli við Hlaðhamra. Helstu magntölur eru: Lóð 3.000 m3 Hellulögn 450 m2 Grúsarfýlling 500 m2 Þökulögn 1.120 m2 Gróðurbeð 370 m3 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vom', Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik, frá og með þriðjudeginum 17. ágúst 1993, gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboöin verða opnuð á sama stað þriöjudaginn 31. ágúst 1993 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 -------------------------------\ ÚTBOÐ Austurlandsvegur um Jökulsá Vegagerö rlkisins óskar eftir tilboöum I lagningu 6,5 km kafla á Austuriandsvegi um Jökulsá ( Noröur-Múlasýslu. Helstu magntölur Fyllingar 105.000 m3, buröar- lög 47.000 m3 og klæöning 40.000 m2. Verki skal lokiö 1. júll 1995. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerö rlkisins á Reyöarfiröi og I Borgartúni 5, Reykjavlk (aöal- gjaldkera), frá og meö 18. þ.m. Skila skal tilboöum á sömu stööum fyrir kl. 14.00 þann 30. ágúst 1993. Vegamálastjóri Jón Þ. Pálsson Prestbakka Fæddur 18. september 1917 Dáinn 7. ágúst 1993 í dag verður til moldar borinn á fyrrverandi prestsetrinu að Prest- bakka á Síðu húsbóndinn þar, Jón Þórarinn Pálsson. Hann fæddist á Keldunúpi á Síðu, sonur hjónanna Páls Jónssonar og Guðrúnar Jóns- dóttur. Tveggja ára að aldri var Jón tekinn í fóstur af hjónunum á Keldunúpi, Bergi Jónssyni og Guðnýju Brynj- ólfsdóttur. Hjá fósturforeldrum sín- um ólst hann upp og varð síðan bóndi þar til ársins 1953 er hann, ásamt konu sinni, Sigríði Jónsdótt- ur, keypti prestsetrið Prestbakka á Síðu. Nokkrum árum áður en Jón og Sigríður keyptu jörðina mátti segja að hún væri nokkurs konar hjáleiga frá annarri jörð hér í hreppnum. Á Prestbakka hafa þau hjón búið síðan, byggt upp og rækt- að ásamt syni sínum er búið hefur þar nú hin síðari ár. Prestbakki er nú orðinn eitt af stærstu og bestu býlum á Síðunni og þar er rekinn myndarbúskapur. Á Keldunúpi var tvíbýli þegar Jón hóf þar búskap með fóstursystur sinni og svo var alla búskapartíð hans þar. Jörðin var lítil og oft erfitt um heyöflun áður en tilbúinn áburður og seinni tíma tækni kom til sögunnar. oft þurfti því að leggja hart að sér til að afla heyja og stund- um langt frá heimajörð. Jón var duglegur heyskaparmaður og sér- lega góður sláttumaður þegar allt þurfti að slá með orfi og ljá. Undirrituðum eru minnistæðar vikur tvær er við Jón unnum saman við heyskap á engjum á Brunasandi. Var þá sofið í tjaldi, oft ekki langan tíma nætur. Oft var því snemma ris- ið og skáraförin mágs míns á Keldu- núpi voru drjúg í morgunrekjunni. Vegna lítils jarðnæðis og þar af leiðandi takmarkaðrar bústærðar réðst Jón snemma f að kaupa sér vörubfl, sem hann um mörg ár vann með í vegagerð til að afla heimilinu tekna. í mörg ár voru þeir einu vörubflstjóramir hér í Hörgslands- hreppi, hann og nafni hans í Hörgs- dal. Jón á Prestbakka gerði ekki víðreist á æfigöngu sinni. Hann fæddist í einum fegursta hvammi Síðufjall- anna, ólst þar upp í skjóli fósturfor- eldra sinna, lifði þar sína bemsku og æskuár, varð þar bóndi um hríð en flytur svo á miðjum aldri tveimur bæjum vestar á Síðuna þar sem af- komumöguleikar vom margfalt meiri. Hann unni þessum stöðum báðum og ég veit að hann vildi taka undir orð listaskáldsins góða: „Hér vil ég una æfi minnar daga, alla sem guð mér sendir." Sú kynslóð sem feeddist á ámm fyrri heimsfyrjaldar og ólst upp á tímum kreppunnar um og uppúr 1930 varð fljótt að vinna það sem orkan megnaði. Lokið er löngum vinnudegi og erfiðri sjúkdómslegu. Mági mfnum og vini þakka ég góð kynni og bið honum blessunar á nýj- um vegum þar sem verður meira að starfe guðs um geim. Systur minni, bömum þeirra, bamabömum og tengdabömum, svo og öllum öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Jóns Þ. Páls- sonar á Prestbakka. Ólafur J. Jónsson Arsþing Alþjóða vinnu- málastofnunarinnar Árlegt þriggja vikna þing Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO) hófst í Genf annan júní 1993, en ívikunni á undan hafði aðalframkvæmdastjóri stofnunarinnar, Michel Hansenne. verið endurkjörinn til fimm ára. Á næsta ári verður stofnunin 75 ára og þá verða 50 ár liðin frá Ffladelííu- yfir- lýsingunni. Árið 1995 verður svo haldin alþjóðleg ráðstefna um samfé- lagsmál. Starfsvið Alþjóða vinnumálastofnun- arinnar er vítt Breska blaðið Financi- al Times sagði svo frá annan júní síð- astliðinn: „Eins og fram kemur í síðustu al- þjóðlegu vinnuskýrslu hennar fer at- vinnuleysi og fátækt vaxandi, bama- vinna er enn landlæg víða og nær 33 milljónir manna eru í nauðungar- vinnu svo sem vegna skulda við vinnuveitendur sína. Heilbrigðis- og öryggismál eru f ólestri í stórum hluta heims, eins og ráðið verður af hörmulegum eldsvoða í leikfanga- verksmiðju í Bankok í maí, þar sem liðlega 200 verkamenn létu lífið. Á Vesturlöndum fækkar í verkalýðsfé- lögum og samráð launþega, atvinnu- rekenda og ríkisstjóma er á undan- haldi." „Hinar 173 samþykktir stofnunar- innar og 180 tilmæli taka til helstu mannréttinda, sem og ýmissa rétt- inda verkafólks, og til ítarlegra fyrir- mæla um heilbrigðis- og öryggismál, félagslegs öryggis og launa. En ríkis- stjómum er ekki skylt að staðfesta samþykktir stofnunarinnar og viður- lög eru ekki við brotum á þeim. Fram fara nú mikilvægar umræður innan stofnunarinnar um, hvemig störfúm hennar skuli hagað. Atvinnurekendur vilja, að hún hugi minna að því að setja reglur, sem þeir telja að torveldi myndun nýrra starfa, en leggi heldur áherslu á að auka atvinnu." „Eddy Laurijssen, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfé- laga og ritari verkafólksdeildar Al- þjóða vinnumálastofnunarinnar, seg- ir að versnandi vinnuskilyrði fylgi minnkandi atvinnu. Telur hann, að félagsmál eigi að vera efst á baugi í stofnuninni. Michel Hansenne ver líka þann hátt stofnunarinnar að finna gætilega að, þegar brotið er, og að viðhafa fortölur að tjaldabaki: „Ég tel ekki, að ráðlegt væri, að stofnunin gerðist opinber ákærandi," segir hann. Gagnrýnendur stofnunarinnar benda samt sem áður á, hve hljóðlát- lega stofnunin hefúr lagt upp í „al- þjóðlega sókn“ sína gegn vinnu bama, sennilega 100-200 milljóna í heimi öllum, og hina básúnuðu herför Un- icef, bamasjóðs Sameinuðu þjóðanna, gegn kaupum á gólfóbreiðum og ofn- um sem böm hafa framleitt" ,Af helstu umræðuefnum Alþjóða vinnumálastofnunarinnar er það brýnast að finna út, hvort þörf sé á nýrri leið til að tryggja grundvallar mannréttindi um heim allan. Upp í Alþjóðlega samkomulagið um við- skipti og tolla (GATT) mætti taka meginfyrirmæli stofnunarinnar svo sem um samtakafrelsi og afnám nauð- ungarvinnu. Næst kemur það, hvaða reglur skulu settar við skipan frjálsra viðskipta og að hvaða marki þær skulu taka til vinnuskilyrða, svo sem lágmarkslauna og félagslegs öryggis." „Þá hefúr Alþjóða vinnumálastofn- unin tekið að breyta starfsháttum sfn- um, til að betur megi sín. Tæknileg aðstoð verður ótvíræðar bundin bætt- um vinnuskilyrðum. Gengur stofnun- in „lengra til móts við viðskiptavin- inn“ en áður fyrir sakir „virks sam- starfs". þannig er gengist fyrir sam- komulagi á milli ríkisstjóma, verkalýðsfélaga og atvinnurekenda um brýn nauðsynjamál verkafólks og félagsmál og tæknilega aðstoð í hverju landi fyrir sig. Þessu tengist, að í Búdapest hefur verið sett á fót fyrsta svæðisstöð stofnunarinnar af fjórtán. Svæðisstöðvamar eiga að gera betur kleift að sinna vaxandi þörfúm landa í Mið- og Austur-Evr- ópu. Þörf kann að vera á aðstoð til að koma á þríhliða samskiptum í vinnu- málum (launþegar, atvinnurekendur, ríki), að setja upp vinnumiðlunarstof- ur eða semja drög að félagsmálalög- gjöf.“

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.