Tíminn - 14.08.1993, Síða 17

Tíminn - 14.08.1993, Síða 17
Laugardagur 14. ágúst 1993 Tíminn 17 Bridge UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Það er ekki á hverjum degi sem skoraðir eru 275 IMP-ar í 40 spila leik í sveitakeppni. Það gerðist þó um síðustu helgi þegar sveit Ne- on mætti sveit Arons Þorfinns- sonar í Bikarkeppninni. Liðin tvö gáfu að meðaltali tæplega 7 IMPa út í hverju spili sem bendir annað hvort til að spilin hafi verið óvenju villt eða spilaramir sjálfir. Sennilega var um sitt lítið af hvoru að ræða. Lítum á eitt dæmi um sveiflu sem allt eins gat orðið á hinn veginn. N: NS á hættu NORÐUR m Á643 4 D32 * K ÁGT52 SUÐUR A K982 V Á7 * ÁDG8 * D84 Hvaða leið velur lesandinn til að standa sex spaða eftir hjartaútspil? Magnús Magnússon frá Akureyri spilaði 4 spaða á öðru borðinu og fékk 12 slagi eftir að hafa spilað spaða á ás og svínað spaðaníunni. Kennslubókardæmi um öryggis- spilamennsku og afraksturinn 12 slagir. En þeir máttu sín lítils gegn slemmunni sem virtist allt- af traust. Á hinu borðinu sögðu Guðbjöm Þórðarson og Guð- mundur Baldursson sig af öryggi upp í 6 spaða (eftir sterkt grand og sannaða 4-4 samlegu f spaða eftir stayman kom laufið ekki til álita). Guðmundur Baldursson var sagnhafi í þessari ágætu slemmu sem býður upp á góða vinnings- möguleika. Vestur spilaði út hjarta eftir umhugsun og Guð- mundur gat ekki tapað á að stinga upp drottningu, kóngur og ás. Þá tók Guðmundur tígulás, drottningu og gosa og kastaði báðum hjörtunum í blindum. Enn gekk allt eins og í sögu og þar sem laufkóngurinn liggur virðist sem spilið sé unnið en Guðmundur svaf á verðinum og spilaði spaða á ás að því loknu og litlum spaða úr blindum og stakk upp kóng. Þar af leiðandi tapaði sveit Metró á spilinu þrátt fyrir að hafa verið í réttum samningi. Þannig var allt spilið: NORÐUR + Á643 * D32 * K * ÁGT52 VESTUR AUSTUR 4T A DG75 V G9865 V KT4 ♦ 9876 ♦ T432 * K97 + 63 * V ♦ SUÐUR K982 Á7 ÁDG5 4» D84 16 lið ennþá f pottinum Annarri umferð í bikarkeppninni lauk um síðustu helgi og voru þá spilaðir þeir sex leikir sem eftir voru. Sveit Helga Hermannssonar, Reykjavík tapaði fyrir Trygginga- miðstöðinni í spennandi leik, 87- 101IMP. Sveit Sigfúsar Ámasonar, Reykjavík vann sveit Keiluhallar- innar, 155-86IMP. Sveit Bjöms Theódórssonar, Reykjavík sigraði mjög naumlega sveit Jóns Stefánssonar, Reykja- vík, 65-61. (þá vildi ég frekar tapa með 100 IMP-a mun!). Sveit Sjóvá Almennra, Akranesi, vann sveit Eðvarðs Hallgríms- sonar, Reykjavík, 171-65IMP. Sveit Neon, Reykjavík tapaði fyr- ir sveit Arons Þorfinnssonar, Reykjavík, 151-124IMP. Sveit Borgfirskrar Blöndu, Borgamesi tapaði fyrir sveit Ólafs Lárussonar, Reykjavík, 54- 106 IMP. Búið er að draga í þriðju umferð og eigast eftirtaldar sveitir við. Sveitin sem fyrr er tilgreind á heimaleik: 1. Ólafur Lárusson, Rvk. — Anton Haraldsson, Akureyrí. 2. Hjólbarðahöllin, Rvk. — Aron Þorfinnsson, Rvk. 3. Björn Theódórsson, Rvk. — Sjóvi Almennar, Akranesi. 4. H.P. Kökugerö Selfossi — Sigfús Árnason, Rvk. 5. Metró Reykjavík — Landsbréf, Rvk. 6. VÍB, Reykjavík — Rúnar Magnús- son, Rvk. 7. Sigurjón Haröarson hf. — Sam- vinnuferöir Landsýn, Rvk. 8. Tryggingamiöstööin, Rvk — T.V.B.16, Rvk. Leikjum í þriðju umferð þarf að ljúka f sfðasta lagi sunnudaginn 5. september 1993. BSÍ vill minna á að keppnisgjald skal greiða áður en leikur er spilaður og fyrirliðum sveita ber að láta vita um úrslit ins fljótt og hægter á skrifstofu BSÍ. Þraut 28 Austur gefur; alllr NORÐUR A Á75432 V K432 ♦ Á64 SUÐUR + 8 ♦ ÁDGT9875 ♦ 8732 austur suður vestur norður !♦ 4V pass 6* * pass pass pass Útspil: tígulfimma Oft hefúr verið sögð sagan af sniglinum sem stoppaði mótór- hjól sitt, leðurfóðraður frá hvirfli til ilja, og spurði bónda einn fúll- orðinn á Austurlandi til vegar. Sá gamli sem bjó frekar afskekkt, klóraði sér í hausnum og sagði síðan: ,Jaa, héðan kemstu ekki ekki þangað." Það er einmitt vandamálið í þraut dagsins. Að heiman kemst sagnhafi aðeins þrisvar í blindan og því er ekki hægt að nýta spaðalitinn (spaðinn verður að liggja 3-3 ef slemman á að vinn- ast). Hvað er þá til ráða? Tígulútspilið er væntanlega ein- spil hjá vestri og sem fyrr segir er eina vonin að spaðamir falli 3-3. Segjum að sagnhafi drepi með ás f fyrsta slag, taki spaðaás og trompi spaða. Spili sig síðan inn í borð á hjartakóng og trompi spaða aftur. Þá eru 3 fríslagir í borði en enginn samgangur. Sagnhafi mun því neyðast til að gefa tvo tígulslagi og samningur- inn verður einn niður. Lausnin er hins vegar að drepa fyrsta slag með ás, taka spaða- ásinn og trompa spaða. Og þá kemur snilldin, að spila hjarta- fimmunni og leyfa vestri að eiga slaginn! Vestur getur ekki spilað tígli, og ef hann spilar spaða þá trompar sagnhafi og er með því búinn að gera litinn góðan. Að sama skapi ef vestur spilar laufi, þá trompar sagnhafi í blindum, trompar spaða og fer inn í borð á hjartakóng og tekur spaðaslag- ina. Þessi staða er fremur sjald- gæf en gullfalleg, að nota mót- herjana á þennan hátt til að greiða götu sagnhafa. Þessari stöðu hefur einnig verið líkt við „battaskot í snóker“, þ.e. að nýta sér frákastið frá battanum til að koma kúlunni ofan í. Allt spilið: NORÐUR ♦ Á75432 * K432 ♦A« VESTUR AUSTUR * D96 + KJT V 6 V~ ♦ 5 ♦ KDGT9 A GT865432 * ÁKD97 SUÐUR + 8 * ÁDGT9875 ♦ 8732 V l i ið sendum ib leillaóskir á 1 úum Hi iO ára s folsvaliar ifmælinu — SS-Hvolsvelli SJ Mj ® Fl< ólkurbú óamanna f Vestmanna- eyjar Kjalames- * hreppur Landsbanki Ml íslands — Hvolsvelli Biskupstungna- hreppur Selfoss- kaupstaður C)1 fushreppur Rangárvalla- hreppur Stokkseyrar- hreppur Vestur- Eyjafjallahreppur Kaupfélag Rangæinga Búnaðarbanki íslands — Hellu Skaftárhreppur f Hásavík

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.