Tíminn - 22.12.1993, Page 3

Tíminn - 22.12.1993, Page 3
Miðvikudagur 21. desember 1993 tímlnn 3 Á VÍÐAVANGI Vinir í raun Alþingi lauk haustverkunum með talsverðum fyrirgangi í fyrrinótt. Fjárlög voru af- greidd með 10.5 milljarða halla og tveggja þrepa virðisaukaskattur fær- ir skattsvikurum björg í bú. Þjóð- hagsstofnun og rfldsstjóm spá góð- um efnahagsbata og fyrir liggur að atvinnuleysi á eftir að aukast svo um munar. Hækkun útsvara var nauðg- að upp á sveitarstjómir sem ekki fá lengur að ráða álagningarprósent- unni, sem komin er í hendur mið- stjómarvaldsins eftir þær miklu skattkerfisbreytingar sem sam- þykktar vom á síðustu nótt haust- þings. En vegna almennrar tekju- rýmunar er alis óvíst að útsvarstekj- ur sveitarfélaganna hækki. Mörg önnur tíðindi og undur urðu síðustu þingnóttina. Jón Baldvin lýsti yfir aðdáun á stjóm- visku og framsýni Halldórs Ás- grímssonar og Ólafur Ragnar lýsti því yfir í ræðustóli að Davíð Odds- son hafi sýnt mikla og ótvíræða forystuhæfileika og reist sér óbrot- gjarnan minnisvarða með því að innleiða tveggjá þrepa virðisauka- skatt. Hins vegar veittust foringjar Al- þýðubandalagsins harðlega að framsóknamiönnum fyrir tillögur þeirra og málflutning, sem beind- ist að því að skipa skattamálum af skynsamlegu viti og til hagsbóta fyrir þá, sem minna mega sín og lægstu launin hafa. Oddvitar stjómarinnar viður- kenndu að tveggja þrepa skattur- inn myndi ekki leiða til þeirrar tekjujöfnunar, sem stefnt var að. Á þeim mátti skilja að margar leið- ir aðrar væm vænlegri til að ná því markmiði. Samt greiddu þeir at- kvæði með tveggja þrepa skattin- um og töldu sig vera að standa við einhvers konar þjóðarsátt með því tiltæki. Þá gerðust einnig þau und- ur á Alþingi að KvennaMstinn var ekki einhuga um afstöðu til skatt- breytinganna, þar sem ein þing- konan sat hjá í atkvæðagreiðslu um þrepaskiptingu virðisauka- skattsins. Enn er of snemmt að draga af- gerandi ályktanir af næturfundin- um síðasta fyrir jólafrí. Lofið, sem formaður Alþýðubandalagsins jós yfir formann Sjálfstæðisflokksins, gæti bent til að „sögulegar sættir' séu ekki útilokaðar, og undarieg er sú tilviljun að árásirnar á Fram- sóknarflokkinn skuli bera upp á sama næturfund. Að sama leytinu er ekki fullljóst hvort hugur fylgir máli þegar for- maður Alþýðuflokksins lýsir yfir aðdáun sinni á mannkostum og pólitískri framsýni varaformanns Framsóknarflokksins. En varast ber að taka þá skýringu gilda að sinnaskiptin stafi eingöngu af því að stjómmálakempurnar séu komnar í jólaskap. Öll þau misvísandi viðhorf, sem fram komu á næturfundinum fræga, benda til þess að pólitískar línur séu ekki eins skýrar og yfir- leitt er af látið. Á milli flokkanna eru ekki þau regindjúp og ætla mætti og skilin milli vinstri og hægri eða fijálshyggju og félags- hyggju eru ekki eins vel mörkuð og oftast er af látið. Hins vegar eru það óopinber trúarbrögð að tilteknir flokkar eigi saman en ekki aðrir. En sannfær- andi markalínur hafa aldrei verið dregnar. Persónuleg andúð og uppbelgt orðagjálfur skiptir fólki fremur í flokka en markviss stefna í þjóðmálum. Hvað sem því líður, þá ber það vott um einhvers konar hugarfars- breytingu að Ólafur Ragnar viður- kennir hina miklu mannkosti Davíðs Oddssonar og hefur orð á þeim, og að Jón Baldvin fær þá hugljómun að hyggilegast væri að fara að ráðum Halldórs Ásgríms- sonar varðandi skattalöggjöf. En hefur síðan þann boðskap að engu, gegn betri vitund. En minnisstæðust kann síðasta nóttin fyrir jólafrí að verða fyrir það að þá lofsöng Alþýðubanda- lagið Davíð Oddsson og lýsti yfir samstöðu með ákvörðunum hans, en hallmælti Framsóknarflokkn- um harkalega fyrir að vera ekki sama sinnis og Sjálfstæðisflokkur- inn. OÓ N Y HANDBÓK FYRIR SÆLKERA ' ' ' Matreiðslubók í tilefni af 35 ára afmæli smjörsölunnar sf. I þessa bók höfum við valið úrval uppskrifta, sem hafa verið marg- reyndar í tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar. Það er von okkar, að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi, OSTA- OG SMJÖRSALAN SF

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.