Tíminn - 22.12.1993, Page 9
Miðvikudagur 22. desember 1993
timlirn
9
✓
Alyktun fulltmafundar
Landssambandsins gegn
áfengisbölinu
FulJtrúafundur Landssambands-
ins gegn áfengisbölinu, haldinn
6. des. 1993, varar eindregið við
eftirtöldum atriðum:
1. Einkavæðingu áfengis-
sölu.
Hvergi hefur neysla minnkað
þar sem sú leið hefur verið farin,
heldur þvert á móti aukist og sums
staðar svo að í óefni er komið, m.a.
vegna heilsutjóns og félagslegra
vandkvæða, sem margfaldast þeg-
ar neysla eykst.
2. Áfengisauglýsingum,
beinum og óbeinum.
Landssambandið hvetur lög-
regluyfirvöld til að stemma stigu
við brotum á banni við áfengisaug-
lýsingum og bendir á að þeir, sem
græða á framleiðslu og sölu áfengis
víða um heim, sjást ekki fyrir í
þessum efnum, bijóta lög með
beinum auglýsingum og greiða
fyrir þær óbeinu með fé eða í fríðu.
3. Fjölgun áfengisveitinga-
staða.
Miðbær Reykjavíkur dregur nú
þegar dám af aumustu hverfum er-
lendra borga og ofbeldisverk eru
tíð á áfengisveitingastöðum og í
nágrenni þeirra. Mál er að linni
fjölgun slíkra staða, bæði þar og
annars staðar.
Fulltrúafundurinn hvetur ís-
lendinga til vakandi vitundar um
þann voða, sem vímuefnaneyslu
fylgir, og er áfengi þar áhrifaríkast
ógæfuvalda. — Heilbrigði og hollir
lífshættir geyma þau gildi sem gull-
væg reynast í siðmenntuðu samfé-
lagi. Fulltrúafundurinn heitir á ís-
lendinga að hefla virka sókn gegn
öllum vímuefnum með hag og
heill þjóðarinnar að leiðarljósi.
HLJÓMDISKAR
Portrait
Atli Heimir Sveinsson.
✓
Ut er kominn hljómdiskur sem
íslensk tónverkamiðstöð gefur
út í samvinnu við Ríkisútvarpið og
með stuðningi frá Eimskip. Þessi
diskur er sá sjötti í röð portraitdiska
Tónverkamiðstöðvarinnar og er
með þremur konsertum eftir Atla
Heimi Sveinsson.
Verkin eru:
Flautukonsert (1973), einleik-
ari Robert Aitken.
Könnun (1971), einleikari er
Ingvar Jónasson víóluleikari.
Jubilus n (1986), einleikari er
Oddur Bjömsson básúnuleikari.
Sinfóníuhljómsveit íslands undir
stjóm Páls P. Pálssonar og Guð-
mundar Emilssonar leikur í öllum
verkunum. Hér em á ferðinni upp-
tökur frá ólíkum tímum og gefa
þær góða mynd bæði af tónskáld-
inu og af flytjendunum.
Atli Heimir Sveinsson er löngu
orðinn þjóðkunnur fyrir tónsmíðar
sínar og störf að tónlistarmálum og
hefur hann hlotið margs konar
viðurkenningar bæði hér heima og
erlendis. Árið 1976 hlaut hann
Tónlistarverðlaun Norðurlanda-
ráðs fyrir Flautukonsertinn, sem
hér er endurútgefinn í flutningi
Roberts Aitken og Sinfómuhljóm-
sveitar íslands.
Verk Atla Heimis Sveinssonar
spanna vítt svið. Af þeim má nefna
óperumar Silkitrommuna og Viki-
vaka, ballettinn Tímann og vatnið,
sjö einleikskonserta og fjölda
hljómsveitar- og kammerverka
auk einleiksverka. Einnig hefur
hann samið tónlist fyrir leikhús og
mörg sönglög hans hafa náð vin-
sældum. Atli Heimir er félagi í
Konunglegu sænsku tónlistaraka-
demíunni.
Bæklingur á þremur tungumál-
um fylgir disknum, en Guðmund-
ur Andri Thorsson skrifaði text-
ann. Á framhlið bæklingsins er
myndverk eftir Erling Pál Ingvars-
son.
(Fréttatilkytming)
Kaupfélag
V-Húnvetninga
Hvammstanga
Jt ,
Gleðileg jól
farsœlt komandi ár
Pökkum samstarf og viðskipti
á liðnum árum
Kaupfélag
Bitrufjarðar
Óspakseyri
óskar öllum
gleðilegra jóla
og gæfu á
komandi ári
Þakkar. viðskiptamönnum
sínum og starfsfólki
gott samstarf
á liðnum árum
Kaupfélag Stöðfirðinga
Stöðvarfirði
óskar landsmönnum öllum
gleðilegra jóla og
farsœldar á
komandi ári
r'v
:■> -
Pakkar gott samstarj
og viðskwti á
Hiðnum>arum
&