Tíminn - 22.12.1993, Síða 14

Tíminn - 22.12.1993, Síða 14
14 Miðvikudagur 22. desember 1993 skírteinum með mynd - þau hétu reyndar vegabréf. Mun þetta hafa verið gert til þess að torvelda Þjóðveijum að setja á land flugu- menn eða njósnara. Þessi ný- breytni mæltist mjög illa fyrir hjá jafnöldrum mínum. Dyraverðir kvikmyndahúsa lágu nefnilega á því lúalagi að krefja verðandi gesti um vegabréf ef myndin var 'bönnuð innan tólf ára". Sjálfur lét ég mig þetta litlu skipta, fé- lagsþroski minn var ekki meiri en svo að ég fór aðeins í bíó í fylgd með foreldrum mínum, og þá að sjálfsögðu aðeins á myndir sem leyfðar voru bömum. Sögur gengu meðal félaga minna af ráð- snjöllum ungmennum sem snem á kerfið með því að verða sér úti um leðurveski sem höfð vom til hlífðar vegabréfunum og þannig merkt. Þegar bíó vom fullsetin og þröng við innganginn dugði stundum að veifa veskinu fram- an í dyravörð. Annað bragð, sem ekki þýddi heldur að reyna nema í fjölmenni, var að fá léð vegabréf hjá ömmu eða öðrum velmein- andi einstaklingi. Við þjóðvegi komu Bretar víða fyrir eftirlitsstöðvum. Þar vom skilti sem á var letrað 'ALLIR BÍLAR STOPPI HJER.' Gæslu- menn skoðuðu vegabréf og litu eftir því að ekki væm myndavél- ar uppi við eða annað grunsam- legt. Mamma var vön að fara með okkur börnin á sumrin til for- eldra sinna sem bjuggu á Fremstafelli í Kinn í Suður-Þing- eyjarsýslu. Þangað fórum við líka sumarið 1940 svo ég varð þá lítið var við hemámsliðið. Þó var það eitthvað á stjái út um sveitir. Hluta þessa sumars vorum við reynd- ar í næstu sveit, að Laug- um í Reykjadal. Nokkur hætta var talin á loftárás- um á Reykjavík svo borg- arböm vom send til sum- ardvalar í nokkmm hér- aðsskólum þar sem vom búðir á vegum Rauða krossins. Faðir minn veitti forstöðu búðunum að Laugum. Þegar við snemm aftur suður um haustið höfðu hermennirnir yfirgefið skólann. Við urðum samt talsvert vör við þá. Þeir höfðu sem fyrr segir búðir rétt sunnan við skólann Bretar notuðu Þjóðleikhúsið sem birgöageymslu. » OG FARSÆLT KOMANDI AR MEÐ ÞÖKK FYRIR ÁNÆGJULEG SAMSKIPTi Á ÁRINU 0 KAUPFÉIAG EYFIRÐINGA AKUREYRI | CYA*' I og voru oft að heræfingum á auðu svæði milli hans og Baróns- stígs. Þar var þá urð og gijót og mun ánægjulegra leiksvæði en nú, eftir að allt var sléttað og tyrft. Dátarnir vom meðal annars þjálfaðir í að beita byssustingjum. í því skyni vom settar upp stand- andi brúður í líkamsstærð, með öflugri trégrind en búkurinn poki fylltur hálmi. Minnir mig þær væm þijár. Hermennimir skipt- ust svo á um að gera áhlaup á þessar ímyndir fjandmannana og keyra byssusting í kvið þeirra. Við bróðir minn, sem varð fjögurra ára þá um veturinn, settum upp stóla í dagstofunni, réðumst á þá með herópum og rákum prik milli rima í stólbökunum. Trúi ég að pabbi hafi mælst til þess að herinn flytti þessar æfingar af skólalóðinni og það verið gert. Bekkjarbróðir minn fræddi mig á því að fátt væri Bretum meir til skapraunar en ef þeir væm kall- aðir "fokken kreisí" sem þýddi helvítis asni. Þegar allstór fiokkur hermanna var við æfingar fram- an við skólann tókum við okkur stöðu á svölum á annarri hæð, tveir níu ára pottormar, og hróp- uðum í síbylju eins hátt og lung- un leyfðu: "Fokken kreisí, fokken kreisíl" Hafi vígamennimir skilið okkur, sem ég dreg mjög í efa, létu þeir þessar ávirðingar sem vind um eyru þjóta. Breska heimsveldið lagði und- ir sig fleiri hús í Reykjavík en Austurbæjarskólann og hélt flest- um lengur, meðal annars Þjóð- leikhúsinu sem þá var í smíðum. Það kemur við þessa sögu á þann veg að veturinn fyrir hemámið sótti ég námskeið í smíði svifflugulíkana sem haldið var í fokheldum afkima í iðmm þessa húss. Að námskeiðinu stóðu tveir ungir heiðursmenn sem nú em báðir látnir. Þjóðveijar vom þá í fremstu röð að því er varðaði svifflug og víst einnig líkcmagerð. Á veggjum vinnustofunnar í Þjóðleikhúsinu voru því ýmsar myndir af þýskum svifflugum og er mér ekki grunlaust um að hakakross hafi sést á einhveijum þeirra. Þegar Bretar lögðu bygg- inguna undir sig hafa þeir eflaust talið að þama væm þeir komnir í nasistahreiður, í það minnsta bmtu þeir allt sem brotið varð í stofunni, jafnt líkön sem smíða- tól. 'vm TÖLVU- NOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Hddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.