Tíminn - 22.12.1993, Síða 18

Tíminn - 22.12.1993, Síða 18
18 tiinlnn Miðvikudagur 22. desember 1993 BÓKMENNTIR GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON Hestamannabók Skjaldborg hefur sent frá sér bókina „í fararbroddi, með hestinn í öndvegi", eftir Hjalta Jón Sveinsson. Pessi bók ber Hjalta Jóni glöggt vitni, en varla getur garpurinn talist nýgræðingur í hestabókmenntum. Ritstjóri Eið- faxa um langt árabil og þekktur bókahöfundur um hesta. Þessi bók er númer tvö í ritröðinni „í farar- broddi" og eru viðmælendur Hjalta valinkunnir úr hestamennskunni. Þeir eru Andrés Kristinsson á Kvía- bekk, Bjöm Runólfsson á Hofs- stöðum, Brynjólfur Sandholt yfir- dýralæknir, Guðmundur Jónsson og Sigrún Eiríksdóttir á Höfn, Jó- hann Þorsteinsson á Miðsilju, Kári Amórsson fv. formaður LH, Magni Kjartansson í Árgerði og Reynir Aðalsteinsson á Sigmundarstöð- um. Á þessari upptalningu sést að hér er ekkert smá mannval leitt fram á völlinn og sumir sveinanna þekktir að því að hafa munninn fyrir neðan nefið. Þeir spanna líka alla breidd hestamennskunnar. Frá ræktandanum til útreiðamannsins og frá sýningarmanninum til dýra- læknisins. Frágangur bókarinnar er áberandi góður, enda hefur Skjaldborg aldeilis komið nálægt faginu áður. Letrið og umbrotið mjög skemmtilegt og fjöldi mynda prýðir bókina. Hjalti Jón segist halda þeirri meginreglu að láta frásögnina renna án truflunar. Ég held að les- endur þessarar skemmtilegu bókar vilji ekki láta trufla sig við lesturinn alveg til síðasta stafs. Höfundur, [ miðið, staddur aö Kirkjubæ á Rangárvöllum, ásamt Sigurði Haralds- syni, fv. bónda þar, og Bimi Runólfssyni á Hofsstöðum I Skagafiröi, einum við- mælenda sinna. r Oskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla árs og friðar Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum. *kJ£aupfélag ^Zangæinga Skáldverk aldarinnar Mál og menning hefur sent frá sér síðara bindi skáldsögunnar Ódysseifur eftir James Joyce. Þetta verk er eflaust frægasta skáldverk 20. aldarinnar. Sagan er svo mögnuð í frásagnartækni sinni, lærdómi, hisp- ursleysi og útsmoginni gamansemi að hún „virkar á nútimamenn eins og fjallið eina", eins og Halldór Laxness orðaði það eitt sinn. Samt gerist ekkert merkilegt: Það segir frá einum degi 1 lífi nokkurra Dyflinnarbúa, nánar tiltekið 16. júnl 1904, frá amstri þeirra, búksorgum, misdjúpum hugsunum og mismerk- um athöfnum. En einhvem veginn tekst Joyce að flétta saman örlög þessa „venjulega" fólks svo úr hefur orðið ný Hómerskviða um þann ei- lífa ferðalang Ódysseif, f gervi aug- lýsingasafnarans Leopolds Blooms, og glímu hans við hinstu rök mann- legrar tilveru. Skáldsagan Ódysseifur eftir James Joyce var fyrst gefin út í París árið 1922. Hún mátti þola ritskoðun og bönn í mörg ár í hinum enskumæl- andi heimi, og var ekki gefin út fyrr en sjötíu árum sfðar, eða árið 1992. Nú er hún loksins komin út á ís- lensku í þýðingu Sigurðar A. Magn- ússonar. Bókin er 385 bls. Verð: 2980 kr. Kóraninn í jóla- bókaflóðinu Mál og menning hefur sent frá sér eitt af undirstöðuritum mannkyns- ins, Kóran. Kóran er hin helga bók múslíma. Þar eru skráðar opinberanir þær sem Gabríel erkiengill miðlaði Múham- með spámanni allt frá því er hann tók að boða hina nýju trú árið 610 til dauða hans árið 632. Sumir hlutar bókarinnar vom ritaðir meðan Mú- hammeð var enn á lífi, en ekki allir. Samkvæmt hinni íslömsku arfleifð skipaði eftirmaður spámannsins svo fyrir eftir dauða hans að opinberun- unum skyldi safnað á bók og skyldu safnaðarmeðlimir miðla þvf sem þeir höfðu skráð eða Iagt á minnið. Þess- um textum var sfðan steypt saman og bókinni skipt f 114 kafla sem ekki var raðað eftir tímaröð, heldur lengd, þannig að kaflamir verða sífellt styttri eftir því sem á líður. Stíll bókarinnar er margbreytilegur. Á elstu opinberununum, frá þeim tíma er Múhammeð var einsamall að predika yfir heiðingjum, er háleitur og ljóðrænn blær. Textinn frá síðustu árunum er skipulegri og ber svipmót af því að þá hefur myndast trúarsam- félag, sem þarf á fræðikenningu og lífsreglum að halda, enda þótt trúar- hitinn sé samur við sig. Kóran er elsta og langmerkasta verk klassískra bókmennta Araba. Músl- fmar telja hann vera hið óskeikula orð Allah og í honiun eru þær reglur um rétta breytni sem lífsmáti þeirra byggist á. Helgi Hálfdanarson þýddi bókina, en hann er landskunnur fyrir snilld- 1 arþýðingar sfnar á perlum heimsbók- menntanna. Kóran er 420 bls., unnin f G. Ben. prentstofu hf. Robert Guillemette hannaði kápuna. Verð kr. 3880. Bófahasar Didda dojojong og Dúi dúgnaskít- ur heitir fyrsta bamabók Einars Kára- sonar, sem er nýkomin út hjá Máli og menningu. Þetta er spennusaga um 12 ára félaga, sem rekast á bófa uppi í Öskjuhlið og ákveða að hafa hendur í hári þeirra. Leikurinn berst víða um Hlíðamar og flugvallarsvæðið, enda er mikið í húfi, heill fjársjóður og heiður spæjaranna. Umhverfið er kunnuglegt og margar litríkar per- sónur koma við sögu. Anna Cyrtthia Leplar myndskreytti bókina, sem er 115 blaðsfður og unnin f Prentsmiðj- unni Odda. Verðið er 1390 krónur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.