Tíminn - 31.05.1994, Síða 12

Tíminn - 31.05.1994, Síða 12
12 SwwIiíh Þribjudagur 31. maí 1994 „Róttœk" ar- aba- og íslams- ríki styöja íhaldssamt Noröur-jemen, erkiíhaldssamir olíufurstar Arab- íu sósíalista Suö- ur-Jemens Arið 1990 sameinuöust í eitt ríki Arabíska lýð- veldið Jemen (í daglegu tali Noröur-Jemen) og Lýðræð- islega alþýðulýðveldið Jemen (í daglegu tali Suður-Jemen). En sú sameining var alltaf meiri í orði en á borði, t.d. voru herir ríkjanna aldrei sam- einaðir. Og nú er stríð skollið á milli Norður- og Suður-Jemens og það síðarnefnda hefur lýst sig sjálfstætt undir nafninu Lýöræðislega lýðveldið Jemen. Þetta hefur sem sé farið mjög á sama veg og með aðrar sam- einingartilraunir arabaríkja, sem talsvert hefur verið um á síðari hluta aldarinnar. Gadd- afi í Líbýu er t.d. búinn aö sameinast flestum ef ekki öll- um grönnum sínum. Fyrrverandi breskar herbúöir í Aden: evrópsk áhriferu þar drjúgum meiri en í Norbur-Jemen. Jemen aftur tvö ríki íslamskir marxistar í kalda stríðinu var vani á Vesturlöndum að skipta araba- ríkjum í „hófsöm" ríki og „rót- tæk", „harðlínusinnuö" eða „öfgasinnuð". Þau fyrmefndu voru þau sem töldust fremur hagstæð Vesturlöndum, hin síðarnefndu þau sem hölluð- ust eitthvað að Sovétríkjunum og höfðu stjómir sem kallaðar vom vinstrisinnaðar eða jafn- vel sósíalískar. Enn sjást vest- rænir fjölmiðlar skipta araba- ríkjum (og nú gjaman íslams- ríkjum yfirleitt) í „íhaldssöm" og „hófsöm" ríki annarsvegar og „róttæk" eða „öfgasinnuð" hinsvegar. En nú er sú skipting á aðra lund en fyrr. Þau „rót- tæku" og „öfgasinnuðu" em ríki þar sem svokallað bókstaf- síslam er sterkast (írak þó talið þar með), hin ríki sem hlið- hollari em Vesturlöndum og andhverfust bókstafstrú. Þannig er til í dæminu að ríki, sem áður töldust róttæk, teljist nú hófsöm; það mun t.d. eiga við um Sýrland. Þessi skipting er ekki bara í hugarheimi vestrænna fjöl- miölamanna. Hún segir t.d. gTeinilega til sín í jemenska stríðinu. Norður-Jemen er íhaldssamt samfélag og íslam er þar haft í hávegum. Það nýt- ur í stríðinu samúðar og smðn- ings „róttækra" arabaríkja. Suður-Jemen taldist um 20 ára skeið fram að sameiningunni marxískt ríki og hafði þá í stjórn- og efnahagsmálum kerfi, sem sniðið var eftir því sem var í kommúnískum ríkj- um. Þótti það undur nokkurt, þar eð yfirleitt hefur kommún- isminn átt erfitt með aö skjóta rótum I íslamska heiminum. Nú kalla ráðamenn Suður-Je- mens sig ekki lengur marxista, en segjast vera sósíalistar sem aðhyllist lýðræði og einskonar blandað hagkerfi. I samræmi vib það og marxísku fortíðina er veraldarhyggja talsverð í Suöur-Jemen, enda eru ráða- menn þar af andstæðingum sínum kallaðir villutrúarmenn og guðleysingjar. Konungar og furstar Saúdi-Ar- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON abíu og annarra arabaríkja við Persaflóa höfðu eins og vænta mátti einkar illan bifur á marx- isma Suður-Jemens og studdu Norður-Jemen gegn þvi. En nú er önnur öldin þar sem víðar. Jafnskjótt og yfirstandandi Je- mensstríð braust út, brugðust áminnstir höfðingjar við hart til stuðnings Suður-Jemen og tóku að senda því vopn. íraskir og súdanskir stríbsfangar Til nánast fulls fjandskapar dró með olíufurstum Arabíu og hinu sameinaba Jemenríki er írak hertók Kúveit, en þá tók Jemen ab rábi norblendinga svari íraks. Saúdi-Arabía refs- aöi Jemen snarlega fyrir það meb því að reka úr landi yfir 800.000 Jemena, sem haft höfðu vinnu í Saúdi-Arabíu, og svipta það efnahagsabstoð. Hvortveggja kom hart niður á Jemen, sem er fátækt. Vera má að olíufurstamir þykist nú sjá sér færi á að hefna sín enn frekar á rábamönnum Norður- Jemens fyrir samstöbu þeirra með írak. Kúveit sendir nú Suður-Jemen létt vopn og Saúdi-Arabía brynvagna. A hinn bóginn launar Saddam Hussein Iraksforseti Norbur-Je- men samstöðuna í Persaflóa- deilu með því að senda forseta þess hemaðarráðgjafa og stríðsflugmenn. Súdan hefur einnig sent hermenn til libs við Norður- Jemen og flugher þess fær að nota bækistöðvar í Súdan. íraskir og súdanskir hermenn, sem Suður-Jemenar hafa tekið til fanga, hafa verið sýndir í sjónvarpi. íran hefur einnig lýst yfir stuðningi við Norður-Jemen. í vestrænum blöðum er því haldið fram að stjórn Norður- Jemens hafi þegar fyrir nokkru farið að veita bókstafssinnub- um hryðjuverkamönnum að- stöðu til æfinga og undirbún- ings aðgerða í landi sínu. Leyniþjónustur „hófsamra" arabaríkja em sagðar óttast að bókstafssinnar geri árásir inn í ýmis lönd frá Norður-Jemen, og þá myndu Saúdi-Arabía og litlu flóaríkin ekki síst vera í hættu. Þetta er ein af skýring- unum á bak við stuðning þess- ara ríkja, sem gjarnan em erki- íhaldssöm kölluð, við sósíalist- ana og veraldarsinnana í Suð- ur-Jemen. Önnur skýring í því sambandi er að sameinað Je- men hefur um 13 milljónir íbúa. Olíuríkin á skaganum, auðug en fólksfá, vilja líklega gjaman, meö öryggi sitt í huga, að sá mannafli sé ekki sameinaður undir einni stjóm. Norður-Jemen veitir betur í stríðinu og er jafnvel ekki talið ólíklegt að her þess taki Aden, höfuðborg Suður-Jemens, inn- an skamms. En engan veginn er víst að Norður-Jemenar hafi þar með unniö fullan sigur. Noröur-Jemen er miklu fólks- fleira en Suður-Jemen, en Suð- ur-Jemen miklu stærra og landslag þar þannig ab þab er víða vel fallið til varnar og skæmhemaðar. Mubarak Eg- yptalandsforseti, fyrrverandi flughershöfðingi sem vel þekk- ir til þarlendis, telur t.d. að ekki sé ósennilegt að stríð þetta standi ámm saman. Eitt af því, sem fram hefur komið í fjölmiðlum af þessu tilefni, er að Jemenar séu svo gefnir fyrir að taka lífinu rólega að óhugs- andi sé að þeir fáist til að berj- ast nema fáeinar stundir á dag, og einnig það muni draga stríbiö á langinn. Sumra fréttamanna mál er að persónulegur metingur og valdastreita Alis Abdullah Saleh, forseta sameinaðs Je- mens og Norður- Jemens, og Alis Salem al-Baidh, áður vara- forseta Jemens og nú forseta Suður-Jemens, hafi valdið mestu um að ekki tókst að sameina ríkin í raun og að stríbið braust út. Þeir em bábir um fimmtugt. Saleh segist ætla að berjast þangað til landið sé sameinað ab nýju, eba deyja ella. Baidh svarar með því að skjóta Scud- flaugum, sem sósíalistar hans fengu frá Bresjnev á þeirri tíð er þeir vom marxistar, á Sanaa, höf- uðborg norðurríkisins. ■ JEMEN Stærð: Norður-Jemen 195.000 ferkílómetrar, Subur-Jemen um 288.000 ferkílóm. Grannríki: Að landinu liggja Saúdi- Arabía og Óman. Næstu grannar í Afríku em Eritrea, Djibúti og Sómalía. íbúar: 12,6 milljónir, þar af 10,2 millj. í Norður-Jemen og 2,4 millj. í Subur-Jemen. Móðurmál langflestra er arabíska og trú súnnískt íslam. Her: í honum em um 67.000 manns. Þar af em um 40.000 með stjórn Noröur-Jemens og um 27.000 á bandi ráöamanna Suður-jemens. Sameinab Jemen: Þab jemenska ríki, sem nú er e.t.v. að líða undir lok, var formlega stofnað 22. maí 1990 með því að Norður-Jemen og Suður- Jemen sameinuðust. En sameiningin varð aldrei nema takmörkuð, vegna valdastreitu ráðamanna og þar að auki höfðu landshlutamir lengi verið aðskildir og era ólíkir um margt. í Noröur-Jemen ráða gamlar íslamskar og arabískar hefðir, í Suður-Jemen em vestræn og sovésk áhrif orðin vemleg. Efnahagur: Jemen er meðal fátækustu landa arabaheimsins. Það var á bandi Saddams Hussein íraksleiðtoga í Persaflóadeilu og varð þá fyrir miklum áföllum,vegna refsiaðgerða annarra ríkja á Arabíuskaga. Þá var líka slitið samningum, sem Jemen hafði gert vib erlenda aðíla um olíuleit og olíuvinnslu. Olía hefur þar fundist og er talið að það mesta af henni sé í Suður- Jemen.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.