Tíminn - 31.05.1994, Side 15

Tíminn - 31.05.1994, Side 15
Þriöjudagur 31. maí 1994 15 Mjög góöur árangur Islendinga á frjálsíþróttamótum erlendis um helgina: Glæsilegt íslandsmet Jóns Amars í tugþraut — Pétur Gubmundsson kastaÖi kúlunni 20.44 metra á móti í Portúgal íslenskir frjálsíþróttamenn náöu mjög góöum árangri á mótum erlendis um helgina. Hæst bar árangur Jóns Amars Magnússonar, úr UMSS, en hann setti glæsilegt íslandsmet í tugþraut á mjög sterku tug- þrautarmóti í Götzis í Austur- ríki, þangaö sem aöeins sterk- ustu íþróttamönnum í grein- inni er boöið. Jón Amar fékk 7.896 stig og bætti 11 ára gam- alt íslandsmet Þráins Hafsteins- sonar landsliösþjálfara, um 304 stig. Jón Arnar hafnaði í 12. sæti af 32 keppendum, sem ger- ir árangurinn enn betri. Eftir fyrri daginn var Jón Am- ar í áttunda sæti og þegar að- eins tvær greinar vom eftir var hann enn framar, en átti þá sínar slökustu greinar eftir, sem em spjótkastið og 1500 metra hlaupið. Sigurvegari á mótinu var Hvít-Rússinn Hamelainen með 8700 stig, í öðm sæti hafn- aði Svínn Dag Gerd með rúm 8300 stig og var það jafnframt Norðurlandamet. Með íslandsmeti sínu hefur Jón Arnar náð lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramótið í Hels- inki í ágúst. Þessi frábæri árang- ur hans kemur ekki mörgum á óvart, enda hefur hann verið að setja íslandsmet og jafna þau á undanfömum vikum, og það má fastlega búast við því að hann felli eigið íslandsmet í tugþraut áður en langt um líð- ur. Árangur Jóns Arnars í ein- stökum greinum á mótinu var þessi: lOOm hlaup 10.80 sek. 400m hlaup 50.28 sek. llOm grind 14.73 sek. 1500m hlaup 4:57,33 sek. Langstökk 7.63 m Kúluvárp 14.31 m Hástökk 1.99 m Kringlukast 45.80 m Stangarstökk 4.70 m Spjótkast 52.16 m Pétur Guðmundsson, kúlu- varpari úr KR, náði góðum ár- angri á móti í Santo Antonio í Portúgal, þegar hann þeytti kúlxmni 20.44 metra, sem er hans besti árangur á árinu og jafnframt eitt af 10 lengstu köstunum utanhúss í ár. Andr- és Guðmundsson, úr HSK, kast- aði á sama móti 18.54 metra. Það má ljóst vera að Pétur er í góðu formi og ætlar sér greini- lega að standa við orð sín, sem komu fram í Tímanum fyrir skemmstu, að setja íslandsmet á Reykjavíkurleikunum, sem hefjast eftir þrjár vikur. Næsta mót hjá Pétri er Golden Gala Grand Prix mótið í Róm þann 8. júní. ■ jón Arnar Magnússon, úr UMSS, setti glœsilegt Islandsmet í tugþraut á sterku móti íAusturríki um helgina og bætti 11 ára gamalt íslandsmet Þráins Hafsteinssonar. Aöilar innan frjálsíþróttahreyfmgarinnar hafa fengiö nýstárlega hugmynd, sem myndi loksins veita þeim aöstööu til aö keppa í 60m hlaupi inni: Inngangur í stúkuna á Laug- ardalsvelli sem hlaupabraut? Forysta Frjálsíþróttasam- bandsins hefur verið að leita að húsnæði fyrir íþróttamenn frjálsra íþrótta í langan tíma og ætla m.a. að fara þess á leit við yfirvöld í Reykjavík að ef það á að byggja yfir knatt- spymuvöll í Laugardalnum, þá verði gert ráð fyrir hlaupa- braut fyrir frjálsíþróttamenn og aðra undir sama þaki. „Báð- ir listarnir, sem voru I fram- boði í Reykjavík fyrir borgar- stjórnarkosningarnar, voru búnir að tala um það að byggja yfir gervigrasið í Laugardal og myndu framkvæmdir byrja strax og þeir tækju við stjóm- artaumunum. Við ætlum að reyna að fá aðstöðu í þessu Frjálsíþróttamenn eru aö velta þeim möguleika fyrir sér aö á þetta svœöi í stúkunni 1 Laugardal veröi sett hlaupabraut. Tímamynd c.s. nýja húsi og beitum okkur fyr- ir því að það verði möguleiki á að koma fyrir hlaupabrautum og ööru sem tengist frjálsum íþróttum," sagði Helgi Har- aldsson, formaður FRÍ. Forystumenn FRÍ em einnig með þá hugmynd, ef þeir fá ekki inni í íþróttahúsinu sem á aö reisa í Laugardal, sem þeir ætla að ræða við Reykjavíkur- borg, að í innganginn í stúk- una á Laugardalsvelli verði lögð í það minnsta 60 metra löng hlaupabraut, sem yrði upphituð og því hægt að nota hana á vetuma. „Við emm svolítið spenntir fyrir þessari hugmynd að leggja gerviefni á þetta svæði við stúkuna. Ef af þessu verður, þá náum við góðri lengd og leikandi létt 60m hlaupabraut, sem ekki er fyrir hendi í Baldurshaga þar sem aðeins er 50m löng hlaupabraut og því aldrei hægt að reyna við lágmarkið í 60 m hlaupi innanhúss. Þetta svæði fyrir framan stúkuna er núna notað bara sem geymsla fyrir traktora og annað, og ef hægt er að koma því fyrir ann- ars staðar, þá teljum við þessa hugmynd að koma hlaupa- braut þarna fyrir á þessu svæði vel mögulega. Þetta svæði er nú þegar yfirbyggt og þar með innisvæði, og með því að leggja gerviefni og hitablásara og ná þannig 60m hlaupa- braut yrði loksins mögulegt fyrir frjálsíþróttamenn að reyna við lágmarkið hér heima í 60 metra hlaupi fyrir hin ýmsu mót erlendis, í stað þess að þurfa að fara til útlanda til reyna við lágmörkin," sagði Helgi Haraldsson í samtali við Tímann. ■ NBA úrslit Houston með pálm- ann í höndunum Úrslit vesturdeildar Utah-Houston 78-80 (1-3) Houston Rockets er nú með pálmann í höndunum í viður- eign sinni við Utah Jazz eftir ab hafa unnið sinn þribja leik í baráttu liðanna um að komast í úrslit NBA, en fjóra sigurleiki þarf til að komast áfram. Næsti leikur fer fram í Houston í kvöld. Houston var betri aðil- inn allan leikinn, en Tom Chambers átti síbasta skot leiksins fyrir Utah, en var ekki í jafnvægi og hitti ekki og Hou- ston nábi frákastinu. Kenny Smith gerði 25 stig fyrir Hou- ston, en aldrei þessu vant var Hakeem Olajuwon í litlu stuði og gerbi aðeins 16 stig, enda vel gætt af leikmönnum Utah. John Stockton, sem gerði 17 stig fyrir Utah, sagði eftir leik- inn að iíklega hefbu það verið mistök að leggja svo mikib upp úr því að stöðva Olajuwon. Karl Malone var stigahæstur hjá Utah meb 25 stig. Úrslit austurdeildar Indiana-New York 88-68 (1-2) Indiana Pacers hélt New York Knicks alveg niðri í leiknum og hefur ekkert lib skorað svo fá stig í úrslitakeppni NBA eins og Knicks á laugardag. Derrick McKey gerði 15 stig fyrir Indi- ana og Reggie Miller 14. Patrick Ewing, sem gerbi 32 og 28 stig fyrir New York í hinum leikjun- um tveimur, skorabi aðeins 1 stig í leiknum, en Charles Oakl- ey var stigahæstur meb 12 stig. Molar ... Heilsuhlaup Krabbameins- félagsins, þab sjöunda í röð- inni, fer fram á laugardaginn kemur á sex stöbum á landinu: Reykjavík, Akureyri, Ólafsfirbi, Grenivík, Egilsstöbum og Höfn. Vegalengdirnar eru 2, 4 og 10 km. Þátttökugjald er 500 krónur og er bolur innifal- inn. ... íslenska karlalandsliðið í handbolta lék þrjá æfingaleiki vib Portúgali um helgina ytra. Jafntefli varb í fyrsta leiknum, 24-24, Portúgalir unnu leik númer tvö 19-13, en ísland svarabi þribja leiknum meb 24- 19 sigri. ... Ingvar Jónsson þjálfar Vals- menn í úrvalsdeildinni í körfu- bolta næstkomandi tímabil, en hann hefur þjálfab Hauka síð- astlibin tvö ár. Þá er Bárður Ey- þórsson genginn til libs vib Val frá Snæfelli. ... írland vann Þýskaland 2-0 í Hannover. Þetta var fyrsta tap Þjóbverja á heimavelli í 6 ár. UTIVISTAR- 0G SPORTFATNAÐUR Heildsala — Smásala ób dubin SPORTBUÐ KOPAVOGS Hamraborg 20A • Sími 91-641000

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.