Tíminn - 03.06.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.06.1994, Blaðsíða 1
SÍMI 631600 78. árgangur STOFNAÐUR 1917 Föstudagur 3. júní 1994 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 103. tölublað 1994 minnst einn skjálfti á dag sem við höfum fundið fyrir. I nótt vom þeir þrír og einn í gær- kvöldi. Þetta em bara smá kipp- ir en það hefur aðeins brostið í húsinu hérna hjá okkur. Við fá- um þetta nánast ódempað beint í æð, því upptökin em aðeins í um 8-10 km fjarlægð frá skálan- um og lítil dempun sem getur átt sér stað hérna á milli." Jón Haukur segir að hann og félagar hans bíði spenntir eftir því hvert framhaldið verði en þeir séu ekki á leiðinni í bæinn. ■ Aukin skjálftavirkni í virku eldfjalli: 20-25 skjalftar mælst í vikunni Aukin skjálftavirkni hefur verið í Eyjafjallajökli alla þessa viku. Frá því á sunnudag hafa verið þar að meðaltali fimm skjálftar á dag og hafa þeir verið að stæröinni frá 1,5 upp í 2,2 á Richterkvarða. Far- ib verður meb jarðskjálfta- mæla að jöklinum í dag, svo hægt sé ab fylgjast betur með virkninni. Skjálftamir hafa fundist greinilega í Þórsmörk. Undir Eyjafjallajökli er megin- eldstöð sem hefur gosið a.m.k. einu sinni á sögulegum tíma, ár- ib 1821. Einnig er talib líklegt ab hún hafi gosið árið 1612. Gunnar Guömundsson, jarðeðl- isfræðingur hjá Veburstofu ís- lands, telur ekki ástæbu til aö óttast gos í Eyjafjallajökli eins og er. Nákvæm mælitæki vom sett upp í nágrenni jökulsins ár- ið 1991 og síðan hefur mælst þar stöðug skjálftavirkni. „Skjálftamir eiga upptök sín í Steinsholti sem er norður af miðjum jöklinum. Síbustu daga hafa mælst milli 20 og 25 skjálftar sem er óvenjumikið. Þeir em hins vegar það litlir ab ég tel ekki að þab sé hætta á ferðum." Bryndís Brandsdóttir, jarðfræð- ingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, fer að jöklinum í dag til að koma þar fyrir jarðskjálfta- mælum. „Við fjölgum alltaf mælum á svæðum sem skjálfta- vlrkni er óvenjumikil á. Vib höf- um mælana þama í viku þannig að eftir hana höfum við vænt- anlega frekari upplýsingar um það sem er ab gerast," segir Bryndís. Jón Haukur Steingrímsson, skálavörður í Þórsmörk, segir að hann hafi orðið var við aukna skjálftavirkni alveg frá því á sunnudag. „Síðan hefur komiö Þingvallafundurinn: Rætt um líf- ríki hafsins Líkur benda til þess að sam- þykkt verði tillaga um rann- sókn á lífríki hafsins og eflingu íslenskrar tungu á fundi Alþing- is á Þingvöllum 17. júní næst- komandi. Stefnt er að því að þingið komi saman að morgni 16. júní til að Ijúka fyrstu um- ræðu um málin. Veitt verður hálfri milljón króna til verkefn- isins eða eitt hundrað þúsund krónum á ári í fimm ár. Til stób að ræða um nýjan mannrétt- indakafla stjórnarskrárinnar en ljósteraðafþvíverðurekki. ■ Þeir sigla út um höfin blá Tímamynd CS Rússneska skólaskipib STS Khersones erstatt í Reykjavíkur- höfn þessa dagana og ígœr fór skipib meb fjölmiblafólk í siglingu út á sundin. Hér er á ferbinni 3ja mastra seglskip meb 21 áhafnarmeb- lim en um borb eru 65 sjólibaefni. Almenningi gefst kostur á ab fara meb skipinu í siglingu ífyrramáiib, laugardagsmorgun. Flokksþing Alþýöuflokksins vekur upp ýmsar spurningar um stjórnarsamstarfiö: Haustkosningar komnar í brennidepil Tilkynning Jóhönnu Sigurö- ardóttur um aö hún hyggist fara fram gegn sitjandi for- manni hefur valdiö miklu pólitísku uppistandi meöal stjómarliöa og beint kastljós- inu enn einu sinni aö spum- ingunni um haustkosningar. Tíminn ræddi í gær viö þing- menn og flokksmenn úr báö- um stjómarflokkunum og af þeim samtölum er helst aö ráöa aö allir viröast enn vera í mikilli óvissu um hvernig fomannsslagurinn fer. Enn meiri óvissa ríkir um hvaö muni veröa um stjómarsam- starfiö eftir flokksþingiö, burtséö frá því hvemig for- mannskjöriö fer. Það er einkum tvennt sem við- mælendur blaðsins nefna og segja að bendi til haustkosninga í þeim pólitíska kapal sem nú virðist vera lagður. I fyrsta lagi er það Evrópustefnan sem er snúnasta málið. Jóhanna og Davíb hafa að sögn náð sérstak- lega vel saman í þessari ríkis- stjórn og milli þeirra á ab hafa verib ágætis talsamband á sama tíma og kólnað hefur milli for- mannanna Jóns Baldvins og Davíðs. Þetta benda menn á m.a. í tengslum vib Evrópu- stefnuna, þar sem yfirlýsingar Jóhönnu eru í rauninni miklu nær stefnu Davíðs og hug- myndum hans en þeirri stefnu sem Jón Baldvin hefur boðaö að hann vilji taka upp á flokks- þinginu. Þannig ab sigri Jón í formannskjörinu og komi sinni Evrópustefnu í gegn, þá sitja sjómarflokkamir uppi meb tvær mjög ólíkar Evrópustefnur auk þess sem ógemingur yrði að segja um hvort Alþýðuflokkur- inn slyppi við klofning þar sem ráöherrar ríkisstjórnarinnar til- heyrðu ólíkum flokksbrotum. Einn þingmaður úr stjómarliö- inu sagði sem svo um haust- kosningar í slíku tilfelli: „Ég er ekki viss um að þab væri þab versta í stöðunni". Á hinn bóginn benda menn á að sigur Jóhönnu í formannss- lag gæti ekki síður haft afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir stjómar- samstarfib. Er í því sambandi bent á skírskotanir hennar til velferöarmála og hinnar „hörðu ásýndar" sem Alþýbuflokkurinn hefur fengið á sig í tíö Jóns Bald- vins. Yfirlýst markmið Jóhönnu er m.a. að reyna ab laða til Al- þýbuflokksins hluta af þeirri vakningu sem orðið hefur í kringum Reykjavíkurlistann. Slíkar áherslur töldu sjálfstæðis- menn sem blaðið ræddi við í gær ekki líklegar til að gera krat- ana gimilegri til samstárfs, enda væri í raun verið að fiska eftir nýju „vinstri stjómar mtýnstri". Abeins rúm vika er í flokksþing Alþýðuflokksins og virðist næsta ómögulegt ab fá haldbær- ar vísbendingar um mnbyrðis styrkleikahlutföll þeirra Jóns Baldvins og Jóhönnu. Þó virðast flestir sammála um að Jón Bald- vin og hans stuöningsmenn séu skipulagðari og ab Jóhanna muni eiga á brattann ab sækja. En um líkumar á ab henni takist ætlunarverk sitt fást menn ekki til ab tjá sig, ekki einu sinni nafnlaust og óformlega. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.