Tíminn - 03.06.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.06.1994, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 3. júní 1994 Noröurlöndin samþykkja aö hafa samráö í menntamálum gagnvart Evrópusambandinu: Samiö um jafnan aögang aö skólum Tíminn spyr... Er eMilegt a& eyba 80-100 milljónum í hátíbahöld á Þing- völlum? Gu&rún Kr. Óladóttlr. varaform. Sóknar: Nei, því er fljótsvarað. Við get- um notað þessa peninga í ann- aö og þurfum á því að halda. Fimmtíu ára afmæli lýðveldis- ins er ekki þvílík tímamót að það réttlæti að það þurfi að kasta svona miklu til. Aðstæður í þjóðfélaginu bjóða heldur ekki upp á það. Steinn Lárusson, framkvæmdastjóri Þjó&hátíð- amefndar: Viö skulum gera okkur grein fyrir því að þjóöhátíð á Þing- völlum er meira en þessi eini dagur. Ég held aö það verði eft- ir meiri þjóðrækniskennd í ís- lensku þjóðinni og þá sérstak- lega unga fólkinu eftir þetta ár og ef svo er þá held ég aö þess- um peningum sé vel varið. Auk þess em þarna ýmsir hlutir sem gerðir verða á Þingvöllum, sem verða þarna til frambúðar, bíla- stæði, jafnvel brúarsmíði og eitthvaö fleira ef leyfi fæst. Eggert Haukdal alþingismaður: Það er ekkert óeðlilegt aö halda upp á þessa hátíö, hún er merk. Það er vaninn hjá okkur að eyða alltaf meira en þarf. En þaö er sjálfsagt ekkert óeölilegt að halda upp á þessi tímamót. En það er afar ósmekklegt að halda upp á lýðveldisafmælið og sigla svo hraðbyri til Bmssel. Ég vil bara minnast baráttu feðra og mæðra og allra þeirra merku sona þessarar þjóðar sem stóðu á Þingvöllum 1944. Við eigum náttúmlega að heiöra minningu dagsins með því aö muna eftir þessari miklu og góðu baráttu, en ekki sigla beina leiö til Bmssel í kjölfariö á lýðveldisafmælinu. Á nýlegum fundi menntamála- rá&herra Nor&urlandanna í Reykjavík var samþykkt a& löndin skuh hafa náiö samráð sín á milli við ákvar&anir í menntamálum gagnvart Evr- ópusambandinu. Á fundinum var lögð fram skýrsla embættismannanefndar sem hafði kynnt sér þessi mál og þar var lagt til náið samráö milli landanna, hvort sem þau veröa innan eða utan Evrópusambands- ins. Ráðherrarnir samþykktu að fara að þessu. Á fundinum undir- rituöu menntamálaráðherrarnir einnig samning um jafnan aö- gang að háskólum á Norðurlönd- um. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráöherra segir að samningur- Allra sí&ustu sýningar verða á Gle&igjöfunum eftír Neil Sim- on í Borgarleikhúsinu n.k. föstudags- og laugardags- kvöld. Gleöigjafamir er súrsætur gam- anleikur um tvo skemmtikrafta, þá Alla og Villa, sem skemmtu saman í u.þ.b. 40 ár, en slitu samstarfinu í fússi og hafa ekki talast viö í ellefu ár. Nú er veriö aö reyna að fá þá til að koma saman einu sinni enn í sjón- Föstudaginn 10. júní n.k. ver&ur haldin í íþróttahúsinu á Saubár- króki rá&stefnan „Landbúna&ur 2000 — þekking, tækni, framfar- ir". Ráðstefnunni, sem haldin er í samstarfi fjölmargra aðila, m.a. Rannsóknastofnunar landbúnað- arins, Háskóla íslands, Bændaskól- ans á Hólum og Kaupfélags Skag- firðinga, er ætlað að marka upphaf sóknar íslensks landbúnabar inn í nýja,öld og að kynna og móta inn þýbi að námsmenn geti sótt til þeirra menntastofnana sem þeir sækist eftir burtséb frá ríkis- fangi. „Skólamir geta eftir sem áöur sett sín skilyröi fyrir inn- göngu en þaö á aö vera jafnræði meðal þegna allra Norðurlanda." Einnig var undirrituð viljayfirlýs- ing um að taka upp sérstakt greiöslukerfi milli landanna varb- andi kennslukostnað. Það virkar þannig að heimaland hvers námsmanns borgar fyrir nám hans hvar á Noröurlöndunum sem hann stundar þaö. „Þessi regla gildir ekki fyrir ísland. Ástæðan er sú aö Island hefur mikla sérstöðu vegna málsins. Það eru núna um sjöhundmð ís- lenskir námsmenn í námi á hin- varpsþætti sem fjalla á um gull- öld gamanleikaranna. Það em tveir ástsælustu gleði- gjafar landsins, þeir Árni Tryggvason og Bessi Bjarnason, sem fara meö abalhlutverkin ásamt með Guömundi Ólafs- syni. í öðmm hlutverkum em Pétur Einarsson, Steindór Hjörleifs- son, Ellert A. Ingimundarson, Guðrún Ásmundsdóttir og Björk Jakobsdóttir. hugmyndir um nýja tækni og nýj- ar aðferðir í landbúnaði, sem byggist á þeirri vísindastarfsemi og rannsóknum, sem unnið er að í landinu. Lykillinn að framfömm felst í beitingu tækni og þekkingar til að gera atvinnugreinina sam- keppnishæfa hvað varðar verð og vömgæði. Fyrirlesarar á ráðstefnunni koma víöa ab og em á mebal þeirra helstu vísinda- og athafnamenn á sínusvið^ pg reynt verþur að sjá til um Norðurlöndunum en hingað koma ekki nema örfáir vegna málsins." Tillaga íslands um að fara af stað meb rannsóknarverkefni um nor- ræna samkennd eða samsemd eins og það er kallað, var sam- þykkt á fundinum. Tilgangur rannsóknarinnar er að ná til ungs fólks þegar unniö er aö því að efla norrænt samstarf. Rannsóknin á aö sýna hvaða þættir hafa áhrif á samsemd norrænnna unglinga. í hvað miklum mæli hún er til staðar, áhugamál þeirra og þekk- ingu og viðhorf unglinga til nor- rænnar samvinnu. Yfimmsjón með rannsókninni hefur rann- sóknarstofnun uppeldis- og menntamála á íslandi. ■ Leikmynd og búninga gerir Steinþór Sigurðsson, en lýsing er í höndum Elfars Bjarnasonar. Leikstjóri er Gísli Rúnar Jónsson og þýddi hann jafnframt verkib og staðfærði. Sýningin hefur hlotið mjög góðar undirtektir áhorfenda og sýningafjöldi að nálgast þrjátíu talsins, en þær allra síðustu veröa sem ábur sagði n.k. föstu- dags- og laugardagskvöld. þess að sem flestir þættir fái um- fjöllun. Jafnframt er stefnt að því að gób og almenn innsýn fáist inn í nýjustu strauma á hverju sviöi. Rábstefnunni er skipt niður í nokkra efnisþætti og em þessir helstir: Gróður og land, en þar er m.a. fjallaö um fjarkönnun viö beitarstjórn, kynbætur nytja- planma, skógrækt og ylrækt. Búr- ekstur, en þar er m.a. fjallað um kynbætur búfjár, vistun og fóðmn, gæðap ft.irlit og tölvuvæðin^. Póstur og sími meö nýjung: Frístunda- farsímar í sumar- leyfinu Póstur og sími kynnir þá nýj- ung í gjaldskrá sinni a& nú býöst lægra stofngjald og af- notagjald í farsímakerfinu fyrir þá sem aðallega munu nota farsíma á kvöldin og um helgar. Farsímar í NMT-kerf- inu eru mikið notaðir í at- vinnulífinu og álagið er mest yfir daginn. Nýja þjónustan, eða hinir svo- kölluðu frístundafarsímar, em hins vegar hugsaðir fyrir einka- aðila, t.d. sumarbústaðaeigend- ur og eldra fólk sem vill hafa síma í bílnum sem öryggistæki. Ætlast er til þess að frístunda- farsímar séu mest notaöir á kvöldin og um helgar, en ekki þegar álagib í kerfinu er sem mest. Hægt verður að nota þá allan sólarhringinn, en tekiö verður þrefalt farsímagjald þeg- ar hringt er úr frístundafarsíma á virkum dögum milli kl. 8 og 18. Eftir kl. 18 og fram til átta á morgnana og um helgar kostar hins vegar sama að hringja inn- anlands úr frístundafarsíma og úr venjulegum farsíma eða kr. 16,60 á mínútuna. Sá, sem hringir í ftístundafarsímanúm- er, greiðir hins vegar alltaf venjulegt farsímagjald. Stofngjald fyrir frístundafar- síma er kr. 2.490, en ársfjórð- ungslegt afnotagjald er kr. 498. Fyrir aðra farsíma í NMT-kerf- inu er stofngjald 11.691 kr. og ársfjórðungsgjald 1.519 kr. Um helgar og virka daga eftir kl. 18 til átta næsta morgun kostar mínútan 16,60 fyrir alla far- símanotendur í NMT-kerfinu, en annars kostar mínútan 49,80 kr. ef hringt er á háanna- tíma úr frístundafarsíma. Þegar hringt er til útlanda úr fri- stundafarsíma bætast kr. 14,94 á mínútu við venjulegan út- landataxta. Framangreint verð er með vsk. Farsímar hafa lækkaö mikið í verði frá því fyrst var farið að bjóða upp á þessa þjónustu hér á landi. Má búast við því að þessi lækkun gjaldskrár leibi til þess að farsímaeign veröi enn almennari, þar sem stofnkostn- aöur farsímanotandans hefur lækkað verulega. Vilji sá, sem hefur frístundafarsíma, breyta yfir í almenna notkun, þarf hann að greiða mismuninn á stofngjaldinu. Ef venjulegur farsímanotandi vill hins vegar breyta yfir í frístundanúmer til þess að greiða lægra ársfjórð- ungsgjald, kostar það hann 2,328 kr. Fiskeldi, undir þeim lið er fjallað um bleikjurækt, notkun jarð- varma og tæknivæðingu. Mark- abs- og fræðslumál, þar er fjallab um ferbaþjónustu, hrossaræktina, markaðsmál almennt og fræöslu- og menntunarmál. Ráðstefnugestir munu sömuleiðis koma víða að og verður því skír- skotaö til mjög breiðs hóps áheyr- enda, bæði á sviði framleiðslu og úrvinnslu, svo og þjónustugreina. W H i r fV-H'1 r í f i r JJ, r Bessi Bjarnason og Björk jakobsdóttir íhlutverkum sínum í„ Gleöigjöfunum". Allra síðustu sýningar á Glebigjöfunum Ráöstefna á Sauöárkróki: Landbúnaöur 2000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.