Tíminn - 03.06.1994, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. júní 1994
mtt’_t__
wtlwtww
3
Abgerbir stjórnvalda samrœmdar til ab gera ísland samkeppnisfœrt vib abrar þjóbir í verbi og þjónustu:
Mikill áhugi á auknum
viðskiptum vib Rússa
„Þaö er mikill áhugi á því í
ríkisstjóminni aö vib séum
ekki aö setja viöskiptaþving-
anir á vibskipti okkar sjálfa,
heldur ab vib reynum ab
nota þau tækifærí sem vib
eigum til ab skapa atvinnu
fyrir atvinnulaust fólk og
þetta er mikill þáttur í því.
Þannig ab þab má segja ab
vib séum ab fella nibur vib-
skiptahindranir á okkur
sjálf," segir Sighvatur Björg-
vinsson, ibnabar-, vibskipta-
og Rússlandsmálarábherra.
Rábherra kynnti í vikunni
niöurstööur nefndar sem faliö
var aö leita leiöa til aö auka
viöskipti íslands og Rússlands
og samræma aögeröir stjóm-
valda í því skyni. En nefndina
skipuöu fulltrúar átta ráöu-
neyta auk fulltrúa frá ASÍ, VSÍ,
Verslunarráöi og Útflutnings-
ráöi. Áöur höföu niöurstööur
nefndarinnar verið kynntar
ríkisstjóm sem samþykkti aö
fela Sighvati aö hafa umsjón
með málinu og stuöla að fram-
gangi þess.
Tillögur nefndarinnar em í 12
liðum og snerta margar þeirra
einnig viðskipti viö aðrar þjóö-
ir en Rússa. Tillögurnar miöa
að því aö greiöa fyrir og gera
hagkvæmari hvers kyns við-
skipti í gegnum hafnir lands-
ins, þannig aö viðskipti veröi
sem einföldust og íslendingar
verði samkeppnisfærir á öllum
sviðum viö aðrar þjóöir í veröi
jafnt sem þjónustu. Þær miða
einnig aö auknum viðskiptum
með fisk með breytingum á
reglum og samningum á milli
þjóöanna á sviöi sjávarútvegs.
Nefndin leggur einnig áherslu
á stuöning viö markaðsaögerb-
ir í Rússlandi og aö auövelda
viðskipti við þarlenda meö út-
flutningslánum, tryggingum
og annarri þjónustu fjármála-
fyrirtækja. Á fundum nefndar-
innar með sendiherra Rúss-
lands á íslandi kom m.a. fram
að þaö væru ekki aðeins hinar
formlegu reglur sem skiptu
máli til að koma á auknum viö-
skiptum við Rússa, heldur
einnig framkvæmd þeirra og
það viömót sem þeir mæta frá
Islendingum. Sendiherrann
lagöi áherslu á aö Rússar væru
að tileinka sér nýja viöskipta-
hætti og því væri mikilvægt aö
þeir fengju til þess þann stuön-
ing sem þyrfti.
Hollustuvernd:
Flyst til
umhverfis-
ráðuneytis
Umhverfisráöuneytiö hefur
tekib viö yfirstjóm Hollustu-
vemdar ríkisins en stofnunin
tilheyröi áður Heilbrigöis- og
tryggingamálaráöuneyti aö
hluta. Hollustuvemd ríkisins
var stofnsett meö lögum árið
1981 viö sameiningu þriggja
minni ríkisstofnana, Mat-
vælarannsókna ríkisins, Heil-
brigðiseftirlits ríkisins og
Geislavama ríkisins. Geisla-
vamir vom aftur færðar til
sérstakrar stofnunar árið 1985
og þremur ámm síöar var eit-
urefnasviði bætt við starfsem-
ina. Viö stofnun Umhverfis-
ráðuneytisins, í byrjun árs
1990, var mengunarvarnasviö
fært undir yfirstjóm þess. ■
Þab er rangt ab ég œtli ab láta flokksþing Alþýbuflokksins gera eitt
eba neitt. jón Baldvin Hannibalsson:
Höfubmeinsemd þeg-
ar forystumenn leika
sér ab fjöregginu
Starfsmenn hafna á svœbinu frá Þorlákshöfn til
Akraness tóku þátt í mengunarvarnaœfingu á Miöbakkanum í
Reykjavík í gœr. Æfö var notkun nýs mengunarvarnarbúnaöar
sem hafnir á Suövesturlandi og Siglingamálastofnun eiga sameig-
inlega.
Ætla bankar ab gefa nótur vegna útskriftagjalda? Brynjólfur Helgason:
Er enn í skoðun
Jón Baldvin Hannibalsson
segist hafa spurt Jóhönnu Sig-
uröardóttur hvort þaö kæmi
til greina aö sátt gæti nábst í
málinu ef þau mundu bæbi
draga framboö sitt til baka en
Jóhanna hafi hafnab því um-
hugsunarlaust. Jón Baldvin
telur þab vera skyldu sína sem
formanns flokksins ab setja
nibur deilur, ekki síst ef þær
em af því tagi ab þær gætu
leitt til klofnings. Þetta kom
fram í viötali viö Jón Baldvin
á Rás tvö í gær.
„Ég þekki sögu Alþýðuflokks-
ins vel, sögulega séð er hans
höfuðmeinsemd sú þegar for-
ystumenn leika sér aö fjöregg-
inu með þeim hætti aö reyna aö
kljúfa flokkinn í arma, hægri og
vinstri. Þaö er meinsemd sem
þarf aö lækna og ég mun leggja
mig allan fram um aö þau sár
opnist ekki. Þaö er gjörsamlega
ástæöulaust og reyndar ákaflega
varasamt," sagði Jón Baldvin.
Hvaö varðar umræöur um aö
flokksþing samþykki inngöngu-
beiöni í ESB sagöi Jón Baldvin:
„Þab hafa veriö málefnahópar
að starfi frá því í apríl og þaö er
mikill misskilningur ef menn
halda aö flokksþing Alþýðu-
Varnarlibib:
flokksins muni einfaldlega
komast að þeirri niöurstöðu aö
viljum sækja um aðild strax.
Þeir sem þekkja til málsins vita
að þetta er langur ferill og hann
er í stómm dráttum á þessa leið
jafnvel eftir að fyrir liggur hver
niðurstaöa annarra Noröur-
landaþjóða veröur, t.d. Norð-
manna í nóvember. Jafnvel þótt
íslendingar í framhaldi af því
kæmust að þeirri niðurstöðu
eftir könnun Háskólans og þaö
allt saman aö líkur væm á því að
viö gætum náö góðum samn-
ingum. Þá er í fyrsta lagi aö taka
ákvöröun um aö leggja inn um-
sókn, síöan tekur Evrópusam-
bandið sinn tíma til þess að
meta umsóknarlandiö, hvort
það yfirleitt fullnægir skilyrðum
aðildarríkja. Síöan taka viö
samningar, þeir tóku ellefu
mánuöi að því er varöar Norð-
urlöndin og síðan er eftir aö
leggja það fyrir þóöaratkvæöa-
greiöslu og þaö kallar á stjómar-
skrárbreytingar. Meö öömm
orðum; þetta er a.m.k. eins til
tveggja ára aödragandi. Þannig
aö þaö er mesti misskilningur
að þaö veröi sagt á flokksþingi
„upp meö hendur inn með um-
sókn", þetta vita allir í Alþýöu-
flokknum sem eitthvaö hafa
kynnt sér málið," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson. ■
„Vib eram núna ab skoba ýmis
praktísk atribi, þ.e. hvemig vib
getum leyst þetta mál á sem ein-
faldastan hátt," sagbi Brynjólf-
ur Helgason, abstobarbanka-
stjóri Landsbankans, abspurbur
inn hvemig bankinn hafí
bragbist vib kröfu ríkisskatt-
stjóra um ab gefa kvittun fyrir
útskriftargjaldi.
Bankamir byrjuöu að innheimta
gjald fyrir útskriftir af stööu reikn-
inga á síöastliðnum vetri. Þeir
sendu fljótlega fyrirspum til ríkis-
skattstjóra um hvort það teldist
fullnægjandi aö kvittun fyrir
gjaldinu kæmi fram í næsta yfirliti
sem viðkomandi fengi sent. Ríkis-
skattstjóri neitaöi því og taldi
nauösynlegt ab gefa sérstakar nót-
ur fyrir gjaldinu. Forsvarsmenn
bankanna voru ekki sáttir viö svar
ríkisskattstjóra og hafa ekki enn
orbib vib kröfu hans. Brynjólfur
Helgason segir aö meiningin sé ab
ræöa máliö viö ríkisskattstjóra og
reyna að ná sameiginlegri niður-
stööu sem ríkisskattstjóri getur
sætt sig viö og sé líka einföld og
ódýr í framkvæmd. „í flestum til-
vikum er reiknab meö aö þab dugi
að gjaldiö komi fram í yfirliti.
Vandinn snýr hins vegar að fyrir-
tækjum og öðrum bókhaldsskyld-
um aöilum. Viö eram núna að
skoba ýmis praktísk atriði, þ.e.
hvernig hægt sé aö vinna þetta á
sem einfaldastan og ódýrastan
hátt. Þaö skekkir dæmiö vissulega
ef þaö þarf að gefa út sérstaka
kvittun fýrir hverjum 45 kalli sem
er borgaður." ■
Yfirlýsing frá Kvennalistanum á ísafirði
— vegna villandi fréttaflutnings
Samningur
framlengdur
Bandaríkjaher hefur framlengt
flutningasamning sinn við Eim-
skip um tólf mánuði. Eimskip
byrjaði aö annast flutninga fyrir
vamarlibiö á Keflavíkurflugvelli
þann 1. júlí 1993. Um er aö ræöa
65 prósent af árlegum flutningum
fyrir varnarliðið og hafa þessir
flutningar .þannig treyst ameríku-
siglingar Eimskips. Skipafélagið
Van Ommeren hefur annast hinn
hluta flutninganna. Tekjur Eim-
skips af flutningunum eru áætlað-
ar um 230 milljónir króna á ári. ■
Kvennalistinn jók fylgi sitt á
ísafirbi um 52% frá síbustu
bæjarstjórnarkosningum og
fékk kjörinn bæjarfulltrúa í
fyrsta sinn. Þab var því mik-
il stemmning ríkjandi hjá
frambjóbendum listans á
kosninganótt. Ekki virtist
vera alveg sama glebi hjá
sjálfstæbismönnum, sem
höfbu ætlab ab reyna ab ná
hreinum meirihluta í bæjar-
stjóm, en fengu 4 fulltrúa.
Fulltrúi Kvennalistans lýsti
því yfir í kosningaútvarpi um
nóttina, ,að viö héldum öllum
leiðum opríum og vildum
ræða alla möguleika um meiri-
hlutasamstarf. Sjálfstæðis-
menn óskuöu eftir vibræðu-
fundi meö okkur kl. 9 næsta
morgun. Okkur kvennalistak-
onum fannst ekki liggja á aö
taka ákvörðun kl. 3 á kosn-
inganótt um viðræöur um
hugsanlegt meirihlutasam-
starf milli flokka og réttara að
bíða til næsta dags, svo viö
gætum rætt málið okkar í
milli. Þaö höfum við nú gert á
fundi þann 19. maí og sent
skriflegt svar til bæjarfulltrúa
Sjálfstæöisflokksins, þar sem
tekiö er jákvætt í málaleitan
sjálfstæðismanna.
Þar sem fréttamiölar hafa
ekki komiö fram meö sjónar-
miö kvennalistakvenna í
þessu máli, sé ég mig tilknúna
að mótmæla harðlega öllum
ásökunum bæjarfulltrúa Sjálf-
stæöisflokksins um viljaleysi
eða ábyrgöarleysi til aö takast
á viö stjóm bæjarmála.
Aö okkar mati ber það ekki
vott um ábyrgð aö ætla að
ræöa stofnun bæjarmálasam-
starfs í mannfagnaði eftir
kosningasigur, og þannig
vinnur Kvennalistinn ekki.
Kvennalistinn mun sýna
ábyrgö í störfum bæjarstjórnar
og fylgja þeim málum fast eft-
ir sem era baráttumál Kvenna-
listans og horfa til heilla fyrir
ísafjörð. Kvennalistinn mun
leita samstarfs viö alla bæjar-
fulltrúa um aö koma þeim
málum fram.
Við viljum nota þetta tæki-
færi og koma á framfæri þakk-
læti til allra ísfiröinga sem
studdu okkur í þessum kosn-
ingum.
Gubrún Stefánsdóttir,
bæjarfulltrúi Kvennalistans
á ísafirbi