Tíminn - 03.06.1994, Blaðsíða 13
Föstudagur 3. júní 1994
WfwiHIW
13
Nýsköpun í smáiðnaði
Iðnaðarráðuneytið áformar í samstarfi við Iðntækni-
stofnun íslands, Byggðastofnun og atvinnuráðgjafa út
um land að veita styrki, þeim sem hyggjast efna til ný-
sköpunar í smáiðnaði.
Styrkirnir eru fyrst og fremst ætlaðir til þess að greiða
fyrir tæknilegum undirbúningi, hönnun, framleiðsluund-
irbúningi, svo og markaðssetningu nýrra afurða. Þeir
eru ætlaðir þeim, sem hafa þegar skýrt mótuð áform
um slíka starfsemi og leggja í hana eigið áhættufé.
Umsækjendur snúi sér til iðn- og atvinnuráðgjafa eða
Iðntæknistofnunar (slands þar sem umsóknareyðublöð
liggja frammi. Umsóknarfrestur er til 30. júní n.k.
IHVOLSVÖLLUR
Leikskólastjóri
Hvolsvelli
Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra á leikskólan-
um Örk, Hvolsvelli. Starfið felst m.a. í að sjá um, skipu-
leggja og vinna að daglegum störfum í skólanum. Hér
er um heilsdagsstarf að ræða. Ráöningartími er frá 1.
ágúst nk. Leikskólinn Örk er nýr og fullkominn leikskóli
sem tekinn var í notkun í mars sl.
Við leitum að leikskólastjóra sem:
• hefur menntun til starfsins,
• hefur frumkvæði og stjórnunarhæfileika,
• á gott með að umgangast fólk,
• hefur áhuga á að byggja upp nýja starfsemi
á gömlum grunni.
Laun skv. launakjörum Fóstrufélags fslands og launa-
nefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Skriflegar umsóknir sendist til sveitarstjóra Hvolhrepps,
Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fyrir 10. júní nk.
f-----------------------------N
ÍJ*
Öllum þeim flölmörgu sem heiöruðu minningu
Andrésar Konráðssonar
Skúlagötu 17, Borgamesi
og sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför hans, færum viö
innilegar þakkir.
Kristfn Siguröardóttir
Sæunn Andrésdóttir Guðrún Andrésdóttir
Konráð J. Andrésson Guðlelf B. Andrésdóttir
Anna María Andrésdóttir Arnheiður G. Andrésdóttir
tengdabörn og aðrir aðstandendur
V
7
Aðsendar greinar, afmælis-
og minningargreinar
sem birtast eiga í blaðinu þufa ab hafa borist ritstjórn blabsins,
Stakkholti 4, gengib inn frá Brautaholti, tveimur dögum fyrir
birtingardag, á disklingum vistab í hinum <tssg£ *
ýmsu ritvinnsluforritum sem texti, e&a
vélrita&ar. sfMi (91) 63160o
Þœr eiga allar eitt sameiginlegt:
Fyrrum forsetafrúr
í Hvíta húsinu
Þær hafa eflaust ekki veríð sam-
mála í skoðunum sínum, hvort
sem það var í pólitík eöa hvaö
varbaöi innnanstokksmuni í
Hvíta húsinu. Hins vegar sam-
einuðust þær allar á dögunum
þar sem Hillary Clinton, núver-
andi forsetafrú Bandaríkjanna,
stóð fyrir samkvæmi þar sem
þær voru heibraðar fyrir framlag
sitt í þágu þjóðarinnar. Þær eru
fyrrum forsetafrúr Bandaríkj-
anna.
Uppákoman var haldin í góð-
gerðaskyni og til sögunnar mættu
Lady Bird Johnson, Betty Ford, Ro-
salynn Carter, Nancy Reagan og
Barbara Bush auk gestgjafans, Hill-
ary Rodham Clinton. Ágóðinn af
uppátækinu mun renna til útivist-
arsvæöis sem nefnast mun Þjóöar-
garðurinn, og hefjast framkvæmd-
ir við hann væntanlega á næsta
ári.
Kvöldverðurinn samanstóð af
dýrindis réttum og kostaöi litlar
70.000 kr. íslenskar að fá að njóta
félagsskaparins meö forsetafrún-
um.
f SPEGLI
TÍMANS
Clinton sagbi vib at-
höfnina ab hlutverk
forsetakvenna vœri oft
vanmetib.
Hins vegar var aöeins einn forseti
viðstaddur herlegheitin, sjálfur
Bill Clinton. Að sögn hans komu
850 gestir til veislunnar þannig að
tiltækið tókst vel fjárhagslega séð.
Það varpaði samt skugga á at-
höfnina að kvöldverðurinn átti sér
stað kvöldið áður en frægasta for-
setafrú Bandaríkjanna lést, Jackie
Onassis, Hún boðaði forföll sín
samdægurs en þá versnaði henni
skyndilega. Clinton Bandaríkja-
forseti fór hlýlegum orðum um
hana og stallsystur hennar og
sagði að það gleymdist oft hversu
stóran þátt þær ættu í lífi og vel-
gengni sérhverrar þjóðar og eigin-
manna þeirra, valdamestu manna
heims. ■