Tíminn - 03.06.1994, Blaðsíða 8
8
«g—t--
WmnWl*
Föstudagur 3. júní 1994
Tekist á um
strætóbikarinn
Bíll með fleiri
plúsa en mínusa"
Primera, jafnvel þótt Primeran
sé ódýrari. Mitsubishi Galant er
í sama stæröarflokki. Galantinn
er ansi freistandi, en hann er
bara heldur dýr. Þess vegna býst
ég við að ég myndi velja Car-
inu, ef ég væri að leita að bíl í
þessum stærðarflokki."
Góbur í endursölu
Viktor hefur atvinnu sína af því
að versla með notaða bíla, en
hann er eigandi einnar stærstu
bílasölu landsins. En hvaða ein-
kunn gefur hann þessum bíl,
þegar kemur að endursölunni?
„Carinan hefur alla tíð verið
mjög góð í endursölu," segir
hann. „Jafnvel eldri bílamir
líka; menn hafa ekki veriö í
vandræðum með að selja þá.
Toyotan er yfirhöfuð mjög góð
í sölu. Reyndar standa þessar
þrjár tegundir — Nissan, Mitsu-
bishi og Toyota — uppúr í end-
ursölunni. Væntanlega af því
að þeir em mikið auglýstir.
Bílamarkaðurinn einkennist
nokkuð af því að það hefur ver-
ið lítill innflutningur á nýjum
bílum. Það em dálítil slagsmál
um að ná í nýlega bíla. Það er
ekki rétt, að bílasölumar séu
fullar af gömlum dmslum, eftir-
spumin er einfaldlega miklu
meiri á nýrri árgerðunum. Það
er algengt að menn vilji setja
bíla, sem em eldri en 1988-ár-
geröin, upp í nýlegri bíla. Nýrri
bílar seljast mjög vel, en vanda-
málið er kannski helst það að
menn vilja láta gamla bfla uppí
og það geta þeir reyndar í flest-
um tilfellum, vegna þess að það
em svo margir sem vantar pen-
inga."
Við reynsluaksturinn var bens-
íneyösla ekki mæld, enda ekki
ekið með spamað í huga. Nálin
í eldsneytismælinum var ekki á
neinni hraðferð niöur kvarð-
ann og eyðslan lítur út fyrir að
vera vel innan skynsamlegra
marka.
Eitt smáatriði, sem þó er stórt,
má nefna í lokin. Það hefur
stundum reynst vandamál með
skutbíla að ryk smýgur inn
meöfram afturhleranum þegar
ekib er á malarvegi. Þetta er
ótrúlega algengt; jafnvel á nýj-
um bílum, en þrátt fyrir að aft-
urhlerinn sé stór og mikill á
Carinunni, hefur verið gengiö
það vel frá að hann hleypir
engu ryki inn.
Ökuleikniskeppni fjölmibl-
anna á strætisvögnum fór
fram í portinu hjá SVR vib
Borgartún um síbustu helgi.
Keppnin var lífleg og þegar
upp var staðið skildu einungis
tvær sekúndur á milli sigur-
vegarans og þess sem hafnaöi
í öbru sæti.
Keppt var í tveimur umferðum
og reiknaöur út heildartími að
lokinni hverri umferð fyrir sig.
Keppendur voru reyndar
óvenju fáir, en til leiks mættu
fulltrúar frá Ökuþór, Tímanum,
Ríkissjónvarpinu og Stöð 2.
Hörðust var keppnin á milli
Snorra Þórssonar Tímamanns
og Samúels Amar Erlingssonar
frá Ríkissjónvarpinu. Lokaniö-
urstöður voru þær að Samúel
Öm var með tveggja sek. forskot
á Snorra. Snorri og Samúel em
reyndar báðir vanir rútubílstjór-
ar, en Samúel Öm vann einnig
strætóökuleikniskeppnina á síb-
asta ári. Bikarinn er farandgrip-
ur, gefinn af DV. ■
Samúel Örn Erlingsson frá Ríkissjónvarpinu og Snorri Þórsson frá Tímanum
tókust á um efsta sœtiö, og munaöi litlu þegar upp var staöiö.
Tímamynd, PS
Viktor Urbancic
hjá Bílasölu
Reykjavíkur tek-
ur Toyotu Car-
inu E 2.0 CLi
Wagon til kost-
anna:
Gestur okkar í reynslu-
akstri Tímans er að
þessu sinni bílasalinn
Viktor Urbancic, en hann á og
rekur Bílasölu Reykjavíkur í
Skeifunni. Viðskipti meö bíla
em ekki einungis starf Viktors,
heldur em bílar eitt af áhuga-
málunum. Fjölskyldubílamir á
heimili Viktors em 220 hestafla
Jaguar og opinn sportbíll frá
Mercedes-Benz.
Reynsluakstursbíllinn er skut-
útgáfan af Toyota Carina E 2.0
GLi. Þetta er ríkulega búinn bíll.
Vélin er tveggja lítra meb
beinni innspýtingu, eins og
tegundarheitið bendir til, og á
að skila 133 hestöflum (98 kW)
á 5800 sn./mín. Snúningsátakið
er 183 Nm á 4600 sn./mín.
Aukabúnaður í bílnum sem við
fengum var topplúga, álfelgur
og loftræsting (air condition-
ing).
Hemlalæsivörn
staöalbúnaður
Staðalbúnaburinn er mjög
ríkulegur, en þar má nefna ABS-
hemlalæsivörn, rafdrifnar rúð-
ur og útispegla, sætisupphitara
ab framan, leðurklætt vökva-
og veltistýri, fjögurra þrepa
sjálfskiptingu með yfirgír, topp-
grind, samlæsingu á hurðum
o.fl.
Verðiö án aukabúnaðarins er
1.869 þúsund krónur. Umboð-
iö, P. Samúelsson, fær hrós fyrir
að selja bílinn hér með hemla-
læsivörn sem staðalbúnað. Það,
ab bíllinn dragi ekki hjólin,
sama vib hversu slæm skilyrði
er hemlab, getur skipt sköpum
og þá sér í lagi hjá bílstjómm
sem em óvanir akstrí í hálku og
lausamöl. Meö þessu er til að
mynda hægt að stýra bílnum,
þó aö hemlað sé af öllu afli um
leiö.
„Mér líkar nokkuð vel við
hann, þetta er bíll með fleiri
plúsa en mínusa," sagði Viktor
Urbancic aö loknum reynslu-
akstrinum. „Hann mætti þó
ekki vera kraftminni. Aflið er al-
veg þokkalegt innanbæjar, en í
þab tæpasta úti á vegum. Sér-
staklega þegar farið er upp lang-
ar brekkur, en þá veröur aö
passa ab taka yfirgírinn á sjálf-
skiptingunni af."
Okkur bar saman um að inn-
rétting Carinu sé til fyrirmynd-
ar, bæbi hönnun og frágangur.
Sætisstólamir að framan fengu
sérstakt hrós hjá Viktori. „Stól-
amir að fiaman em mjög þéttir
og góöir og styðja vel vib líkam-
ann. Setan nær hæfilega langt
fram og styður vel undir lærin.
Öll stjómtæki og takkar em
innan seilingar, hvort sem það
em rofar fyrir stillingu á úti-
speglum, rúðuupphalarar,
hljómflutningstæki, gírstöng
eða annaö. Þetta liggur allt
mjög vel við.
Það eina, sem finna mætti að
innréttingunni, er að púðinn á
milli sætanna er aöeins of lágur.
Hann þyrjfti aö vera aðeins
hærri; þab er misræmi á milli
púöans, sem maður hvílir
hendina á í hurðinni, og þess
sem er á milli sætanna."
Vel heppnuö
skutútgáfa
Bílaframleiðendum er alltaf
nokkur vandi á höndum, þegar
hönnuð er skutbilsútgáfa af
vinsælum bílum. Hættan er þá
sú aö íhaldssamir kaupendur
séu ekki sáttir við breytinguna.
Þetta ætti ekki ab koma ab sök í
tilfelli Carinunnar. Skutbíllinn
er óvenju rennilegur, en þar
skiptir máli að toppbogamir sitt
hvom megin á þakinu setja
sterkan svip á bílinn. Yfirbygg-
ingin sveigist dálítið nibur að
aftan. Þetta bitnar eitthvab á
innanrými bílsins, en gefur
honum á móti ávalara og sport-
legra útlit.
„Carinan er smekkleg bæbi að
utan og innan og plássið er yfir-
drifið," segir Viktor. „Bíllinn er
það langur að þeir sem sitja aft-
urí finna ekkert fyrir því að loft-
hæöin er minni vegna topplú-
gunnar. Ég er kannski ekki það
hávaxinn, en ég finn heldur
ekkert fyrir því plássi sem topp-
lúgan tekur í loftinu ab fram-
an."
Of hastur?
Bíllinn var bæði reyndur inn-
anbæjar og á vegum úti, bæöi á
malbiki og á malarvegum. Út-
koman var þokkaleg, en það var
einna helst ab vart yrbi við
skrölt í gardínunni yfir farang-
ursrýminu að aftan, þegar ekið
er á malarvegi. Hana má hins
vegar fjarlægja, ef menn vilja.
Carinan er búinn svokallaðri
McPherson-fjöðmn, sem er
sjálfstæb gormafjöðmn fyrir
hvert hjól. Þetta er skemmtileg-
ur fjaðrabúnaöur, en þegar kom
að þvi að leggja mat á fjöðmn
bílsins greindi okkur nokkuð á.
Viktor vildi hafa hana ívið
mýkri.
„Hann er helst til hastur fyrir
minn smekk," segir hann. „Það
fer að vísu eftir því hvernig
dekkjum hann er á, en maður
finnur fyrir því á malarvegum.
Fjöðmnin er meb hálfgeröa
sportbílaeiginleika, sem er dá-
lítið skrítið þegar um er að ræba
jafn stóran bíl og þennan."
í samanburðarprófun þýska
bílablaðsins Auto-Bild á jap-
önskum millistærðarbílum,
sem við birtum á dögunum,
lenti Carinan í öbm sæti, á eftir
Nissan Primera. En er þetta fýsi-
legur kostur miðað vib verb?
„Já, þab finnst mér," segir
Viktor. „Ég myndi frekar fá mér
svona Carinu heldur en Nissan