Tíminn - 03.06.1994, Blaðsíða 4
4
WJWCfÍíw
Föstudagur 3. maí 1994
Hmfiiiw
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Utgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmibja
Frjálsrar fjölmiblunar hf.
Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Löndunarbanni
veröi aflétt
Fyrir örfáum árum var það nýmæli upp tekið að ís-
lenskar fiskvinnslustöðvar hófu að kaupa fisk af er-
lendum veiðiskipum, vinna hann og selja áfram á er-
lendum mörkuðum. Allt hefur þefta veriö í smáum stíl
og kaupin nær einvörðungu bundin við afla rúss-
neskra togara. Nú eru þýskir togarar einnig farnir að
landa afla hér.
Með minnkun aflakvóta íslenskra skipa liggur ekki
annað fyrir en að loka fjölda fiskvinnslustöðva vegna
hráefnisskorts, og liggur ljóst fyrir hvaða áhrif það hef-
ur á mörg byggðarlög og atvinnulíf og útflutninginn í
heild.
Tíminn hefur bent á ýmsar leiðir til að nýta sjávarafla
með öðrum og fjölbreyttari hætti en tíðkast hefur, til
að mæta minnkandi kvóta á hefðbundnar tegundir.
Einnig hefur verið bryddað upp á að auðvelda erlend-
um skipum að selja afla sinn í íslenskum höfnum. Þar
með verðum við ekki aðeins hráefnisseljendur, heldur
einnig hráefniskaupendur sem auka verðmæti vör-
unnar áður en hún er seld neytendum.
Margs konar rök eru fyrir því hvers vegna erlendum
skipum var meinað að landa afla á íslandi og hvers
vegna þeim var ekki veitt sú þjónusta sem þau þurftu á
að halda. Meginröksemdin var sú að útlendingarnir
væru að keppa við íslendinga um fiskinn á nálægum
miðum. Ekki þótti rétt að auðvelda þeim samkeppn-
ina.
Eftir að auðlindalögsagan var færð út í 200 mílur
horfir málið öðruvísi við, en samt er vert að hafa í
huga að erlend og innlend fiskiskip veiða úr sömu
stofnum í námunda við landið.
Eigi að síöur ætti að auðvelda erlendum skipum aö
landa hér og ná þannig t.d. afla úr Barentshafi og yfir-
leitt víðar úr íshafi og Norður-Atlantshafi, vinna hann
hér og selja áfram.
Á fyrri tíð var þjónusta við erlenda togara mikill at-
vinnuvegur. Skipasmíðastöðvar og vélsmiðjur byggðu
afkomu sína á þjónustu við erlend skip jafnt og inn-
lend. Nú er því dæmi snúið við og vélsmiðjur varla
nema svipur hjá sjón. Marga aðra þjónustu keypti flot-
inn.
En aðalatriðið er að ná sem mestum fiski á land og
hagnast á því. Hætta er á að markaðir, sem tekið hefur
áratugi að byggja upp austan hafs og vestan, verði að
engu ef ekki er hægt að útvega nægan fisk vegna þess
að hann er að verða uppurinn á íslandsmiðum. Þeim
mörkuðum er hægt að halda við með því að kaupa fisk
sem veiddur er á alþjóðahafsvæðum eða í lögsögu
annarra þjóða.
Skrýtið þætti ef íslensk skip fengju ekki að selja afla
sinn í hvaða landi sem er, eða að þau fengju ekki alla
þá þjónustu sem útgeraðin og áhafnirnar þarfnast. Það
er sönnu nær aö allar hafnir í nálægum löndum eru ís-
lenskum skipum opnar og hægt er að stunda þar öll
eðlileg viðskipti, m.a. að selja aflann ef einhver vill
kaupa.
Löndunarbann og lokun íslenskra hafna fyrir erlend-
um fiskiskipum er tímaskekkja, sem hlýtur að verða
lagfærð. Á tímum opnari viðskiptahátta og náinnar
fjölþjóðasamvinnu í markaðsmálum er sjálfsagt að
endurskoða þessi mál frá grunni og gaumgæfa vel
hverjir eru raunverulegir hagsmunir okkar.
Dallas á íslandi
Síbustu daga hafa borist miklar
sögur um hlutabréfakaup í Stöb
2. Eftir ab málib hafbi verib
framhaldssaga í nokkrum blöð-
um og í fréttatíma Stöbvarinnar
um hríb og vöngum velt yfir því
hver gæti verib hinn dularfulli
hlutabréfakaupandi, var upp-
lýst ab sá sem keypti bréfin var
enginn annar en Sigurjón Sig-
hvatsson. Þetta þótti víst fæst-
um mikil tíbindi, enda hafa ver-
ib endalausar lofgreinar og
stjörnuvibtöl vib Sigurjón í ís-
lenskum fjölmiblum og hann
kynntur sem hinn íslenski
nestor viðskiptalífsins. Mabur-
inn, sem meikabi þab í Ameríku
sem kvikmyndaframleiðandi
með meiru, hlaut ab eiga nóga
peninga til ab kaupa sér sjón-
varpsstöb.
„Business is business"
í Ameríku segja menn ab „eng-
inn sé annars bróbir í leik", þeg-
ar kemur að viðskiptalífinu. Þar
heitir þab „business is business"
eba „I don't mix business with
pleasure". Þetta eru hin endan-
legu boðorð markabshyggjunn-
ar, og vibskiptasibferði, sam-
kvæmt ebli málsins, mótast af
þeirri grundvallarreglu ab allir,
sem stunda vibskipti, vilji fá
sem mest fyrir sinn snúb.
Hér á landi em margir stórlax-
ar, sem telja sig vita öbmm bet-
ur um hvab viðskipti snúast.
Margir þessara manna hafa efn-
ast vel á vibskiptum og telja sig
til heldri manna fyrir vikib og
skirrast ekki vib ab tala um mis-
kunnarlausan heim vibskipt-
anna, þegar kemur t.d. ab
launafólki og efnahagslegu mis-
rétti þegnanna í landinu. Þó em
fæstir þessara manna beinir
þátttakendur í stjórnmálum
eins og þau birtast almenningi.
Þeir standa hins vegar á bak vib
þá stjórnmálamenn, sem skilja
ab markaburinn er miskunnar-
laus, sérstaklega þegar kemur ab
þeim sem smærri teljast og
þurfa ab vinna fyrir sér í sveita
síns andlits meb hefbbundinni
launavinnu.
Nokkrir úr hópi íslenskra stór-
laxa í vibskiptum, sem jafn-
framt em frægir fyrir „bak vib"-
GARRI
tengsl sín vib tiltekinn stjóm-
málaflokk, sitja í stjórn Stöðvar
2. Þessir menn hafa allir sem
einn tekið þátt í því að mæra
Sigurjón Sighvatsson og lýst
honum sem einstaklega vel
heppnubu eintaki af bisness-
manni á alþjóðamælikvarba,
enda sýni þab sig ab hann vilji
eiga hlut í Stöb 2, sem hljóti ab
þýba ab Stöð 2 sé sérstaklega eft-
irsóknarvert fyrirtæki.
Bláeygir bisnessmenn
Nú hafa hins vegar málin skip-
ast þannig, að engu líkara er en
ab íslensku stórlaxarnir hafi
klikkab á gmndvallaratribum
markabshyggjunnar, sem þeir
sjálfir hafa bobab í öll þessi ár.
„Business is business" og allt
það! Nú er alþjóblegi viðskipt-
arefurinn búinn ab snúa á ís-
lensku abdáenduma og taka
Stöb 2 frá þeim, en gömlu
stjómendurnir standa eftir og
vita ekkert í hvom fótinn þeir
eiga ab stíga. Skyndilega stend-
ur stórskotalib íslenskra vib-
skiptajöfra uppi eins og bláeygir
sakleysingjar, sem vom að heyra
í fyrsta sinn hversu harbur
heimur vibskiptanna er. Pressan
í gær ber hluta af klögumálum
stjómarmannanna á torg og á
forsíðunni em einar fjórar abal-
fyrirsagnir um málib: „Vill reka
Pál", „Blekkti Ingimund í Heklu
út í hlutabréfakaup", „Sveik
æskuvin sinn Óskar Magnús-
son" og „Stjórn Stöðvar 2 segir
af sér".
Stöb 2 hefur um skeib sýnt
framhaldsþáttaröbina um Dall-
as og eftir þær sviptingar, sem
orbib hafa, og yfirlýsingamar og
upphæðimar, sem menn em að
versla meb, er engu líkara en
Stöb 2 hafi sjálf breyst í Dallas-
þátt. Hver er J.R. og hver er Bob-
by og hver er Cliff Barnes, skal
ósagt látib. Hins vegar er alveg
ljóst ab íslensk alþýba og launa-
þrælar allir munu skemmta sér
ágætlega vib ab fylgjast með
þessu íslenska Dallasi, enda
kominn nokkur þreyta í gamla
Dallasib.
Garri
Síldin kemur — síldin fer
Mitt í vondum fréttum af afla-
horfum fyrir næsta fiskveiðiár
kom frétt í fjölmiblum, sem lét
ekki mikib yfir sér. Hún var þess
efnis ab í leibangri Hafrann-
sóknarstofnunar á Bjarna Sæ-
mundssyni hefði fundist „ís-
landssíld", eins og þab var kall-
að. Ég sá ekki betur en ab þab
væri glampi í augunum á Jakobi
Jakobssyni í sjónvarpsviðtali, og
nú brá svo við ab hann eggjabi
menn lögeggjan ab fara til
veiba. Þab er nýtt sem sjaldan
skebur nú í seinni tíb.
Hvers vegna er
fiðringurinn?
Síld er ekki nýtt fyrirbrigbi fyrir
íslendinga. Síldveibar hafa verib
miklar um árabil. Hvers vegna
fer þá um menn fibringur vib
þessar fréttir? Þab er einfaldlega
vegna þess ab hér er um annan
stofn að ræba, stóra síld og góba
sem veiðist á sumrin þegar
bjartast er og blíbast. Þetta er
fiskurinn sem stóð undir því
sem var kallab síldarævintýri á
sínum tíma. Þessi fiskur hefur
ekki sést á íslandsmibum í 27 ár.
Þess vegna var þab svo fyrir mér
sem fleirum ab mér finnast
þetta nokkur tíðindi, ekki síst
vegna þess ab ég nábi abeins í
endann á hinu svokallaba síld-
arævintýri þegar síldinni, sem
köllub var „silfur hafsins", var
mokað á land fyrir norban og
Jakob Jakobsson var á sjó allt
sumarib að vísa sjómönnum á
síldina og varb þjóbhetja fyrir
bragbið.
Breyttlr tímar
Þab er ab sjálfsögbu ekki vitab á
þessari stundu hvaba slóba
fréttin um „Íslandssíldina"
dregur á eftir sér. Hvab sem
verbur, er víst ab síldarævintýr-
ið verbur ekki á sama hátt og
Á víbavangi
ábur var. Verkun síldarinnar
hefur breyst, vélar hafa tekib
vib störfum sem mannshöndin
vann áður, og gömlu síldar-
plönin eru horfin. Markabsmál-
in eru breytt frá því sem ábur
var.
Þrátt fyrir þetta er fréttin af því
ab norsk-íslenski síldarstofninn
sé svo öflugur orðinn ab hann
gangi nú vestur á bóginn, stór-
frétt. Leibi þetta til umtals-
verbra veiða Islendinga úr þess-
um stofni, ber ab nýta þá mögu-
leika skynsamlega og muna eft-
ir því ab ábur veiddum vib
þangab til síldin hvarf einn gób-
an veðurdag fyrir 27 árum. Eftir
þab voru heil bæjarfélög í mikl-
um erfiðleikum vegna þess að
þegar síldarvinnslan var í al-
gleymingi var lítt hugsab um
abra vinnslu sjávarfangs á þeim
stöbum þar sem mest barst á
land. Einnig það er breytt nú.
Þess vegna getur fréttin um síld-
ina þýtt þab að nýr möguleiki á
vinnslu á góðu hráefni bætist
vib í sjávarútveginum yfir sum-
artímann. Þab væru svo sannar-
lega góbar fréttir og kæmi þab
atvinnulífinu vel, eins og ab-
stæbur em núna.
Rétturinn til veiða
Eins og komib hefur fram í
fréttum, kemur þessi síldarstofn
frá Noregi og heldur vestur á
bóginn. Þetta er því einn af
þeim stofnum sem semja verbur
um veibar á. Þessi tíbindi minna
okkur því enn á hin flóknu haf-
réttarmál og réttinn til veiða á
sameiginlegum stofnum, sem
semja verður um vib abrar þjóð-
ir. Þótt umhverfi okkar í fisk-
veibum hafi gjörbreyst síbustu
árin og úthafsveibar hafi vaxib,
er það samt grundvöllurinn í
stefnu okkar í fiskveibimálum
ab semja eigi um skynsamlega
nýtingu fiskistofnanna. Vib ætl-
um okkur aubvitab sanngjarn-
an hlut í þeim samningum.
Jón Kr.