Tíminn - 03.06.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.06.1994, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. júní 1994 5 Mikiö söguefni Kjartan Ólafsson: Verslunarsaga Vest- ur-Skaftfellinga. Hundrab ára verslun í Vík i Mýrdal. Þri&ja bindi. Vík. Vestur-Skaftafellssýsla 1993. 445 bls. Þetta þriðja bindi verslunar- sögu Vestur-Skaftfellinga fjall- ar um tímabilið frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar og fram á okkar daga. Það skiptist í átta meginkafla og fjallar hinn fyrsti um verslun í Skaftárósi og Hvalsíki, en þar austur á sandauðnúnum rak Kaupfélag Skaftfellinga verslun í tæpa tvo áratugi, frá 1918 og fram til 1937, er útibúið var flutt að Kirkjubæjarklaustri. Saga versíunarinnar þarna austur á söndunum er að mínum dómi einn athyglisverðasti þáttur þessarar bókar og sýnir glöggt, hve úrræðagóðir Skaftfellingar vom í baráttu við hafnleysur og erfiðar aðstæður. I öðmm meginkafla er rakin saga Kaupfélags Skaftfellinga frá 1928 til 1990 og er það lengsti kafli bókarinnar, vel á annað hundrað blaðsíður. Þessi kafli er um margt stór- fróðlegur, en eilítið yfirlits- BÆKUR )ÓN Þ. ÞÓR kenndur á köflum. Þriðji og fjórði kafli greina frá verslun Halldórs Jónssonar í Vík, en verslun Halldórs var stærsta og langlífasta verslim- in í eigu einstaklings í Vestur- Skaftafellssýslu á þessu tíma- bili og um margt brautryðj- andi. I þriðja kafla greinir frá versluninni á ámm fyrri heimsstyrjaldar, en í hinum fjórða segir frá starfsemi henn- ar frá 1919 og þar til starfsem- inni lauk árið 1950. í fimmta kafla segir frá Versl- unarfélagi Vestur-Skaftfell- inga, sem stofnað var árið 1950 og starfaði til 1. júlí 1973. Þá tóku við ýmis fyrir- tæki, sem telja verður arftaka verslunarfélagsins, og greinir einnig nokkuð frá þeim í þess- um kafla. Sjötti kafli er helgaður versl- unarsögu ellefu verslana í eigu einstaklinga í Vík og í þeim Kjartan Ólafsson. sjöunda segir frá sex sveita- verslunum. í áttunda og síð- asta kaflanum er síðan fjallað um tengsl Öræfinga við Kaup- félag Skaftfellinga og um við- skipti þeirra við verslanir í Vík. Eins og sjá má af þessari smtt- orðu efnislýsingu, er hér fjall- að um mikið söguefni, sem oft er vandmeðfarið. Kjartan Ól- Aftur í aldir jan Wlese: Undrin á torginu. Skáldsaga. íslensk þýbing: Ásgelr Asgeirsson. Almenna bókafélagib 1994. 194 bls. Þetta er býsna skemmtileg saga og harla óvenjuleg að efni og uppbyggingu. Hún hefst á ósköp venjulegan hátt á frásögn miðaldra bókavarðar og fomritafræðings páfastóls. Hann simr í fangelsi þegar sag- an hefst og þá gerist það, að ný kirkja í Perugia hrynur til grunna, á meðan vígsluathöfn stendur, og margir helsm frammámenn ríkis og kirkju farast. Þegar hér er komið sögu hvarflar það óneitanlega að lesandanum, að hér sé á ferð- inni enn einn slysa-glæpareyf- arinn, næst hefjist umræða um baráttu lögreglunnar við skemmdarverkamenn og ann- að illþýði, og svo ljúki þessu öllu saman með æðisgengnum skotbardaga, gott ef ekki glæsi- legu éinvígi lögmanna í réttar- sal, eins og alltaf er verið að sýna í sjónvarpinu. En svo er aldeilis ekki. í kirkj- unni, sem hmndi, var einstök, aldagömul altaristafla, og þekkti enginn lifandi maður sögu hennar annar en forn- fræðingurinn í mgthúsinu. Og það er einmitt þessi altar- istafla, sem sagan snýst um. Hún hékk lengi í lítilli þorps- kirkju í afdal, sem heitir Söng- dalur, af því þar söng fólkið guði dýrð af meiri innileik og fegurö en annarstaðar. Úr litlu fjallakirkjunni var altaristaflan flutt í páfagarð, þar sem hún rykféll, uns fomfræðingurinn átti þátt í að uppgötva hana að nýju. Það varð til þess að hún hlaut heiöurssess í nýju kirkj- unni. En hvemig varð altaristaflan til? í sögunni tekur fomfræð- ingurinn lesandann með sér aftur í aldir og segir honum söguna af því, hvernig og hvers vegna myndin var gerð. Þar kemur fjöldi manna við sögu, en í aðalhlutverki em listamaðurinn og sögumaður í smábæ, og vom báðir uppi fyr- ir mörgum öldum. Hömndur segir söguna í mörgum smá- sögum, sem einna helst er að líkja við dæmisögur, og skipt- ast listamaðurinn og sögu- maðurinn á um aö segja frá, en fomfræðingurinn les frá- sögnina af gömlum blöðum. En þótt fomfræðingurinn væri starfi sínu trúr, trúrri en flestir menn aðrir, og lifði og hrærðist í löngu horfnum afsson hemr þó óumdeilan- lega reynst vandanum vaxinn. Hann hefur unnið vel úr margbreytilegum heimildum, nýtir munnlegar heimildir á skemmtilegan hátt, og tekst að segja læsilega sögu af mál- um, sem margur myndi kalla hversdagsleg. I bókarlok hlýt- ur lesandinn að hafa miklum mun betri skilning á aðstæð- um Vestur-Skaftfellinga og því, hve erfið verslunarsókn þeirra hemr lengst af verið. í bókarlok em allar nauðsyn- legar skrár, sem byrjar trausm fræðiriti. Textinn er prýddur fjölda mynda og hafa margar þeirra mikið heimildagildi. Allur frágangur er og með ágæmm. Verslunarsaga Vesmr-Skaft- fellinga er mikiö eljuverk. Sá, sem þessar línur ritar, hefur að vísu ekki átt þess kost að kynna sér 2. bindi verksins, en af hinum tveim virðist óhætt að milyrða, að hér sé á ferð merkt framlag til íslenskrar verslunarsögu 19. og 20. aldar. ■ BÆKUR JÓN Þ. ÞÓR tíma, var hann þó nútíma- maður að einu leyti. Hann var kvæntur glæsimey, sem átti auglýsingastofu, og þegar hann loks komst ab hinu sanna um tilurö altaristöfl- unnar fór fyrir honum eins og einni af söguhetjunum í sög- um gamla sögumannsins. Þess vegna var hann í fangelsi. Þessi saga er um margt óvenjuleg. Hún er einkar læsi- leg og í sögum sögumannsins gamla er fólginn fom boð- skapur, sem þó er sífellt nýr: Sá ybar, sem syndlaus er ... Ekki hef ég lesiö bók þessa á frummálinu og kann því ekki að dæma um þýðinguna sem slíka. íslenski textinn er hins vegar ágætlega gerbur. Fá úrrœbi í atvinnumálum í Vestur-Evrópu í bráö — 3. grein Dagar einnar kynslóbar líba s forsíðugrein Intemational Herald Tribune 10. mars 1994 um evrópsk atvinnu- mál segir enn: „Tilflutningur iðnframleiðslu til heimshluta, þar sem kaupgjald er lágt, einkum Suðaustur-Asíu, er ein leið fyrirtækja til að verða aft- ur samkeppnishæf, en að þeirri leið er enn aukið á at- vinnuleysisvandann í Vestur- Evrópu. Heino Fassbender, framkvæmdastjóri ráðgjafar- fyrirtækis í Frankfurt, hefur ab undanförnu unnið að athug- un á atvinnuleysi og vinnu- markabi. Hann segir Vestur- Evrópu þurfa að efla þjónustu- greinar sínar, jafnvel þótt lág laun séu í störfum í þeim. Létta þurfi til dæmis skorðum á starfsháttum verslana, opn- unartíma og starfssviði þeirra, en í því fælist breyting á sam- félagsháttum. Eins og flestir VIÐSKIPTI aðrir talsmenn stórfyrirtækja (corporate world) segir Fass- bender líka, að ríkisstjórnir þurfi ab draga saman seglin í velferðarmálum og gera ráð- stafanir til að lækka skatta og launatengd gjöld, sem í Þýska- landi, Frakklandi og á Italíu nema nálega helmingi kaup- gjalds. Tom Alexander, fram- kvæmdastjóri atvinnu-, fræðslu- og félagsmáladeildar Efnahags- og framfarastofmm- arinnar, segir að starfsþjálfun og skólun skipti meginmáli við atvinnusköpun í framtíð- inni. Eins og margir aðrir telur hann þörf á fjárfestingu í nýrri tækni, svo sem upplýsinga- miðlun að tölvuvæðingu („in- formation superhighways"). Alexander viðurkennir þó, ab „dagar einnar kynslóðar líði" áður en til áhrifa þessa segði. Á mörgum nýjum tæknisviðum þykir evrópskum fyrirtækjum að sér þrengt af óþarflega mörgum reglum og vöntun á stöðlun vamings vítt og breitt um Evrópu. Kostur kann að vera á sköpun nýrra starfa í þjónustugrein- um eða upptöku hlutastarfa, en af því hlytist oft lækkun starfslauna. Horst Siebert, for- seti Alþjóðlegu efnahagsstofn- unarinnar í Kiel, segir: „Sú skoðun er uppi, að við búum í hálauna-umhverfi og eigum að búa þar áfram. Fólk vill ekki rennistiga um vinnuhætti. — Breska ríkisstjómin leggur kapp á, að fækkað veröi regl- um um vinnuhætti. Þeir, sem vilja halda uppi félagslegum réttindum, eiga hins vegar öfl- uga málsvara víða í Vestur- Evrópu." „Ríkisstjóm Clintons í Bandaríkjunum er eins viss um það og margir athafna- menn, að lækka beri vexti til að örva fjárfestingu stórfyrir- tækja. Yfirvöld peningamála í Frakklandi og Þýskalandi em annarrar skoðunar. — Meðan í Vestur-Evrópu er bið og von á endurskipulagningu iðnaöar, jafnvel í mörg ár, telur Rudri- ger Dornbusch, prófessor í hagfræði við MIT, ab bmgðist skuli við atvinnuvanda henn- ar „með ömm lánveitingum á lágum vöxtum, að bandarísk- um hætti". Hann sakaði seðla- banka Þýskalands, Bundes- bank, um að halda vöxtum of háum, og kveður hann „þann einstaka aðila" sem mesta sök eigi á vaxandi atvinnuleysi." ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES SINN FEIN í BORGARSTJÓRN Reykjavíkurlistinn tekur senn vib stjórn höfuðborgarinnar, en þar með er ekki öll sagan sögð. Kjömir borgarfulltrúar eru abeins hálf borgarstjórnin og eins konar pólit- ískur armur hennar, eins og Sinn Fein á írlandi. Hinn helmingurinn eru sjálfir embættismennirnir og þeir hafa áfram tögl og hagldir, þó ab borgarfulltrúar komi og fari á fjögurra ára fresti. Til ab þessir tveir ólíku helmingar sitji saman f sátt og samlyndi, verba bábir armamir ab koma úr sama stjórnmálaflokknum. Síbustu eitthundrab árin hefur meirihluti borgarfulltrúa komib úr sama stjómmálaflokki og embætt- ismennirnir og hefur þab verib gæfa borgarbúa í heila öld. Fulltrú- ar meirihlutans frá 1978 eru þó undanþegnir reglu þessari og áttu frekar erfitt uppdráttar hjá embætt- ismönnum sínum. Meirihlutinn sat eins og gíslar á borgarskrifstofun- um í fjögur ár og í dag syrtir aftur í álinn hjá Reykvíkingum: Embættismenn borgarinnar hafa nú fengib nýjan meirihluta inn á gafl hjá sér og er hann úr allt öbr- um stjórnmálaflokki en þeir sjálfir. Sagan frá sjötíu og átta er ab end- urtaka sig og embættismennirnir geta eins vel haldib R-listanum í stofufangelsi í fjögur ár, ef þeim býbur svo vib ab horfa. En úr því kjósendum er bobib upp á lýbræbi í kosningum, verbur lýb- ræbib ab ná lengra en heim ab stimpilklukku rábhússins eftir kjör- dag. Lýbræbib gerir ráb fyrir ab nýjum borgarfulltrúum fylgi nýir sibir og nýtt andrúmsloft inn í ráb- húsib. Þannig eru leikreglurnar og ekkert vib þeim ab segja. Lýbræb- inu verbur því aldrei hrint í fram- kvæmd á meban starfsmenn horf- ins meirihluta Sjálfstæbisflokksins sitja fastir f öllum skárri embættum borgarinnar. Borgarfulltrúar Reykjavíkuriistans eiga nú málstað sinn undir skapti og blabi hjá Sjálfstæbisflokknum. Þab eru döpur örlög hjá sigurveg- urum kosninganna og þeim er því nauðugur einn kostur: Meirihlutinn verbur ab rýma til í rábhúsinu fyrir sínu fólki og punktur. Annab hvort meb því ab segja helstu embættis- mönnum borgarinnar upp störfum og komi hel og heljarvötn. Eba sýna klókindi og hrókera libinu út og subur til ab föndra vib saklaus verkefni utan vib alfaraleib. Embættismenn Reykjavíkurborgar vita vel ab þeir eiga frama sinn hjá borginni ab þakka flokksskírteinum í Sjálfstæbisflokknum og engu öbru. Til skamms tíma hefur annab fólk ekki átt framavon á þeirri braut, eins og frægt er orðib. Emb- ættismennirnir vita líka ab nútíma stjórnarhættir leyfa ekki ævirábn- ingu í æbstu stöbur og því ættu þeir ab víkja úr vegi meb pólitísk- um vitorbsmönnum sínum úr Sinn Fein. Embættismenn Reykjavíkurborgar mundu því slá í gegn ef þeir legbu spilin á borbib og segbu vogun vinnur og vogun tapar. Gengust vib því ab vald þeirra sé komib frá Sjálfstæbisflokknum og drottinn gaf og drottinn tók. Bybust ab svo mæltu til ab taka hatt sinn og staf og bybu jafnframt lýbræbib hjart- anlega velkomib í rábhúsib meb nýjum meirihluta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.