Tíminn - 06.08.1994, Síða 2

Tíminn - 06.08.1994, Síða 2
2 Wímmn Laugardagur 6. ágúst 1994 „Aö sumu leyti tel ég Framsóknarflokkinn vænlegasta kostinn í stjórnarsamstarfi viö Sjálfstœöisflokkinn, en ..." Halldór er búinn að bíta það í sig að verða forsætisráðherra Dr. Hannes Hólmsteinn Cissurarson á skrifstofu sinni í Odda. Myndin í bakgrunni er af tveimur gulum og grænum iobdýrum og segir Hannes ab sumir gesta sinna spyrji hvort þetta sé táknrœn mynd af samkennurum hans, sem séu gulir og grœnir aföfund. Hann tekur fram ab þab séu ekki hans orb. Tímamynd cs Tíminn spyr... HANNES HÓLMSTEIN GISSURARSON Hannes Hólmsteinn Gissurar- son hefur haldib því fram aó undanförnu aí> Framsóknar- flokkurinn sé lakasti kostur- inn sem væntanlegur sam- starfsflokkur Sjálfstæöis- flokksins í næstu ríkisstjórn. Tíminn heimsótti Hannes og spuröi hann út í þessi ummæli, líkurnar á haustkosningum og fleira, svo sem landbúnaöarmál og frjálshyggju. „I raun og veru tel ég ekki aö Framsóknarflokkurinn sé lakasti kosturinn. Aö sumu leyti tel ég Framsóknarflokkinn vera væn- legasta kostinn í stjórnarsam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn. Vandinn er bara sá að ég held aö Framsóknarflokkurinn vilji ekki fara í stjórn meö Sjálfstæðis- flokknum. Halldór Ásgrímsson virðist stefna að því aö mynda ríkisstjórn og öll þau skilaboð, sem koma frá honum, eru bein og óbein um þaö. Stjórn með Sjálfstæöisflokkn- um gefur Framsóknarflokknum mikla möguleika. Fiokkarnir eru samstíga í því aö vilja ekki róttækar breytingar í landbún- aöarmálum, heldur hæga þró- un, og eru sammála um þab ab standa vörb um núverandi kvótakerfi. Sammála um það aö fara sér hægt og gætilega í af- stööunni til Evrópusambands- ins, þannig aö þaö er ekkert órökrétt aö þessir tveir flokkar gætu myndað stjórn saman. I'eir fengju væntanlega hvor um sig fimm ráðherra og Sjálf- stæðisflokkurinn fengi forsætis- ráðuneytið. En Halldór Ás- grímsson virðist hafa bitið þaö í sig aö hann veröi aö vera for- sætisráðherra, þannig að hann tekur persónulegan metnað sinn aö því er virbist fram yfir hagsmuni flokksins sjálfs og kemur þannig í veg fyrir það að tveir af þingmönnum flokksins geti orbiö ráöherrar." En nú hefur verid taiaö um hcegri slagsíðu á Framsókn eftir að Hall- dór varð formaður. Hvað viltu segja um það? „Eg held aö Halldór Ásgrímsson sé mjög skynsamur maður og miklu skynsamari en Steingrím- ur Hermannsson. Hann lét sig hverfa úr þingsalnum, þegar Steingrímur sagöi aö hann vildi ekki skuldasöfnun erlendis en hins vegar teldi hann sjálfsagt aö taka erlend lán. Ég held aö Halldór Ásgrímsson skilji grundyallarlögmál efna- hagslífsins. Ég held aö hann hafi verið ágætur sjávarút- vegráöherra, en vafalaust hafa einhverjir hvíslaö í eyrun á honum aö hann veröi að gera kröfu um þaö að veröa forsætis- ráðherra, ef hann eigi að öölast myndugleika yfir flokki sínum, en ég held aö þaö sé á misskiln- ingi byggt. Ég held aö hann ööl- ist myndugleika meb því ab standa sig vel sem ráðherra. Ég sé hann afskaplega vel fyrir mér sem fjármálaráöherra, utanríkis- ráðherra eöa' sjávarútvegsráö- herra í ríkisstjórn meö Sjálf- stæðisflokknum, og mér finnst þaö sérkennilegt ef hann hafnar þeim kosti vegna persónulegs metnaöar og kemur þannig í veg fyrir að Framsóknarflokkur- inn fái þau áhrif, sem hann gæti haft í stjórn meö Sjálfstæðis- flokknum." En hvað telur Hannes miklar líkur á því að kosið verði í haust? „Ég giska á aö möguleikarnir séu 30 á móti 70, þ.e.a.s. ab þaö séu 70% líkur á því aö kosiö verði í haust. Ég held aö ýmis rök mæli meö haustkosningum. í fyrsta lagi þá yröu kosningarn- ar samkvæmt lögum 8. apríl. Þab þýöir aö kosningabaráttan færi fram í febrúar og mars og þeir mánuðir eru býsna óhent- ugir, sérstaklega fyrir fólk úti á landi, fólk sem les Tímann. Þá er líka rétt aö geta þess ab Norðurlandaráðsþing er fyrir kosningarnar og það mundi taka talsverðan tíma. Þetta eru ein rökin fyrir haustkosningum, þaö er hentugra fyrir kjósendur aö kjósa í haust. Önnur rök eru aö kosningafjárlög hafa yfirleitt reynst frekar illa. Besta dæmiö um þaö eru fjárlögin fyrir 1991, því þá fóru lánsfjárlögin hjá Ól- afi Ragnari Grímssyni larigt fram úr áætlun og sannleikurinn er sá að við erum enn að súpa seyöið af kosningafjárlögum og kosn- ingafjárlagastjórn Ólafs Ragnars Grímssonar, því miður. Mér finnst hins vegar aöalat- riöib í sambandi við haustkosn- ingar vera, aö það sé ekki farið eftir hentugleikum einhverra stjórnmálaflokka, heldur eftir því hvaö er hagstæðast og aö þaö sé samkomulag um hvenær kjördagur á aö vera. Þaö er eitt af því sem á ekki aö vera pólitísk brella, heldur samkomulagsat- riöi. Þetta er svipað og aö nokkr- ir góöir vinir ætli í veiðiferð saman, þá reyna þeir að finna þann tíma sem öllum hentar og mér finnst að val á kjördag sé samskonar mál." Vtkjum talinu að bcendum. Hver er þín afstaða í landbúnaðarmál- um? „Ég vil taka þab alveg sérstak- lega fram ab ég er alveg andvíg- ur hatursáróörinum gegn bænd- um, sem hefur duniö á okkur frá Alþýðuflokknum og mennta- mönnum tengdum Alþýöu- flokknum. Mér finnst þaö sér- kennilegt, þegar þeir eru aö saka bændur um það að vera afætur á þjóöfélaginu og að þeir njóti ódýrra lána og styrkja úr opin- berum sjóðum. Þessir sömu menntamenn njóta bæði ódýrra lána og styrkja úr opin- berum sjóöum. Stofnlánadeild landbúnaöarins veitir lán meb 2% vöxtum, en Lánasjóður ís- lenskra námsmanna veitti til skamms tíma lán meö 0% vöxt- um og nú eru komriir 1% vextir á námslánin, þannig aö náms- mennirnir, sem sitja hér uppi á kaffistofu í Háskólanum og senda skeytin til bændanna, eru meiri afætur á almenningi, sam- kvæmt eigin mælikvarða, held- ur en bændurnir eru. Ég gef ekki mikið fyrir svbna málflutning. Mín gagnrýni á Framsóknar- flokkinn er sú aö ég tel aö hann fari ekki nægilega hratt fram á viö. En kosturinn við Framsókn- arflokkinn er sá ab hann vill fara gætilega, og Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn eiga samstöbu í landbún- abarmáium, sjávarútvegsmál- um og í afstööunni til ESB að miklu leyti, þó aö ég vilji vita- skuld sjálfur frjálsan innflutn- ing landbúnaðarvara, en í sátt við bændur sjálfa. Það er alveg fáránlegt og ég verð í rauninni reiður þegar ég hlusta á þessa menntamenn hér uppi í Háskóla. Þessa sölumenn notaðra hugmynda, sem ætla sér meö einu pennastriki að svipta bændur öllum sínum til- vistargrundvelli. Mætti þá ekki alveg eins svipta þá sjálfa tilvist- argrundvelli sínum meö einu pennastriki?" En hvað viltu gera fyrir landbún- aðinn? „Ég held nú ab landbúnaðurinn veröi aö laga sig ab aðstæbum og við verbum að opna hagkerfið og viö þurfum ab hafa hér viö- skiptafrelsi. Við eigum ab mín- um dómi aö leysa vanda bænda, ekki með einu pennastriki held- ur með því að veita þeim tæki- færi til að koma eignum sínum í verð. Vandi bænda á íslandi er sá aö þeir eru of fátækir, þrátt fyrir þaö aö eiga miklar eignir. Þeir eiga þrenns konar eignir. í fyrsta lagi eiga þeir jaröirnar sín- ar og aö mínum dómi þyrfti aö rýmka framsalsréttinn, svo þeir geti, ef þeir vilja, selt jaröir sínar og komið þeim í hærra verö en þeir gera núna. Það eru afskap- lega takmarkaöir sölumöguleik- ar fyrir jaröir. í ööru lagi eiga bændur aöild aö ýmsum sam- vinnufélögum eins og Mjólkur- samsölunni og slíkum fyrirtækj- um, sem eiga miklar eignir. Bóndi á Suðurlandi, sem er í senn aöili að Mjólkursamsöl- unni og Sláturfélagi Suðurlands, á aö ég held, hlut í þessum fyrir- tækjum uppá nokkrar milljónir. Þaö væri skynsamlegast aö breyta þessum fyrirtækjum í hlutafélög og veita mönnum frelsiö til aö velja um það hvort þeir vilja halda áfram að eiga í þeim eöa hvort þeir vilja selja þessar eignir sínar. Þannig að þetta verði eignir sem verði til frjálsrar ráðstöfunar fyrir bænd- urna sjálfa. í þriöja lagi eiga bændurnir þaö sem viö getum kallað stuöningsrétt. Ríkið styð- ur bændurna og mér finnst aö þaö eigi aö telja niöur þennan stuöningsrétt smátt og smátt, minnka hann hægfara. Það, sem eðlilegast væri aö mínum dómi, væri aö selja Bún- aöarbankann og nota andvirði hans, sem er nokkrir milljarbar, til þess aö kaupa framleiðslu- markiö af bændum og auðvelda þeim aðlögun aö nýjum tímum. Búin þurfa að stækka og þeim þarf aö fækka og það þarf að vera hagræðing í landbúnaðin- um. Ég held aö bændur fari eins hratt í þetta og þeir geta, og mér finnst engin ástæöa til þess að senda þeim tóninn eins og oft er gert. En á móti kemur ab þaö á ekki heldur að reisa súrefnis- tjald utanum landbúnaöinn og einangra hann og vernda fyrir öllum áhrifum markaöarins." Er þetta ný-frjálshyggja Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar? „Þú leggur þá merkingu í frjáls- hyggju aö hún sé grimm og ómannúðleg tilraun til þess að hrinda öllum, sem geta ekki séð fyrir sér sjálfir, fyrir ætternis- stapa. Ég legg allt aðra merkingu í frjálshyggju. Frjálshyggja er sú skoðun, aö heildinni famist best þegar einstaklingarnir hafa sem mest frelsi til athafna og sjálfs- bjargar fyrir sig og sína, aö því gefnu aö þeir virði eblilegar leik- reglur í samskiptum við aðra. Frjálshyggjan byggir á þvi aö viö getum sjálf leyst flest okkar vandamál í frjálsum samning- um, en hún hlýtur líka að taka tillit til þess ab á undanfömum áratugum hafa fjölmennir hópar í þjóðfélaginu veriö leiddir í ógöngur. Þaö er ekki þeim aö kenna að þeir hafa komist í þess- ar ógöngur, heldur hefur allt um- hverfi þeirra veriö skekkt, þannig aö þeir hafa ekki vitað nákvæm- Iega hvernig þeir ættu aö bregö- ast skynsamlega viö. Þeir em í ógöngum og vib verðum aö varða leiö útúr ógöngunum. Og ég tel aö hið opinbera skuldi bændum og ýmsum öðmm, sem stunda óaröbær störf, aö hjálpa þeim aö flytja sig úr óaröbæmm störfum í aröbær störf. Ég vil gjarnan láta á það reyna hvort landbúnaöur á íslandi getur ekki orðiö aröbærari en hann er núna. Er það alveg fyr- irfram víst að landbúnaður á ís- landi geti ekki verið samkeppn- isfær við landbúnað frá öörum löndum? Ég er ekki viss um aö svariö sé hiklaust játandi. Aðal- atriöiö er aö samkeppnin er best fyrir neytandann og hún er líka að því leyti góö fyrir framleiö- andann aö hann sprettir frekar úr spori. Menn hafa afskaplega öfugsnúnar hugmyndir um frjálshyggju, meöal annars vegna fjandsamlegra skrifa dag- blaöa eins og Tímans. Mín lífsheimspeki rúmast ef tú vil best í orbum reykvísks smá- kapítalista, Júlíusar skóara, sem sagði: „Sjálfstæbi er að sækja það eitt til annarra, sem maöur getur borgaö fullu veröi"." u

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.