Tíminn - 06.08.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.08.1994, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. ágúst 1994 7 unnar á mismunandi hátt og misfljótt. Hvertiig telur þú að RÖSE muni þróast í nánustu framtíð? Mun RÖSE halda áfram á svipaðri braut eða á RÖSE eftir að styrkj- ast og verða áhrifameiri stofnun? Það er best að fara varlega í að spá um það, svo margt hefur farið á annan veg undanfarin misseri en menn töldu líklegt. Ég geri þó ráð fyrir, að RÖSE haldi áfram hefðbundnum störfum sínum, t.d. að öryggis- og mannréttindamálum. Þar er af nógu að taka og byggist starf- ið á mörgum skjölum, sem sam- þykkt hafa verið. Það er verið að undirbúa enn frekari traustvekj- andi aðgerðir á hernaðarsvið- inu, einskonar hegðunarstaöla fyrir heri („Code of Conduct"), þannig að ekkert á því sviði geti komið nágrannaríkjunum á óvart. Þá geri ég ráð fyrir, að fyr- irbyggjandi starf og átakavarnir aukist enn, þ.e. að RÖSE gegni lykilhlutverki í að koma í veg fyrir átök. Starfsemi skrifstofu RÖSE í Haag fyrir þjóðernism- innihluta á örugglega eftir að eflast, en vandamál tengd þjóð- ernisminnihlutum eru ein helsta uppspretta átaka. Þau mál hafa komib í auknum mæli upp á yfirborðið eftir að alræði kommúnismans leið undir lok í Evrópu. Þá tel ég einnig víst, að starf skrifstofu RÖSE í Varsjá fyrir lýðræði og mannréttinda- mál aukist jafnt og þétt. Ný- frjálsu ríkin þurfa margskonar aðstoð, t.d. við setningu laga og reglna um mannréttindi, kosn- ingar o.m.fl. Þá má ennfremur gera ráð fyrir, að RÖSE þrói enn frekar reglur og viðuriög vegna brota á samþykktum ráðstefn- unnar. RÖSE-ríkin hafa viður-. kennt með samþykktum, að mannréttindamálin séu ekki einvörðungu innanríkismál hvers einstaks þátttökuríkis. Japan hefur áheyrnarfulltrúa aö RÓSE og nýlega var Suður-Kór- eu veitt áheyrnarabild. Mætti segja mér, að meira yrði um slíkt í náinni framtíð. Hefð- bundin störf RÖSE munu halda áfram og ég tel, aö mikilvægi skrifstofu aðalframkvæmda- stjórans í Vín, sem m.a. aöstob- ar fastanefndina þar, muni auk- ast verulega næstu árin. Að lokum, Hjálmar: Er núverandi fyrirkomulag á starfi íslands inn- an RÖSE fullncegjandi, eða í Ijósi þess hvemig RÖSE er að þróast, er þörfá eflingu starfs íslands innan þessarar stofhunar? í desember 1993 var skrifstofu íslands hjá RÖSE í Vin lokað. Þar starfaði sendiherra sem fastafulltrúi ásamt útsendum ritara. Eins og fram kemur hér að framan er mikið starf og mikilvægt unnið í Vín og þau höfðu meira en nóg að gera. Lokunin var vegna sparnaðar, ekki vegna þess að starfib væri léttvægt fundib. Ég hef eytt fjórum heilum starfsdögum í Vín í hverjum mánubi frá ára- mótum, auk þess sem ég hef tekið þátt í tveimur þriggja daga fundum í Prag og norræn- um samráðsfundum um RÖSE í Ósló og Reykjavík. Ég vona ab takmarkabar fjárveitingar til ut- anríkisþjónustunnar verbi auknar, til þess að við getum sem fyrst haft fasta þátttöku í Vín á ný. Það er satt að segja meira en nóg ab gera í sendi- ráði Islands í Þýskalandi, sem jafnframt er sendiráö í fimm öðrum ríkjum, þótt RÖSE komi ekki til líka. Núverandi fyrir- komulag getur ekki gengið lengi. Vib verðum að hafa meiri metnað en það. ■ Hjálmar W. Hannesson flytur rœðu fyrir hönd utanríkisrábherra á stofnfundi Sáttmála um stöbugleika, íParís 26.-27. maísl. hörmulegast að sjálfsögbu fyrir stríðshrjáð fólkið á svæðinu. RÖSE er nú að vinna ab áætlun- um um uppbygginguna eftir að stríðinu lýkur, m.a. í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Öll vonumst við eftir að þessu brjálæði ljúki sem fyrst og upp- bygging geti tekib við í stað eyðileggingar. RÖSE er einnig með ýmsar aðgerðir í gangi til þess að átökin í fyrrum Júgó- slavíu breiðist ekki frekar út, t.d. til Makedóníu og víðar. En þar sem aðildarþjóðir RÖSE em nú S3, sem allar hafa jafhan atkvæðisrétt, er þá nokkur von til þess að hœgt sé að ná samkomu- lagi þegar hætta steðjar að? í langflestum tilvikum er það styrkleiki, eftir lok kalda stríðs- ins, en ekki veikleiki, að allar ákvarðanir eru teknar sam- hljóða. Atkvæðagreibslur eru aldrei viðhafðar í RÖSE. Menn semja þangað til ásættanleg niðurstaða fyrir alla er fengin. Raunar er nú þegar komið upp kerfi í sumum málum, sem kallast „consensus minus one" og kemur það í veg fyrir að eitt abildarríki geti í vissum málum komib I veg fyrir samþykktir. Rætt er óformlega um að auka við þetta kerfi. Nú er RÖSE að breytast úr því að verða samráðshópur ríkja í að verða að svæðisstofnun undir 8. kafla stofhskrár Sameinuðu þjóð- anna. Hvað merkir þetta fyrir starfsemi RÖSE? Þetta getur t.d. þýtt, að NATO og VES (Vestur-Evrópusam- bandið) myndu telja nægjan- legt og nauðsynlegt ab fá um- boð RÖSE til friðarstillandi hernaðaraðgerða á RÖSE-svæð- inu. Hvemig er háttaö samstarfi RÖSE við aðrar stofnanir, þá einkum Sameinuðu þjóðimar, NATO og ESB? Samstarfið er mjög náib við þessar stofnanir og í auknum mæli einnig vib Evrópuráðið. Segja má, að ný öryggisskipan Evrópu sé enn í deiglunni og að reynt sé smátt og smátt að komast hjá skörun á milli mis- munandi alþjóðastofnana. Samhæfing RÖSE og Samein- uðu þjóbanna verður t.d. stöð- ugt meiri. Má nefna starfið á svæðum fyrrum Júgóslavíu, Fjalla-Karabakh og í nokkrum sjálfstæðum ríkjum fyrrum Sov- étríkjanna í því sambandi. Öll NATO-ríkin og ESB-ríkin eru í RÖSE og þau sjá til þess, að samráb sé svo náið, að skör- un verkefna eigi sér æ sjaldnar stað. Þegar Rússar gengu nú nýverið til samstarfs við 'NATO með þvi að verða beinir þátttakendur í Sam- starfi í þágu friðar, lýstu þeir yfir þvt markmiði sínu að þeir vildu efla RÖSE sem mikilvægustu stofhun innan Evrópu og RÖSE myndi verða leiðandi í samhæf- ingu annarra stofnana eins og NATO, ESB og Evrópuráðsins innan Evrópu. Em einhverjar lík- ur á því? Ef til vill í vissum málum, t.d. á svibi réttinda þjóðernism- innihluta eða átakavarna. Hins- vegar tel ég útilokab ab RÖSE eigi eftir ab verða mikilvægasta stofnun Evrópu og ekki vib hæfi ab hún stefni að þvi, t.d. í öryggismálum. NATO mun enn sem fyrr gegna lykilhlutverki í þeim og í gegnum Samstarf í þágu friöar tengjast Mib- og Austur-Evrópuríkin Atlants- hafsbandalaginu. Innan ESB er síðan langmikilvægasta við- skipta- og efnahagssamvinnan og því tengjast önnur ríki álf-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.