Tíminn - 06.08.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 6. ágúst 1994
11
Norðmenn rafvæða
sjálfstjórnarsvæði
Palestínu
Norðmenn ætla að veita sjálf-
stjórnarsvæðum Palestínumanna
styrk sem nemur um fimmtán-
hundruð milljónum íslenskra
króna á næstu þremur árum. Pen-
ingarnir eiga að greiða fyrir raf-
væðingu á Gazaströndinni.
Samkomulag um að Norðmenn
tækju að sér að sjá um rafvæðing-
una var undirritað á fimmtudags-
kvöldið af Yasser Arafat, leiðtoga
Palestínumanna og Svein Sevje,
sendiherra Noregs. Norska frétta-
stofan NTB greindi frá þessu í gær.
Samkomulagið skiptir Palestínu-
menn miklu máli en það kemur
líka til með að hafa jákvæð áhrif á
norskt efnahagslíf sem blómstrar
um þessar mundir. Eftir því sem
Asbjörn Mathisen, hjá norska ut-
anríkisráöuneytinu, segir þá er
reiknað með því að norsk fram-
leiðsla veröi notuð við uppbygg-
ingu rafveitunnar.
Enn hefur ekki verið gengiö frá
því hvað norsk fyrirtæki verða
fengin til að framleiða upp í
samninginn um rafvæðinguna
því ekki var vitað nema Palestínu-
menn óskuðu eftir því að fyrir-
tæki annarra landa yrðu fengin til
verksins. ■
Serbar snúast gegn
Bosníu-Serbum
Sremska Raca, Sarajevó, Belgrad
Serbneskir landamæraverðir
gerðu í gær mörghundruð vöru-
flutningabíla afturræka við landa-
mærin að Bosníu. Bílarnir voru
hlaðnir vörum ætluðum Bosníu-
Serbum. Júgóslavía, sem saman-
stendur af Serbíu og Svartfjalla-
landi, sleit bæði stjórnmála- og
efnahagssambandi við Bosníu-
Serba eftir að þing þeirra hafnaði
friðaráætlun fimmveldanna. ■
Breitt yfir boðskap Evrópusinna
Evrópuhreyfingin í Noregi sem
og andstæðingar aðildar landsins
að Evrópusambandinu ætla að
byggja lokasókn baráttu sinnar
fyrir þjóðaratkvæöagreiösluna á
því sem hefur verið kallaö ungfrú
Smith áhrifagjafinn.
Hreyfingarnar hafa pantað sam-
tals 4000 auglýsingaspjöld til að
koma boðskap sínum á framfæri á
síðustu vikunum fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðsluna. Þrátt fýTir bág-
an fjárhag hafa fylgismenn ESB-
aðildar vinninginn meö 3500
veggspjöld á móti 500 spjöldum
andstæöinganna.
Vandi beggja er þó sá sami því aö
tískufataverslunarkeðjan Hennes
og Mauritz haföi fyrir löngu pant-
að nánast öll veggspjöld í Noregi
síðustu vikuna fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðsluna. Boðskapur and-
stæðra fylkinga í Evrópumálum
hverfur því á örlagastundu á bak
við misjafnlega mikið klæddar
fyrirsætur H&M.
Galdralæknar gegn alnæmi
í austurhluta Afríku er nóg ab
gera hjá galdramönnum í sveit-
um og þorpum. Vegna slæmrar
stöðu ríkissjóba í viðkomandi
löndum hafa þeir sem sinna heil-
brigbismálum orbib að finna nýj-
ar leibir til ab berjast gegn vágest-
um mannkyns á borb við al-
næmi.
í Tansaníu hyggjast heilbrigbis-
stéttirnar grípa til sama ráðs og í
Úganda og virkja hina 60.000
galdramenn landsins til að draga
úr kostnaði til heilbrigðismála.
Eftir því sem fréttastofan ips
hermir er þegar farið að notast
við alþýðulækningar á ríkis-
sjúkrahúsinu í höfuðborginni
Dodoma. Góður árangur hefur
náðst í baráttunni við stein-
smugu eða niðurgang, mislinga,
kíghósta og stjarfa sem er ein al-
gengasta dánarorsök hjá börn-
um.
Á landsbyggbinni njóta galdra-
mennirnir mikilla vinsælda. Þeir
eru bæbi mun ódýrari en venju-
legir læknar og ekki þarf aö fara
yfir langan veg til að komast til
þeirra. Leibin til næstu heilsu-
gæslustöðvar er aftur á móti oft
löng og ströng.
I nágrannalandinu Úganda
njóta galdramenn ekki bara virð-
ingar sem trúarleiötogar og lækn-
ar. Konur trúa þeim gjarnan fyrir
tilfinningamálum sínum og kyn-
lífsvanda. Formælendur samtak-
anna Læknar án landamæra segja
að hið síðast nefnda geri þab að
verkum að galdralæknar séu
heppilegir bobberar upplýsinga-
áróðurs í stríðinu við útbreiðslu
alnæmis. Galdralæknarnir þurfa
þó aö læra ýmislegt fyrst áður en
þeir geta farib ab fræða. Tepoista
Nakyanzi, starfsmaður Aðstobar
vib eyðnisjúka í Úganda, segir að
fræða þurfi tilvonandi fræbara á
því hvernig alnæmisveiran smit-
ist og hvað sé öruggt kynlíf.
Nakyanzi hefur nú í heilt ár starf-
að við að fraeða galdralækna um
þessa hluti. í Úganda er ein og
hálf milljón manna og kvenna
smituð af alnæmisveirunni en
íbúar landsins eru um 20 milljón-
ir. Þó að tala smitaðra haldi áfram
að hækka er vandinn ekki ræddur
opinberlega. „Við fáum að vísu
enga peninga, en ég hef lært mik-
ið um læknisaðferðir Vestur-
landabúa og hvernig umgangast
megi sjúklinga," segir galdramab-
urinn Nahib Kikonyogo. Hann
starfar nú að því að upplýsa íbúa
heimahéraðs síns um alnæmi.
Þar til fyrir skemmstu trúbi hann
því að eyðni væri læknanleg. „Nú
veit ég að ég hef aðeins losað fólk
við einkenni sjúkdómsins án þess
að lækna það af honum." ■
íranir saka Bandaríkjamenn um hatursáróbur
Teheran, Reuter
Akbar Hashemi Rafsanjani, for-
seti írans, segir að Bandaríkin séu
í raun að ná sér niður á stjórn ísl-
amstrúarmanna í íran þegar rík-
isstjórn landsins sé sökuö um ab
standa á bak við árásir á gyðinga
í ísrael og víðar.
Rafsanjani segir ab íran sé fórn-
arlamb áróðursstríðs vegna
sprengjuárásanna í Argentínu og
Bretlandi þó ab þeir sem dugleg-
astir séu við að ásaka írani um
hermdarverk hafi ekkert fram ab
færa sem styðji mál þeirra.
„Land eins og Bandaríkin, sem
telur sig í forystuhlutverki nýrrar
heimsskipanar... tekur forystuna
í ab ásaka saklaust land án sann-
ana... knúib af hatri sem bylting
okkar hefur sáð í myrkar hjarta-
rætur þess, mun ab lokum gera
lítið úr sjálfu sér," sagði forsetinn
þegar hann flutti bæn að við-
stöddu fjölmenni.
í síbustu viku kallaði Warren
Christopher, utanríkisráöherra
Bandaríkjanna, íran „alþjóbleg-
an útlaga" sem hafa þyrfti í
haldi. ■
SZ-Zeichnung: Pepsch Gottscheber
Mykjudælur
Mykjudreifarar
Flórsköfukerfi
Básmottur
Leitió nánarí upplýsinga.
Ingvar
Helgason hff. VÉLASALA
Sævarhöföa 2, SÍMI 91-674000.
BÆNDUR
Eigum til á lager
nokkrar tegundir búvéla.
Gott verð og greiðslukjör.
Leitiö nánarí upplýsinga.
l Ingvar
| { I J Helgason hf. vélasala
~ ' ~=~' Sævarhöföa 2, SÍMI 91-674000.