Tíminn - 06.08.1994, Side 13
Laugardagur 6. ágúst 1994
13
IVleð sínu nefi
í þættinum í dag veröum viö á sumarlegu nótunum, þó nú halli
í þaö sem kallast síösumar. Lag þáttarins er að þessu sinni „í sól
og sumaryl" sem Hljómsveit Ingimars Eydal geröi feikivinsælt í
upphafi áttunda áratugarins. Lag og ljóð em eftir fjöllistamann-
inn Gylfa Ægisson.
Góöa söngskemmtun!
í SÓL OG SUMARYL
G
G A
í sól og sumaryl
C D G
ég sat einn fagran dag.
G A
í sól og sumaryl
C D G
ég samdi þetta lag.
C G Em
Fuglarnir sungu, og lítil, falleg hjón,
Am D7
flugu um loftin blá, hve það var fögur sjón.
2 1 0 0 0 3
A
G A
í sól og sumaryl
C D G
sér léku lítil börn,
C D G
Ijúft viö litla tjörn.
D Em
Am
>'.0 2 3 1 0
í sól og sumaryl
ég sat og horfði á,
hreykna þrastarmóður
mata unga sína smá.
Faöirinn stoltur stóð þar sperrtur hjá
og fagurt söng, svo fyllti loftin blá.
í sól og sumaryl
sér léku lítil börn,
ljúft viö litla tjörn.
í sól og sumaryl
ég samdi þetta lag,
hve fagurt var þann dag.
D7
X 0 0 2 1 3
Forstöðumaður
Markaðs- og atvinnumálanefnd Keflavíkur, Narðvíkur og
Hafnahrepps óskar að ráða forstöðumann til starfa sem
fyrst.
Heistu verkefni Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu er að sjá
um vinnumiðlun samkvæmt lögum, uppbyggingu og ný-
sköpun í atvinnumálum og markaðssetningu á svæðinu
sem atvinnusvæði.
Starfssvið forstöðumanns er:
• Dagleg stjórnun skrifstofu
• Fjármálastjórnun
• Starfsmannastjórnun
• Samskipti við viðskiptaaðila
Við leitum að manni með reynslu og þekkingu í stjórnun og
almennum samskiptum. Nauðsynlegt er að viðkomandi sé
ákveðinn og skipulagður í starfi, en eigi jafnframt auðvelt
með mannleg samskipti. Rekstrar- eða viðskiptafræði-
menntun æskileg.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir á Bæjarskrifstofur,
Tjarnargötu 12, 230 Keflavík, í umslagi merktu markaðs- og
atvinnumálanefnd „Forstöðumaður", fyrir 22. ágúst 1994.
Upplýsingar veitir Guðmundur Pétursson, s. 92- 11967 eftir
kl. 20:00 virka daga.
Búseta á Suöurnesjum er gerð að skilyrði fyrir væntanlegan
forstöðumann.
Markaðs- og atvinnumálanefnd
Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafnahrepps.
-----------------------------------------------------------------------------------1
fcartöjf&r
Nú, þegar nýju kartöflurnar
fara aö koma á markaöinn,
ættum viö aö nota þær sem
mest. Gott er aö hafa skræliö á
þeim, á meöan þær eru nýjar.
Hér er ein ljúffeng aöferö viö
nýjar kartöflur: Þvoiö kartöfl-
urnar vel, veltiö þeim upp úr
matarolíu, salti og pipar. Bakiö
þær svo í ca. 20-30 mín. viö
200°. Sérstaklega gott meö öll-
um grillréttum.
Gott að vita
Það má reikna með 1 dl afsósu
á mann og 250gr afkartöflum á
mann. Ef grœnmeti er með, þá
hálft afhvoru á mann.
Það er ágœtt að músa 1-2 soðn-
ar gulrcetur í kartöflumúsina.
Búin til á venjulegan hátt.
Anautin, Phenergan eða Posta-
fen eru venjulegustu lyfvið sjó-
og bílveiki.
r/e/ÚÚ aspGLsírmð
Fyrir 4 '
4 sneiöar franskbrauö
Smávegis smjör
4 þykkar skinkusneiöar (t.d.
í strimlum)
Ca. 300 gr aspas
100 gr majones
Smávegis sinnep
Salt, pipar og sítrónusafi
2 stífþeyttar eggjahvítur
Brauöið smurt, skinka sett á
og aspas þar yfir. Majones
hrært með sinnepi, salti, pipar
og sítrónusafa. Stífþeyttum
hvítunum blandað saman við
og sett yfir. Brauöiö sett í ofn
við 225° í ca. 10-15 mín.
Brauðið borið fram beint úr
ofninum.
<f?óð
'RÁÐ
® Leggöu þig í 10 mín.
og láttu þunnar agúrku-
sneiðar eöa hráar kartöflu-
sneiðar yfir augun. Þá
hverfur þreytan og augun
verða gljáandi og hvíid.
t? Besta ráðið við þurrum,
sólsprungnum vörum er
hunang. Beröu hunangiö á
varirnar þegar þú ferð aö
sofa og þú vaknar með
mjúkar, sléttar varir. Hun-
ang er ifka ágætis ráö við
sólbruna, mildar skaðann
verulega.
W Þaö er oft vont aö
hreinsa vasa með mjóan
háls. Þá er gott aö setja
smávegis „bíótex" upp-
lausn í vasann og láta
standa yfir nótt, skola svo
og hrista vei.
^ Hart brauö veröur sem
nýtt ef því er brugðiö inn í
örbylgjuofn á fullum hita í
ca. 1 mín.
Rfe aíamnde,
Fyrir 4
65 gr hrísgrjón
1/2 1 mjólk
3 mSk. sykur
Vanillusykur
100 gr möndlur, gróft sax-
aðar
2 1/2 dl rjómi
Hrísgrjónin soöin í mjólkinni
við vægan hita undir loki.
Hrært oft í. Soðið í ca. 40 mín.
Kælt. Sykri, vanillusykri og
möndlum blandaö saman viö
grautinn. Síöast er þeyttum
rjómanum blandað saman
viö. Grauturinn er borinn
fram kaldur (má gjarnan bíöa
til næsta dags). Kirsuberjasósa
borin meö, heit eöa köld.
d-C/úú OýýOÚÚ
>m
/Cú/ce,t(Kafcöfcufc
200 gr smjör
150 gr sykur
2egg
200 gr hveiti
2 þeyttar eggjahvítur
Skraut:
75 gr kúrennur
50 gr muldar möndlur
50 gr perlusykur
Smjör og sykur hrært vel
saman, eggjunum bætt út í
einu í senn og hrært vel á
milli. Hveitinu blandaö saman
viö hræruna og að síðustu er
stífþeyttum eggjahvítunum
blandað varlega saman við
deigið.
Deiginu smurt á pappírs-
klædda plötu (ca. 35 x 25 sm).
Kúrennunum, möndlunum og
sykrinum stráð yfir deigið. Bak-
aö viö 225° í ca. 15 mín. þar til
kakan tekur gylltan lit. Kakan
látin kólna smástund, þá er
hún skorin í ferkantaðar kökur.
Niðursneiddur avocadoávöxt-
ur, sítrónusafi kreistur yfir.
Niðursneidd agúrka. Nokkrar
stórar rækjur. 1 dós sýrður
rjómi, bragöaður til meö sí-
trónu. Raðað fallega á salat-
blað. Ristaö brauð og smjör
borið með.
Þetta er líka upplagöur for-
réttur að annarri stærri máltíð.
Vib brosum
Hjúkrunarkonan mætti lækninum á ganginum með hita-
mæli bak viö eyrað. „Hversvegna hefur þú hitamælinn bak
við eyraö, læknir?"
Læknirinn: Ha, hvar ætli ég hafi þá sett kúlupennann
minn?
A: Hvernig var á SÁÁ-fundinum?
B: Alveg ágætt. Salurinn var alveg fullur.
A: Ég heyrbi aö kærastinn hefði sagt Elsu upp, þegar hún
fékk gleraugun.
B: Nei, þab var hún sem sagði honum upp.
A: Af hverju ert þú svona áhyggjufullur?
B: Sko, konan mín fórí kirkjuna til að skrifta I gær. Hún er
ekki komin aftur ennþá.