Tíminn - 13.08.1994, Side 13

Tíminn - 13.08.1994, Side 13
Laugardagur 13. ágúst 1994 tlmlnag 13 IVIeð sín u nefi Lag þáttarins aö þessu sinni er óskalag. Beiðnin um þetta lag hefur verið ítrekuð nokkrum sinnum þannig að einhver ætti að gleðjast. Þetta er lagið Söknuður sem hljómsveitin Roof tops gerbi landsfrægt á ámnum í kringum 1970, en það kom út á lít- illi plötu 1969. Umsjónarmaður þáttarins hefur af því spurnir að Ari Jónsson söngvari syngi þetta lag stundum enn á skemmt- unum við mikinn fögnuð. Lagið er erlent en textinn er eftir Stefán G. Sefánsson. Rétt er að benda á að í upphaflegum flutn- ingi voru tvö síðustu erindin tvítekin Góða söngskemmtum! Söknuður (Roof tops) C Cmaj7 Er ég hitti þig einn haustdag F G C og hljótt var yfir bæ. G C Am7 Þá gleði úr þínum augum skein D7 G G7 ég gleymt því aldrei fæ. Og vib áttum oftar samleiö því ástin var svo heit. Við vissum ei, hvað okkar beið ég aldrei af þér leit. C Svo kom sá dagur, G - er sárnaði mér, C Am Em sú stund, þá brást ég þér. Dm - Ástin mín ein G C G alltaf mun ég sakna þín. F G 11 > o « ( > < > G7 Am :,:Ei ég fæ að elska en ég bíð og vona og ást mín hún aldrei dvín. Örlögin vom svona alltaf mun ég sakna þín. Em Dm Sit einn og hugsa í draumi þeirra daga, og ást mín er heit til þín Þannig fór sú saga, alltaf mun ég sakna þín.:,: PÓSTUR OG SÍMI Utboð Póst- og símamálastofnunin auglýsir eftir tilboðum í fullnaðarfrágang pósthússins að Bjarkargötu 4 á Pat- reksfirði. Verkið nær til smíði aðkomupalls og innréttingar 200 m2 póstafgreiðslu á 1. hæð. Útboðsgögn verða afhent hjá fasteignadeild Pósts og síma, Pósthússtræti 5,101 Reykjavík, frá og með þriðju- deginum 16. ágúst 1994 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma mánudaginn 5. september kl. 11.00. Reykjavík, 12.08.1994, Póst- og símamálastofnunin. Re,u,&tcuc icoo fttfaæwzt; - Ferskt og gott. 1 Iceberg salathöfuð. 600 gr. reyktur lax. 500 gr. aspas. 3 avokado. 4 harðsobin egg. Sósa: 2 msk. sinnep. 1/2 msk. edik. 1/2 dl. olífuolía. Pipar, sykur og rjómi. Raðið salatinu fallega á fat. Vefjið laxinum upp eins og rós. Grænmetinu raðað í hring út frá laxinum. Sósan borin fram sér. 300 gr. kartöflur, skornar í báta. Salt og pipar. Smávegis matarolía. 2 sneibar af silungi (200 gr.). Sítrónupipar, smávegis matar- olía. Grill, meðalheitur ofn. Notib alumiumform. Setjið olíu í mótib og raðið kartöflu- bátunum þar í. Stráiö salti og pipar yfir. Sett undir grillið i mibjan ofninn í 6 mín. og snúið svo kartöflunum og grillið áfram í 5-6 mín. Sil- ungssneibarnar settar í alumi- ummót, smávegis olía sett í mótib og silungurinn krydd- aður meb sítrónupipar. Grill- tíminn fer eftir því hve þykkar sneiðarnar eru. Prufið með því að stinga gaffli viö bein fisks- ins. Agúrkusalat og sýrður rjómi ásamt sítrónubátum borið með. Góður sunnudagsmatur. Brocutri&gj ca. 20 stk. Gott að eiga í frystinum. 50 gr. smátt saxabar hnetur. 100 gr. súkkulabi. 100 gr. smjör. 2 stór egg. 200 gr. sykur. 100 gr. hveiti. 1 tsk. lyftiduft. Smjör og súkkulaði brætt saman, kæit aðeins. Egg, syk- ur, hveiti, lyfitduft og saxaðar hnetur, öllu hrært saman við súkkulabismjörið. Bökunarpappír settur í ofn- skúffuna (ca. 20 x 30 cm.) og deiginu smurt þar á. Bakað vib 175° í mibjum ofni í ca. 20 mín. Kælt smástund og þá skorið í hæfilega stóra ferkant- aba bita. Gott að frysta. Tekur aðeins 10 mín. að verða tilbú- ið á diskinn. ÞeSSÍ dúkka hér á mynd- inni er 63 sm. há. Andlitið er úr fínasta postulíni og hún er ein sinnar tegundar í heiminum. Dúkkan er framleidd afhinu frœga þýska dúkkufyrirtœki Kammer & Reinhardt árið 1909, en var svo ekki framleidd meira. Fyrir nokkru síðan fannst svo dúkkan uppi á lofti í hinu fyrr- um Austur- Þýskalandi, og varð það þá merkur fundur. Dúkkan var send til hins þekkta uppboðs- fýrirtœkis Sotheby's í London, þar sem búist er við að hún selj- ist fyrir milljónir króna. Skópoki Það er gott að hafa svona skópoka og svo er auðvelt að sauma hann Það sem þarf er: 130 sm. af strigaefni, 120 sm. breiðu, 315 sm. skáband, 3,5 sm. breiðu, og tvo hringi — til að hengja pokann upp á. Vib brosum Fabirinn þungur á brún: Ég mætti kennaran- um þínum í dag. — Nei, svaraöi drengurinn. Talar hann ennþá illa um fólk? Á milli vina: — Þú ert hreinn asni að lána Pétri 50.000 krónur. Veistu ekki ab hann ætlar að stinga af með konunni þinni? -Jú. — Maburinn minn fer svo í taugarnar á mér að það hrynja af mér kílóin. — Hvers vegna skilur þú þá ekki vib hann? — Þab ætla ég ab gera, þegar ég er komin nið- ur í 60 kíló. — Það tók mig sjö ár ab semja þessa vöggu- vísu. — Hvers vegna svo lengi? — Ég sofnaði alltaf út frá því. í Edensgarði: Eva: Elskar þú mig Adam? Adam: Já, hverja abra? — Konan mín á svo bágt með að ákveða sig. Má hún skipta kápunni ef henni líkar hún ekki? — Já, auðvitað. — Hve oft? A: Hvort vilt þú heldur konu eða vín? B: Það fer allt eftir árganginum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.