Tíminn - 18.10.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.10.1994, Blaðsíða 2
2 Þribjudagur 18. október 1994 Aflamarksbátum veröi úthlutaö sérstöku leyfi til handfœraveiöa þrjá síöustu mánuöi hvers fiskveiöisárs. Aöalfundur LS: Fiskveiðist j órn á villigötum Tíminn spyr... Breytir þab einhverju ab þínu mati fyrir íslendinga ab Finn- ar hafi samþykkt abildarum- sókn ab Evrópusambandinu í þjóbaratkvæbagreibslu? (Spurt á Alþingi) Hjörleifur Guttormsson alþingismabur: „Nei, alls ekki. Ég er hissa á þessari umraeðu, þar sem reynt er að sannfæra menn um að ef einn geri vitleysu eigi aðrir að endurtaka hana. Mér finnst það slæm ráðgjöf að ef einn hleypur fyrir björg þá eigi abrir ab endurtaka það. Það er það sem er að gerast þarna. Finnar eru að hlaupa fyrir björg og ég óska Svíum og Norbmönnum þess ekki að fylgja þar á eftir." Geir H. Haarde, formabur þingflokks Sjálfstæðisflokksins: „Þessi niburstaða kemur ekk- ert á óvart. Þeir eru ekki síst að taka ákvörðun á grundvelli pólitískra sjónarmiba annarra heldur en hinna efnahags- legu. Það er að segja, þeir yilja styrkja fótfestu sína í Evrópu vegna nágrennisins vib Rúss- land. Þetta er held ég hib besta mál fyrir þá." Finnur Ingólfsson, formabur þingflokks Framsóknarflokksins: „Nei. Það er löngu vitað að þaöer mikill meirihluti fyrir þessu í Finnlandi og allt sem bendir til þess að þingiö þar muni samþykkja umsókn. Þab hefur engin áhrif hér hjá okk- ur." Nýafstabinn abalfundur Lands- sambands smábátaeigenda krefst þess ab hlutur aflamarks- báta verbi leibréttur og gerir þá lágmarkskröfu ab þeim verbi nú þegar úthlutab sérstöku leyfi til handfæraveiba þrjá síbustu mánubi hvers fiskveibiárs. ít- rekabar eru fyrri ályktanir um frjálsar krókaveibar og minnt á ab aldrei hefur verib sýnt fram á ab hefbbundnar strandveibar geti útrýmt fiskistofnum. Smábátaeigendur gagnrýna fisk- veiöistjórnun stjórnvalda harb- lega og telja hana vera á villigöt- um. Þeir telja einnig ab sam- þjöppun veiðiheimilda á æ færri hendur á sama tíma og fjölmörg- um minni byggðarlögum sé meinab ab sækja lífsbjörg sína og tilverugrundvöll í hafsvæbi við bæjardyrnar, sé í hrópandi ósam- ræmi við alþjóblegar skuldbind- ingar íslenskra stjórnvalda og gangi auk þess þvert á yfirlýst markmið laga um stjórnun fisk- veiba. Vibbúið sé ab byggbarlögin muni snúast gegn þessari þróun og krefjast t.d. óskoraðs nýtingar- réttar innan skilgreindar byggðar- landhelgi þaðan sem aflanum yrbi landab til vinnslu í landi. í ályktun sjávarútvegsnefndar er lagt til ab því verði frestab að óska eftir þaki á veiðar á krókabáta, aflamarksbátar undir sex tonnum sem ekki hafa selt frá sér aflahlut- deild fái endurvalsrétt þannig ab þeir hafi kost á því að komast inn í krókakerfið og hlutdeild þeirra bætist við pottinn og tvöföldun- artímabili línuveiða verði breytt á þann veg ab mönnum verbi gert kleift að taka þetta tímabil í sept- ember og október, mars og febrú- ar. Þá er krafist endurskobunar á lögum um takmörkun framsals- réttar á kvóta, úthlutun Jöfnunar- sjóðs taki mið af þeim tegundum sem viðkomandi skip eru með í veibireynslu, öllum kvóta, sem vinnst í Noröurhöfum og öðrum alþjóblegum hafsvæðum, veröi bætt við heildarkvóta allra ís- lenskra fiskiskipa sem stunda veiðar á þeim tegundum fisks sem þar um ræöir. Þá beinir fundurinn þeim til- mælum til sjávarútvegsráöherra aö bátar á sérveiðum megi ekki selja eba leigja frá sér aflaheimild- ir í þorski iyrr en sérveibum er lokið. Þetta gildir um veiðar á grásleppu og rækju sem og öbrum þeim teg- undum er flokkast undir sérveiö- ar. Á aöalfundinum var Arthur Bogason endurkjörinn formaður Landssambands smábátaeigenda og varaformaður var kjörinn Heimir Besson frá Húsavík. Kaupfélag Eyfiröinga hf.: Lægri vextir gera gæfu- muninn Fyrstu átta mánubi ársins var 48 milljóna króna hagnaður af rekstri Kaupfélags Eyfirb- inga hf. á Akureyri og dóttur- fyrirtækja þess, samanborib vib 105 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Stjórnendur KEA telja ab þessi bati í rekstrinum skýrist fyrst og fremst af lækkuðum fjármagns- kostnaði, en sá kostnaður var mjög hár á síðasta ári, bæði vegna hárra vaxta og gengisfell- ingar. Sem dæmi þá hafa fjár- magnsgjöld fyrirtækisins lækk- að um helming á milli ára eða úr 243 milljónum fyrstu átta mánuðina 1993 í 122 milljónir á sama tímibili á yfirstandandi ári. Þá jókst heildarvelta Kaupfé- lagsins og dótturfyrirtækja þess um 5% fyrstu átta mánuði árs- ins og nam alls 6.403 milljón- um króna á móti 6.096 milljón- um á sama tíma í fyrra. Samkvæmt átta mánaða upp- gjörinu var 70 milljóna króna hagnaður af reglulegri starfsemi Kaupfélagsins Eyfirbinga á móti 10 milljónum á fyrra ári. Að teknu tilliti til skatta, óreglu- legra tekna og gjalda var 57 milljóna króna hagnabur af rekstri KEA á móti 5 milljóna króna tapi á sama tímabili í fyrra. Sambúö samkynhneigöra: Krefjast kirkju- legs jafnréttis „Lesbíur og hommar á öllum Norburlöndum eiga rétt á því ab löggilda parsambönd sín," segir í ályktun Norburlanda- ráös lesbía og homma sem haldib var um sl. helgi í Lin- köping í Svíþjób. Þar er m.a. krafist að lesbíur og hommar fái rétt til ab staðfesta sambúð sína lögformlega með kirkjulegri vígslu. Kominn sé tími til ab stjórnvöld á íslandi, Finnlandi og í Færeyjum fylgi fordæmi annarra Noröurlanda og setji lög um staöfesta sam- búð samkynhneigðra. Mikil- vægt sé ab slík sambúð, sem staðfest er í einu Norðurland- anna, sé jafngild í hinum lönd- unum. í ályktun fundarins kemur fram að kirkjan eigi að hætta að beita samkynhneigba misrétti. Þess í stab eigi kirkjan að vibur- kenna og styðja ástir samkyn- hneigðra á sama hátt og ástir gagnkynhneigðra. Á næstu misserum verða haldnar menningarhátíðir sam- kynhneigðra á Noröurlöndum þar sem áhersla verður lögð á norræna þáttinn í lífi homma og lesbía á Norðurlöndum. Á hátíö sem haldin verður í Stokkhólmi 10. desember n.k. verður m.a. lögb höfuðáhersla á frelsið, þar sem sérstaklega verður hugsað til þeirra fjöl- mörgu sem fangelsaðir hafa verið í öbrum heimshlutum vegna samkynhneigðar sinnar. Að mati homma og lesbía er norræn samvinna mikilvæg í frelsisbaráttu þeirra á Norður- löndum þar sem ávallt verður þörf á norrænum samstarfsvett- vangi í réttindabaráttu samkyn- hneigðra, hvort sem einstök lönd eru eða munu verba aðilar að Evrópusambandinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.