Tíminn - 18.10.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.10.1994, Blaðsíða 3
Þri&judagur 18. október 1994 3 Framlag stjórnvalda til neytendastarfs á öörum Noröurlöndum þrefalt til fjórfalt meira en ís- lenskra. Neytendasamtökin: Erfið fjárhagsstaöa heimila kemur niður á starfseminni Félagsmönnum í Neytenda- samtökunum fækkabi um 3,6% á sl. tveimur árum, eba úr 22.808 í 21.994. Á árunum 1992 og 1993 voru samtökin rekin meb þriggja milljóna króna halla. Meb fækkun starfsfólks og öbrum abhalds- abgerbum er þó stefnt ab því ab hægt verbi ab greiba upp þennan fjárhagshalla á yfir- standandi reikningsári. Þetta kom m.a. fram í skýrslu stjórnar samtakanna sem lögb var fram á nýafstöbnum abal- fundi þeirra. Þar kemur einnig fram ab helsta ástæban fyrir fækkun félagsmanna og tap- rekstrar sé vegna erfibrar fjár- hagsstöbu heimilanna. Þótt ab- eins 30% heimila landsins sjái ástæðu til að vera félagsmenn í þeim 15 abildarfélögum Neyt- endasamtakanna, þá séu sam- tökin engu að síður þau fjöl- mennustu í heimi sé miðað við fjölda landsmanna. Þótt íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir vilja sínum til aukinnar neytendaverndar í kjölfar skuld- bindinga EES-samningsins, þá virðast þau stefna í þveröfuga átt sé tekið mið af fjárhagsleg- um stuðningi stjórnvalda við þennan málaflokk. Til dæmis er framlag stjórn- valda til neytendastarfs á öðrum Norðurlöndum þrefalt til fjór- falt hærra en framlag íslenskra stjórnvalda. Framlag finnskra stjórnvalda á hvern íbúa er t.d. 135 krónur, 132 krónur í Dan- mörku og 95 krónur í Svíþjóð. Framlag íslenskra stjórnvalda til Neytendasamtakanna og áætl- aður kostnaður vegna Neyt- endamáladeildar Samkeppnis- stofnunar er tæpar 40 krónur. Þar af fá Neytendasamtökin 13,50 krónur. í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- ar er m.a. gert ráð fyrir að fram- lag ríkisins til Neytendasamtak- anna verði lækkað um 200 þús- und krónur, eða úr 3 milljónum í 2,8 milljónir. Minnt er á að samtökin sóttu um 17,1 milljónar króna fjár- veitingu vegna yfirstandandi árs, en fengu aðeins 4,5 milljón- ir króna og þar af aukafjárveit- ingu upp á 1,5 milljónir. Þessi afstaða ríkisins þykir gagnrýnis- verð og þá sérstaklega vegna þess að Neytendasamtökin reka ýmsa þá þjónustu sem stjórn- völd yrðu ella að sinna, s.s. kvörtunar- og leiðbeiningar- þjónustu. Æfing í ab klippa nið- ur bílflök Slökkvilið Brunavarna Árnes- sýslu efndi síðastiðinn laugar- dag til æfingar við að ná mön- um úr bílflökum. Slökkviliðið hefur yfir að ráða öflugum klippum sem hægt er að nota til að klippa í sundur bílflök og er stundum kölluð til slíkra starfa þegar slys verða. Lögregla tók þátt í æfingunni og sýndi m.a hvernig búa skal um slasaða, en hún annast sjúkraflutninga og slysaþjónustu í sýslunni. SBS, Selfossi Krati geröur aö formanni Sjúkrahússins í Eyjum Frá Þorsteini Cunnarssyni, fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra skipaði í ágúst sl. samflokksmann sinn, Sól- veigu Adolfsdóttur, formann sjúkrahússtjórnar Vestmanna- eyja. Sjálf segist hún hafa verið beðin um að taka formennsk- una að sér og hún hefði ekki viljað skorast undan frekar en fyrri daginn þegar hún telur sig geta gert gagn. Málefni sjúkrahússins í Eyjum hafa verið mjög í sviðsljósinu á árinu vegna hæstaréttardóms sem féll hjúkrunarfræðingum í hag og hafði í för með sér út- gjöld fyrir sjúkrahúsið upp á 35 til 40 milljónir. Aðeins er búið að greiða hluta upphæðarinnar. Fyrir skömmu samþykkti stjórn- in að framlengja bakvaktir starfsfólks út októbermánuð en fjárlög sjúkrahússins hafa ekki dugað til að halda þeim úti og gekkst bæjarsjóöur í þriggja mánaöa ábyrgð fyrir bakvökt- unum í sumar. „Stjórn sjúkra- hússins á ótrúlega mikið verk fyrir höndum og ég ætla rétt að vona að það eigi ekki að fara að blása upp moldviðri út af skip- un minni. Þetta hefur alltaf ver- ið svona hjá öllum flokkum. Við róum að því öllum árum að tryggja öryggi bæjarbúa en við erum að kljást við uppsafnaðan vanda undanfarinna ára en sl. fjögur ár var framsóknarmaður formaður sjúkrahússtjórnar. Við fundum nánast daglega til að taka á vandamálum sjúkra- hússins og stjórnin er mjög samstillt í sínu starfi. Og um- fram allt þurfum vib góban frið til þess að vinna okkar starf," sagði Sólveig í samtali við Tím- ann. Kampakátur kanslari — Helmut Kohl hefur ástœöu til aö hlceja dátt. Hann á möguleika á aö slá met Konrads Adenauer sem sat á valdastóli í 14 ár. Ef Kohl situr út kjörtímabilib sem var aö hefjast hefur hann veriö kansl- ari lengur en nokkur annar Þjóöverji frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann tók viö embœtti eftir aö lýst hafbi veríb vantrausti á stjórn Helmuts Schmits áríb 1983. Klaus Kinkel, utanríkisráöherra og formaöur Frjálsra demókrata, getur hcett aö halda fyrir nefiö. Hann getur varpaö öndinni léttar eftir aö flokkur hans komst yfir fímm prósenta þröskuldinn og þar meö inn á þing. Rudolf Scharping, leiötogi sósíaldemókrata, veröur áfram í stjórnarandstööu en lítiö vantaöi upp á aö hann fengi tœkifcerí á stjórnarsetu. Scharping þótti ekki spennandi kanslaraefni og vinsœldir hans fóru minnkandi eftirþví sem á kosningabaráttuna leiö. Ekki þykir ósennilegt aö sósíaldemókratar finni annaö kanslaraefni fyrir nœstu kosningar. Mannleg mistök ollu því oð Ólafur Hannibalsson flutti pistil á Rás eitt á laugardag: Reglurnar voru hertar daginn áöur Á fundi Útvarpsrábs sl. föstu- dag voru ítrekabar reglur sem takmarkaða þátttöku fram- bjóbenda í prófkjöri í dagskrá Ríkisútvarpsins. Elfa Björk Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri útvarpsins, segir mannleg mistök hafa valdib því ab Ólaf- ur Hannibalsson flutti pistil á Rás eitt daginn eftir, sama dag og hann tók þátt í prófkjöri Sjálfstæbisflokksins á Vest- fjörbum. Reglur sem takmarka þátttöku frambjóðenda í dagskrá RÚV voru fyrst samþykktar í tíb Mark- úsar Arnar Antonssonar sem út- varpsstjóra. í reglunum segir ab forðast eigi að leiða frambjóö- endur fram í dagskrá RÚV eftir ab frambobsfrestur rennur út og þar til kosningar eru um garð gengn- ar nema sterk rök mæli meb því ab viðkomandi komi fram, eða til hans sé vitnaö vegna sérstakra atvika. Sömu reglur gilda um frambjóbendur í prófkjöri eða forvali um skipan sæta í fram- bobi. Á fundi Útvarpsráös á föstudag vakti Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir athygli á ab þessum regl- um væri ekki framfylgt. „Ég benti á að mér þætti ekki farið að þess- um reglum þar sem þátttakendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins gætu jafnvel veriö umsjónar- menn þátta stuttu fýrir próflcjör," segir Ásta Ragnheiður og vísar þar í þátt um Vatnsveitu Reykja- víkur í umsjón Markúsar Arnar Antonssonar sem var á dagskrá Sjónvarpsins í síðustu viku. í framhaldi af þessum umræð- um voru samþykktar breytingar á reglunum, einkum til að ítreka að þær gildi einnig um þátttak- endur í prófkjöri. Daginn eftir flutti Ólafur Hannibalsson pólit- ískan pistil á Rás eitt en sama dag tók hann þátt í prófkjöri Sjálf- stæöisflokksins á Vestfjörðum. Elfa Björk Gunnarsdóttir segir ab mannleg mistök hafi valdið því. „Það uppgötvabist ekki fyrr en of seint að þessi pistill var inni í þætti á Rás eitt. Aubvitað getur Ólafur Hannibalsson ekki frekar en aðrir frambjóbendur verib með pistla í dagskránni. Þetta voru því miður aðeins mannlegu mistök." Pétur Guöfinnsson, framkvæmdastjóri Sjónvarps, segir að þátturinn um Vatnsveitu Reykjavíkur hafi verið settur á dagskrá áður en vitað var að Markús Örn tæki þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Ég hef ekki hugleitt hvort það brjóti þessar reglur að frambjóð- andi sé umsjónarmaður og þulur þáttar sem fjallar um allt annað en stjórnmál. Það má vera að það hafi verib mistök að sýna þennan þátt núna en ég lít alls ekki á það sem alvarleg mistök." Ásta Ragnheiður segir að hún hafi vissar efasemdir um reglur sem þessar. „Ég hef samþykkt þessar reglur vegna þess að það er vilji fyrir því innan RÚV að hafa slíkar reglur. Það hefur aftur á móti sýnt sig á undanförnum vikum að þaö er erfitt að fara eft- ir þeim. Auðvitað reyna menn ab komast að í dagskránni fyrir próf- kjör og kosningar en starfsmenn Ríkisútvarpsins ættu ab að gæta þess að slíkt sé ekki misnotað." Alnœmisátak: Samkeppni um nafn og slagorð Efnt hefur veriö til samkeppni um nafn og slagorb átaks í fræðslu um alnæmi og varnir gegn kynsjúkdómum. Sam- keppnin er öllum opin og ber ab skila tillögum fyrir 1. nóvember nk. Fræðsluátakið hefst í lok nóvember. Að því standa íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og Alnæmissam- tökin á íslandi. Aðalmarkhópur átaksins eru unglingar í grunn- skóla og vettvangur þess eru fé- lagsmiðstöðvarnar í Reykjavík. Þeim sem vilja taka þátt í sam- keppninni er bent á að þema al- þjóðlega alnæmisdagsins í ár er Alnæmi og fjölskyldan. Einnig yrði það í anda átaksins ab nafn og slagorö yrðu meb jákvæðum formerkjum og vektu athygli á alnæmi og naubsyn aðgæslu í kynlífi. Nafnib verður aö vera stutt og grípandi og slagorbin helst ekki lengra en ein setning. Hugmyndum má skila í hug- myndakassa félagsmiðstöðva eða senda í Hitt húsið Brautar- holti 20, til Alnæmissamtak- anna á Islandi Hverfisgötu 69 eða The Body Shop Laugavegi 51 og í Kringlunni. Verðlaun í hvorum flokki eru 10 þúsund króna úttekt í The Body Shop en aörar góðar hug- myndir fá sérstakar viðurkenn- ingar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.