Tíminn - 18.10.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.10.1994, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 18. október 1994 MUfZ > -kr» fr if^fr iTi-» 5 Út á eyöimörkina Sören Kierkegaard. Angist Kierkegaards Frjálsi leikhópurinn: SANNUR VESTRI, eftir Sam Shepard. Þýbing: Halldór E. Laxness og Einar E. Laxness. Leikstjórn, leikmynd og búningar: Halldór E. Lax- ness. Frumsýnt í Tjarnarbíói 15. októ- ber. Sam Shepard er eitt helsta nú- lifandi leikskáld Bandaríkj- anna og hefur verib mikiö hampaö þar í landi. Hann er leikari og leikhúsmaður og snjall höfundur, skrifar lifandi leiktexta. Efnivið sinn sækir hann í amerískan veruleik. „Veruleika þar sem goðsögnin um Vestrið verður ekkert ann- að en tálsýn og ameríski draumurinn er afhjúpaður sem dauð hugmynd," segir í leikskrárgrein og ennfremur: „í verkum sínum dregur hann oft upp kvalafulla mynd af grundvallareiningu amerísks þjóðfélags, þ.e. fjölskyldunni og því sambandsleysi sem þar ríkir." Þetta er rétt lýsing á Sönnum Vestra. Leikurinn segir frá tveim bræðrum sem átt hafa ólíkan feril í lífinu, en eru þó báðir undir sömu sök seldir. Annar, Austin, hefur haldið sig á réttum akbrautum þjóðfé- lagsins, gengið í gegnum há- skóla og er að reyna að hasla sér völl sem handritshöfundur fyrir bíómyndir. Hann situr vib það í íbúb móður sinnar að semja handrit ab „venjulegri ástarsögu" og reynir að fá framleiðandann Saul til ab kaupa það. Þarna kemur til hans bróðirinn Lee, utan af eyðimörkinni, hefur snúiö baki við smáborgaralegum gildum, orðinn eins og villi- mabur og stelur eftir þörfum. Það virðist mikið djúp staðfest milli þessara manna, en smám saman rennur það upp fyrir þeim að þeir eru báðir úti á sömu eyðimörkinni. Á bak við bræðurna grúfir skuggi uppeldisins. Faðir þeirra, „sá gamli", sem þeir tala sífellt um, hefur beðið skipbrot og skuggi sektar- kenndarinnar grúfir yfir son- unum, einkum Austin sem reynir að leika rábvanda borg- arann þangab til Lee kemur og kippir fótum undan honum. Þessi villimaður reynist meira að segja fremri handritshöf- undinum, hann getur fengið framleiðandann til ab kaupa af sér hugmynd af því að hún hefur hráabragð hins raun- verulega lífs, er sannur vestri. Að endingu kemur móðir þeirra inn á sviðið. Hún hefur hraðað heimför sinni til að sjá Picasso sem er að koma í bæ- inn, — en hann er raunar löngu dáinn. Öll þessi fjöl- skylda lifir í órum og blekking- um. Hinn sanni vestri, sem þau héldu sig byggja líf sitt á, er martröð, blekking, skyn- villa. Þegar það rennur upp fyr- ir Austin, getur hann Iátið bróður sinn ögra sér til að stela mörgum brauðristum. Því ekki þab: stolnar brauðristar á gólf- LEIKLIST GUNNAR STEFÁNSSON inu geta alveg orðið tákn- myndir fyrir ruglaða tilveru þeirra og tilgangsleysi. Og það- an liggur leib þeirra beggja út á eyðimörkina. Sannur Vestri er býsna lifandi sýning. Verkið er dregið gróf- um dráttum, en þó engan veg- inn veruleikafirrt. Manni finnst raunar margt vera hér kunnuglegt, persónurnar eins og klisjur, en undir nibri býr sálfræðilegt raunsæi; undir- staða þeirrar óhrjálegu mann- lífsmyndar, sem upp er dregin, er alveg ekta og traust. Það er meir en skiljanlegt að Sam Shepard hafi hitt í mark þess- um afhjúpandi Vestra sínum. Halldór E. Laxness hefur haft allan veg og vanda af þessari sýningu, leikstjórn, leikmynd, búningum og þýðingu að hálfu. Ég hef lítt fylgst með þessum leikstjóra og síðustu sýningar hans hef ég ekki séð. Eftir þessari að dæma er hér kunnáttusamur leikstjóri á ferðinni, sem gerir sér glögga grein fyrir viðfangsefnum sín- um. Þýðingin er munntöm, hæfilega hrá og vel stíluð. — Ytri umbúnaður sýningarinn- ar er fremur fátæklegur og reyndar hefur mér aldrei þótt Tjarnarbíó aðlaðandi leikhús. Atriðaskipti 'voru ekki nógu greið og höndugleg, fram- vinda sýningarinnar varb fyrir bragðið nokkuð stirð. Ljósa- beiting markviss. Kannski er hráslagi hússins við hæfi í við- fangsefni eins og þessu. Og alls staðar er hægt að leika, ef menn hafa nógu öflugum leik- urum á að skipa. Þab hefur Halldór E. Laxness að þessu sinni. Valdimar Örn Flygenring ber uppi sýning- una, návist hans yfirþyrmir sviðið allan tímann. Valdimar hefur reyndar oft sýnt svona týpur, hinn harða nagla, óheflaða utangarðsmanninn sem vekur hjá þeim sem næst standa ógn og skelfingu. Þetta er orðin sérgrein leikarans og væri honum áreiðanlega hollt að spreyta sig á annars konar hlutverkum í bland. En hann hefur Lee fullkomlega á valdi sínu frá fyrsta andartaki í hreyfingum, svipbrigöum, tali, klúru látæði, í stuttu máli allri mótun þessa náunga er persónan ljóslifandi. Það er ekkert létt hlutskipti fyrir Magnús Ragnarsson að halda til jafns við slíkan stórleik, enda verður Austin dauf per- sóna í samanburðinum. Hann nær sér þó nokkuð á strik í fá- einum atriðum í seinni hluta og er bestur þar sem hann seg- ir frá þeim gamla, hinum tannlausa og peningalausa föbur. Þeir Valdimar og Magn- ús ná víða góðum samleik og leikstjóranum tekst þab sem mestu skiptir, að setja áhorf- andanum fyrir sjónir í senn andstæður og samstæður í fari þeirra. Harald G. Haralds leikur um- boðsmanninn Saul tíðindalít- ið, enda persónan litlaus frá höfundarins hendi. Hann er í rauninni bara framleiðandi á höttunum eftir söluvænlegri hugmynd, ekkert annað, fram- hliðin ein. En hvernig hægt er að gera sér mat úr litlu sýndi Guðrún Stephensen í kerling- unni mömmu þeirra. Gubrún er jafnan snjöll í kerlingunum og eiginlega sér maður í svip- hendingu veruleikaflótta þess- arar konu, þar sem hún stend- ur á eldhúsgólfinu innan um allt skraniö með ferðatöskuna í hendi. Sannur Vestri er ekki meiri háttar leikrit og sýnir manni kannski ekki nýjar hliðar á „ameríska draumnum". Sýn- ingin í Tjarnarbíói er vel þess virði að leiða hana augum, þó ekki sé fyrir annað en sjá Valdimar Örn Flygenring í ham, hið vegvillta afkvæmi þessa draums, þar sem hann kemur utan af eyðimörkinni. ■ Virgilius Hafniensis (Sören Kierkega- ard): Begrebet Angest. Upprunalegur texti meb formála og athugasemdum eftir Finn |or. 184 blabsíbur. Cyldendal Norsk Forlag, Oslo, 1994. NOK 148. Cyldendals Fakkel-böker, ný röb. Hugtakið Angist er ein af hinum dulnefndu bókum sem Kierk- egaard skrifaði á árunum 1843- 46. Auk þess eru þar ýmis höf- uðverk hans, eins og: Gentag- elsen, Enten-Eller, Frygt og Bce- ven, Philosophiske Smuler, Stadierpaa Livets Vej auk Afslut- tende uvidenskabelige Efterskrift- er. Formála auk ýmissa athuga- semda skrifar svo Finn Jor, einn af menningarritstjórum Aftenposten. Hugtakið angist er ef til vill eitt af mest lesnu ritum Kierkega- ards, en einnig einhver per- sónulegasta bók hans, ef djúpt er Ieitað. Þarna er nákvæm lýs- ing angistarinnar, formum þeim er hún tekur á sig, hvern- ig hún virkar, tengslum henn- ar við erfðasyndina, sök, nauð- syn og frelsi, sem á sér hliö- stæður í heimsbókmenntun- um. Greining, sem hefir lagt grunninn að því sem í dag er skilgreint sem djúpsálarfræði. Þarna varð hann fyrri til að gefa ýmsar þær skýringar, sem síðar koma fram í endurtekn- ingum hjá Sigmundi Freud og NORSKAR BÆKUR SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON C.G. Jung. Meginhugtökin angist og ótti og munur þeirra er það sem Ki- erkegaard leitast við að skilja og skilgreina. í óttanum er það hið hættulega í umhverfinu sem er efst í huga mannsins, en aftur á móti í angistinni er það hið hættulega í sjálfinu sem maðurinn er að fást við. Þá er áhugavert hve mikla áherslu Kierkegaard leggur á hið já- kvæba í angistinni. „Hún er til- finning mannsins fyrir því að vera ekki í sönnu samræmi við sjálfan sig." Einmitt í skilningi og viðurkenningu angistarinn- ar og sakarinnar nær maðurinn því að eignast vitund um eigið frelsi. Kierkegaard greinir hvernig fallast verður á hið ómögulega, að Gub, hið eilífa, hefir tekið sér bólstab í tímanum, hinu endanlega. Þótt háfleygt sé, er lesefnið ánægjulegt og vekur enn jafnmikla hrifingu og það gerði foröum. Umsagnir Kafka um angistina eru eins og föln- aðar rósir við hlið þess sem Ki- erkegaard skrifar. Krúsi dúlla Það er mikið í tísku í dag aö tala um dúllur. Þetta dúllunafn er yfirleitt notað um einhvern, sem er mikið krútt og nær ein- hvern veginn að höfba til fólks á jákvæbari hátt en gerist og gengur. Þessari ímynd hefur Markúsi Erni Antonssyni, fyrr- verandi borgarstjóra, tekist ab ná meb nýjum og áður óþekkt- um aðferðum í íslenskri pólitík. Það þótti alveg einstaklega dúllulegt þegar Krúsi stóð upp úr stól borgarstjóra og vék fyrir Árna Sigfússyni, þegar hann sá fram á það að Sjálfstæðisflokk- urinn mundi tapa höfuðborg- inni ef hann væri oddviti flokksins. Og ekki var þab minna dúllulegt þegar Markús fór að vinna hjá Jóa í Myndbæ og sýndi þab og sannaði aö lítil- læti er dyggð. Og síðasta, en ekki sísta dúllulega ákvörðunin var þegar Krúsi gaf það út aö hann væri ekki aldeilis hættur í pólitík og ákvað að gefa kost á sér á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Þá ákvörðun hefur hann væntanlega tekið í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkur- inn stendur nokkuð vel, miðaö við skoðanakannanir þessa stundina. Allar þessar dúllulegu ákvarð- anir Krúsa hafa leitt til þess að hann er sagöur vera dúllan í flokknum. Krúsi dúlla er nú það nafn sem hann gengur oftast undir innan Sjálfstæöisflokks- ins. Krúsi tók þá stefnu í nánu samráði við vinnuveitanda sinn, Jóhann Briem hjá Mynd- bæ hf., að markaðssetja sig sem TAGL- SLATTUR ÓSKAR BERGSSON dúllu. Þetta er mikið pólitískt snilldarbragð, þar sem hörb keppni er á milli karla og kvenna, ungra og þeirra eldri í prófkjörsslag Sjálfstæbisflokks- ins, en það er engin dúlla sem keppir við Krúsa, enda hefur enginn roð við sjálfri krúsidúll- unni. Þetta skynjaði Jói Briem og er nú búinn að markaðssetja borg- arstjórann fyrrverandi sem póli- tíska dúllu. Uppfinning sem enginn hefur fundib upp á áður. Snilligáfu Jóa Briem í markaðsmálum er engin tak- mörk sett. Krúsi dúlla verbur því hin pólitíska krúsidúlla Sjálf- stæðisflokksins í næstu kosn- ingum. Frábær uppfinning hjá hinum stórsnjalla og uppátekta- sama Jóhanni Briem, sem er sagöur svo góbur sölumaður að hann getur víst selt sand til Saudi-Arabíu. Þab verður svo bara að koma í ljós hvort Krúsi dúlla er jafn góð markaðsvara í prófkjöri Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík og sandur er í Saudi- Arabíu. Það eina, sem lcannski hefur klikkað hjá þeim dúllunum í markaðssetningunni, er að hafa Krúsa ekki í níunda sæti, sem verður að teljast þaráttusæti flokksins í borginni. Með því að gefa kost á sér í níunda sæti og baráttusætið hefði Krúsi dúlla sýnt þaö og sannað endanlega að hann er maður flokksins, sem er tilbúinn að ganga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir flokkinn þar til yfir lýkur. Meb því hefði Krúsi dúlla algjörlega afsannab þá kenningu að hann hafi flúib af hólmi í kosningun- um s.l. vor. Hitt, að gefa kost á sér í 4. sætið, lyktar of mikib af því að hann ætli að fela sig á miðjum frambobslistanum og fara inn á Alþingi á frakkalöfum Davíðs Oddssonar. Það er ekki mjög dúllulegt, enda ekkert víst að frakkalöf Davíös standi hon- um til boða núna, þótt þau hafi staöið honum til boða áður. ■*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.