Tíminn - 18.10.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.10.1994, Blaðsíða 9
9 Þri&judagur 18. október 1994 fÍMÍIWi UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Norömenn aö snúast: Úrslitin í Finnlandi auka fylgi við Evr- ópusambandsaðild Samkvæmt skoðanakönnun norska dagblaðsins Aftenposten ætlar meirihluti Norðmanna að greiða atkvæði með Evrópusam- bandsaðild ef Svíar og Finnar gera slíkt hið sama. Af þeim sem tóku afstöðu í skoöanakönnuninni sögðust 46 prósent ætla að greiða atkvæði með aðildinni að þessu skilyröi uppfylltu en 41 prósent var ákveðiö í að hafna henni hvað sem á gengi. í september ætluðu 47 prósent að greiða at- kvæði gegn aöild þrátt fyrir meiri- hlutafylgi viö hana í Svíþjób og Finnlandi samkvæmt skoöana- könnun og fylgismenn voru þá aðeins um 39 prósent þeirra sem létu uppi skoðun á málinu. Munurinn á andstæðingum og fylgjendum aðildar í Noregi hefur líka minnkab þó að ekki sé tekið mið af afstöbu Finna og Svía. í síðasta mánuði var munurinn um 20 prósentustig, 50 af hundrabi ætluöu þá ab hafna aðild en 28 prósent voru henni fylgjandi. í skobanakönnun Aftenposten í síðustu viku var bilið komið nibur í tíu af hundraði. Samkvæmt henni ætla 45 prósent að greiöa atkvæði gegn ESB-aðild en 35 af hundraöi sögðust greiða henni at- kvæði sitt. Tuttugu af hundraði eiga enn eftir ab gera upp hug sinn. ■ Þýska stjórnin heldur velli Reuter Finnski forsætisrábherrann Eskho Aho á blabamannafundi í Helsinki eftir ab Finnar samþykktu í þjóbaratkvœbagreibslu ab ganga í Evrópusam- bandib. Huga aö ESB-aðild Austur- Evrópu- ríkjanna Brussel, Reuter Ráðamönnum Evrópusambands- ríkjanna létti mikið þegar ljóst varð aö meirihluti Finna hafði greitt abild landsins að samband- inu atkvæði sitt. Embættismenn í Brussel sögðust sannfærðir um að úrslitin hefðu þau áhrif í Svíþjób og Noregi aö fylgismönnum við ESB-aðild í löndunum tveimur fjölgaöi nægjanlega til aö meiri- hluti samþykkti inngöngu í sam- bandið í komandi þjóðarat- kvæðagreiðslum. Stjórnmálaskýrendur segja að leiðtogar ESB-ríkja geti nú þegar fagnaö sigri því meirihluti kjós- enda í tveimur EFTA-ríkjanna fjögurra sem sóttu um aðild að sambandinu hafi greitt atkvæöi með abild. Austurríkismenn sam- þykktu aðild í þjóbaratkvæða- greiðslu í júní. Það hefði verið Evrópusambandinu mikill álits- hnekkir ef Norburlandaþjóðirnar þrjár hefðu allar hafnað aðild. Urslitin í Finnlandi hafa áhrif á fleiri en Svía og Norðmenn. Þau mun auðvelda Evrópusamband- inu að snúa sér af fullum krafti að ríkjum Mib- og Austur-Evrópu. Undirbúningur að abild Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu, Tékk- lands, Búlgaríu og Rúmeníu er þegar hafinn. ■ Bonn, Reuter Stjórn Helmuts Kohl í Þýskalandi hélt naumlega velli í kosningun- um á sunnudag. Hún hefur aðeins tíu þingsæta meirihluta á sam- bandsþinginu í Bonn en á því sitja 672 þingmenn á næsta kjörtíma- bili. Vegna flókinna kosningalaga fjölgaði þingsætum um 16 á milli kjörtímabila. Kohl viðurkenndi að úrslitin gerðu stjórninni erfiðara að starfa en á síðasta kjörtímabili þegar stjórnarflokkarnir höfðu 134 þing- sæta meirihluta. Kristilegir demókratar, flokkur kanslarans, og Kristilega félags- bandalagið töpubu 25 þingsætum frá því á síðasta kjörtímabili, hlutu 41.5 prósent atkvæða í stað 43.8 árið 1990. Frjálsir demókratar, sem sitja í stjórn meö Kristilegum, rúmlega þriðjungi þingsæta sinna, fengu 47 en höfðu áður 79. Fylgi þeirra hrundi úr 11 af hundraði í 6.9 pró- sent. Þeir voru þó fyllilega sáttir við úrslitin þar sem þeim hafbi lengst af veriö spáb minna en fimm prósenta fylgi sem hefði þýtt að þeir hefðu falliö af þingi á kom- andi kjörtímabili. Sósíaldemókratar fengu 13 þing- menn til viðbótar viö þá sem þeir höfbu og juku fylgi sitt um tæp þrjú prósentustig, úr 33.5% í 36.4%. Græningjar voru ásamt komm- Vinningstölur iaugardaginn VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1. 5aí5 0 4.600.472 2. w Z 799.143 3. 4af5 96 8.316 4. 3af5 3.465 537“ Heildarvinningsupphæð þessa viku: 8.058.656 kr. upplvsingarsImsvari91-681511LUKKULINA991002 Evrópusambandiö stœkkar enn: Finnar kjósa abild og reikn- að með samþykkt þingsins Helsinki, Reuter únistum sigurvegarar kosning- anna. Þeir komust aftur á þing eft- ir að hafa hnotið um fimm pró- senta regluna í kosningunum 1990. Þeir komu 49 mönnum inn og fengu 7.3 prósent atkvæða í stað 3.9 í síðustu kosningum. Lýbræðislegir sósíalistar, PDS, sem byggja á leifum Kommúnista- flokks Austur-Þýskalands, náði því markmiði sínu að koma fleirum en tveimur á sambandsþingið þrátt fyrir það að heildarfylgi þeirra hafi verið minna en fimm prósent. Þeir fengu 30 kjörna á þing vegna sig- urs í þremur sambandslöndum í austurhluta Þýskalands. Eins og Græningjar náði flokkurinn nærri' því að tvöfalda fylgi sitt, fékk 4.4 prósent atkvæba í stað 2.4 pró- senta í síbustu kosningum. ■ Helmut Kohl héfur ástæðu til að hlæja dátt. Hann á möguleika á ab slá met Konrads Adenauer sem sat á valdastóli í 14 ár. Ef Kohl situr út kjörtímabilib sem var að hefjast hefur hann verið kanslari lengur en nokkur annar Þjóbverji frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann tók vib embætti eftir ab lýst hafði verið vantrausti á stjóm Helmuts Schmits árib 1983. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar í Finnlandi á sunnudag- inn komu fæstum á óvart. Rúmlega 57 af hundraði greiddu atkvæði með aðild landsins að Evrópusamband- inu en tæplega 43 prósent Klaus Kinkel, utanríkisráðherra og formabur Frjálsra demókrata, getur hætt ab halda fyrir nefið. Hann getur varpað öndinni létt- ar eftir aö flokkur hans komst yf- ir fimm prósenta þröskuldinn og þar með inn á þing. Rudolf Scharping, leibtogi sósí- aldemókrata, veröur áfram í stjómarandstöðu en lítið vant- abi upp á aö hann fengi tækifæri á stjórnarsetu. Scharping þótti voru á móti. Um sjötíu af hundraði greiddu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Til að ESB-aðild Finnlands verði að veruleika þurfa tveir þriðju hlutar þingsins að greiða henni atkvæði sitt. Nýgerð skoðanakönnun bendir til þess ekki spennandi kanslaraefni og vinsældir hans fóm minnkandi eftir því sem á kosningabarátt- una leið. Ekki þykir ósennilegt ab sósíaldemókratar finni annaö kanslaraefni fyrir næstu kosn- ingar. Helmut Kohl ætlar ekki að gefa kost á sér ab þessu kjörtíma- bili loknu og jafnvel er búist viö að hann dragi sig í hlé um leiö og hann hefur náð sama setu- tíma og Adenauer. ■ að þingið komi ekki í veg fyrir aðild Finna að Evrópusam- bandinu. Finnar voru fyrstir Norður- landaþjóðanna þriggja til að greiða atkvæði um aðild en andstaöan þar hefur frá upp- hafi verið veikari en í Svíþjóð og Noregi. Svíar greiða atkvæöi um aðild 13. nóvember og Norðmenn reka lestina í þjóð- aratkvæðagreiðslu þann 28. nóvember. Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands, vildi ekki gera mik- ið úr áhrifum úrslita atkvæða- greiðslunnar á afstöðu Svía. Það breytir ekki þeirri stað- reynd að tímaröðin á þjóðarat- kvæðagreiðslunum var ákveð- in með svokölluð dómínóáhrif í huga. Þaö er aö segja að fyrsti kubburinn, þ.e. Finnland, sem félli, mundi falla á þann næsta og svo koll af kolli. Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svía og formaður sósíal- demókrata, sem er nýkominn til valda segist ekki ætla að beita stjórninni í baráttu fyrir ESB-aðild Svíþjóðar. Skoðana- kannanir benda til þess að fylgi andstæðinga og fylgjenda aðildar sé svipaö eins og er. Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, hefur gert Evrópusambandsaðild að höfuðmáli minnihlutastjórnar Verkamannaflokksins. Hún hélt því fram fyrir helgi að Norðmenn yrðu samnings- lausir við sambandið ef þeir höfnuðu aðild. Enn þá er tölu- verður meirihluti Norðmanna á móti aðild en skoðanakann- anir gefa til kynna að dæmið snúist við ef Svíar segja já við aöild í þjóðaratkvæöagreiðsl- unni í næsta mánuöi. Kampakátur kanslari

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.