Tíminn - 18.10.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.10.1994, Blaðsíða 4
4 tííœwn Þri&judagur 18. október 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiöja Frjálsrar fjölmi&lunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 125 kr. m/vsk. Hið frjálsa orö Málefni Ríkisútvarpsins eru enn einu sinni komin á dagskrá. Enn eru starfsmannamál stofnunarinnar aflvaki þessarar umræðu. Kvartanir til Rásar 2 vegna pistlahöfundar sem er ágengur og beittur, veröa til þess að honum er sagt upp störfum og annar flýtur með sem er kunnur fyrir pólitískt trúboð. Allt þetta mál er hið vandræðalegasta og lítt til þess fallið að auka hróður Ríkisútvarpsins. Það er miður, því hlutverk þeirrar stofnunar er afar þýðingarmikið í þjóðfélaginu. Það er vitað að Ríkisútvarpið er eitur í bein- um frjálshyggjuafla í þjóðfélaginu. Þau geta með engu móti þolað að fjölmiðill starfi í þjóðfélaginu sem lýtur stjórn almannavalds- ins. Allir þekkja linnulausar árásir á útvarps- ráð í gegnum tíðina, en hlutverk þess er m.a. að gæta þess að sýnd sé óhlutdrægni í störfum og dagskrárgerð stofnunarinnar. Ohlutdrægni er ekki það sama og hlutleysi og merkir ekki að sjónvarp eða hljóðvarp sem rekið er undir merki RÚV eigi að sitja hjá í átökum þjóðfé- lagsumræðu samtímans. Það er þessi hönd sem stýrði hringingum og kvörtunum á Rás 2 vegna Illuga Jökulssonar. Það er hönd frjálshyggjusjónarmiðanna og henni stýrir það hugarfar að þessi sjónarmið eigi að vera allsráðandi í fjölmiðlum samtím- ans. Þau mál sem upp hafa komið á Rás 2 eru skyld einstæðu máli sem upp kom á síðasta ári þegar dagskrárstjóra sjónvarpsins var vikið frá vegna samstarfsörðugleika og menntamála- ráðherra skipaði hann síðan framkvæmda- stjóra sömu stofnunar. Það er að dómi Tímans í góðu lagi að pistlahöfundar á við Hannes Hólmstein flytji barnalegar predikanir um ágæti Davíðs Oddssonar og hnjóðsyrði um pólitíska andstæðinga hans í útvarp meðan það brýtur ekki í bága við meiðyrðaiöggjöfina eða almenn siðalögmál. Þetta er þó einungis líðandi á meðan önnur sjónarmið fá að koma fram. Nú hefur verið tekinn sá kostur að gera „pól- itíska húsleit" hjá Ríkisútvarpinu og reka þá sem eru ágengir í pistlum sínum. Þetta er dag- skrárgerðinni óneitanlega ekki til framdráttar. Það er ánægjuefni þeirra sem vilja Ríkisútvarp- ið feigt. Ríkisúfvarpið hefur miklu hlutverki að gegna, ekki síst í menningarlegu tilliti. Allar uppákomur í kringum starf þess draga úr því trausti og þeirri virðingu sem þarf að ríkja fyr- ir þessari stofnun og löng hefð er fyrir í þjóð- félaginu. Það þarf að slá skjaldborg um stofn- unina og láta gól varðhunda frjálshyggjunnar í símatímum hennar sem vind um eyru þjóta. Verja þarf frjálst orð og óhlutdrægni með því að þetta fer saman ef vel er stjórnað. Kartöflustríö og ESB Hagfræöistofnun Háskólans hef- ur komist aö þeirri ni&urstööu samkvæmt frétt í Tímanum um helgina aö innganga okkar í ESB muni leiöa til stórfelldrar lækkun- ar á matvöru. Áður hefur Félags- vísindastofnun og Sjávarútvegs- stofnun gefið til kynna aö fleiri þættir mæltu meö aðild en því aö gerast ekki aöili aö ESB. Garri hef- ur aö vísu ekki séö hvernig þessir ágætu háskólamenn mæla mikil- vægi þess sem þeir tína til, enda tala þeir jafnan um aö þaö séu fleiri þættir sem mæla meö aðild en sem mæla gegn henni. Hins vegar hafa þeir ekki lagt mat á hvort þeir þættir sem mæla meö aðild séu þýðingarmeiri en þeir sem mæla gegn henni. Það er heldur ekki viö því að búast aö Háskólastofnanir geti lagt mat á mikilvægi með þessum hætti, því spurningin um mikilvægi er pól- itísk spurning en ekki akademísk. En Garra þótti þaö einmitt ágæt tímasetning aö birta niöurstööur Hagfræöistofnunar um landbún- aöarafurðir og matvæli nú þegar Finnar eru búnir aö ákveða að ganga í ESB. Þá hittist ekki síður vel á aö um helgina geisaði og geisar enn kartöflustríö í höfuö- borginni þar sem neytendur hafa hagnast vel á miklu framboði af ódýrum kartöflum, sem aftur má rekja til góðærisins í sumar. í Evr- ópu ríkir líka mikið góðæri í land- búnaði, eiginlega viðvarandi góð- æri með tilheyrandi umfram- framleiðslu og heil fjöll landbún- aðarafurða hafa nú sett mark sitt á evrópskt landslag um langt ára- bil. Meblag meb kartöfium Sú framleiðslustýring, sem tíðk- ast hefur í hinum ýmsu landbún- aðargreinum, hefur mikið veriö gagnrýnd á þeirri forsendu að án hennar væri hægt ab fá matvörur á lægra verbi, eins og dæmið um kartöflurnar sanni svo ekki verði um villst. Undirboðin ganga nú svo langt ab seljendur eru farnir að borga meðlag með kartöflu- kílóinu til að hafa útsöluverðið nógu lágt. En þrátt fyrir þetta dá- samlega ástand, standa kartöflu- GARRI bændurnir fyrir utan Bónus og kvarta undan undirboðum. Bændurnir skilja ekki hvað þetta er allt gott mál meb verðfallið á kartöflum, ekki frekar en þeir skilja hvernig þeir eiga að lifa á því að framleiða afurðir sem þeir fá ekkert fyrir. Enda benti einn bændanna á að ef annaö góðæri kæmi á næsta ári með tilheyrandi undirboðum á kartöfluverðum, færi stétt kartöflubænda í heild sinni á hausinn. Þannig myndi kartöflustríðinu ljúka sjálfkrafa. Finnska leiöin Fréttir frá Finnlandi segja okkur aö reiknaður hafi verið út hjá hagfræðistofnunum talsverður ávinningur af inngöngu Finn- lands í ESB. Aö vísu hefur þessi útreikningur verið nokkub á reiki að undanförnu og í gær bárust fréttir af því að verulegur hluti landbúnabar- og matvælafram- leibslu þar í landi muni hrynja við inngönguna. Eflaust hefur þó einhver reiknað þab út ab neyt- endur muni, þrátt fyrir allt, hagn- ast einhver ósköp á lækkuöu mat- arverði. Hagfræðistofnun Há- skóla íslands hefur reiknab út að neytendur muni fá ódýra mat- vöru með því ab íslendingar gangi í ESB. Hins vegar hefur það ekki verib reiknað út hvort örlög íslenskrar matvælaframleiðslu yröu þau sömu og kartöflubænda, sem lentu í tveggja ára góðæri. Fjöldagjaldþrot í matvælafram- leiðslu eru mikið áhyggjuefni, jafnvel þó menn fái fram í leið- inni stórfellda tímabundna lækk- un matvöruverðs. Spurningin hvort er þyngra á metunum, mat- vælaframleiðslan innanlands eða verð á innfluttum mat er pólitísk spurning, en ekki fræðileg. Henni ættu því stjómmálamenn að svara, en ekki prófessorar. Það sem Hagfræðistofnun hlýtur hins vegar að gera núna — ef hún vill ekki sitja undir ásökunum um að vera trúboðsstöð gegn innlend- um matvælaframleiðendum — er að reikna út þjóðfélagsleg áhrif af hruni matvælaframleiðslu innan lands, á sama hátt og hún hefur reiknað út ávinninginn af inn- flutningi. Garri Norsarar í „krigshumör" Norðmenn em greinilega í „krigshumör" um þessar mund- ir. Þeir eiga í þorskastríbi viö ís- landinga og Rússar em að hefja þorskastríð við þá. Heima fyrir stríða þeir hver vib annan og skera upp herör meb og móti að- ild að ESB, og hitnar í þeim kol- um dag frá degi. En stríðsástin rís hæst hjá norsku Nóbelsnefndinni sem út- hlutar fribarverölaununum. Þar eru stríðsherrar og hermdar- verkaforingjar verðlaunaöir aft- ur og aftur fyrir framlag sitt til heimsfréttanna. Fribarnefndin bætti á sig enn einu skammarstrikinu í síbustu viku, þegar nokkrir stríðsjálkar voru spyrtir saman og verblaun- aðir fyrir ab hafa tekiö nokkur glansnúmer fyrir myndavélar heimspressunnar á flötinni framan vib Hvíta húsiö í Wash- ington fyrr á árinu. Þessir sömu menn hafa verið aö myröa konur og börn hvers ann- ars undangengna áratugi og att sonum sínum út í gegndarlaus hefndarvíg og harðvítug land- vinningastríö. Daginn eftir aö þeir vom út- nefndir friöarherrar ársins, fóm menn þeirra á hendur hver öör- um meö vígum og moröum. Misskilin fri&þæging Hvers eiga sannir boðberar fribar og mannúðar, sem einstaka sinnum fá svona verblaun, að gjalda? Hvers á göfugi mannvinurinn Móöir Teresa að gjalda ab vera sett á bekk með stríbsjálkum, sem lifa eftir kenningunni auga fyrir auga og tönn fyrir tönn og líta á stríðstól sem sjálfsögb am- boö í daglegu amstri sínu og öllu stjórnmálastússi. Sagt er að Alfreð Nóbel hafi stofnað til verölaunanna, sem viö hann eru kennd, til ab frib- þægja sjálfum sér fyrir dýnamit- Á vfoavangi ið, sem hann fann upp og græddi offjár á. Hægt er aö láta sér detta í hug ab norska Nóbels- nefndin hafi misskilið hlutverk sitt eitthvað og telji ab verðlaun- in séu vel komin í höndum mik- illa sprengimeistara. En það stangast á við að ein- staka sinnum er reglan brotin og friðelskandi mannvinir eru verö- launaðir fyrir framlag sitt og for- dæmi, sem stuðlar ab trú manna á mannkindinni þrátt fyrir allt. Gleggsta dæmib um það á síöari árum er verölaunaveitingin til Móöur Teresu, en lengi mátti hennar góða starf bíöa vegna þess að terroristar og sprengjuk- astarar gengu fyrir og hafa öðlast einhverja eilífðamáö í augum norsku nefndarinnar, sem Stór- þingið kýs til að verölauna frið- inn. Leikreglurnar Þeir, sem áhuga hafa á ab hljóta friðarverðlaunin, geta unnib til þeirra á þann auðveldasta hátt að vera í forsvari fyrir hermdar- verkaklíkur eöa stunda öflugan stríösrekstur. Meö því aö semja svikafrið eöa lýsa yfir að viðkom- andi sé hættur hermdarverkum og hyggist ekki taka þau upp aft- ur nema að hann eigi valdasvipt- ingu á hættu, fara ótilgreindir abdáendur á stúfana og tilnefna „göfugmennin" sem væntanlega fribarverðlaunahafa. Þing- mannafauskarnir í nefndinni velja svo úr. Ef engir talsmenn fjöldamorð- ingja og vígamanna hafa fundiö náb fyrir augum sjónvarps- myndavélanna eða hafa verið auglýstir upp sem sérstakir verndarar friöar og manngæsku það árib, neyðist norska nefndin aö láta verðlaunin ganga til ein- staklinga og stofnana, sem eitt- hvað hafa lagt af mörkum til friðarvona mannkynsins. En séu fulltrúar stríðsjálka og terrorista, sem uppfylla lág- marksskilyrði, í boöi, velur nefndin þá öllum öbrum fremur til að mæta í Ósló og taka við fagurgala og verölaunafé. Friðarverðlaunaveitingar norska Stórþingsins eru slíkur skrípaleikur, að affarasælast fyrir friðinn væri að leggja hann nið- ur. En það er til of mikils mælst, þar sem umráðamenn pening- anna og valdsins til að úthluta þeim og viðeigandi orbstír til hverra þeirra sem nefndin kýs. En það sýnist óþarfi að fjölmiðl- ar og önnur skoöanamyndandi öfl taki ávallt undir og samþykki að verölaunahafar séu vel valdir og eigi upphefðina skilið. Norska Nóbelsnefndin er ekki starfi sínu vaxin, og sannast það best á henni sjálfri að hún getur ekki einu sinni úthlutað friðar- verðlaunum nema allt fari upp í loft innan hennar og nefndar- menn segi sig úr lögum hver viö annan, eins og raun varð á við síöustu endemisútnefningu. Þar eru menn greinilega í „krigs- humör". OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.